Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 21 ERLEIMT OSE ræðir möguleikana á afvopnun í Bosníu Búdapest, London. Sarajevo. Reuter. EKKI hefur enn tekist að ná sam- komulagi um það hver eigi að stýra aðgerðum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE)í Bosníu í kjölfar friðarsamkomulagsins sem undirritað var í Dayton. Stíf funda- höld í London og Búdapest þar sem rætt er nánar hvernig hrinda megi í framkvæmd ákvæðum friðarsam- komulagsins. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi ÖSE í Búdapest í gær að ákvörðunar um hver yrði fulltrúi stofnunarinnar í Bosíu, væri að vænta á næstu dögum. Banda- ríkjamenn hafa haldið fram Robert Frowick en Frakkar vilja fremur að fulltrúinn verði Evrópumaður en ekkert nafn hefur verið nefnt. ÖSE mun hafa eftirlit með fram- kvæmd kosninga í Bosníu en það mál sem einna mest hefur verið rætt á ÖSE-fundinum í Búdapest var hvemig standa eigi að afvopn- un í Bosníu. Wilhelm Hoynk, fram- kvæmdastjóri ÖSE, sagðist í gær vongóður um að hægt yrði að af- vopna menn á svæðinu, þar sem þær væri fremur lítið og um 60.000 manna herlið til að vinna að því. Hins vegar hefur verið á það bent að vopnaburður sé óvíða al- mennari en á Balkanskaga, ekki síst sökum þess að fyrir fall gömlu Júgóslavíu var vopnabirgðum ríkisins dreift um allt landið til að auðvelda mönnum að grípa til vopna, þyrftu þeir að veija landið árá_s. Akvæði friðarsáttmálans kveða m.a. á um að sex mánuðum eftir að hann hefur verið undirritaður verði allir stríðsaðilar að hlíta tak- mörkunum á fjölda skriðdreka, þungavopna, farartækja og flug- véla. Vopnaeftirlit ÖSE byrjar í Bosníu en mun síðar ná til Serbíu og Króatíu. Samkvæmt vopnahléssamn- ingnum á Júgóslavía (Serbía og Svartfjallaland) að draga vopnabúr sitt saman um 75% en Bosníu- Herzegóvínu er leyfilegt að stækka her sinn upp í 30% af stærð hers gagnaðilans. Deilt um framlög Fulltrúar fimmtíu ríkja komu í gær saman í London til að ræða framkvæmdaratriði friðarsamn- ingsins í Bosníu og stendur sú ráð- stefna um helgina. Fastlega er búist við að hart verði deilt um framlög einstakra þjóða til upp- byggingarstarfsins og hveijir eigi að stýra aðgerðunum. Fundinn sitja utanríkisráðherrar Evrópu- ríkja og nokkurra annarra, auk yfirmanna hjálparstofnana á borð við Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna. Bandaríkjamenn vilja lausn flugmanna Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, ítrekaði í gær þá kröfu Frakka að tveir flug- menn, sem talið er að séu í haldi Bosníu-Serba, verði látnir lausir. Var hann ómyrkur í máli er hann varaði Bosníu-Serba við afleiðing- unum. „Verði flugmennirnir ekki látnir lausir... mun Frakkland draga viðeigandi ályktanir," sagði de Charette. Óttast margir afleið- ingar þess ef Frakkar grípi til ráð- stafana til að frelsa flugmennina, kunni það að stefna friðnum í Bosníu í hættu en Bandaríkjamenn lýstu í gær yfir fullum stuðningi við kröfu Frakka. 40 ljósa með spennubreyti kr. 980 80 ljósa með spennubreyti kr. 1.759 120 ljósa ameð spennnubreyti kr. 2.690 utiseriur INNISERIUR iimrami tmmiiit ITtWUTt í'í'ÍUBliinmi® útisería stærri perur, þarf engan spennubreyti kr. 2.990 JÓLATRÉ! Salan er hafin 35 ljósa stærri perur meiri ljósadýrð kr. 798 BLACKl DECKEH JOLALINAN / 99 5 HJÓLSAGIR Verð fró kr. 12.950. - STINGSAGIR VerS frá kr. 5.950. - GEIRUNGSSAGIR Verð frá kr. 27.298.- HITABYSSUR VerS frá kr. 4.850.- HEFTIBYSSUR VerS frá kr. 9.300.- HLEÐSLUSKRUFJ VerS frá kr. 3.750.- HLEÐSLUB VerS frá kr. 6.950.- § § BORVÉL/ VerS frá kr. 5.950.- HEFLAR VerS frá kr. 12.950.- FRÆSARAR VerS frá kr. 19.780.- SLIPJROKKAR VerS frá kr. 10.221.- RAFÞJALIR VerS frá kr. 8.901.- Sölustaðir um land a11 SINDRA búÖin BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.