Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 68

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 68
MOHGUNBLAÐIÐ, KHINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tveir fhigmenn sviptir réttindum FLUGMÁLASTJÓRN hefur svipt tvo flugmenn flugréttindum til bráðabirgða fyrir að lenda landflug- vélum á sjó við Hofsvík á Kjalar- nesi 26. nóvember síðastliðinn og hefja þær svo á loft á ný. Þá hefur Flugmálastjóm kært athæfi flug- mannanna til Rannsóknarlögreglu ríkisins og óskað að rannsókn fari fram á málinu í samræmi við með- ferð opinberra mála. Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjómar hefur annar mann- anna, sem sviptur var flugrétt- indunum, áður verið kærður fyrir svipað athæfi, en það var í sumar þegar hann lenti flugvél sinni með þessum hætti á Þingvallavatni. Hann fékk þá áminningu en var ekki sviptur flugréttindum. Hinn maðurinn hefur ekki áður verið kærður fyrir atvik af þessu tagi, en hann var sviptur réttindun- um fyrir að vera með farþega í flugvél sinni þegar hann lenti henni við Hofsvík, og lítur Flugmála- stjórn það mjög alvarlegum aug- um, að hann skuli hafa stofnað lífi annars manns í hættu með athæfi sínu. Morgunblaðið/Ásdís Færeyskir jólasveinar FRÆNDUR vorir Færeyingar sendu tvo jólasveina til lands- ins í gær og munu þeir bera saman bækur sínar við ís- lenzka kollega nú um helgina. Vöktu þeir færeysku verulega athygli á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar þeir stigu út úr flugvélinni. Þá vöktu þeir ekki síður athygli hjá börnunum, sem stödd voru í flugstöðinni. Voru börnin sannfærð um að eitthvað lítið væri í pokum jólasveinanna, því þeir brugðu sér í fríhöfnina til að verzla! MAREL hf. hefur hannað vélþræl sem getur tekið heilan fisk hvar sem er af færibandi og sett í haus- unarvél. Tækið er eitt hið fyrsta í heiminum sem sameinar mynd- greiningu og vélþrælatækni. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Marels, segir að prófanir á tækinu veki vonir um að varan eigi sér góða markaðsmöguleika. ■ Þijú ár eru liðin frá því að verk- efnið, sem kallað er Robofísh, hófst og áætlað er að því verði lokið eftir 1-2 ár. Áætlaður kostn- aður við það er 300 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar hönnunar- kostnaðar er fjármagnaður af Esprit, sem er rannsóknarsjóður á vegum Evrópubandalagsins. Bætt nýting Tæknin sem notast er við bygg- ist á sjálfum vélþrælnum sem er stjórnað af tölvusjónarkerfi. „Tek- in er mynd af físknum þegar hann kemur inn á færibandið svo að vélþrællinn geti „áttað sig“ á því hvað hann er stór, í hvað vinnslu hann henti, í hvaða legu hann ligg- ur á færibandinu, hvort hausinn er á undan, á eftir eða út á aðra hvora hliðina. Þessar upplýsingar sendir myndgreiningin inn í vél- þrælinn, sem fer síðan af stað þegar fiskurinn nálgast með sér- stakri gripkló, sem er með skynj- ara, sem skynjar hvernig hann er gripinn. Vélþrællinn tekur fiskinn upp og leggur hann síðan í haus- unarvélina," sagði dr. Hörður Arn- arson, þróunarstjóri Marels, um nýju vélina. Þróun ekki lokið Hörður sagði að vonir stæðu til þess að vélþrællinn gæti bætt nýt- ingu í fiskiðnaði því að hann kæmi til með að leggja fískinn alltaf á nákvæmlega sama hátt í afhausun. Þróun verkefnisins er ekki lokið. Vélþrællinn getur afkastað 12 fískum á mínútu með einni gripkló, en 24 með tveimur. Mannshöndin afkastar 20-30 fískum á míhútu. Hörður sagði að líklegt væri að hægt yrði að auka afköst einnar gripklóar upp í 18-20 fiska á mín- útu. ■ Vélþræll grípur/34 GRÝLA Halli Ríkisspítala stefnir í 400 milljónir um áramót Sigurður til Orebro SKAGAMENN náðu í gær samkomulagi við sænska knattspymuliðið Örebro um sölu á landsliðsmanninum Sig- urði Jónssyni. í framhaldi að því ákvað stjórn knattspyrnudeildar ÍA að heimila Sigurði félagaskipti og mun hann gera tveggja ára samning við Örebro og flytja til Svíþjóðar eftir áramót. ■ Skagamenn/Cl Hótelherbergi Upppantað um aldamót BRESKA ferðaskrifstofan Arctic Experience hefur pantað allt gisti- rými á Hótel Loftleiðum og meiri- hluta herbergja á Hótel íslandi yfir áramótin 1999/2000. Um er að ræða 220 herbergi á Loftleiðum og stærstan hluta 119 herbergja Hótels íslands að sögn starfsmanna beggja hótela. Ferða- löngum er gefinn kostur á að fagna áramótunum með innfæddum og fara í skoðunarferðir og er dvalið á landinu í sjö daga. ■ Þúsundárafár/28 AÐ ÓBREYTTU stefnir uppsafnað- ur halli á rekstri Ríkisspítalanna í 400 milljónir króna um áramót, að því er Guðmundur G. Þórarinsson, formaður stjórnamefndar Ríkisspít- alanna, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær. Halli þessa árs stefnir í 280 milljónir króna en að auki er óleystur 127 milljóna króna halli frá árinu 1994. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir ljóst að samkomulag stjórnenda Ríkisspítala annars vegar og heilbrigðis- og fjármálaráðherra hins vegar frá í desember á síðasta ári hafi ekki skilað því sem að var stefnt. Samkomulag frá 1994 hélt ekki Við afgreiðslu fjáraukalaga í des- ember í fyrra var fjárveiting til Rík- isspítala aukin,' að tillögu fjárlaga- nefndar samkvæmt samkomulagi milli Rikisspítala og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta, um 242 milljónir króna til viðbótar við 52 milljóna fjárveitingu sem fjáraukalagafrum- varpið gerði áður ráð fyrir. Sam- kvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að Ríkisspítalar leystu með inn- anhússaðgerðum úr þeim halla sem þá stóð eftir og var áætlaður um 70 milljónir króna. Ingibjörg Pálmadóttir staðfesti í samtali við Morgunblaðið að enn væri verið að berjast við halla af rekstri Ríkisspítala frá 1994. Rétt væri að samkomulagið frá síðasta ári hefði ekki haldið og enn stæðu menn frammi fyrir kostnaði umfram fjárheimildir á Ríkisspítölunum á árinu sem er að líða. Guðmundur G. Þórarinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í sum- ar, þegar hann hefði tekið við for- mennsku í stjórnarnefnd Ríkisspítal- anna, hefði stefnt í að halli ársins 1995 yrði allt að 450 milljónir króna. Með aðgerðum á borð við lokanir deilda, fækkun starfsfólks og minni yfirvinnu hefði sá árangur náðst að hallinn nú stefni í um 280 milljónir króna. Aðspurður um hvers vegna fyrr- greint samkomulag hefði ekki hald- ið, sagði Guðmundur: „Ef þetta sam- komulag hefur verið gert þá hefur ekki tekist að halda Ríkisspítölunum innan þess því að hallinn er 127 milljónir fyrir árið 1994.“ Um ástæður þess að enn stefndi í halla á rekstrinum sagði Guð- mundur að fjárlagaramminn væri ákaflega þröngur og venjulega sett- ur þrengri en Ríkisspítalarnir sjái sér fært að ná. Þróun í læknisfræði sé þannig að aðgerðum fjölgi, sem þýði fleiri sjúklinga og aukin afköst en einnig aukinn kostnað vegna lyfja og rannsókna. Legudögum fækkaði talsvert en þó hefði þessi þróun ekki leitt til þess að gengið hefði að ráði á langa biðlista eftir aðgerðum á borð við hjartaaðgerð- ir, þvagfæraaðgerðir og bæklunar- aðgerðir. I sama streng tók Ingibjörg Pálmadóttir sem benti á að með fleiri sjúklingum og færri legudögum yrði hver dagur á sjúkrahúsi dýrari. Einnig væri meðal skýringa að keypt hefðu verið ný og dýr krabbameins- 'yf- „Við höfum gert okkur grein fyr- ir því að sjúkrahúsin í heild sinni eru að fara veruiega fram úr fjár- lagaheimildum og þetta er eitt þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ingibjörg. Marel smíðar vélþræl fyrir fiskiðnaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.