Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 59

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 59 ________FOLKI FRETTUM____ Yfir í allt annan heim Nýjar hljómplötur Haukur Heiðar Ingólfs- son er mörgum kunnur fyrir samstarf sitt við Omar Ragnarsson á árum áður. Hann er sennilega eini læknirinn sem gefur út plötu fyrir þessi jól, en nýlega kom út plata hans Suðrænar perlur. „ÉG VAR búinn að velta fyrir mér efninu á plötuna í eitt til tvö ár, en við vorum tiltölulega fljótir að vinna hana, þegar í hljóðverið kom. Núna, þegar platan er fullgerð og komin á markað, get ég ekki sagt annað en ég sé mjög ánægður með útkomuna," segir Haukur Heiðar. „Platan heitir Suðrænar perlur og nafnið gefur náttúrulega til kynna innihald hennar. Þetta eru lög sem orðið hafa vinsæl í suðræn- um löndum. Sum hver eru orðin sígild og hafa ómað áratugum sam- an. Sum eru að sjálfsögðu yngri, en þau eiga öll sammerkt að hafa upphaflega komið út í suðrænum löndum.“ Er það engum vand- kvæðum bundið að flytja lög sem fólk þekkir í flutningi heimsfrægra lista- manna? „Nei, við reyn- um að standast sam- anburðinn eftir bestu getu. Með þvílíkt ein- valalið hljóðfæraleik- ara og söngvara mér til aðstoðar sem raun ber vitni er ég hvergi banginn. Árni Sche- ving er upptökustjóri og útsetjari, auk þess sem hann leikur á bassa og fleiri hljóðfæri. Einar Valur Scheving, sonur hans, leikur á trommur og slagverk og Vilhjálm- ur Guðjónsson á gítar. Sjálfur leik ég á píanó, en söngvarar eru Egill Ólafsson, Matthías Matthíasson og Margrét Hauksdóttir. Allt er þetta úrvalsfólk sem aðstoðaði mig af bestu getu og ætti að standast sam- anburð við erlenda flytjendur." Spilaði með Spánveija Eins og fyrr segir er Haukur Heiðar læknir. Hvemig fer tónlistin saman við starfið? „Mjög vel. Ég er búinn að stunda þetta svo að segja frá barnæsku og það hefur aldrei valdið neinum vandræðum. Ég byijaði í rokkinu í gagnfræða- skóla á Akureyri, var þá í hljóm- sveit, þangað til ég lauk stúdentsprófi 1965 og hóf þá nám við Háskól- ann. Þá kynntist ég Ómari Ragnarssyni og breytti svolítið um stíl. Reyndar hafði ég snemma á sjöunda ára- tugnum spilað tvö sum- ur með Spánverja, svo kannski er áhugi minn á suðrænni tónlist það- an kominn. í gegn um árin hef ég svo spilað með Ómari og það má segja að það hafi farið mjög vel saman við starfið. Maður kemur af læknastofunni yfir í allt annan heim.“ Ákvað ungur að fara í læknanám Haukur Heiðar segist ekki spila tónlist sína fyrir sjúklingana á læknastofunni. „Nei, það hefur mér ekki dottið í hug. Það er þó athygl- isverð hugmynd og gæti verið af- slappandi fyrir sjúklingana," segir hann brosandi. Var ekki frekar óvenjulegt að tónlistarmaður færi í háskólanám á þessum árum? „Reyndar var ég til- tölulega ungur þegar _ég ákvað að fara í læknanám. Ég tók mér tveggja ára hlé frá námi eftir gagn- fræðaskóla og gerði mér þá grein fyrir því að ég vildi ekki treysta á tónlistina sem lifibrauð.“ Morgunblaðið/Júlíus Haukur Heiðar Ingólfsson r Nœstu sýningar: 9.og30.des. Allra síðustu L sýningar . r Matseðill Forréttur: Freyðivínstónuð laxasúpa ni/rjómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/púrtvínssósu, kryddsteiklum jarðeplum, gljáðu grænmeti og fersku salati. Eftirréttur: Heslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxtum. Verð kr' 4-600 Sýningarverð. ÍÍÖmiÁlANP kr. 2.000 VBorðapantanir í stma 568 7111. Ath. Enginn aðgangseyrir á dansleik, Hótel lsland ÞO LIÐIAR OG OLD þar sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON rifjar upp öll bestu lögin frá 25 ára glæstum söngferli ásamt fjölmörgum frábærum listamönnum í glæsilegri sýningu. /V'' V Gestasöngvari: SIGRÍDUR BEINTEINSDÓTTIR Hljómsveitarstjóri: GIINNAR ÞÓRDARSON ásamt 10 manna hljómsveit ^ Kynnir: > JÓN AXEL ÓIAFSSON / Dansahöfúndur: i HELENA JÓNSDÓTTIR J Dansarar úr HATTl flokknu* llandrit og leikstjórn: m BJÖRN G. BJÖRNSSON ■ Haukur Hciðar Ingólfsson leikur fyrir niatargesti Hljómsveitin Kanna í Aðaisal Ásbyrgi: Carl Erik Lundgaard og Flemming Quist Möllcr Norðursalur: Diskótek Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999■ Jackson enní gjörgæslu MICHAEL Jackson var enn á gjörgæsludeild sjúkrahúss í New York í fyrradag, eftir að hafa hnigið niður á æfingu dag- inn áður. Að sögn lækna þjáist Jackson af óreglulegum hjarts- lætti og vökvaskorti. „Hann kemur til með að þurfa að dvelja í nokkra daga í gjör- gæslu í meðferð við meltingar- truflunum, vökvaskorti og fleiri kvillum," segir einkalæknir Michaels, Allan Metzger. „Ástand hans er alvarlegt en stöðugt." Umrædd æfing var fyrir sjónvarpsþátt Jacksons með Iát- bragðsleikaranum Marcel Marceau, sem átti að sýna á morgun. Búist hafði verið við að yfir 250 milljónir manna um allan heim hefðu horft á hann. Að sjálfsögðu var upptökunni frestað og ekki er vitað hvenær hún fer fram. „Við verðum bara að bíða og sjá hvenær hann nær sér,“ segir Quentin Schaffer framleiðandi þáttarins. Þetta er ekki í fyrsta skipti Reuter sem Jackson á við heilsuvanda- mál að glíma. Árið 1990 fékk hann verk fyrir bijóstið og fyr- ir tveimur árum þjáðist hann af vökvaskorti og varð að af- lýsa tónleikaför um heiminn. Þá gaf hann þá yfirlýsingu að hann væri orðinn háður verkja- lýfjum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvar eiginkona Mic- haels, Lisa Marie Presley, kem- ur á sjúkrahúsið að heimsækja eiginmann sinn. DANSHusa> 568 6220 MIKIÐ FJÖR! DANSSVEITIISI OG EVA ASRUN JÓLAHLAÐBORÐ & DANSLEIKUR í DESEMBER HÓPAR VINSLAMLEGAST BÓKIÐ TÍMANLEGA A&gangseyrir500,- Snyrlil. klæSnaSur. ATH. Opið kl. 23:30-03. STAÐUR HINNA DANSCLOÐU ■ Ný sending af jöfikum, pilsum, buxum og blússum. * 20% afsláttur af blússum í dag, laugardag. Opið laugardag frá kl. 10-18 • Lokað sunnudag Reykjavíkurvegi 64, sími 565 I I 47. Danska jólahlaðborðið Kántrýkvöld meö urrandi stemmningu. . þAMA T^ó ^ Hamraborg 11, sími 554-2166 ^ Hljómsveitin Saga Klass og söngvararnir Sigrún Eva Ármannsdóttir og Reynir Guðmundsson sjá um kraftmikla og góða danstónlist fiá kl. 23.30. Listamennimir Raggi Bjama og Stefán Jökulsson halda uppi stuðinu á MÍMISBAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.