Morgunblaðið - 29.11.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 29.11.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 11 Morgunblaðið/Ásdis UM 15-20 iðnaðarmenn starfa nú við frágang á The Dubliner áður en kráin verður opnuð gestum á föstudag. Fyrsta kráin með írsku sniði hérlendis Allt að 400 ára innréttingar ALLT að 400 ára gamlir munir verða hluti af innréttingum bjórkrár með írsku sniði sem opnuð verður á föstudag í Hafnarstræti 4, þar sem fornbókaverslunin Bókavarðan var áður. Staðurinn hefur leyfi fyr- ir 200-250 gestum. Aðaleigendur staðarins, sem fengið hefur nafnið The Dubliner, eru þrír, einn íslendingur, einn íri og einn Norðmaður, en þeir eru allir meðlimir í The Round Table, alþjóðlegum félagsskap ungra manna á aldrinum 20-40 ára. Vilja færa út kvíarnar írinn, Pat Keegan, er fyrrverandi bankastjóri en rekur nú krá í Water- ford í Suður-írlandi og á hlut í krá Norðmannsins í Osló, Björns Horg- en. Bjarni Ómar Guðmundsson, Is- lendingurinn í hópnum, segir þá félaga stefna að því að opna krár í sama anda í Austurríki og Hol- landi. • „Þarna eru allir hlutir eldgamlir, innfluttir frá írlandi, og eru elstu munimir um 400 ára gamlar kirkju- hurðir. Við fluttum inn gamla írska smiði til að setja upp þessa muni, en nú hafa ísienskir iðnaðarmenn tekið við og við höfum nú 15-20 manns í vinnu til að ljúka við frá- gang fyrir föstudag. Innréttingar eru í sama stíl og sjá má í írskum sveitakrám, með grófum gólfum og Irar munu verða við afgreiðslu," segir Bjarni Ómar. Hann segir tilganginn með The Dubliner að höfða til þeirra sem leiðir eru orðnir á þeim stöðum sem nú eru við lýði sökum hávaða. Þarna verði hvorki dansgólf né spilakassar. „Við ætlum að reyna að byija fyrr eins og tíðkast erlend- is þannig að fólk verði kannski búið að fá nóg á milli 1 og 2,“ segir hann. Sérbrugg og Guinness Að sögn Bjarna er þegar búið að sérbrugga bjór sem ber nafn staðarins hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. The Dubliner verði jafnframt fyrsti staðurinn hérlendis sem bjóði gestum Guinness-bjór úr krana. í tilefni af opnuninni verður flutt inn írsk hljómsveit sem nefnist The Butterfly. NOHÐLENSK SVIEIFILA Skagfirðiwgar - Húnvetningar d Hótel Islandi 1. des. SKEMMTIATRIÐI: Kökkurkórinn Skagafirði með bráskemmtilega söngskrá. Einsöngur: Sigurlaug JVIaronsdóttir, Hjalti ‘Jóhannsson, Ásgeir Eiríksson og Elva Yjjörk Quðmundsdóttir. ‘Lvísöngur: Hallfríður Hafsteinsdóttir og Kagnar JVlagnússon. ‘Zvísöngur: Yjjörn Sveinsson og Hjalti ‘jóhannsson. Stjórnandi: Sveinn /Irnason Hndirleikari: 'Thomas Higgerson Cóuþrœtarnir: Karlakór V-Húnvetninga með létta og skemmtilega söngskrá. Stjórnandi: Glöf þálsdóttir Undirleikar: Elinborg Sigurgeirsdóttir Sönghópurinn Sandlóur tekur lagið. Undirlcikur: þorvaldur þálsson, harmonikka og páll S. Yjjörnsson, bassi. Haggrðingaþáttur að Skagfirskum hcetti. Stjórandi: Eiríkur Jónsson VEISLUSTJÓRI' gamanmál: Hjálmar ‘Jónsson C.cimuindur ValtVSSOn Einsöngur: ‘Jóhann JVtár ‘Jóhannsson Undirleikari: 'thomas Higgerson MATSEÐILL: Kjómalöguð Ágnesorel (fuglakjöts- og aspassúpa). tfarbeque krgddaður lambavöðvi með perlulauksósu og meðlceti. Jerskjuts með heitri súkkulaðisósu og rjóma. VERÐ KR 3 900 SÝNINGARVERÐ KR. 2.000 HLJÓMSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR LEIKUR FYRIR DANSl. HOm ULAND Borðapontanir í síma 5681111. FRÉTTIR Starfsmenntun og þjálfun á vegum borgarinnar Atvínnulausir í störf borgarstarfsmanna TÓLF vikna skiptiverkefni á vegum Reykjavíkurborgar, styrkt af At- vinnuleysistryggingarsjóði, þar sem átta skrifstofumenn í starfi hjá Reykjavíkurborg hafa fengið tæki- færi til að fara á 10 vikna fjöl- breytt námskeið á meðan atvinnu- lausir leystu þá af, er lokið. Hinir atvinnulausu gengu í störfín eftir tveggja vikna undirbúningsverk- efni. Verkefnið verður endurtekið að ári Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við lok verkefn- isins, að það hefði tekist svo vel að það yrði endurtekið að ári og þá yrði fleirum gert kleift að vera með, ávinningurinn væri gagn- kvæmur. Kristín Hreinsdóttir, sem hafði umsjón með verkefninu, sagði að hugmyndin að því væri að hluta til dönsk að uppruna, en hún fæl- ist í því að störf skrifstofufólks, ekki síst í þjónustufyrirtækjum, væru tiltölulega einhæf og fólk yrði fyrir talsverðu áreiti á vinnu- stað. „Þetta er að sumu leyti ekki ósvipað heimilisstörfum, ef þau eru unnin vel tekur enginn eftir Morgunblaðið/Þorkell ÞÁTTTAKENDUR í verkefninu fengu allir viðurkenningarskjal og hér eru þeir ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra, sem er lengst t.h. þeim, en ef þau eru unnin illa þá heyrist hljóð úr homi,“ sagði Krist- ín og enn fremur: „Markmiðið með verkefninu er tvíþætt. Annars veg- ar er það að gefa starfsfólki Reykjavíkurborgar, og þá sér í lagi því sem hefur verið lengi í starfi hjá borginni, kost á endur- menntun og hins vegar að veita atvinnulausum skrifstofumönnum, en þeir eru einn ijölmennasti hóp- urinn á skrá hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur, kost á að taka þátt í verkefni sem mögulega veitti þeim nýjan aðgang að vinnumark- aðinum." Vitara V6 Nýr edaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, með h\jóðlhta V6 oél, 24 oentla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggður á sjálfstæða grind og er með hátt og lágt drif. Nákoæmt oökoastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðoeldan í akstri á oegum sem utan oega. Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþegci, höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst. Einstaklega hijóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.