Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 15

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir NÝIR eigendur Hótel Hveragerðis, Ólafur Schram og Hrefna Halldórsdóttir. Nýir eigendur taka við Hótel Hveragerði Hveragerði - Hrefna Halldórs- dóttir og Ólafur Schram keyptu nýverið Hótel Ljósbrá í Hvera- gerði og hafa nú opnað hótelið að nýju eftir gagngerar endur- bætur. Hótelið ber nú aftur nafnið Hótel Hveragerði eins og það gerði til margra ára. Hrefna og Ólafur hafa nú þegar gert upp allt gistirými í elstu álmu hótelsins sem byggð var um 1930. Þar eru nú 6 tveggja manna herbergi, öll í gömlum rómantískum stíl, hvert með sínu yfirbragði. í nýrri hluta hótelsins eru 9 herbergi. Salir hótelsins, sem eru þrír, hafa einnig verið endurbættir verulega. Við innganginn hefur verið innréttað kaffihús sem hlotið hefur nafnið Eiríksstofa, til heiðurs Eiríki Bjarnasyni, sem stofnaði og rak hótelið til margra ára. Stór hátíðarsalur er í hótelinu, inn af honum hef- ur verið innréttaður salur sem hefur mikla möguleika fyrir minni hópa. Aðspurð sögðust Helga og Ólaf- ur strax hafa séð möguleikana sem hótelið byði upp á. Aldur hússins og saga þess gerði verk- efnið meira spennandi en ella og ætlunin er að halda öllum innréttingum og húsbúnaði í gömlum stíl og stefna þannig að sannri sveitarómantik. Á sunnudaginn, 10. desem- ber, verður mikið um að vera á Hótel Hveragerði. Stórsöngvar- inn Egill Ólafsson mun skemmta gestum með söng sín- um á milli þess sem höfundar nýútkominna bóka munu Iesa úr verkum sínum. Hefst skemmtunin kl. 15 og verður heimilislegt bakkelsi á boðstól- um fyrir gesti. Ný sóknamefnd í Stykkishólmi Stykkishólmi - Aðventusamkoma var haldin í Stykkishólmi 2. des- ember sl. og var húsfyllir. Þessari samkomu stjórnaði Kjartan Páll Einarsson, útibússtjóri, og hófst hún á því að kirkjukórinn kom gangandi inn með söng sem var mjög hátíðlegur. Söng hann síðan hátíðarlög undir stjórn Lönu Betts við undirleik David Enns. Stúlknakór Ingibjargar Þor- steinsdóttur söng með í einu lag- anna. Þá sungu yngri nemendur Grunnskólans undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Tónlistarskólinn og stjórnandi hans, Daði Þór Ein- arsson, tóku þátt í þessum fagnaði og léku nokkrir nemendur hans á málmblásturshljóðfæri, básúnur o.fl. Dagbjört Höskuldsdóttir sagði frá jólaminningum sem hún kallaði Bernskujól í Asi. Þá var kveikt á aðventukertum og hátíðleiki jólanna hélt þá innreið sína. Samkomunni lauk með bæn sem sr. Gunnar Eirík- ur Hauksson flutti og kirkjukórinn söng við útgöngu jólasálm. Ný sóknarnefnd var kjörin í haust og skiptir með sér verkum er svo segir: Formaður Unnur Valdimars- dóttir, varaformaður Gunnlaugur Árnason, gjaldkeri Kolbrún Jóns- dóttir, ritari Helga Finnbogadóttir og meðstjórnendur eru Þorbergur Bæringsson, Þórður Þórðarson og Þröstur Magnússon. Safnaðarfull- trúi er Lárus Kr. Jónsson. Bjarni Lárentsínusson, sem hefur verið í sóknarnefnd í 20 ár, gaf ekki kost á sér lengur og voru honum þökkuð góð störf í þágu kirkjunnar. Róbert Jörgenserí sem hefur verið formað- ur sóknarnefndar gaf heldur ekki kost á sér og var honum þakkað gott starf. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson FRÆNDKÓRINN söng á aðventuhátíðinni í Tunguseli. Aðventuhátíð í Tungnseli Kveikt á bæj- arjólatrénu við Tryggva- torg á Selfossi Selfossi - Kveikt verður á bæjar- jólatrénu við Tryggvatorg á Sel- fossi í dag, laugardaginn 9. desem- ber, klukkan 15.30 með ávarpi for- seta bæjarstjórnar og kórsöng. í kjölfar þess munu jólasveinarn- ir úr Ingólfsfjalli storma inn í bæinn eins og venja hefur verið undanfar- in ár. Þeir munu hafa nokkra við- dvöl á torginu og heilsa upp á börn- in ásamt því að syngja og dansa kringum jólatréð og halda uppi jóla- stemmningu með söng og gleðilát- um eins og Ingólfsfjallssveinkum er einum lagið. Jólatréð er úr skógræktarreit Selfoss á Snæfoksstöðum í Gríms- nesi og er eitt af fyrstu tijánum sem gróðursett voru í þann reit. Að venju er búist við fjölda fólks í miðbæinn til að taka á móti jóla- sveinunum. Hnausum, Meðallandi - í Áspresta- kalli var aðventuhátíð í Tunguseli sunnudaginn 3. desember. Hefur svo verið undanfarið, en þessi var ein sú fjölbreyttasta. Settu gestir samkomunnar, Frændkórinn, 30 manna blandaður kór ungra afkomenda hjónanna í Norður-Hjáleigu, Þórunnar Páls- dóttur og Jóns Gíslasonar alþingis- manns mestan svip þar á. Er kórinn af Reykjavíkursvæðinu og allt aust- ur í Landeyjar. Sóknarpresturinn, sr. Hjörtur Hjartarson, stjómaði samkomunni og flutti ávarp í byijun samkomu og bauð gesti veikomna. Sveinn Val- geirsson, guðfræðingur, flutti ræðu. Hann er í framhaldsnámi í prófasts- dæminu, nú hjá Hirti í Ásum. Sam- kór Ásaprestakalls söng tvö lög og Ragnheiður Júlíusdóttir las jólasögu. Nýjar bækur frá Hörpuútgáfuiini Ragnar í Skaftafelli Endurminningar og frásagnir Helga K. Einarsdóttir skráði Ragnar Stefánsson bóndi og þjóðgarbsvörður var fæddur í Skaftafelli í Öræfum. t endur- minningum sínum lýsir hann lífinu í þessu einstæða umhverfi og þrotlausri baráttu við náttúruöflin. Þá segir hann frá stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli og mörgum mönnum sem þar komu við sögu. Ómetanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli. „Þetta er ein af þeim bókum sem situr eftir í huga manns. Frásögn Ragnars er þróttmikil, en látlaus, skýr og skemmtileg og oft krydduð notalegri gamansemi og gömlum skrítilegum kveðskap. Ég tel að þessar endurminningar og frásagnir séu með betri bókum afþessu tagi sem út hafa komið um langt skeið." (Sigurjón Björnsson, Morgunblaðið 28.11.1995) Hvíldarlaus ferð inní drauminn Smásögur eftir Matthías Johannessen Smásagnasafnið Hvíldarlaus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti, þar sem bestu kostir Matthíasar sem skálds fá notið sín. Þar er meðal annars að finna fíngerðan og Ijóðrænan skáldskap, hnittnar frásagnir og ógleymanlegar mannlýsingar. „Hvíldarlaus ferð innídrauminn er margbrotið verk og stundum stórbrotið. ...að mínu mati eitthvert merkasta smásagnasafn seinni ára." (Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaðið 25.10.1995) Hvers vegna Hvfldarlausa ferð inní drauminn? „Ekki síst vegna þess hve vel verkið er skrifað." (Sigríður Albertsdóttir, DV 17.11.1995) i Skáldkonur fyrri alda Guðrún P. Helgadóttir í þessari bók segir Guðrún P. Hclgadóttir frá þekktum skáldkonum fyrri alda. Á látlausan hátt teksl henni að skapa listrænt verk sem er í scnn skemmtilegt aílestrar 3g girnilegt til fróðleiks. Oskabók allra kvenna. „Mikið rit og vandað. ...efnið hefur hún fíéttað saman mcð þeim árangri að úr varð heilsteypt menningarsögurit, ekkiaðeins stórfróðlegt heldur líka bráðskemmtilegt." (Erlendur Jónsson, Morgunblaðið 21.11.1995) Lífsgleði ' Minningar og frásagnir Þórir S. Guðbergsson skráði f þessari nýju bók eru frásagnir sex íslendinga, sem líta um öxl; rifja upp liðnar stundir og lífsreynslu. Þeir slá á létta strengi og minningar þeirra leiftra af gleði. Þau sem segja frá eru: Daníel Ágústínusson, Fanney Oddgeirsdóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Guðrún Halldórsdóttir, Úlfur Ragnarssonog Þóra Einarsdóttir. „Lífegleði" er kærkomin bók fyrir alla sem unna góðum endurminningabókum. HðRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK Furður oe feluleikir Limrur og Ijóð í sama dúr eftir Jónas Árnason. Bók sem er barmafull af skopi. Litla skólahúsið SmásÖgur eftir Jim Heynen. Gyrðir Elíasson þýddi. Skemmtileg bók fyrir unga sem aldna. Draumarnir þínir Draumaráðningabok. Þóra Elfa Björnsson tók saman. „Draumarnir þínir er fróðleg bók... falleg, handhæg og ferprýðisvel á náttborðinu." (Ólína Þorvarðardóttir, Morgunblaðið, 3.11.1995) Orð dagsins úr Bibliunni Ólafur Skúlason biskup valdi. „Orð dagsins úr Biblíunni er snoturlega skreytt bók. Versin fyrir hvern dag eru vel valin. ... á erindi til allra." (Kjartan Jónsson, Morgunblaðið 5.11.1995) Á hættuslóðum Nýjasta bók JACK HIGGINS. Mögnuð spennusaga. Á valdi óttans Spennandi ástarsaga eftir BODIL FORSBERG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.