Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný framkvæmdanefnd um einkavæðingu skipuð Bifreiðaskoð- un og SKÝRR í athugun RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um tilhögun einkavæðing- ar ríkisfyrirtækja á kjörtímabilinu. Skipuð verður nefnd fjögurra ráðherra til að hafa yfirumsjón með einkavæðingarstarfi og ný fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu, sem á að skila tillögu að fram- kvæmdaáætlun í byijun næsta árs. Búast má við að nefndin geri með- al annars tillögu um sölu á hlut ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands og SKÝRR. Umboð framkvæmdanefndar um einkavæðingu, sem starfaði á veg- um síðustu ríkisstjómar, rann út um leið og stjórnarskipti urðu. Að sögn Hreins Loftssonar hæstarétt- arlögmanns, sem var formaður nefndarinnar og mun stýra störfum nýrrar einkavæðingamefndar, verður framkvæmd einkavæðingar með svipuðu sniði og á seinasta kjörtímabili. Skipuð verður ráðherranefnd, sem í sitja forsætisráðherra, fjár- málaráðherra, utanríkisráðherra og viðskipta- og iðnaðarráðherra, til að hafa yfímmsjón með einkavæð- ingu. Ráðherramir skipa síðan hver sinn fulltrúa í framkvæmdanefnd um einkavæðingu og verður fulltrúi forsætisráðherra formaður. Með nefndinni munu starfa tveir til þrír starfsmenn fjármálaráðuneytisins. Fyrsti fundur nefndarinnar er ráð- gerður 21. desember. Verk- og tímaáætlun í ársbyrjun Hreinn segir að fýrsta verkefni framkvæmdanefndarinnar verði að leggja fram verk- og tímaáætlun einkavæðingar í byijun næsta árs. Sú áætlun verði lögð fyrir ráðherra- nefndina, sem fjalli um hana og leggi síðan fyrir ríkisstjóm. Hreinn segir að ekki hafí verið íjallað um einstök fyrirtæki enn sem komið er, en hugmyndir séu uppi til dæm- is um sölu á hlut ríkisins í Bifreiða- skoðun íslands og í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR). Á ríkisstjórnarfundinum í gær voru jafnframt lögð fram drög að nýjum verklagsreglum um fram- kvæmd einkavæðingar. Að sögn Hreins em reglurnar miðaðar við þá reynslu, sem fengizt hafi af einkavæðingu hingað til. „Mark- miðið er að samræma vinnubrögð og tryggja að staðið sé með fagleg- um hætti að því að selja ríkisfyrir- tæki,“ segir hann. Allsherjaratkvæðagreiðsla Dagsbrúnar Dræm þátttaka í gær ÞÁTTTAKA í allsheijaratkvæða- Guðmundur kvaðst telja að úrslit greiðslu Dagsbrúnar um uppsögn lægju fyrir um kl. 22 í kvöld. „Eg samninga var heldur dræm í gær, á ekki von á mikilli þátttöku en ég að sögn Guðmundar J. Guðmunds- er alveg viss um að tillaga launa- sonar, formanns Dagsbrúnar. nefndar verði felld. Við höfum aldr- Atkvæðagreiðslan hófst kl. 10 í ei orðið undir í atkvæðagreiðslum gærmorgun og stóð til kl. 19. Át- og aðeins einu sinni í atkvæða- kvæðagreiðslan hefst að nýju í dág greiðslu á fundi, árið 1946,“ sagði kl. 10 og stendur til 19. Guðmundur. Morgunblaðið/Sverrir HARALDUR Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., kveikir á jólatrénu. Hjá honum stendur Ragnar Magnússon, formaður Blindafélags íslands. Á milli þeirra er Gísli Helgason. Blindrafélagið færir Morgunblaðinu jólatré „Tákn ljóss nýrrar upplýsingaraldar“ BLINDRAFÉLAG ÍSLANDS af- henti Morgunblaðinu í gær jólatré að gjöf, sem þakklætisvott fyrir starf blaðsins að rafrænni fjöl- miðlun. Ragnar Magnússon for- maður félagsins þakkaði Morgun- blaðinu gott samstarf og afhenti jólatréð sem hann sagði vera „tákn ljóss nýrrar upplýsingarald- ar fyrir blint og sjónskert fólk hérlendis". Ragmar minnti á að um eitt ár er liðið síðan útgáfa blaðsins hófst í rafrænni mynd, sem hafi verið mikið framfaraspor fyrir bUnda og sjónskerta sem vilja lesa blaðið. Lesendum fjölgar „Smám saman mun lesendum fjölga og gott dæmi um það er að nýlega gerðist 75 ára gamall blindur maður á Akureyri nýr les- andi Morgunblaðsins. Hann óttað- ist ekki tæknina og tók hana í þjónustu sína, sem er mikið og stórt skref fyrir blinda og sjón- skerta. Fyrir um það bil 12 mán- uðum þegar við ræddum við Morg- unblaðsmenn um þessi mál, mætt- um við skilningi og velvilja. Þegar menn höfðu áttað sig á þeim tækniundrum sem hér þurftu að koma til, varð draumur okkar blindra og sjónskerta að veruleika um að fá aðgang að prentuðu máli sem er eitthvert hið stærsta hugðarefni okkur í dag,“ sagði Ragnar áður en hann tendraði ljósin á trénu. Haraldur Sveinsson, formaður stjórnar Arvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, veitti jólatrénu viðtöku og þakkaði Blindrafélaginu gott samstarf síð- ast liðið ár. Hann gat þeirra tæknimanna Morgunblaðsins sem unnið hafa sérstaklega að þessu verkefni og sagði að eigendur og starfsmenn Morgunblaðsins muni áfrám kapp- kosta að leggja blindum lið, eftir því sem frekast er unnt. Útboðí athugun á spítölum ENGIN áform eru uppi um útboð á læknisverkum á spítölum en hins vegar er til athugunar að bjóða út ýmsa þjónustu spítalanna, svo sem matargerð, skrifstofuvinnu o.fl., að sögn Ingibjargar Pálma- dóttur, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti í gær ályktun þar sem segir m.a. að í bandorminum svokallaða með fjár- lagafrumvarpinu sé opnað fyrir einkavæðingu í heilbrigðisþjón- ustu, með því að heimila ráðherr- um að semja við einkaaðila um að veita þjónustu sem ríkisstofn- anir veita nú. Varar BSRB við slík- um áformum. Ingibjörg Pálmadóttir segir að engar ákvarðanir hafí verið teknar í þessum efnum. Málið hafi verið í athugun og verði áfram. Ráðast á gegn hrókönd Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson HRÓKANDARPAR á Mývatni árið 1993. Fuglar Íslands/Hjálmar R. Bárðarson FLÓRGOÐI á hreiðri. ÓLAFUR K. Nielsen, líffræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun, kveðst telja þörf á að ráðast gegn hróköndum sem komið hafa hingað til lands, áður en þær hefja fast varp. Ákvörðun um slíkt velti hins vegar á umhverfisráðuneyti sem senda mundi málið sk. villidýraráði til umfjöllunar. „Þetta eru ennþá fáir fuglar þannig að ekki er ástæða til að hafa hraðan á, en ef eitthvað á að gera er rétt að hefjast handa meðan stofninn er lítill, því að ef við drepum ekki þessa fugla sem hingað koma endum við með varpstofn hér sem myndi örugglega telja nokkur hundruð pör innan nokkurra ára eða áratuga,“ segir Ólafur. Flutt til Evrópu Hrókönd var lengst af bundin við Suð- ur- og Norður-Ameríku, en árið 1948 flutti Peter nokkur Scott sex einstaklinga af þessum stofni til Englands og kom fyrir í andagarðinum í Slimbridge. Fuglarnir hófu varp fljótlega og 1954 sluppu fyrstu fugl- arnir úr garðinum og er talið að 70 fuglar hafi sloppið út næstu 20 ár á eftir. Varp hófst 1960 og var þá talið að um 10 fugl- ar væru á lífi úti í náttúrunni en breski stofninn telur nú um 3.500 einstaklinga. Fyrstu fuglamir úr þessum stofni sáust á meginlandi Evrópu 1966 og árið 1994 var vitað til að sést hefði til hrókandar í Ástleitin o g árásar- gjörn hrókönd gæti gert flórgoða erfítt fyrir tuttugu og einu landi utan Bretlandseyja. Hrókönd sást fyrst hérlendis 1976 og hef- ur komið hingað til lands nær árlega síðan 1984. Hreiður hrókandar fannst fyrst hér- lendis árið 1990 og síðan er vitað um að minnsta kosti tvö hreiður með fullri vissu. Giskað hefur verið á að þessi hópur sem hingað sækir sé skipaður 10-20 einstakl- ingum. Árásargjörn og ástleitin „Þær koma eins og farfuglarnir á vorin og eru hér allt sumarið en fara síðan á haustin. Hróköndin er árásargjöm og hikar ekkert við að beija á þeim tegundum sem búa með henni, en hér á íslandi er það einkum flórgoðinn sem deilir með henni búsvæði, en hann er í útrýmingarhættu. Tegundunum lendir mjög oft saman og ef eitthvað er mun hróköndin gera flórgoðan- um erfítt fyrir.“ Á Spáni kyndblandast hróköndin ná- skyldri tegund, eiröndinni, sem býr þar, við Miðjarðarhaf og í Mið-Asíu. Eiröndin er það skyld hróköndinni að þegar þær koma saman í náttúrunni, em engar hindr- anir fyrir því að þær hagi sér eins og ein tegund. Þær æxlast greiðlega og afkvæm- in eru fijó.“ íslendingar eru aðilar að sk. Bernar- samþykkt, þar sem kveðið er á um verndun evrópskra tegunda, bæði plantna og dýra, og eru með henni viðaukar þar sem til- greindar eru þær tegundir sem eru í sér- stakri hættu og aðildarríkin skuldbinda sig til að vemda. Eiröndin er ein af þessum tegundum. Hún var á sínum tíma nær út- dauð í Evrópu, en telur nú um 1.000 fugla. Útrýming forgangsatriði „Menn telja að eiröndin muni hverfa sem slík, haldi hróköndin áfram að fjölga sér í Evrópu, og eftir muni sitja blendingsstofn sem líkist mest hróköndinni. Þess vegna hafa menn sett það sem algjört forgangs- atriði um verndun eirandarinnar, að fækka og helst að útrýma hróköndinni í Evrópu,“ segir Ólafur. I fyrra var samþykkt að kanna nánar samskipti flórgoðans og hrókandarinnar hér á landi í sumar, en þá fannst hvergi hrókandarvarp, þannig að sú hugmynd féll um sjálfa sig. V ) i } } } : }

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.