Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRET MA TTHIASDOTTIR
+ Margrét Matt-
híasdóttir
fæddist í Reykjavík
10. janúar 1936.
Hún lést á Land-
spítalanum 1. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 8. nóvember.
MAGGA, þú varst svo
köld þar sem þú lást.
Að vísu snerti ég þig
ekki sjálf, en ainafna
þín og dóttir mín hafði
orð á því hve köld þú værir orðin
og hún reyndi að hlýja þér þar sem
þú lást nýlátin undir sænginni.
Náttúrlega er það alveg gagns-
laust að stíla þessi orð til þín, þú
gast ekkert lesið fyrir rest, og núna
sefur þú og getur þar af leiðandi
alls ekkert lesið. En í von um að
geta hughreyst einhvern ætla ég
að vitna í rit sem gefið hefur verið
út sérstaklega fyrir syrgjendur en
þar er okkur bent á að - reiða
okkur á vini, gæta heilsunnar, eins
er okkur ráðlagt að sýna sjálfum
okkur þolinmæði í sorginni. Þar er
vitnað í vísindarannsókn á ástvina-
missi sem útskýrir sorgarferlið á
eftirfarandi hátt:
„Sá sem syrgir ástvin sveiflast
ef til vill ákaflega og hratt frá einu
tilfinningaástandinu til annars, og
um nokkum tíma kann hann til
skiptis að forðast það sem minnir
á hinn látna og viljandi að leggja
rækt við minningar um hann ...
Meinafræðingur varar við: „Það
þarf að bera harmleikinn, þola hann
og loks að fínna boðleg rök fyrir
honum og sé það tafíð um of með
því að sljóvga einstaklinginn með
lyfjum gæti það dregið þetta ferli
á langinn eða aflagað það.““ Og
eftir að hafa fyallað um það að snúa
sér aftur að eðlilegum vanagangi
lífsins heldur ritið áfram:
„Þótt undarlegt megi virðast eru
sumir hræddir við að sleppa hend-
inni af hinni áköfu sorg af því að
þeir halda að það gæti gefíð til
kynna að ást þeirra á hinum látna
fari dvínandi. Sú er einfaldlega
ekki raunin. Ef þú lætur sársauk-
ann líða hjá, opnar þú
leið fyrir kærar minn-
ingar sem þú átt vafa-
laust alltaf eftir að
geyma."
Satt að segja fannst
mér það tilgangslaust
að reyna að hlýja þér.
Þú fannst jú ekkert til
lengur og ekki gat ég
vakið þig af þínum
djúpa svefni, Magga
mín. Svo að ég lagaði
aftur til sængina sem
hafði aflagast og dró
hendur Margrétar var-
lega undan sænginni
og sagði: „Hún sefur núna, hún var
svo veik, hún vaknar aftur þegar
upprisan byijar, þá getur þú betur
hlýjað henni.“
Eftir á að hyggja, þú varst svo
heitfeng, það verður þú sem munt
hlýja okkur. Það er ég viss um.
Þín
tengdadóttir.
Til eru konur sem strá í kring
um sig glaðværð, birtu og yl og
sigrast á öllum viðfangsefnum lífs-
ins hversu stóc og þung sem þau
eru. Slíkar konur eru mikilmenni.
Margrét Matthíasdóttir vinkona
okkar var slíkt mikilmenni. Hún
elskaði lífíð skilyrðislaust á hverju
sem gekk og elskaði allt sem lifír
og hrærist. Meginþáttur í lífí henn-
ar var að gleðja aðra, vera hið
sterka afl sem gefur endalaust og
óeigingjarnt af sér án þess að hlífa
sér á nokkum hátt og án þess að
krefjast nokkurs á móti, þar til
ekkert var hægt að gefa lengur.
Þannig var Magga alltaf, ekki bara
stundum, heldur alltaf. Hún var
heil í því sem hún gerði og gerði
allt vel.
Hvaðan kom henni þessi kraftur
og þrek, þetta æðruleysi og gleði?
Það vitum við, sem þekktum æsku-
heimili hennar á Bergþórugötu 31.
Ásamt fjórum systkinum sínum var
hún umvafín ást og kærleika á því
mikla menningarheimili sem for-
eldrar hennar þau Sigrún Melsteð
og Matthías Sveinbjörnsson bjuggu
þeim. Þar var mjög gestkvæmt og
söngur og gleði voru í hávegum
A UÐUNN HLÍÐKVIST
KRISTMARSSON
+ Auðunn Hlíðkvist Krist-
marsson fæddist 11. febrúar
1981. Hann lést af slysförum 2.
ágúst síðastliðinn og fór útförin
fram 10. ágúst.
MEÐ nokkrum fátæklegum orðum
vil ég minnast frænda míns og vinar
Auðuns Kristmarssonar. Þeirri stund
gleymi ég aldrei þegar mér var til-
kynnt að það var Auðunn sem lést
í slysinu þennan morgun. Þvílík
ósanngimi þvi efnilegri drengur var
vandfundinn. Þegar ég hugsa til
baka um þennan unga mann þá get
ég sagt að ég hafí þekkt hann miklu
betur en ég gerði mér grein fyrir.
íþróttir áttu hug hans allan, bæði
körfubolti og fótbolti og var hann
gríðarlegt efni í báðum greinum.
Varð ég fyrir þeirri lukku að leið-
beina honum í körfubolta þegar ég
var að þjálfa ’81 árganginn veturinn
’94-’95. Hafði ég alltaf þekkt Auðun
vegna skyldleika okkar, en nú fékk
ég að kynnast honum náið, enda
ríkti gagnkvæm virðing okkar á
milli. Yfírvegun einkenndi hann
ásamt mikilli vinnusemi og fór hann
langt á skapinu einu saman. Þrosk-
aður var hann með eindæmum og
var mjög auðvelt að tala við hann
um ‘daginn og veginn. Var hann vin-
ur í raun enda var vinahópurinn
mjög stór.
Þó að hann Auðunn sé farinn þá
er hann alltaf innra með okkur og
varðveitir þetta litla líf sem við höf-
um. Auðunn var ungur maður á
uppleið sem kvaddi alltof snemmá.
Fjölskyldu hans og vinum sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Einar Þór og fjölskylda.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma,
GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hjarðarhaga 64,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Sigurður Emil Pálsson, Piret Laas,
Páll Kaarel Laas Sigurðsson.
höfð og hverjum gesti tekið fagn-
andi hvort sem hann leitaði huggun-
ar eða gleðistunda. Það þótti alltaf
við hæfí að líta' inn á Bergþórugöt-
unni. Bömin voru búin undir lífíð
með því að kenná þeim æðruleysi
og tillitssemi við náungann og ást
á fögrum listum.
Með það veganesti settist Magga
á skólabekk í Kvennaskólanum í
Reykjavík árið áður en hún fermd-
ist. Þar bundust þau vina- og
tryggðarbönd sem aldrei hafa slitn-
að og engan skugga borið á í yfír
fjörutíu ár. Við höfum kallað hópinn
okkar „saumaklúbb“, svona til að
hafa einhvern ramma utan um sam-
verustundir okkar. Þær sem ekki
þekktu Möggu áður löðuðust
fljótt að þessari vel gefnu og
brosmildu stúlku, kynntust fljótt
kímnigáfu hennar og einstakri
frásagnargáfu. Með einföldu lát-
bragði gat hún túlkað frásögn
sína þannig að viðstaddir beinlínis
lágu af hlátri. Þessir eiginleikar
þroskuðust með henni og urðu æ
ríkari þáttur í sterkum persónuleika
hennar.
Magga var ung þegar hún fann
sinn lífsförunaut og giftist Hjálmtý
Hjálmtýssyni, sérstaklega ljúfum
og elskulegum manni. Hann eins
og hún var fíjálslegur, glaður og
allra vinur, og hann elskaði söng
eins og hún og auðvitað varð hann
mikill vinur okkar allra.
Það hélst siðurinn frá Bergþóru-
götunni að eðlilegt þótti að líta inn
hjá Möggu og Ebba enda byijuðu
þau búskap sinn í því húsi og mik-
ið var notalegt hjá þeim í risinu.
Fljótt varð of þröngt þar og þau
fluttu í Miðtúnið og enn bættist við
barnahópinn. Það var alltaf hátíð
að koma til Möggu. Hún kom bros-
andi á móti manni og sagði alltaf:
„Gott þú komst, ég var að enda við
að baka köku og á nýtt rækjusal-
at,“ og þar með dró hún fram stóru
skálina góðu og bar fyrir gestinn
ilmandi kökumar. Óperusöngur eða
önnur sígild tónlist hljómaði um
íbúðina og bömin vom á hlaupum
inn og út og þurftu hvert um sig
að fá athygli strax og úr öllu var
leyst á hæglátan og hljóðlátan hátt
og allir vom ánægðir. Ef ekki var
plata á fóninum þá sungu þau hjón-
in annað eða bæði hástöfum. Magga
hafði alltaf afskaplega gaman af
sögunni af vinkonunni sem rataði
ekki til þeirra og spurði til vegar í
Miðtúninu. Nágranninn vissi ekki
nöfnin á þeim en spurði: „Syngja
þau mikið? Já þá er það þarna uppi.“
Þessi ljúfí heimilisbragur fylgdi
þeim auðvitað á Sólvallagötu 33 og
nú var Ebbi kominn á heimaslóðir
því hann var fæddur og alinn upp
í því húsi. Heimilið þeirra bar þess
merki að þar áttu fagurkerar í hlut,
vandaðir og vel valdir munir. Enn
bættist við fallega og myndarlega
barnahópinn þeirra og nú vom þau
orðin sjö talsins. Með hveijum
hnokka jókst Möggu styrkur og hún
pijónaði af enn meiri krafti og bak-
aði enn meira, söng enn meira og
sagði enn fleiri frábærar sögur og
við hlógum endalaust. Þvílík gleði
og þvílíkt æðruleysi.
Magga byijaði snemma að syngja
í kirkjukórum og tók þá eitt eða
fleiri af bömunum með og oft var
hún fengin til að syngja einsöng
með sínum kór því röddin var hljóm-
fögur og sterk. Þegar yngstu börn-
in voru komin af höndum fór hún
að gefa sér tíma til að læra söng
og naut þess innilega. Margir fengu
af að njóta hvort sem hpn söng
ein, eða tvísöng með eiginmanni
sínum, systur eða öðrum. Ástin á
sönggyðjunni hefur erfst til bam-
anna og hafa nokkur þeirra getið
sér orð sem þekkt tónlistarfólk.
Það var enn sumar þegar Magga
og Ebbi komu heim úr mánaðar-
sumarleyfísferð sinni og sauma-
klúbburinn beið í ofvæni eftir sög-
unum úr ferðinni því aldrei var
nein lognmolla í frásögnunum. Þá
kom höggið eins og hendi væri veif-
að, allt of fljótt og allt of skjótt.
Magga var orðin veik, og var send
úr vinnunni til læknis. Hlutimir
gerðust hratt og hún sagði hispurs-
laust frá veikindum sínum eins og
hveiju öðm sem fyrir hana kom.
Hún hló áfram og vildi ekki sút,
en sneri upp spaugilegu hliðunum
og allt fram á síðustu stundu sagði
hún okkur skemmtisögur af barna-
börnunum sem hún var svo stolt
af og daglegum viðburðum. í henn-
ar huga var ekki farið að hausta,
það var enn sumar.
Það var svo mikið eftir af sumr-
inu í henni Möggu því hún elskaði
börnin sin öll og bamabörnin og
gaf þeim aldrei nógu mikið. Vega-
nestið frá æskuheimilinu entist
henni allt til enda. Hún var töfra- '
maður augnabliksins og við vinir
hennar vorum þiggjendur hvers
augnabliks og þökkum fyrir frá-
bæra en allt of stutta samfylgd.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
allt fólkið hennar Möggu og blessa
þeim minningarnar um stórbrotna
konu sem veitir líkn eftir brottför
sína;
Ásta, Bryndís, Bjamey,
Edda, Hertha, Ingibjörg, Nína
og Sigríður Soffía.
Kveðja frá stjórnendum
Kórs Starfsmannafélags rík-
isstofnana
Okkur langar að minnast Mar-
grétar Matthíasdóttur með fáeinum
orðum. Kynni okkar lágu aðallega
í gegnum starf SFR kórsins, en
leiddu til nánari persónulegri
kynna. Margrét hafði fmmkvæði
að stofnun kórsins og var formaður
frá byijun. Hún hafði frábæra söng-
rödd frá náttúmnnar hendi og tón-
listarhæfíleikar hennar nutu sín vel
í kórstarfinu. í formannsstarfi sýndi
Margrét þá eiginleiká sem höfð-
ingja sæma. Hún hafði til að bera
mikla reisn, víðsýni og kærleika
sem laðaði og leiddi söngfélaga ör-
ugglega að settum markmiðum.
Okkur er minnisstætt síðasta
skiptið er hún kom fram með kórn-
um og söng dúett með Kristjönu
Stefánsdóttur. Það er lýsandi fyrir
hæfileika hennar að hún samdi sjálf
fylgiröddina með mjög litlum fýrir-
vara og smekkvís flutningur þeirra
vakti mikla hrifningu áheyrenda.
Með góðu skipulagi og skaplyndi
gerði hún starf okkar stjórnend-
anna sérlega ánægjulegt.
Við þökkum Margréti fyrir marg-
ar ánægjulegar söngstundir, hennar
dillandi hlátur og björtu útgeislun
og ekki síst fyrir það að minna
okkur á hvernig hægt er að njóta
augnabliksins.
Elsku Hjálmtýr, Diddú, Palli og
aðrir ástvinir, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Margrét J. Pálmadóttir,
Aðalheiður
Þorsteinsdóttir.,
Hver getur siglt án meðbyrs á sæ?
Hver getur siglt án ára?
Hver getur skilið við kæran vin
án tærra saknaðartára?
Ég get siglt án meðbyrs á sæ
ég get siglt án ára
en ég get ei kvatt minn kæra vin
án tærra saknaðartára.
(Þýð. S.E.)
Margrét Matthíasdóttir er ekki
lengur meðal vor hér á jörð og þó
lifír minningin áfram um einstaka,
hjartahlýja konu sem geislaði af
lífsorku og starfsgleði sem hún
óspör miðlaði á lífsbrautinni til ann-
arra.
Starfsmannakór ríkisstarfs-
manna var hugarfóstur Margrétar
sem hún gerði að veruleika. Mikil-
hæf altrödd Margrétar var í senn
prýði og stolt kórsins. Hún var jafn-
víg á hvaða rödd sem var og í senn
formaður kórsins og leiðarstjarna.
Margrét var hógvær en heilsteypt
í öllu sem hún tók sér fyrir hendur
og eðlislæg bjartsýni hennar jók
okkur ásmegin. Þetta voru góð og
skemmtileg ár. Margrét var einnig
lífíð og sálin í öllu^ sannkölluð móð-
ir kórsins og stóð fyrir mörgum
heimsóknum á stofnanir til sjúkra
og aldraðra og naut kórinn þá oft
aðstoðar Hjálmtýs, eiginmanns
Margrétar, og saman sungu þau
hjón þá stundum tvísöng svo unun
var á að hlýða. Við skiljum vel lista-
manninn sem valdi ásýnd Margrét-
ar til að prýða æðsta gjaldmiðil
þjóðarinnar.
Lífssýn Margrétar var, þó að ég
sé látin harmið mig ekki með tár-
um. Missir þeirra sem þekktu Mar-
gréti Matthíasdóttur er mikill. Við
vottum fjölskyldu hennar og vinum
okkar dýpstu samúð í sárri sorg.
Við kórsystur viljum enn fremur
þakka Margréti allt hennar fórn-
fúsa starf í þágu tónlistar. SFR-kór-
inn mun leitast við að hafa að leiðar-
ljósi andblæ Margrétar því að við
eigum minningar um fágæta perlu
sem lýsir fram á veginn.
Okkur er ljúft og skylt að þakka þér
þína samfylgd, starf og góðvild alla.
Nú byrgir sólu, birtan dvína fer,
blómin deyja, laufin sölna og falla.
En aftur birtir, aftur grænkar blað,
en enginn ræður sínum næturstað.
(Á.J.)
Kveðja frá SFR-kórfélögum.
Kveðja frá Tónlistarsam-
bandi alþýðu, TÓNAL
Árið 1991 gerðist kór starfs-
mannafélags ríkisins aðili að
TÓNAL. Ári síðar var kómum
breytt í kvennakór og kom þá Mar-
grét Matthíasdóttir inn í stjórn sam-
bandsins sem fulltrúi kórsins og sat
þar sem þeirra fulltrúi til dauða-
dags. Við viljum á kveðjustund
þakka Margréti vel unnin störf í
þágu TÓNAL. Við sendum eftirlif-
andi eiginmanni hennar, Hjálmtý
Hjálmtýssyni, bömum, bamaböm-
un og öðmm ættingjuro okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. Tónlistarsambands álþýðu,
Torfi Karl Antonsson,
formaður.
Við urðum hljóðar og daprar fé-
lagarnir er við heyrðum sl. sumar
af alvarlegumveikindum Margrétar
Matthíasdóttur, formanns okkar í
Félagi hjúkrunarritara. Lífið er fall-
valt og breytist á örskömmum tíma.
Félagið okkar er stofnað 1987
og er því ungt að árum. Margrét
var kjörin einróma formaður 1989.
Við fundum strax að henni höfðu
hlotnast góðir eiginleikar. Hún var
heiðarleg, réttsýn og umfram allt
mannleg og bar velferð félaganna
fyrir brjósti. Hún vann félaginu af
einlægni og alúð en oft er erfítt að
beijast fyrir bættum kjörum á sam-
dráttartímum, en umfram allt vildi
hún samstöðu og að félagið mætti
eflast og styrkjast.
Við félagarnir áttum góðar
stundir saman er við gerðum okkur
glaðan dag og fórum út að borða
saman og nutum við þess í ríkum
mæli og alltaf var Margrét glöð og
kát. Við kveðjum Margréti formann
okkar með virðingu og einlægri
þökk fyrir störf hennar og árin sem
við áttum saman í félaginu okkar.
Eiginmanni og fjölskyldu hennar
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Félag hjúkrunarritara.
Til Margrétar, sálufélaga í
garðyrkju og góðs granna
Þegar vora tekur lifnar allt við
í garðinum: Grasið bregður upp
græna litnum. Blómlaukarnir gægj-
ast varfæmislega upp úr jörðu,
keppast síðan við að skarta sínum
fegurstu litum. Ávaxtatrén laufgast
og blómstra hvítum blómum. Síren-
utrén hneigja sig við þunga fín-
gerðra blómaklasa. Fjölæru jurtirn-
ar skjóta hægt og rólega fram ein-
um anga eða knúpp, sem blómstrar
svo í mestu makindum; rétt eins
og af gömlum vana. Hverfið angar
af sætri blómalykt.
Rósirnar láta aftur á móti bíða
eftir sér. Þær eru ekkert að hafa
fyrir því að blómstra fyrr en þær
eru öruggar um að hitinn haldist
jafn, þannig að þær kvefíst ekki
sakir bráðlætis. Sumar rósir standa
í þeirri trú að sólin sé sköpuð til
þess eins að veita þeim hlýju og
birtu: Laun sólarinnar séu að njóta