Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 56

Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 56
>6 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Síy/dó rru/saalctfitindíð vemaðgerp.? Ljóska Ferdinand Þegar við spyrjum hann hvort þú megir spila, láttu hann þá ekki vita að þú sért svona stuttur. VOU HAVE a friend ujho 0UANT5 TO PLAY ON OUR TEAM? Áttu vin sem langar til að spila Hvar? með liðinu okkar? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Forsetakosningar Frá Þórði E. Halldórssyni: HINN 8. október 1992 ritaði ég smágrein í Morgunblaðinu er ég nefndi „Lög um forsetakosningar eru úrelt“. Þar sagði ég „... það er afar óheppilegt að forséti sitji lengur en tvö tímabil í embætti eða átta ár“. Reynslan sýnir að nauðsyn ber til að kosið sé aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá, séu fleiri en tveir í framboði. Tæknilegur möguleiki er fyrir því að tíu aðilar hafí boðið sig fram og sá sem flest atkvæði fengi, kæmist í embættið með 11% atkvæða á bak við sig. Vill þjóðin slíkan forseta? Ekki varð ég var við að þessi grein mín fengi nokkra umfjöllun, enda höfundur hennar lítið þekkt- ur almúgamaður. Hins' vegar bregður nú svo við, að 5. þessa mánaðar, október 1995, birtist í Morgunblaðinu frétt um fund um hlutverk og stöðu forsetaembætt- isins, sem haldinn var með þátt- töku Eiríks Tómassonar, prófess- ors við lagadeild HÍ, og Ólafs Ragnars Grímssonar, alþingis- manns og fyrrverandi prófessors í stjórnmálafræði. Þriðji fram- sögumaður á fundinum, sem hald- inn var af félagi stjórnmálafræð- inga, var Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins. Þeir komust að verulegu leyti að sömu niður- stöðu og ég fyrir þremur árum. Ég tel nauðsynlegt að álit þess- ara þremenninga í Morgunblaðinu 5. október sl. um forsetaembættið sé rækilega kynnt þjóðinni, því nú þegar er farið að velta vöngum um næstu framboð. Það er þess vegna nokkuð táknrænt að sjá ummæli 14 aðila í DV laugardag- inn 7. október sl. Allt það fólk, sem þar kemur fram og segir álit sitt, fer varfærnum orðum um afstöðu sína til embættisins og forðast að sneiða að nokkrum hugsanlegum frambjóðenda nema Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra. Hún notar ekki útilokunaraðferð- ina á neinn nema forsætisráð- herra, Davíð Oddsson. Orðrétt segir borgarstjórinn: „Mér finnst ekki koma til greina að í þetta embætti veljist mjög pólitískur ein- staklingur, það er einstaklingur sem er í pólitík og er umdeildur, eins og ég, og fyrst minnst hefur verið á forsætisráðherra í þessu samhengi þá á það þess vegna við um hann.“ Hún slær ekki vind- höggin, hún Ingibjörg Sólrún. Hún lifir í hugmyndum um næstu rauðu borgarstjórn og ætlar ekki að gefa það sæti eftir, þótt hún standi þá ein á kjörseðlinum. Hún veit að ef hún byði sig fram til næsta borgarstjóra yrðu atkvæði hennar ekki fleiri en eldspýturnar í einum stokki og þess vegna kannski af- sakanlegt að hún reki homin í Davíð. Eg efast ekki nokkra stund um að Davíð Oddsson muni sóma sér vel í embætti forseta íslands, en ég tel þó að núverandi störf hans í þágu þjóðarinnar séu þess eðlis að frá þeim megi hann ekki hverfa í bráð. Ég sé ekki betur en búið sé að gera forsetaembættið að smeðju- legri dýrkunarstöð, enda segir Hrafn Jökulsson: „Snobbið í kring- um embættið hefur aukist á meðan látleysið hefur glatast." Hrafn segir ennfremur: „Einnig ætti að tryggja að meirihluti þjóðarinnar stæði á bak við forsetann, til dæm- is með tveimur kosningaumferðum og undir það tóku Eiríkur og Ólaf- ur Ragnar. Ég þakka þessum þremenning- um fyrir að styðja hugmynd mína þótt seint sé. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Framkvæmda- stjóra þakkað Frá Kristni Snæland: SUMIR lesendur Mbl. muna ugg- laust deilu mína við Póla hf. um eða vegna endingar rafgeyma frá fyrirtækinu. Þegar rafgeymir frá Pólum entist mér ekki nema í 10 mánuði vildi ég fá hann að fullu bættan. Það fékk ég ekki og þótti afar sárt eftir rúmlega fjörutíu ára viðskipti við fyrirtækið. Af þessu urðu nokkur blaðaskrif milli mín og framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Sýndi hann fram á með tækni- legum tölum og efnafræðilýsing- um að alls ekki væri hægt að ætlast til að rafgeymar entust nema í tvö ár hið mesta. Nú gerð- ist það í gærkvöldi að enn einn af rafgeymum mínum frá Pólum hf. gafst upp. Við athugun kom í ljós að sá geymir er merktur nóv- ember 1993 og vantaði því aðeins einn dag í að vera orðinn tveggja ára. Ég sá mig af þessu tilefni knú- inn til þess að rita þetta þakkar- bréf til framkvæmdastjóra Póla hf. Hann skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið til þess að sanna að Póla-geymarnir entust ekki nema í tvö ár og nú get ég með ánægju staðfest að vissulega kem- ur það fyrir að Póla-geymarnir endast svo lengi. Sannleiks- elskandi framkvæmdastjórar eru gersemar. Hitt stendur hinsvegar enn, að margir atvinnubflstjórar flokka rafgeyma þannig: Lélegur geymir endist í tvö ár, sæmilegur í þrjú ár, góður í fjögur ár og mjög góð- ur í fimm ár. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.