Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 39
Sofandí samkeppnisráð
einhver að misnota sér markaðs-
yfirráð? Er það ekki skylda Sam-
keppnisráðs að leita eftir svörum
við spurningum af þessu tagi?
ÞAÐ hefur vakið
furðu mína hvernig
risarnir á matvöru-
markaðinum, eins og
tímaritið Frjáls versl-
un kallar Hagkaup og
Bónus, hafa komist
upp með það í nokkrar
vikur á hverju ári að
niðurgreiða bækur og
beinlínis selja þær á
lægra verði en ætla
má að þeir borgi fyrir
þær hjá útgefendum.
Þessir risar eru með
öðrum orðum að gefa
almenningi stórfé,
ekki nóg um að þeir
sleppi eðlilegri versl-
unarálagningu, heldur hljóta þeir
beinlínis að borga með vörunni í
sumum tilvikum. Aðkrepptur al-
menningur lætur sér þetta vel líka
og kaupir að sjálfsögðu bækur til
jólagjafa þar sem þær eru ódýrast-
ar, svona um leið og hangikjötið
og aðrar nauðsynjar eru sóttar í
búið fyrir jólin. „Æ, þeir eru svo
góðir hann Jóhannes og strákarnir
í Hagkaup," segir aðspurður ellilíf-
eyrisþegi í dagblaði með Hagkaups-
poka í hendinni og endurspegla
ummæli hans sjálfsagt afstöðu
margra.
Aðgerðaleysi Samkeppnisráðs
Samkeppnisráð kýs að aðhafast
ekkert í máli þessu. Samkeppnisráð
getur lögum samkvæmt gripið tii
aðgerða gegn athöfnum og aðstæð-
um sem hafa skaðleg áhrif á sam-
keppni, einkum í þeim tilvikum þeg-
ar hin skaðlegu áhrif felast í því
„að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki
markaðsráðandi stöðu sína á þeim
markaði sem um ræðir“. Þessi af-
staða eða þetta aðgerðaleysi ráðsins
er óskiljanlegt í Ijósi þess að hér
er um að ræða grundvallaratriði að
því er varðar framkvæmd sam-
keppnislaga og þá hugsun sem þau
byggjast á, auk þess sem hagsmun-
ir margra aðila kunna að vera fyrir
borð bornir af þessum sökum. Sam-
keppnisaðstaða og hagsmunir, t.d.
bókaútgefenda, bóksala, fornbóka-
sala, bókagerðarmanna, prent-
smiðja, rithöfunda, matvörukaup-
manna og almennings gætu t.a.m.
hafa raskast. Samkeppnisreglur
snúast hvorki um að halda verði
háu eða lágu! Ástand markaðar
getur stundum leitt til þess að verð
séu há og samkeppnisreglurnar
amast ekki við því. Samkeppnis-
reglurnar eiga hinsvegar að tryggja
að verðmyndun sé eðlileg og sann-
gjörn miðað við ástand markaðarins
hveiju sinni, og heimila að sam-
keppnisyfivöld grípi inní ef þau at-
vik gerast sem raska samkeppnis-
stöðu einstakra aðila. Þær snúast
líka um það að þeir sem sterkir eru
troði ekki á þeim sem eru veikari.
Þeir sem eru í yfirburðastöðu mega
ekki misnota sér aðstöðu sína.
Frjáls samkeppni þýðir ekki það
sama og að fyrirtæki geti beitt
bolabrögðum í nafni
frjálsrar samkeppni að
vild sinni. Þessi afstaða
Samkeppnisráðs sýnir
skort á skilningi á því
að undirboð af því tagi
sem hér um ræðir geti
verið skaðleg fyrir sam-
keppni til lengri tíma
litið og því getur verið
fyllsta ástæða til þess
að grípa inní.
Fijáls samkeppni -
samkeppnisreglur
Nú eru dagar verð-
lagsráðanna og úthlut-
unarnefndanna taldir
og við hefur tekið
markaðsbúskapur á flestum svið-
um. Um þetta er enginn grundvall-
arágreiningur í dag og forsvarmenn
risanna eru í hópi dyggustu tals-
manna ftjálsrar samkeppni. Frjálsri
samkeppni fylgja hinsvegar svokall-
aðar samkeppnisreglur sem hér á
landi er að finna í samkeppnislögum
nr. 8/1993. í öllum þeim löndum
sem við kjósum að bera okkur sam-
an við er fijáls samkeppni grund-
völlur hagkerfisins og þar er einnig
að finna samkeppnislög, sem geyma
þær leikreglur sem fara ber eftir í
fijálsri samkeppni: Evrópska efna-
hagssvæðið, Evrópusambandið og
„ameríski draumurinn" eiga sér
sameiginlega hugmyndafræði um
fijálsa samkeppni og þar gilda svip-
aðar leikreglur og hér á landi. Sam-
keppnisyfirvöldum ber að annast
framkvæmd leikreglnanna og er
þeim fengið mikið vald í hendur.
Hinu íslenska Samkeppnisráði hef-
ur einnig verið fengið mikið vald í
hendur til þess að tryggja eðlilega
samkeppni, en einhverra hluta
vegna hefur það ekki þorað að sýna
í sér tennurnar enn sem komið er.
Markaðsyfirráð
Leikreglum í fijálsri samkeppni
er skipt upp í nokkra flokka sam-
keppnistakmarkana sem fyrirtækj-
unum er meinað að ástunda. Aðilum
í viðskiptalífinu er t.a.m. flestum
ljóst að samningar milli aðila á
sama sölustigi, þ.e. samningar lá-
rétt, um verð og skiptingu markaða
eru almennt bannaðir með lögum
og því ógildir. Það virðist hinsvegar
erfiðara að koma því inn hjá forkólf-
um frjálsrar samkeppni að það er
almennt viðurkennt í samkeppnis-
fræðunum að sérstaklega vel þurfi
að fylgjast með fyrirtækjum sem
eru í markaðsráðandi stöðu. Hér
er um hápólitískt mál að ræða sem
krefst þess að þeir sem móta eiga
stefnuna í samkeppnismálum taki
afstöðu. Samkeppnisyfirvöld 5 ein-
stökum Evrópulöndum, einkum
Þýskalandi og Englandi, svo og í
Bandaríkjunum, framfylgja mjög
harðri stefnu í þessu efni. Stjórn-
málaflokkar í þessum löndum taka
jafnvel á atriðum af þessu tagi í
stefnuskrám sínum og fylgja þeim
eftir. Sama á við um Evrópusam-
Ámi
Vilhjálmsson
Blab allra landsmanna!
2Rtar9unMiiMfr
-kjarni málsins!
Að leyfa stórmörkuðum
í krafti stöðu sinnar að
selja bækur án álagn-
ingar er beinlínis skað-
legt samkeppni á ís-
lenskum bókamarkaði
að mati Arna Vil-
hjálmssonar sem hvet-
ur Samkeppnisráð til að
láta málið til sín taka.
bandið að því er samkeppnisreglur
þess varðar. Afstaða til markaðs-
ráðandi fyrirtækja er nátengd þeirri
hörðu stefnu sem nú er víða fylgt
að því er varðar samruna fyrir-
tækja sem starfa á sama markaði.
Misnotkun á
markaðsyfirráðum
Það er ekki bannað að vera í
markaðsráðandi stöðu, heldur felast
brot í misnotkun á þeirri aðstöðu
að vera ráðandi á þeim markaði sem
um ræðir. Það er einmitt þessi fiöt-
ur sem ég tel að þarfnist skoðunar
við að því er varðar bóksölu risanna,
Hagkaups og Bónusar. Hér þarf
að fara fram athugun á mörgum
þáttum áður en unnt er að kveða
uppúr um eða taka afstöðu til hvort
samkeppnislög hafí í raun verið
brotin. Komi ekki fram kæra frá
aðila sem telur sig eiga hagsmuna
að gæta, getur Samkeppnisráð tek-
ið málið upp að eigin frumkvæði.
Spyija má: Getur verið að það séu
eðlilegir viðskiptahættir að gefa
viðskiptavinum mikla ljármuni til
þess að fá þá inn í verslanirnar?
Er þetta kannski óhæfileg notkun
á kaupbæti, sbr. c-lið l.mgr. 17.gr.
laganna? Er þessi verðmyndun á
bókamarkaði eðlileg og sanngjörn?
Gefa útgefendur risunum betri verð
í ljósi þess að titlafjöldinn er tak-
markaður? Er verið að útiloka ein-
hveija keppinauta frá markaðinum?
Hver eru áhrif þessara viðskipta-
hátta til lengri tíma litið? Hver er
hlutdeild stórmarkaða í heiidarbók-
sölu hér á landi? Hver er tilgangur-
inn með þessari góðmennsku? Er
Það koma jól
eftir næstu jól
Ekki ætla ég mér þá dul að svara
ofangreindum spurningum fyrir-
fram, en mér finnst hinsvegar tími
kominn til að Samkeppnisráð vakni
og láti málið til sín taka fyrir jól -
allavega einhver jól, því þessi gæska
risana hefur verið mest áberandi
fyrir jólin. Hafa verður í huga að
hinn íslenski bókamarkaður er mjög
frábrugðinn öðmm mörkuðum hér
á landi, t.d. markaðnum fyrir potta-
blóm, bílabón eða kalkúna. Það
vegur þungt í skilgreiningu hins
íslenska bókamarkaðar hversu mik-
ill hluti viðskiptanna fer fram á
nokkrum vikum fyrir jólin. Bóksalar
hafa í gegnum tíðina haldið uppi
þjónustu allt árið á grundvelli nokk-
urra vikna sölu fyrir jólin. Að leyfa
stórmörkuðum í krafti stöðu sinnar
að selja bækur án álagningar hefur
á hinn bóginn ekkert með fijálsa
samkeppni að gera og er að mínu
áliti beinlínis skaðlegt samkeppni á
hinum íslenska bókamarkaði.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur hjá A&P lögmönnum í Reykja-
vik.
ANTIK-TILBOB
í Faxafeni 5
ENNÁ NÝ TÖKUM VIÐINNNÝJAR VÖRUR
(Þriðji gámurinn á hálfum mánuði).
UM HELGINA RÝMUM VIÐ TIL OG
VEITUM VERULEGAN AFSLÁTT
VERÐ TILBOÐSVERÐ
BAROKK KOMMÓÐA 150.000 89.000
LÚÐVÍK XVI KOMMÓÐA 140.000 68.000
KRISTJÁN VIII SKÁPUR 100.000 58.000
BUFFETSKÁPUR 247.000 180.000
SKRIFBORÐ 95.000 48.000
SKENKUR 68.000 44.000
BÓKASKÁPUR 56.000 42.000
LÍNSKÁPUR 68.000 35.000
SÓFABORÐ 28.000 14.000
VEITUM 20% AFSLÁTT AF ÖLLUM HANDGERÐUM
PERSNESKUM TEPPUM
í NÝJU SENDINGUNNI ER MIKIÐ AF FURUHÚSGÖGNUM,
T.D. STÓRT SKRIFPÚLT, GLERSKÁPAR, KOMMÓÐUR OG
SERVANTAR. EINNIG KOPARSTYTTUR, LJÓSAKRÓNUR,
POSTULÍN, GLÖS OG SMÁVARA.
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.10-18.
JÓLASÝNING VIÐ AUSTURVÖLL
VERKYNGRI HÖFUNDA, EINNIG GÖMLU MEISTARANNA, T.D.
MYNDIR EFTIR SIGURBJÖRN JÓNSSON OG KARÓLÍNU
lárusdóttur. JÓLAGLÖGG FRÁ KL. 16 í DAG.
OPIÐ 12-18.