Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 23

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 23 ERLENT ar höfðu áður valið Gedhun Choekyi Nyima (til hliðar). Kínveriar láta vígja lama IJi\lri n \T /n • i Dnlili Di.i.Íi.m Peking, Nýju Dchli. Reuter. KÍNVERJAR létu í gær vígja sex ára gamlan dreng sem næsta Panchen Lama og hyggjast með því neyða Tíbeta til að samþykkja valið á þeim munki sem gengur næst Dalai Lama að völdum. Tíbet- ar telja að annar ungur drengur sé Panchen Lama endurholdgaður. Stóðu nokkur hundruð Tíbetar fyr- ir mótmælum í Nýju-Dehli og Dharmsala á Indlandi er fréttist af vígslunni. í gær voru indversk yfirvöld beðin um að auka öryggis- gæslu í kringum Dalai Lama í kjöl- far handtöku þriggja Tíbeta sem njósnuðu um hann. Við íburðarmikla athöfn í Tashil- unpo-klaustri í Tíbet, var Gyaincha- in Norbu vígður sem arftaki hins 10. Panchen Lama, en hann lést árið 1989. Tíbetar telja hins vegar 'að Gedhun Choekyi Nyima, sem einnig er sex ára og fannst í maí, sé hinn rétti arftaki. Hafa Tíbetar í útlegð og ýmis mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum sínum af afdrifum Ged- huns en ekki er nú vitað'hvar hann og foreldrar hans eru niðurkomin. Talið er að fjölskyldan hafi verið flutt frá Tíbet en Kínverjar neita því að eiga þátt í hvarfi hennar. í ræðu sem fulltrúi kínverska ríkisins hélt við vígsluathöfnina, hvatti hann Gyainchain Norbu til að „sýna föðurlandshollustu og vinna að sameiningu föðurlandsins, sameiningu allra þjóðarbrota og vinna að hagsæld og framförum í Tíbet“ en þetta orðalag þykir fela í sér eindregna viðvörun til þeirra sem krefjast sjálfstæðis landsins frá Kína. Kínveijar fullyrða að valinu á Gyainchain Norbu hafi verið fagnað í Tibet og hafa staðið fyrir mikilli áróðursherferð í því sambandi. Dalai Lama segir hins vegar að spjöld hafi verið hengd upp í höfuðborg- inni Lhasa þar sem afskiptum Kín- verja sé mótmælt. Kínversk stjómvöld vísuðu áður va!i Dalai Lama á Gedhun Choekyi Nyima á bug þar sem að ekki hefði verið leitað álits þeirra. Fullyrða Kínveijar að lokaákvörðun um lama sé í þeirra höndum, samkvæmt samningi frá árinu 1792 sem Tíbet- ar gerðu við Qing-keisaraættina. Tíbetar vísa þessu á bug, segja að samningurinn hafi verið óformlegur og ekki gerður við Kínveija heldur Manchu-ættina sem var hrakin frá völdum árið 1911. • • Oruggurá 1 9 toppnum í þrjú ár! Volvo 440/460 er besti kosturinn aö mati langflestra þeirra sem kaupa bíl af millistærð. Volvo hefur nefnilega verið mest seldi bíllinn í þessum flokki í þrjú ár! Volvo 440/460 er á ótrúlega góðu verði en eftir sem áður færðu allt sem Volvo stendur fyrir. Ríkulega búinn bíl, öryggisútbúnað eins og hann gerist bestur, áreiðanleika, endingu umfram flesta bíla og ekki síst umhverfisvænan bíl en Volvo hefur lagt mikla áhersiu á þann þátt í framleiðslu sinni. Verð frá: 1.498.000,,,, VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.