Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 27
LISTIR
Morgunblaðið/Aldís
LEIKENDUR ásamt leik-
stjóra á æfingu
Skjald-
hamrar í
Hveragerði
Hveragerði. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Hveragerðis frum-
sýnir leikritið Skjaldhamra eftir
Jónas Árnason næstkomandi laug-
ardagskvöld kl. 20.30.
Leikritið Skjaldhamrar gerist á
stríðsárunum og fjallar um vitavörð
nokkurn sem býr einn á afskekktum
stað, Skjaldhömrum.
Ýmislegt getur gerst á stríðstím-
um og lendir vitavörðurinn í mestu
vandræðum með hermenn af sitt-
hvoru þjóðerninu sem sækja að
honum á ólíkan hátt. Úr þessu
spinnast hinar mestu flækjur sem
leysast þó allar farsællega að lok-
um.
Leikstjóri sýningarinnar er Anna
Jórunn Stefánsdóttir en leikendur
eru sex talsins. Um þrjátíu manns
koma að sýningunni og hefur hóp-
urinn unnið mikið verk síðastliðnar
vikur.
Leikritið er sýnt í Hótel Hvera-
gerði og verða sýningar sjö talsins.
Onnur sýning verður sunnudaginn
19. nóvember.
Listviðburður
á Hornafirði
SAMSÝNING verður opnuð í Gall-
erí Helgu í Árnanesi, Hornafirði,
laugardaginn 18. nóvember. Þema
sýningarinnar eru kertastjakar
unnir úr leir, gleri og tré. Sýningin
verður opin alla aga frá kl. 14-17
og stendur til 3. desember.
Þátt í sýninguni taka nokkrar
af fremstu leirlistakonum landsins.
Þær eru Kogga, Steinunn Marteins-
dóttir, Kolbrún S. Kjarval, Inga
Elín, Rannveig Tryggvadóttir,
Britta Berglund, Þóra Sigurþórs-
dóttir og Helga Jóhannesdóttir.
Helga Erlendsdóttir sýnir málaða
kertastjaka úr tré.
Allir munirnir eru handunnir og
hver þeirra hefur sína sérstöðu. Öll
verkin á sýningunni eru til sölu en
hún er haldin í tilefni tveggja ára
afmælis Gallerís Helgu.
Sýningum
Sibbu og Adams
lýkur í Fold
MÁLVERKASÝNINGU Sibbu, Sig-
urbjargar Jóhannesdóttur, og kynn-
ingu á vatnslitamyndum Bretans
Adams Nichols í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg, lýkur á sunnudag.
Opið er í Gallerí Fold daglega frá
kl. 10-18, nema sunnudaga frá kl.
14-18.
TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA
ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR HF
ALMENNT HLUTAFJÁRÚTBOÐ
i
s
Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 100.000.000.- kr.
Sölugengi: Sölugengi er 1,67 í forkaupsrétti en
1,75 í almennri sölu
Sölutímabil:
Söluaðili:
Umsjón með útboði:
Forkaupsréttur:
Skráning:
Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frarnmi hjá
Islenskum sjávaraftirðum hf. og Landsbréfiim hf.
y LANDSBREF HF.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Forkaupsréttartímabil er frá 17. nóv. 1995
til 30. nóv. 1995 og almennt sölutimabil
frá 1. des. 1995 til 22. des. 1995.
íslenskar sjávarafurðir hf. eru söluaðili á
forkaupsréttartímabili og Landsbréf hf.
á almennu sölutímabili.
Landsbréf hf.
Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að
nýju hlutafé til 30. nóv. 1995 í hlutfalli
við eign sína.
pkki verður sótt tun skráningu hlutabréfa
jslcnskra sjávarafurða hf. á Verðbréfaþingi
Islands.
1
m
mmmm
TILBOÐSDAGAR
FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG
JAKKAFÖT
VERÐ ÁÐUR 19.780
VERÐ NÚNA 12.990 KR.
Jakkaföt
Wm m/vesti
VERÐ ÁÐUR 24.770
VERÐ NÚNA 15.990 KR.
PEYSUR
VERÐ ÁÐUR 3.990/ 6.490
VERÐ NÚNA 3.990 KR.
FL.AU ELSJAKKAR
VERD ÁÐUR 1 1 .990
VERÐ NÚNA 8.990 KR.
Stakar buxur
VERÐ ÁÐUR 5.490
VERÐ NÚNA 3.990 KR.
TlLBOÐ
PUMA SKÓR
Dr. Martens skór
OG FLEIRA OG FLEIRA
KRINGLUNNI