Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 84
TVOFALDUR1. vinningur EINAR J. SKÚLASON HF MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM. IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þjóðhagsstofnun spáir meiri hagvexti 1996 en í OECD-löndum Brýnt að gæta aðhalds í ríkisfjármálum „HORFUR um hagvöxt á næsta ári eru betri en búist var við. Nú er reikn- að með að hagvöxtur verði 3,2% borið saman við 2% í þjóðhagsáætl- un. Þetta er nokkru örari hagvöxtur en spáð er í aðildarríkjum OECD. Þar er spáð 2,5% hagvexti að meðal- tali á árinu 1996. Ef áform um enn frekari fjárfestingu í áliðnaði á ís- landi verða að veruleika er líklegt að hagvöxturinn á næstu árum verði talsvert meiri en í OECD,“ segir í lauslegri endurskoðun þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun bendir á að áætl- anir um framleiðslu og útgjöld á næsta ári bendi til að bjartara sé framundan í íslenskum efnahagsmál- um en verið hafi um langt skeið. Þjóðarútgjöld hafa aukist hraðar en gert var ráð fyrir og áætlað er að þau aukist um 4,9% á þessu ári og 5,6% á því næsta. Þar vega fram- kvæmdir við stækkun álvers þungt en einnig er mikill vöxtur í útgjöldum til einkaneyslu sem talið er að aukist um 5,5% á þessu ári og 4,2% á því næsta. Þá eru horfur á að fjárfesting aukist mikið á næsta ári eða um 16,3% í heild. Spáð er 2,7% verð- bólgu og að 7,3 milljarða halli verði á viðskiptajöfnuði á næsta ári. „Þegar umsvif í þjóðarbúskapnum aukast jafnmikið og nú stefnir í er ávallt hætta á þenslu. Til þess að sporna við þessari hættu er brýnt að aðhalds sé gætt í hagstjóm. Mikil- vægustu hagstjórnartækin sem beita má í þessu skyni eru ríkisfjármál, peningamál og gengi krónunnar. Við þær horfur sem blasa við í þjóðarbú- skapnum berast böndin einkum að ríkisfjármálum því einsýnt er að vænlegasta Ieiðin til að varðveita stöðugleikann er aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum," segir í spá Þjóð- hagsstofnunar. ■ Meiri hagvöxtur/10 Jólahnátur á sögustund í Eyjum SYSTURNAR Sunna Ósk og Ingibjörg Guðmundsdætur voru í jólaskapi þegar þær fóru í hópi nærri 200 leik- skólabarna á sögustund í bókasafni Vestmannaeyja á dögunum. Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu mættir og brugðu á leik með börnunum í Eyj- um. Sunna Ósk og Ingibjörg tóku dúkkurnar með á bóka- safnið og í tilefni dagsins fóru þær allar í jólahnátu- búningana sína. Framundan eru síðan litlu jólin og sjálf jólahátíðin eftir aðeins rúma viku. Skurðdeild Landspítalans Aðgerðum fækkar um 600 JONAS Magnússon, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, segir að horfur séu á að gerðar verði 600 færri skurðaðgerðir á Landspítalan- um á næsta ári en á þessu ári, en það er yfir 10% fækkun. Hann segir að þetta þýði að bið- listar muni lengjast. í dag eru 1.266 sjúklingar á biðlista og segir Jónas að biðlistar hafi heldur verið að lengjast á þessu ári. Hann segir algengt að sjúklingar þurfi að bíða í 9 mánuði eftir aðgerð, en sjúkling- ar með bakmeiðsl geti þurft að bíða í tvö ár. IFPL og Faroe . Seafood sameinast SAMKVÆMT hluthafasamkomulagi hafa eigendur fyrirtækjanna IFPL og Faroe Seafood komið sér saman um að sameina rekstur fyrirtækj- anna. Bæði fyrirtækin reka fískrétta- verksmiðjur í Grimsby í Bretlandi, en IFPL keypti í sumar helming hlutafjár í Faroe Seafood. Sameining gengur í gildi fljótlega eftir áramót. Hlutdeild IFPL í sameinuðu fyrirtæki mun verða 75%. Velta sameinaðs fyrirtækis er tæplega 9 milljarðar ísl. kr. og heildarframleiðsla verður í kringum 23.000 tonn. Forstjóri hins sameinaða fýrirtækis verður Agnar Friðriksson. Með sameiningu IFPL og Faroe Seafood Company má ætla að fyrir- tækið skipi sér sess sem þriðja til fjórða stærsta fyrirtækið á þessu sviði á Bretlandseyjum og er af svip- aðri stærð og Albert Fisher Group. Áætla má að hlutdeild hins sam- einaða fyrirtækis á breskum smá- sölumarkaði verði eitthvað í kring- um 18-19%. Þannig má segja að fimmti hver fiskur sem seldur er í smásöluverslunum í Bretlandi í frystu formi komi frá hinu nýsamein- aða fyrirtæki og ef eingöngu er talin með sú vara sem seld er undir merkj- um stórverslana er um rúmlega þriðj- ungs hlutdeild að ræða. ■ Velta sameinaðs/20 POTTAStEIKIR DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/Sigurgeir Tveimur handlækningadeildum á Landspítalanum var lokað i gær og verða þær lokaðar í tvær vikur yfír jólin. Sjúklingar voru í gær fluttir yfir á aðrar deildir eða sendir heim. Dregið hefur verið úr skurðaðgerð- um á bæklunardeild til þess að hægt sé að loka deildunum. Jónas sagði að stjórnarnefnd Rík- isspítalanna hefði gefið einstökum deildum spítalans fyrirskipun um að haga starfsemi á næsta ári í samræmi við rekstur deildanna á síðustu þremur mánuðum þessa árs. I samræmi við þetta hefðu verið lagðar fram áætlanir um að dregið yrði úr skurðaðgerðum um 600 á næsta ári, en að jafnaði eru gerðar um 4.500 skurðaðgerðir á spítalanum. Einni deild á handlækningarsviði yrði lokað allt næsta ár. Einni yrði lokað í þtjá mánuði í sumar og tveimur deildum yrði lokað í tvær vikur yfir jólin. Jónas sagði að þessi áætlun gerði ráð fyrir fækkun starfsfólks. ■ Skurðaðgerðum fækkað/4 Formaður Baldurs á ísafirði eftir að Félagsdómur dæmdi uppsögn félagsins ógilda Hugsanlegt að felög til- kynni einhliða taxtahækkun FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær upp- sögn Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafírði á kjarasamningi félagsins ógilda. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs, sagði í gær að félagið myndi strax eftir áramót óska eftir því við vinnuveitendur að teknar verði upp viðræður um framhaldið og hvemig aðilar gætu sameiginlega bætt kjör fiskvinnslufólks. Pétur sagði að til greina kæmi að verkalýðsfélög gripu til þess ráðs að tilkynna hækkun launataxta einhliða, t.d. um 5.000 kr., fljótlega eftir ára- mót, með sama hætti og vinnuveit- endur hefðu einhliða breytt kjara- samningum með hækkun desember- uppbótar, þrátt fyrir að hafa' komist að þeirri niðurstöðu að engar forsend- ur væru fyrir uppsögn samninga. „Það var viðurkennd aðferð hér á árum áður að auglýsa taxta. Ég tel það ekki fráleita leið miðað við gang þessara mála. Þessi aðferð var við lýði í verkalýðshreyfíngunni áður fyrr þegar hún var baráttutæki fyrir Morgunblaðið/Kristinn BJORN Bergsson, lögmaður verkalýðsfélagsins Baldurs, kynnir sér dómsniðurstöðu Félagsdóms í gær. verkafólk. Nú virðist þetta bara orðið lognmolla og miðjumoð og sérfræð- ingaveldi sem segir okkur að fólk eigi að lifa af 50-60 þúsund króna mánað- arlaunum," sagði Pétur. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, Bjöm Snæbjöms- son, formaður Einingar, og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segja að þessi félög muni halda uppsögnum kjarasamninga til streitu og láta reyna á þær fyrir Félagsdómi, þrátt fyrir þessa dómsniðurstöðu. Þeir eru sammála um að ekki komi til greina að semja aftur um sameiginlega launanefnd í kjarasamningum. Stefndi greiði 100 þús. kr. málskostnað í dómsorði Félagsdóms segir að stefnda, þ.e. ASÍ, fyrir hönd Verka- mannasambands íslands vegna Bald- urs, sé gert að greiða stefnanda, Vinnuveitendasambandi íslands fyrir hönd Vinnuveitendafélags Vestfjarða, 100.000 kr. málskostnað. „Málsaðilar eru sammála um að launanefnd hafi verið bær til þess að leggja á það mat, hvort forsendur þær, sem til- greindar eru í 16. gr. kjarasamnings frá 21. febrúar 1995, hafí staðist. Þegar litið er til þess hlutverks launa- nefndar að meta samningsforsendur, sbr. 16. og 17. gr. kjarasamningsins, þá þykir ekki unnt að fallast á það með stefnda, að hann geti á sitt ein- dæmi metið, hvort samningsforsendur hafi staðist," segir í niðurstöðum dómsins. Dómurinn kemur Þórarni V. Þór- arinssyni, framkvæmdastjóra VSÍ, ekki á óvart. „Þama er staðfest að það hafí verið verkefni launanefndar, eins og um var samið, að meta hvort forsendur samninga hefðu staðist," sagði hann. Þórarinn sagði að sér virt- ist dómurinn stefnumarkandi fyrir önnur félög sem sagt hafa upp samn- ingum og stefnt hefur verið fyrir Fé- lagsdóm. Þau verði nú að meta hvort þau telji ástæðu til að flytja mál sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.