Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR Risi fæðist Toronto. Reuter. KANADÍSKA útvarpsfyrirtækið CanWest Global Communications hefur boðið 636 milljónir Kanadadoll- ara í WIC Westem International Communications og ef fyrirtækin sameinast verða þau stærsta sjón- varpsnet einkaaðila í Kanada. Tvær fjölskyldur hafa barizt um yfirráð yfir WIC, sem er ábatasamt og voldugt fyrirtæki í Vancouver á vesturströndinni. CanWest hefur að- alstöðvar í Winnipeg og verður líklega að bjóða betur en 24 Kanadadollara á hlutabréf eins og fyrirtækið gerði í fyrstu, þar sem hlutabréf í WIC eru rnetin á 25-28 Kanadadollara. Aðrir hugsanlegir bjóðendur eru Baton Broadcasting í Toronto og fjarskiptarisinn BCE. Hingað til hef- ur CTV verið stærsti einkaaðilinn í kanadíska sjónvarpsgeiranum. WIC, sem starfar aðallega í Vest- ur-Kanada, á átta sjónvarpsstöðvar, 11 útvarpsstöðvar og hlut í CTV. WIC á einnig í áskrifendasjónvarpi og gervihnattastöð. CanWest rekur sjö sjónvarpsstöðv- ar í Vancouver, Saskatoon og Regina í Saskatchewan; Winnipeg, Toronto, Halifax í Nova Scotia; og Saint John’s á Nýfundnalandi. Erlendis á CanWest m.a. 20% hlut í TV3 Network Holdings á Nýja-Sjá- landi og 50% hlut í La Red Inversio- nes S.A. í Santiago, Chile. Auk- þess á CanWest 15% 57,5& hlut í Network 10 í Ástralíu. Nýlega var tilboði CanWest í nýja sjónvarps- rás í Bretlandi hafnað. CanWest verður e.t.v. að losa sig við nokkrar eignir til að bijóta ekki gegn kanadískum útvarps- og sam- keppnislögum, ef WIC verður sam- einað fyrirtækinu. Fjölskylduerjur Fjölskylda dr. Charles Allards og ættingjar látins stofnanda WIC, Frank Griffiths, hafa lengi deilt um yfirráð yfir fyrirtækinu. í apríl 1994 bauðst Allard-fjöl- skyldan til að kaupa meirihluta at- kvæða í stjóm WTC af Griffiths þegar hann lá á banabeði. Boðinu var hafnað og Allard-fjölskyldan fór í mál. Málið var látið niður falla þegar fjölskyldurnar komust að samkomu- iagi um að Allard-fjölskyldan fengi fleiri atkvæði og aukin völd í stjórn fyrirtækisins. WOLFGANG Amadeus Mozart. Tónlist hans og fleiri gam- alla snillinga nýtur vaxandi hylli nýs hóps hlustenda sem sættir sig vel við fáeinar auglýsingar á milli þátta. Hvernig selja ber Mozart VIÐ fyrstu sýn virðist óralangt á milli þess sem oft er kallað yfir- borðsmennska auglýsingaheimsins og sígildrar tónlistar, segir í grein breska tímaritsins The Economist nýlega. John Spearman, sem áður gerði garðinn frægan hjá Collet Dickinson Pearce, auglýsingastofu í London, hefur sýnt að hægt er að notfæra sér þekkingu á auglýs- ingum til að reka með hagnaði útvarpsstöð er flytur sígilda tónlist. Stöðin sem Spearman stjórnar heitir Classic FM og tók til starfa 1992. Útsendingarleyfið sem greiða þarf er 670.000 pund á ári, nær 70 milljónir króna. Settu stjómvöld það skilyrði að fyrsta einkarekna stöðin, sem næði til alls Bretlands, myndi ekki bæta enn við popptónlistarflóruna sem fyrir var, klassík skyldi það vera. Bandaríski íjölmiðlarisinn Time- Warner studdi við bakið á fyrir- tækinu, einnig GWR sem er bresk útvarpssamsteypa. Sjónvarps- og útvarpsstöðvum sem reknar eru með auglýsinga- tekjum hefur fjölgað hratt um allan heim og margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að fljótlegasta leiðin til að láta þær skila hagn- aði sé að sinna því sem þeir telja að sé smekkur fjöldans. Er þá áherslan lögð á ofbeldi, kynlíf, popptónlist eða æsifréttarabb. Þrátt fyrir þetta er nú orðið ljóst að komnir eru til sögunnar litlir, afmarkaðir hópar neytenda á þessum sviðum fjölmiðlunar sem vilja annað - og stundum er um að ræða mjög ábatasama markaði fyrir annars konar efni. BBC og dramb BBC hefur tekist mæta vel að fá milljónir áhorfenda til að horfa á myndir sem gerðar eru eftir sí- gildum verkum á borð við „Hroka og hleypidóma" eftir Jane Austen en þá er að vísu búið að stytta sögurnar mjög. Classic FM sendir út verk eftir Bach, Berlioz og aðra horfna snillinga. Stöðin nýt- ur nú mestrar hylli allra þeirra útvarpsstöðva í Bretlandi sem reknar eru fyrir auglýsingatekjur og ná til landsins alls, hefur tvö- falt fleiri áheyrendur en Radio 3 en það er rás BBC fyrir sígilda tónlist. Það sem meira er, hagnað- ur Classic FM var í fyrra nær 30 milljónir króna. Spearman segist hafa alist upp við Radio 3 en telur að stöðin hafi yfir sér „nokkurn blæ drambs“ í útsendingunum. Um 2,6 milljónir manna hlusta að jafnaði á Radio 3 í hverri viku en nær þrír af hveijum fjórum hlustendum eru 45 ára eða eldri. Yfirbragð hennar þykir minna á lokaðan klúbb fyrir alvarlega þenkjandi tónlistarunnendur. Stjórnendur Classic FM sáu að markaðurinn var að stækka og sala á sígildum plötum fór vax- andi, m.a. fyrir tilstuðlan Lucian- os Pavarottis er kom Nessun Dorma Puccinis á vinsældalistana með söng sínum í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu 1990. Það er þessi nýi hlustendahópur sem Spearman hefur einkum lagt snörur sínar fyrir. Áður keyptu margir aldrei vín og létu sér bjór duga vegna þess að þeir kunnu ekki að bera fram nöfn eins og Chateaunéuf du Pape í vínbúðun- um en nú er hægt að kaupa vín í ýmiss konar umbúðum í stór- mörkuðunum og salan eykst stöð- ugt. Á sama hátt segist Spearman reyna að ná til þeirra sem hafa til að bera „skynsamlegan skort á tilhlýðilegri lotningu“ en að sjálfsögðu hefur hann látið gera ítarlegar markaðsrannsóknir. Sjónvarp og tekjumunur í ljós hefur komið að hlustend- ur Classic FM eru að jafnaði mjög efnaðir og vandlátir og jafnframt að um 60% þeirra sem auglýsa hjá stöðinni hafa ekki reynt fyrir sér með útvarpsauglýsingar fyrr. Margir telja að auglýsingar á stöðinni séu ódýrari og áhrifa- meiri leið til að ná til efnafólks en sjónvarpsauglýsingar en sjón- varpsáhorf er í sífellt ríkara mæli að verða einkenni hinna efna- minni. Þess má geta að Classic FM notar aðeins 4 og hálfa mín- útu af hverri útsendingarstund til auglýsinga, flestar aðrar stöðvar hins vegar níu mínútur. í plötusafni Classic FM eru nær 33.000 eintök og í tölvubanka er tilgreint hve langt hvert verk er, höfundurinn og fleiri upplýsingar. Þetta gerir stjómendum kleift að koma í veg fyrir að strax á eftir verki eftir Vivaldi sé óvart leikin mjög svipuð tónlist eftir Boccher- ini. Spearman er nú byijaður að færa út kvíarnar. Classic FM á útvarpsstöðvar í Finnlandi, Hol- landi og Svíþjóð, þar er aðallega leikin dagskrá bresku stöðvarinn- ar en kynningin er innlend. Mest er eftirvæntingin hins vegar þegar hugað er að Bandaríkjunum en þar hefur orðið rhikil aukning í útvarpsauglýsingum að undan- förnu og mörg þúsund stöðvar keppa um markaðinn. Breska stöðin hefur nýlega samið við Sony Worldwide Networks (SWN) um að selja dagskrárefni til stað- bundinna stöðva þar í landi og hefur þegar komið í ljós að banda- rískir hlustendur hafa annan smekk en evrópskir, t.d. vilja þeir ekki hlusta á óperur fyrir hádegi. Hvað sem því líður er Ijóst að sígild tónlist er að því leytinu al- þjóðlegri en poppið að sömu sí- gildu tónskáldin njóta hylli um allan heim og tungumálahindranir eru engar. Fátt virðist því geta hindrað stöðvar um allan heim í að líkja eftir aðferðum Spearmans og jafnvel með minni tilkostnaði. Sendingarleyfi Classic FM rennur út árið 2000 og Spearman vill að gerðar verði ákveðnar gæðakröfur þegar útboðið fer fram. Ef söluhæfileikar hans hafa raunverulega verið það sem skipti máli virðist hann- þó ekki hafa neina þörf fyrir slíka vernd. Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSFÓLK Sunnlenska fréttablaðsins á nýju ritstjórnarskrif- stofunni á Austurvegi 1. Sunnlenska frétta- blaðið í nýtt húsnæði Selfossi. Morgnnblaðið. SUNNLENSKA fréttablaðið flutti á þessu hausti í nýtt leiguhúsnæði á efri hæð stórhýsis KÁ á Austurvegi 1 á Selfossi. Starfsemi blaðsins hef- ur vaxið ár frá ári og nú eru þar fimm störf auk blaðburðarstarfa. „Staða blaðsins er góð, sérstak- lega hin huglæga staða þess meðal Sunnlendinga, maður finnur að blaðið er orðið ómissandi hjá fólki. Það bíður eftir blaðinu og því finnst vanta eitthvað í tilveruna kómi það ekki inn um lúguna,“ sagði Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Bjami sagði fjárhagslega stöðu blaðsins vera viðunandi en það hefði verið rekið eftir þeirri gömlu kenn- ingu að blöð þyrftu tíma til að ná fótfestu áður en þau færu að bera sig. Hann sagði blaðið prentað í 4.800 eintökum og það væru um 4.000 fastir áskrifendur að því. „Eftirspurn- in eftir blaðinu er það dýrmætasta sem við eigum og við leggjum metn- að okkar í að vera með það til sölu sem víðast. Það er stefna blaðsins að vera fréttablað allra Sunnlendinga og hún hefur gefist vel,“ sagði Bjami Harðarson ritstjóri. Rótgróin auglýsingafyrirtæki í New York Breytt vinnubrögð vegna gagnvirkrar fjölmiðlunar New York. Reuter. VERALDARVANIR fulltrúar rót- gróinna auglýsingafyrirtækja á Ma- dison Avenue í New York verða oft svolítið þreytulegir svipinn þegar þeir eru spurðir um viðbrögð við nýrri fjölmiðlun. Þeim finnst sumum að þeir hafi alltaf verið að takast á við nýja fjölmiðlun og helsta við- fangsefnið, að ná til neytandans, hljóti að vera óbreytt. En nýjasta tæknin krefst nýrra vinnubragða. Umbylting hefur orðið í atvinnu- greininni undanfarinn áratug, kapal- sjónvarp, sambland af auglýsingum og upplýsingum (infomercials) og raf- ræn skilti svo að eitthvað sé nefnt, allt hefur þetta komið skyndilega fram á sjónarsviðið og orðið æ mikil- vægari hluti auglýsingagerðar. Alnet- ið er þó sú nýjung sem mestu írafári veldur og erfiðast er að átta sig á. Alnetið er orðið vinsælt fréttaefni á eigin forsendum og margir vona að það geti orðið helsti auglýsinga- miðill næstu aldar. Ekki eru allir í auglýsingaheiminum yfir sig hrifnir. „Eg þoli ekki þetta hugtak, ný fjölmiðlun. Á hvaða hátt er það frá- brugðið gamalli fjölmiðlun?", spyr Frank Assumma, aðalforstjóri Wells Rich Greene BDDP. „Árið 1982 var það kapalsjónvarpið sem þeir kölluðu nýju fjölmiðlunina, núna er það gagnvirk fjölmiðlun. En mikilvægasti þátturinn í fjölmiðlun hefur ekki breyst; hæfileikinn til að finna mark- hópinn”. Það er vafalaust óþarfi að segja mönnum að mikilvægt sé að ná tök- um á öllum nýjungum, allir vita hvernig þróunin hefur orðið hjá sjón- varpsrisunum þrem í Bandaríkjun- um. Á tveim áratugum hefur saman- lögð markaðshlutdeild þeirra fallið úr 95% í tæp 50%. Þægileg ár að baki Árin sem einkenndust af sjón- varpsauglýsingum voru að vissu leyti þægileg fyrir auglýsingafyrirtækin, hagnaðurinn var öruggur og fremur auðvelt að sjá fyrir markaðsþróun. Þau gátu einbeitt sér að þessum miðli, fullkomnað kunnáttu sína í að nýta hann en nú þurfa þau að vera stöðugt á varðbergi og huga að óvæntum uppákomum, samkeppni frá nýjum miðlum. „Auglýsingafyrirtækin verða að fara að hætta að telja það helsta hlutverk sitt að búa til snjallar aug- lýsingar," segir William Esrey, stjórnarformaður Sprint Corp. „Þau verða í staðinn að líta svo á að mark- mið starfsins sé að nýta margvísleg- ar aðferðir við að fá fólk á sitt band og ýmsar tegundir fjölmiðla til að hafa áhrif á hegðun neytenda." Viðvaranir af þessu tagi hafa heyrst áður og stórfyrirtækin hafa tekið við sér. Procter & Gamble eyð- ir 33 milljörðum Bandaríkjadollara, um 2.000 milljörðum króna, árlega í auglýsingar og stjómarformaður þess, Edward Artzt, hvatti í fyrra auglýsingafyrirtæki til að laga sig sem fyrst að breyttum aðstæðum. Heita má að sérhvert fyrirtæki í greininni reyni nú að selja sína út- færslu af gagnvirkum fjölmiðlunar- aðferðum. Mörg þeirra koma sér upp eigin vefsetri á Veraldarvefnum og eiga samstarf við hugbúnaðarrisana frá Silicon Valley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.