Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fæðingarorlof endurskoðað Tillögur karlanefndar ÞAÐ ER fagnaðarefni að ráðherra heilbrigðismála skuli hafa skipað nefnd til að endurskoða löngu úrelt ákvæði um fæðingarorlof. Karla- nefnd Jafnréttisráðs telur að brýna nauðsyn beri til að gjörbreyta lögum og reglum um þau mál. Nefndin tel- ur þetta mikilvægt fyrir bömin, for- eldra og jafnrétti kynjanna. Frá því fyrst var tekið að ræða á opinberum vettvangi hérlendis um hlutverk og þátt karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynja hefur verið Ijóst að lykilatriði þar er aukin þátttaka karla í heimilis- og uppeldisstörfum. Jafnljóst hefur verið að til þess að ná árangri þar væri nauðsynlegt að auka og bæta möguleika karla til að tengjast bömum sínum nánum böndum. Ekkert er líklegra til að skila okkur fram á við á því sviði en breytt og bætt lög um fæðingar- orlof. Karlanefndin fjallaði um þessi mál á nokkmm fundum og hefur sent nefnd heilbrigðisráðherra tillög- ur sínar. Nokkuð hefur verið minnst á þessar tillögur í opinberri umíjöll- un og því tel ég rétt að birta þær. Tillögur karlanefndar Jafnréttis- ráðs til breytinga á lög- um og reglum um fæð- ingarorlof era þessar: 1. Stefnt verði að lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og verði fjórir mánuðir bundnir föður, fjjórir móður en ijóram geti foreldrar skipt eftir hentugleik- um. Lenging orlofsins er mikilvæg af ýmsum ástæðum. Sex mánuðir era það stuttur tími að karlar munu veigra sér við að taka eitthvað af honum, sér- staklega í ljósi þess að flestar mæð- ur kjósa að hafa börn sín á brjósti þennan tíma. Á Norðurlöndum hefur sýnt sig að karlar taka sinn hluta fæðingarorlofs fyrst og fremst eftir að bamið er orðið sex mánaða. Lenging fæðingarorlofs þar hafði í för með sér að fleiri karlar tóku fæðingarorlof. 2. Lágmarkskrafa er að feður fái tveggja vikna orlof á launum við fæðingu bams. Fjölskyldunni veitir ekki af þessum tíma saman meðan verið er að finna tilveranni nýj- an takt enda tíðkast slíkt orlof á öllum öðr- um Norðurlöndum. Fyrst eftir fæðingu barns myndast mjög mikilvæg tengsl við þá sem næstir eru og það skiptir miklu fyrir barnið og föðurinn að hann sé þá virkur þátt- takandi í fjölskyldulíf- inu. 3. Foreldrar hafí hvort um sig sjálf- stæðan rétt til fæðing- arorlofs og greiðslna. Eins og staðan er í dag er réttur annars foreldris (föður) afleiddur af rétti hins. Karlanefndin telur þetta mjög óeðlilegt og til þess fallið að ýta undir hugmyndir um að börnin séu kvennanna en ekki karlanna. Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs er þvi leið til að gera feðram ljósari foreldraábyrgð sína. Erlendar at- huganir hafa sýnt að lykilþáttur í því að brjóta niður fordóma gagn- vart föðurhlutverkinu og fá karla til Þriðji hver karlmaður í Noregi tekur fæðingar- orlof, segir Sigurður Svavarsson, sem hér fjallar um tillögur karla- nefndar. að taka sér leyfi er að ákveðinn hluti fæðingarorlofs sé bundinn feðrum og ekki yfirfæranlegur á mæður. 4. Áhersla verði á sveigjanleika í töku orlofs t.a.m. að dreifa megi því á tvö ár. Sveigjanleiki er annað atriði sem erlendar athuganir hafa sýnt að hvetur feður til að taka fæðingaror- lof. Margir kjósa að halda tengslum við vinnustaðinn. Að sjálfsögðu er þetta einnig mikilvægt atriði til að draga úr því að konur á barneignar- aldri teljist sérstakur áhættuhópur við ráðningu í starf en það er einn þeirra þátta sem hamla starfsframa kvenna. Það er skoðun karlanefndar að gefist foreldrum og atvinnurek- endum færi á, þá muni þessir aðilar finna þá lausn sem hentugust er í hveiju einstöku tilfelli. Sumum kemur ef til vill vel að vinna aðra hveija viku, hjá öðrum er heppi- legra að vinna hálfan daginn o.s.frv. 5. Tekjuskerðing foreldra í fæð- ingarorlofi má ekki standa í vegi fyrir töku þess. Að sjálfsögðu væri æskilegast að fólk héldi fullum launum en mikið neðar en 90% má tekjuteng- ingin ekki fara ef íjárhagsatriði eiga ekki að verða hindrun eða af- sökun í vegi fæðingarorlofs karla, því eins og kunnugt er eru laun karla að jafnaði hærri en laun kvenna. Ég þykist vita að ýmislegt í þess- um tillögum þyki róttækt, of dýrt eða illa framkvæmanlegt. En þar sem raunverulegur áhugi hefur ver- ið á að auka möguleika karla til þátttöku í umönnun barna, stuðla þannig að aukinni vellíðan allra fjöl- skyldumeðlima og auka jafnrétti kynja, þar hafa menn farið þessar leiðit'. Og samkvæmt fréttum Ríkis- útvarpsins hafa Norðmenn náð þeim árangri að þar tekur nú þriðji hver karlmaður fæðingarorlof. Á íslandl fengu á síðasta ári 5.286 konur greiðslu frá Tryggingastofn- un vegna barnsfæðinga en 16 karl- ar. Er það ásættanleg staða? Höfundur er formaður karla■ nefndar Jafnréttisráðs. Sigurður Svavarsson ISLENSKT MAL SJÁLFSAGT þykir umsjónar- manni að birta eftirfarandi bréf frá Heiðari Jóni Hannessyni í Reykjavík: ,,Sæll Gísli. Ymsir áhugamenn um ís- lenskt mál hafa gert athuga- semdir við notkun Morgunblaðs- ins á orðinu alnet í merkingunni „Internet". Gild rök hafa verið færð fyrir því að orðið alnet sé óheppilegur kostur til þýðingar á „Internet“. Engin rök hafa komið fram er styðja þessa orð- notkun. Því miður hefur sú mál- efnastaða enn ekki náð að hreyfa við máltilfinningu starfs- fólks á Morgunblaðinu. Nú er það svo að orðið alnet hefur verið notað í íslensku máli í nokkur ár í merkingunni al- tækt net, þ.e. tölvunet sem eru altæk hvað tölvusamskiptahætti varðar. Tvö dæmi má nefna um slík net hér á landi, háhraðanet Pósts og síma og alnet Skýrr. Internetið er ekki slíkt fyrirbæri heldur sértækt, þ.e. byggist að- eins á einum samskiptahætti. Það að kalla Internetið alnet er því hreinar ýkjur og skýrist væntanlegu af vanþekkingu þeirra sem það gera. Áhyggju- efni er ef starfsfólk Morgun- blaðsins hyggst festa slíkar ýkj- ur í málinu. Það setur hóp manna í nokkur vandræði, þá sem sýsla daglega með tölvu- samskipti og tölvunet og leggja sig fram um að nota íslensk hugtök. Þeir þurfa á því að halda að nákvæmni sé gætt í notkun hugtaka og að svigrúm málsins sé nýtt sem best. Ef Internetið er kallað alnet hvað á þá að kalja altækt net? í Morgunblaðinu var nýlega fjallað um tölvumál. Þar var Internetið kallað alnet og því jafnframt haldið fram að há- hraðanet Pósts og síma væri „nokkurs konar alnet“. Sér- kennilegt er að sjá sértækt net kallað alnet, en altækt net „nokkurs konar alnet“. Vont þykir mér að horfa upp á þessa þróun og aðhafast ekkert. Því brá ég á það ráð að rita þér þessar línur með von um að þú gætir lagt málinu lið. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 827. þáttur Bestu kveðjur." Nú er sá stóri galli á umsjón- armanni, að hann hefur ekki vit á þessum efnum. En hann ítrek- ar stuðning við tillögu tölvusér- fræðings síns m.m., Hólmkels Hreinssonar, um orðið samnet, sjá þætti nr. 811 og 818. ★ Hvei' orti? a) Sumir eiga sorgir og sumir eiga gull og sumir eiga flösku, sem alltaf stendur full. Ég á engar sorgir og ég á ekkert gull, en ég á margar flöskur og engin þeirra full. b) Manstu þegar lékstu mér lögin eftir Schumann, bjútífyllri enginn er eða meira hjúman. ★ Þá kemur annar hluti bréfs Valgeirs Sigurðssonar: „I fyrravetur heyrði ég fyrir tilviljun niðurlag á útvarpsvið- tali við einhvern íslending, bú- settan í Danmörku. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Það er auðvitað ekki sama, hvort maður er hundur eða kú.“ Þetta mun hafa verið 7/2 1995, kl. 11.56. Skyldi honum hafa verið al- vara, manninum sem lagði það til á einhverri rásinni eða „varp- inu“ fyrir skömmu, að við ættum að hætta að segja ær og kýr, en segðum í staðinn á og kú, af því að hin eldri, viðtekna beyging væri of erfið? Fróðlegt væri að frétta nánar af því.“ Ég get varla ímyndað mér annað en manninum hafi verið alvara, þó að mér lítist ekki á breytinguna, en ég er nú íhalds- samur. Ég velti vandanum að hluta af mér með því að vitna í glænýja bók, Handbók um málfræði, eftir próf. Höskuld Þráinsson. Þar segir: „Þeir sem umgangast ær og kýr daglega beygja þau orð eins og dæmið kýr. [Hann hefur áður sýnt dæmi um beyginguna að venjulegum hætti.] Aðrir hafa tilhneigingu til að beygja þessi orð líkt og orðið brú (sbr. brú - brú — brú - brúar; brýr - brýr - brúm - brúa). Eklri er víst að ærnar og kýrnar kunni vel við þá meðferð, þótt reyndar séu þessi orð býsna óþjál í eignar- falli eintölu án greinis: ?Iamb þessarar ær, ?kálfur þessarar kýr og virðast fara betur ef greinir er með: lamb ærinnar, kálfur kýrinnar.“ Þess má geta, til þess að vera sanngjarn, að Jón Thoroddsen notar í skáldsögu eignarfalls- myndina áar, af ær. Sjá hins vegar lokaorð þáttarins eftir Helga Hálfdanarson. ★ Nikulás norðan kvað: Ég smábreyti Kífsá í klakselfi, uns hún keimlíkist mjög þeirri laxelfi sem fyrrmeir á öldum með flaumþunga köldum streymdi með stíl inn í Saxelfi. ★ Er það ekki misþyrming á máli okkar að segja „sekjúrít- as“, „júrókard", „júró-infó“, ,júrósport“? ísland er ekki í *Júrópu, heldur Evrópu, að vísu ekki á meginlandi hennar. ★ „Raunar eru fáar syndir læ- vísari en sú ábyrgðarlausa værð, sem hreiðrar um sig bakvið fijálslyndi. Því fijálslyndi er í tygjum við þann andlega ræfil- dóm, sem kann ekki greinarmun á frelsi og lausungu. Eðli fijáls- lyndis er bilbugur; heillaráð þess í hveijum vanda er uppgjöf; en sönn menning sækir á bratt- ann.“ (Helgi Hálfdanarson hér í blaðinu 1974, þar sem menn rökræddu um íslenskt mál.) P.s. Forsíða þessa blaðs á laugardaginn var fær stig fyrir frétt, þar sem menn í Rússlandi fóru fyrir flokkum, en „leiddu" þá ekki. Hins vegar þurfum við að finna fleira en fara fyrir í stað „leiða“, svo að mál okkar verði ekki einhæft. Þá fær Þór Jónsson á Stöð tvö stig fyrir að slá Fróðársel („spurn eftir kjúklingum") og hefndi þar fyrir samstarfsmann sinn sem rétt áður talaði um að frétt eða ákvörðun hefði verið „gerð kunngerð". Ominni Ingólfs INGÓLFUR Guð- brandsson skrifaði grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 6. des- ember sl. Hann fjallaði þar um tónlist Jó- hanns Sebastian Bachs, sér í lagi Jólaóratoríuna sem Mótettukór Hall- grímskirkju flutti fyrir nokkrum dögum. í grein sinni lýsti Ing- ólfur því hvernig Páll ísólfsson hóf að kynna orgelverk Bachs hér á landi er hann kom heim úr námi. Að sögn Ingólfs voru meistara- verk Bachs sjaldan flutt uns Pólý- fónkórinn reið á vaðið með Jólaór- atoríunni árið 1964. Af skrifum Ingólfs má helst ráða að tónlist Bachs hafi legið í þagnargildi á íslandi eftir að Pólýfónkórinn hætti starfsemi árið 1988 og á einum stað segir Ingólfur orðrétt: „Mikið skortir enn á að tónlist Jóhanns Sebastian Bachs sé nægilega kynnt og flutt á íslandi...“ Tónlist Bachs er að sönnu stór- kostleg og lengi má auka veg henn- ar og kynningu hér á landi áður en nóg telst gert. Tónlistarfrömuð- urinn og Bach-aðdáandinn Ingólfur Guðbrandsson hlýtur þó að vita að fleiri kórar en Pólýfónkórinn og Mótettukórinn hafa haldið tónlist Bachs á lofti á Islandi um árabil. Ég álykta því að Ingólfur hafi verið sleginn óminni við greinarskrif sín og vil í örfáum orðum rifja upp hvaða verk meistara Bachs ég hef átt þátt í að flytja síðan ég gekk í Kór Langholtskirkju árið 1987. All- ir eftirtaldir tónleikar voru haldnir í Langholtskirkju aðrir en þeir sem sérstaklega er getið um. 1987: 16. og 17. apríl, Jóhann- esarpassían; 1. nóvember, Þijár kantötur: Kantata nr. 161, Komm du susse Todesstunde, Kantata nr. 8, Mildi Guð, nær mun ég deyja, Kantata nr. 106, Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit; 29. og 30. nóv- ember, Jólaóratorían, 1.-4. hluti. 1990: 5. og 6. maí, H-moll messa; 29. desember og 30. desember, Jólaóratorían, 1.-4. hluti. 1991: 28. og 29. mars, Jóhann- esarpassían; 3. nóvem- ber, Tvær kantötur: Kantata nr. 131, Aus der Tiefen rufe ich, Herr zu dir, Kantata nr. 21, Ich hatte viel Bekúmmernis. 1992: 16., 17. og 18. apríl, Mattheusarpass- ían; 29. og 30. desem- ber, Jólaóratorían, hluti 1-3 ásamt Ehre sei dir Gott. 1993: 8. og 9. apríl, H-moll messan. 1994: 14. maí í Hall- grímskirkju og 15. júní í Barbican Center í London ásamt Ensku kammersveitinni, H-moll messan. 1995: 13., 14. og 15. apríl, Jó- hannesarpassían (sviðsett). Félagar mínir í Kór Langholts- kirkju hafa tjáð mér að öll árin 1980-1985 hafði kórinn kantötur eða messur eftir Bach á efnisskrá sinni. Rétt er að nefna sérstaklega að árið 1982 varð kórinn fyrstur til að flytja Jólaóratoríuna í heild á Tónlist Bachs er að sönnu stórkostleg, segir Helgi Þór Ingason og lengi má auka veg hennar. íslandi. Við þetta má svo bæta að aðrir íslenskir kórar hafa einnig flutt verk eftir Bach á liðnum árum. Nægir að nefna Söngsveitina Fíl- harmóníu og Passíukórinn á Akur- eyri. Ég óska Ingólfi Guðbrandssyni tónlistarfrömuði gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eg vona að hann njóti góðrar heilsu um ókomin ár og sérstaklega vona ég að honum daprist ekki minnið frekar en orðið er. Að lokum vil ég óska Mótettu- kór Hallgrímskirkju til hamingju með glæsilegan flutning á Jólaórat- oríunni sunnudaginn 10. desember síðastliðinn. Höfundur er vcrkfræðingur og félagi í Kór Langholtskirkju. Helgi Þór Ingason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.