Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 52

Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ A Viktor Kortsnoj enn á uppleið skák Atskákmöt PCA og Intel UNDANRÁSIR í PARÍS 4.-5. NÓVEMBER Viktor Kortsnoj sigraði rnjög _ örugglega í undanrásunum. íslensku keppendumir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson áttu báðir slakan endasprett og komust ekki áfram KORTSNOJ hlaut 8‘A vinning af 11 mögulegum. Hann fékk sjö vinninga úr fyrstu átta skák- unum og gat síðan leyft sér að gera þrjú stutt jafntefli. Þótt hann sé orðinn 64 ára gamall er snerpan enn upp á sitt besta og atskákin er ein hans sterk- asta hlið, þótt umhugsunar- tíminn sé aðeins 25 mínútur á skákina. Auk hans komust áfram þeir Kiril Georgiev, Búlgaríu, Predrag Nikolic, Bosníu, Vladím- ir Arbakov, Rússlandi, Konstant- ín Asejev, Rússlandi og Alexand- er Chemin, Ungveijalandi, allt stórmeistarar. Þessir sex skák- menn keppa nú um helgina í úrslitunum ásamt mörgum af bestu skákmönnum heims. Þegar tvær um- ferðir voru eftir stóð- um við íslendingarn- ir vel að vígi og átt- um möguleika á að hreppa enn einu sinni úrslitasæti. Undirrit- aður hafði þá 6 'A v. og Jóhann 6 v. En þá tapaði ég fyrir Nikolic og Jóhann fyrir Chemin og þar með vorum við báðir úr leik. Ég tapaði síð- an fyrir Arbakov í síðustu umferð en Jóhann vann sína skák og endaði með 7 v. Bragi Þorfinnsson, 14 ára, sigraði ömgglega á Unglinga- meistaramóti íslands fyrir 20 ára og yngri sem fram fór í Reykja- vík um helgina. Bragi hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, gerði aðeins jafntefli við Björn bróður sinn í fyrstu umferð og síðan Davíð Kjartansson, 13 ára, í síðustu umferð. Yngri kynslóðin var sigursæl, en þrjá af stiga- hæstu unglingunum í þessum aldurs- flokki vantaði _ til leiks. Helgi Áss Grétarsson, 18 ára stórmeistari, hefur auðvitað lítið að sanna, enda búinn að vinna heims- meistaratitilinn í þessum aldursflokki. Auk hans voru þeir Magnús Örn Úlfars- son, 19 ára, og Jón Viktor Gunnarsson, 15 ára, ijarri góðu gamni. Bragi vann stiga- hæstu keppenduma á mótinu í ijórðu og fimmtu umferð, þá Arnar E. Gunnars- son, 16 ára, og Sigurbjöm Bjömsson, 19 ára. 1. Bragí Þorfinnsson 6 v. af 7 2. Amar E. Gunnarsson 5'/z v. 3. Davíð Kjartansson 5 v. 4. Sigurbjörn Björnsson 4‘A v. 5. Bergsteinn Einarsson 4'/z v. 6. Sigurður Páll Steindórss. 4'A v. 7. Hlíðar Þór Hreinsson 4 'A v. 8. Baldvin Öra Gíslason 4 '/> v. 9. Björn Þorfinnsson 4 v. 10. Ingi Þór Einarsson 4 v. 11. Guðni S. Pétursson 3‘A v. 12. Ólafur ísberg Hanness. 3'/«v. 13. Kjartan Thor Wikfeldt 3 ‘A v. 14. Sveinn Þór Wilhelmss. 3 '/z v. 15. Atli Jóhann Leósson 3'/z v. o.s.frv. Skákstjórar voru þeir Haraldur Baldursson og Gunnar Björnsson. Þröstur efstur á Hellismótinu Andri Áss Grétarsson stöðvaði sigufgöngu Þrastar Þórhallsson- ar á Hellismótinu þegar þeir tveir gerðu jafntefli í fimmtu umferð. Hellismótið fer fram í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti og lýkur í kvöld. Keppnin hefst kl. 19.30. Staðan eftir 5 umferðir 1. Þröstur Þórhallsson 4 '/z v. 2. Snorri G. Bergsson 4 v. 3. -6. Sævar Bjarnason, Halldór G. Einarsson, Andri Áss Grétarsson og Ólafur B. Þórsson 3'/z v. 7.-11. Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Öra Kárason, Gunnar Björas- son, Hrannar Baldursson og Gunnar M. Nikulásson 3 v. o.s.frv. Opið mót á Krít Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, er kominn aftur frá eyjunni Krít í Miðjarðarhafi þar sem hann tók þátt á tveimur öflugum opnum skákmótum. Hannesi hefur oft tekist betur upp en árangurinn var þó viðun- andi þar sem mótheijamir voru öflugir. Seinna mótið fór fram í þeirri fomfrægu borg Iraklion. Úrslit urðu nokkuð óvænt. Lítt_þekktur alþjóðlegur meistari frá Úkraínu, Golod að nafni, varð hlutskarp- astur, en hann er með 2.540 Elo-stig. 1. Golod, Úkraínu 7'/z v. af 9 2. -5. Nenashev, Úsbekistan, Shipo og Tregubov, Rússlandi og Zifroni, ísrael 7 v. 6. Mikhaelevski, ísrael 6'/z v. 7.-15. Hannes Hlífar, Agnos, Englandi, Grivas, Grikklandi, Guliev, Aserbad- sjan, Fish, Úkrafnu, Krum Georgiev, Búlgariu, Avrukh, Israel, Blees, Hollandi og Tzermidianos, Grikk- landi 6 v. Þátttakendur voru u.þ.b. 100 talsins, þar af 12 stórmeistarar. íslandsmót 15 ára og yngri Keppni í drengja- og telpna- flokki á Skákþingi íslands verður haldin í Skákmiðstöðinni Faxa- feni 12 dagana 11. og 12. nóvem- ber. Mótið er opið öllum bömum og unglingum fæddum 1980 og síðar. Það hefst kl. 13.00 laugar- daginn 11. nóvember og fer skráning fram á skákstað hálf- tíma áður. Þátttökugjald er kr. 800. Margeir Pétursson Viktor Kortsnoj Bragi Þorfinnsson unglingameistari RAÐAUGí YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Heimilisaðstoð Vantar einstakling 8-10 daga í mánuði til að gæta barna, 2 og 7 ára, og sinna léttum heimilisstörfum. Verður að vera barngóð, reglusöm og stundvís. Vinnutími eftir hádegi og fram á kvöld. Upplýsingar í síma 581 1921. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast í 100% starf nú þegar á heilsugæslu. Um er að ræða tíma- bundna stöðu. Upplýsingar veitir Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, deildarstjóri heilsugæslu, í síma 568 9540 eða 568 9500. Fyrirtæki okkar óskar að ráða rafvirkja í þjónustudeild. Starfið felur í sér viðgerðir á Siemens-heimil- istækjum og ýmsum öðrum raftækjum. Við leitum að ungum og röskum manni, sem hefur áhuga á þægilegum, mannlegum sam- skiptum og vilja til að veita góða þjónustu. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindu starfi, eru beðnir um að senda okkur eiginhandar- umsókn með upplýsingum um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir hendi, fyrir 14. nóvember nk. SMITH & NORLAND pósthólf519, 121 Reykjavík, Nóatúni4. fAkureyrarbær Útboð Bæjarsjóður Akureyrarbæjar óskar eftir til- boðum í skrifstofuhúsgögn á Glerárgötu 26. Tilboðsupphæðin skal miðast við afhendingu á Glerárgötu 26. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akur- eyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 8. nóvember. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 á Akureyri, eigi síðar en miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl. 11.00 f.h., og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn Áætlana- og hagsýsludeildar Akureyrarþæjar. Hagsýslustjórinn á Akureyri. Optiker - gleraugnasali Til leigu er versluinarbil, tilvalið undir gler- augnaverslun, í KópavogsKjarnanum, Engi- hjalla 8, Kópavogi. Upplýsingar eru veittar hjá Fofni hf., Austur- stræti 17, 6. hæð, sími 561-8011. KópavogsKjarninn - þar sem hjartað slær. Apótek - lyfjabúð Til leigu er verslunarbil, tilvalið undir rekstur apóteks, í KópavogsKjarnanum, Engihjalla 8, Kópavogi. Upplýsingar eru veittar hjá Fofni hf., Austur- stræti 17, 6. hæð, sími 561-8011. Kópa vogsKjarninn - þar sem hjartað slær. Smá auglýsingar FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 = 17711098’/z = E.T.1. BK. I.O.O.F. 5 = 1771198 = 9.0. □ MlMIR 5995110919II 6 FRL. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. \r—n KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Spádómsbók Haggaí. Biblíu- lestur í umsjón Ragnars Gunn- arsson. Upphafsorð hefur Ragn- ar Baldursson. Allir karlmenn velkomnir. Mannræktin, Sogavegi 108, fyrir ofan Garðsapótek, sími 588 2722 Skyggnilýsing Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill, verður með skyggnilýsingu i kvöld kl. 20.30. Fræðsla eftir kaffihlé. Aögangseyrir kr. 1.000. Upplýsingar i síma 588 2722. Ingibjörg Þengilsd., Jón Jóhann. Námskeið í kvöld í Aðalstræti 4, 3. hæð, kl. 20-22. Efni: Að lifa i sátt - heima og á vinnustað. Umsjón: Sf. MagniJs Björnsson og Guðrún Dóra Guð- mannsdóttir. Heilbrigðisstarfsmenn sérstak- lega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 9. nóv.' kl. 20.00. Göngum til betrl heilsu. Um 1 klst. ganga um Öskjuhlíö í samvinnu við íþróttir fyrir alla. Mæting við Perluna. Föstudagur 10. nóv. kl. 20.00. Tunglvaka F.í. og Allsnægta- klúbbsins. Mæting í Ferðafélagshúsið, Mörkinni 6 (miðju), en húsið veröur opnað kl. 19.30. Heitt á könnunni og meðlæti. Brottför kl. 20.00. Haldið verður á dul- magnaðan stað þar sem veröur uppákoma tengd vættatrú. Til- gangur tunglvökunnar er að lýsa upp skammdegið. Verð 1.000 kr. (innifaldar eru kaffiveitingar, rútuferð, þlys og fararstjórn). Sunnudagur 12. nóv. kl. 13.00. a) Fjöruferö á Kjalarnesi. b) Gönguferð um Blikdal í Esju. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Upplýsingar á skrifstofunni, Mörkinni 6, í síma 568-2533. Ferðafélag Islands. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.