Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Jóhannes- son var fædd- ur að Gauksstöð- um í Garði 30. des- ember 1916 og lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 10. desember 1995. Foreldrar Jóns voru þau Helga Þorsteinsdóttir og Jóhannes Jónsson útvegsbóndi á Gauksstöðum. Jón var þriðja barn þeirra hjóna i röð 14 systkina, en nú eru aðeins 6 á lífi. Útför Jóns fer fram frá Út- skálakirkju Garði laugardag- inn 16. desember kl. 11. ÞAÐ er stutt stórra högga á milli hjá okkur systkinunum frá Gauks- stöðum í Garði. Hinn 10. desember sl. lést Jón bróðir okkar að Hrafn- istu í Hafnarfirði, og er þar með þriðji bróðir okkar sem kveður * þennan heim sl. fímm mánuði, en hinir voru Þorsteinn og Einar. Jón var fæddur á Gauksstöðum 30. desember 1916 og var þriðja barn í röð 14 systkina. Hann var hið mannvænlegasta barn og þrosk- aðist vel, en aðeihs tveggja ára fékk hann hina svokölluðu spænsku veiki sem heijaði þá á íslandi og bar aldr- ei sitt barr eftir það. Líkamlega var hann stór og hraustur en af völdum veikinnar náði hann ekki andlegum þroska og átti m.a. mjög erfitt um mál. Þrátt fyrir þessá fötlun lagði hann sitt af mörkum við þau störf sem til féllu við útgerð og búskap. Nonni, eins og hann var alltaf kall- aður, var mikill barnavinur og hændust börn mjög að honum. Hann hafði einnig einstakt lag á að umgangast dýr og var alveg aðdáunarvert hve gott hann átti með að vingast við þau. Til dæmis um það má geta þess að á Gauks- stöðum var hestur sem kallaður var Rauður, hálfgerður gallagripur, sem allir áttu erfítt með að nota nema Nonni, honum hlýddi hann í einu og öllu. Á meðan foreldrar okkar voru á lífí átti Nonni heima á Gauksstöð- irm, en þegar þau féllu frá annaðist Þorsteinn bróðir og fjölskylda hans hann, þangað við fyrir 8 árum þeg- ar astmaveikin fór versnandi þá fékk hann með góðra manna hjálp vist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafn- arfírði. Sú umhyggja og velvild sem hann naut þar verður aldrei fullþökkuð og viljum við systkinin sérstaklega færa öllu því fóíki sem veitti honum þessa frábæru þjónustu okkar inni- íegasta þakklæti. Ennfremur viljum við þakka starfsfólki á Vífílsstöðum fyrir góða aðstoð við Nonna en þangað þurfti hann oft að leita vegna veikinda sinna. Nú þegar leiðir skiljast er margs áð minnast úr stórum systkinahópi, og eftir langa ævi, en það kemur að því að leiðir skiljast og að lokum munum við öll sameinast á ný. Á kveðjustund vil ég, Nonni minn, þakka þér langa og góða samfylgd og ég er þess fullviss að það verður vel tekið á móti þér á grænum grundum fyrirheitna landsins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gísli Jóhannesson. Þegar ég renni huganum yfír æskuár mín og uppeldi verður nafn Nonna þar efst á blaði. Af honum hafði ég dagleg kynni í hálfa öld vegna nálægðar heimila okkar, það var skóli sem ég hefði ekki viljað vera án. Líkt og jólaljósin kvikna ~nú í skammdeginu, svo ört fæddust börn afa míns og ömmu á Gauks- stöðum í byijun þessar- ar aldar. Nonni í birtu jóla þ. 30. desember 1916, sannkallað jóla- bam. Ég var ekki há í lofti þegar mér var kennt að virða þennan frænda minn á sama hátt og aðra, þó framkoma hans væri svolítið öðruvisi. Einhvern tímann á fyrstu mánuðum ævi sinnar veiktist hann af heilahimnubólgu, sem leiddi til þess að hann náði aldrei tökum á venjulegu mannamáli þrátt fyrir stöðuga viðleitni foreldra hans til að bæta þar um með þekktum að- ferðum þeira tíma. Að öðru leyti var hann venjulegt barn síns tíma, tók virkan þátt í heimilisstörfum og atvinnulífí með foreldrum sínum og systkinum. Best undi hann sér við innistörf með mömmu sinni, sem af eðlislægri alúð og kærleika lagði sig fram við að kenna honum það sem hægt var og líklegt yrði til að bæta fyrir málheltið. Þessi sam- vinna þeirra hefur eflaust átt sinn þátt í að móta persónu Nonna, t.d. hvernig hann lét sér annt um þá sem voru minnimáttar og barngóð- ur var hann. Hann var nefnilega miklu greindari en almennt var tal- ið, sömuleiðis miklu skemmtilegri. Þakklátur var hann þeim sem vel gerðu honum, sem voru flestir. Annað var ekki hægt. Þakklæti sitt tjáði hann með einlægu brosi og þéttu handtaki, það var hans aðferð og hreint ekki síðri en hástemmd ræða með orðagjálfri. Mannglöggur var hann og nokkuð fastheldinn á skoðanir sínar, en hafði sem fæst orð um af eðlilegum ástæðum. Ég og böyn mín erum þakklát fyrir þann tíma sem við vorum sam- ferða þessum góða manni. Helga Jóhanna Þorsteinsdóttir. Jón Jóhannesson var þriðji í röð- inni í hópi fjórtán barna sæmdar- hjónanna Helgu Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum í Garði og Jóhannesar Jónssonar útvegsbónda á Gauks- stöðum í Garði. Á æskuheimili Jóns var lífsbar- áttan háð sjósókn og verkun sjávar- afla, en auk útgerðar var stundaður búskapur til heimilisþarfa. Á fjöl- mennu heimili stýrði húsmóðirin bústörfum og fískverkun í fjarvist- um bónda síns, sem sótti sjóinn og stjórnaði síðan útgerðinni í landi eftir að synimir tóku við skipstjórn á aflaskipinu mb. Jóni Finnssyni. Á Gauksstöðum var útgerð, fiskverk- un og búskapur rekinn af ráðdeild- arsemi, hagsýni og einstakri skil- vísi. Systkinin tóku öll mikinn þátt í þessum störfum, þótt eðlilega hafi hvílt mest á þeim elstu. Fyrir sam- stillt átak foreldra og bama var bú og útgerð á Gauksstöðum til fyrir- myndar. Tólf systkinanna komust á legg, en tvö létust ungbörn. Elsti bróðir- inn, Þorsteinn á Reynisstað í Garði, sem tók við skipstjórn af föður sín- um og stjórnaði síðar með honum útgerðinni, lést í júní á þessu ári, en yngsti bróðirinn, Einar, sem búsettur var á Blönduósi síðustu árin, mikill hagleiksmaður og þús- undþjalasmiður, andaðist í síðasta mánuði. Stórt er því höggvið í systkinahópinn á skömmum tíma. Á öðru aldursári fékk Jón spönsku veikina og í kjölfarið heila- himnubólgu, sem skerti andlegan þroska hans. En barnslundin var alltaf ósködduð, hrekklaus og ein- læg, þótt geta til lærdóms og tján- ingar með hinu talaða orði væri skert. Með látbragði og takmörkuð- um orðaforða sínum gekk Jóni allt- af undravel að tjá sig og segja frá því, sem hann hafði heyrt eða upp- lifað. Undir stjórn og handleiðslu foreldra og systkina gekk Jón að öllum daglegum störfum á Gauks- stöðum, jafnt fískverkun sem bú- skap og í gamla Garðinum, þar sem Gauksstaðir voru höfuðból, þekkti Jón flesta ef ekki alla sem þar bjuggu og var allra hugljúfi. Þá var Jón sérstaklega hændur að börnum, sannkölluð barnagæla, og í hópi systkinabarnanna og síðar barn- anna þeirra átti hann margar gleði- stundimar. Síðustu æviárin dvaldi Jón á Hrafnistu í Hafnarfirði og vegna veikinda í lungum átti' hann einnig oft dvöl á Vífilsstöðum. Starfsfólk þessara stofnapa á þakkir skildar fyrir alla þá hlýju og umhyggju, sem það sýndi Jóni. Jón vissi að það dró að leiðarlok- um og að handan móðunnar miklu biðu hans mamma og pabbi. Hann kveið því engu. Sjálfur lærði ég meira í mannlegum samskiptum af kynnum mínum við mág minn en margan annan og við Sigurlaug og börnin okkar kveðjum Nonna í hug- Ijúfri minningu. Jón G. Tómasson. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó, í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm og sumir verða alltaí lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan prð og sameinar með töfmm loft og jörð. Þessar ljóðlínur úr Kvæðinu um fuglana eftir Davíð Stefánsson komu upp í huga mér við skyndilegt frá- fall Jóns Jóhannessonar eða Nonna eins og hann var ávallt kallaður. I huga mér ríkir sorg og söknuður og vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Á okkar heimilj^ var hann kallaður Nonni „stóri“ til aðgreining- ar frá syni okkar sem nefndur var í höfuðið á honum. Og stór var hann þótt veraldlegir mælikvarðar segi annað. Hann safnaði ekki í digra sjóði né gat státað af mörgu því sem við mennirnir teljum mikilvægt. Nonni var stór í sjálfum sér. Hann var einlægur, hjartahlýr og góður. Nonni var fæddur á Gauksstöðum í Garði og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Ég kynntist honum er ég giftist Jóhannesi bróður hans og fann fljótt hve stóran sess hann skip- aði í hjarta hans. í árum talið var Nonni eldri en Jói en vegna fötlunar sinnar var hann sem litli bróðir hans alla ævi sína. Hann fæddist heil- brigður og svo myndarlegt barn var hann að Ijósmóðirin sem tók á móti honum hafði orð á því en hún hafði tekið á móti fjölda barna. Þegar hann var um tveggja ára aldur veikt- ist hann af spönsku veikinni og lá milli heims og helju um nokkurn tíma. Hann náði sér en varð aldrei fullkomlega heill eftir veikindin. Hugur hans hafði beðið skaða og hann náði ekki fullum vitsmunaleg- um þroska. Hann var sem lítið barn alla ævi. Gæfa hans fólst í því að alast upp við kærleika og hlýju foreldra sinna og systkina. Hann fékk þá um- hyggju og aðstoð sem hann þurfti en úrræði voru fá á þeim tíma. Hann lærði til dæmis táknmál og notaði það óspart með orðum en ekki naut hann skólagöngu né sérstakrar þjálf- unar að öðru leyti. Stundum velti maður því fyrir sér hvernig líf hans hefði orðið með þeim úrræðum sem til eru í dag. Því hann hafði greini- lega burði til þess að læra ýmislegt. Hann lærði til dæmis nokkra stafi og tengdi þá við nöfn fólks sem var honum náið. Hann lærði líka fljótt um gildi peninga. Hann hafði gaman af að eiga peninga og bað oft um aura. Glaður var hann þegar fólk gaukaði að honum seðlum og notaði hann peningana til þess að kaupa sér sælgæti, oftast súkkulaði og bijóstsykur. Sömuleiðis var hann minnugur og hafði gaman af að rifja upp liðin atvik. Stundum skemmtu þeir bræðurnir sér við að rifja upp liðna tíð er Nonni dvaldi hjá okkur. Oftast voru það sögur af einhveij- um skammarstrikum sem voru ljós- lifandi í minningu Nonna. Sagan af því hvernig hann bjargaði yngri bræðrum sínum úr kartöflugeymsl- unni, þar sem þeir voru vegna ein- hverra skammarstrika, var oft rifjuð upp. Mundi Nonni vel eftir því hve þeir hefðu verið óþekkir en gat þó ekki annað en vorkennt bræðrum sínum því hann hafði svo hlýtt hjarta. Hann var hjartahlýr og ein- staklega barngóður. Hafði hann gaman af börnum og hampaði þeim oft í kjöltu sinni og lék við þau. Börnin mín eiga margar góðar minn- ingar um Nonna sem dvaldi stundum á heimili okkar um stundarsakir. Þó var það ekki fyrr en á seinni árum hans sem hann var meira en dags- stund. Nonni var nefnilega svo tengdur foreldrum sínum og sérstak- lega móður sinni að aldrei vildi hann sofa anijars staðar en heima hjá þeim. Eftir lát þeirra bjó hann í skjóli elsta bróður síns, Þorsteins, og með tímanum treysti hann sér'til að vera annars staðar yfir nótt. Kom hann stundum til okkar og dvaldi nokkra daga. Þessar heimsóknir voru kær- komnar og gáfu okkur mikið. Hann hjálpaði mér við heimilisverkin og agaði börnin ef þess þurfti og báru þau mikla virðingu fyrir honum. Nonni átti líka sínar erfiðu stundir og ekki lá alltaf vel á honum. Hann gat verið þijóskur og fastur fyrir ef hann tók eitthvað í sig og stund- um var erfítt að gera honum til geðs. Þær stundir voru þó fleiri þar sem góða skapið hans fékk að njóta sín og hann gat hlegið mikið, stund- um svo að tárin komu fram í augun. Gerðist það oft er þeir bræður rifj- uðu upp bernskubrekin. Hann saknaði bernskuáranna enda var hann ávallt bam þó gam- all væri orðinn. Án efa hefur stund- um verið erfitt fyrir hann að fylgj- ast með systkinum sínum breytast í fullorðið fólk með öllu sem því fylg- ir og síðar börnum þeirra og barna- börnum. Þess vegna var bernskan svo mikilvæg. Þar var hann jafningi þeirra sem næstir honum stóðu og þau voru öll til staðar sem skipuðu svo stóran sess í lífi hans. Árin með öllum breytingunum voru orðin mörg og bara á þessu ári missti hann tvo bræður, þá Þorstein og Einar. Enda talaði hann mikið um dauðann þegar við hittum hann síðustu vikurnar. Þá taldi hann upp með þunga í rödd- unni þau úr fjölskyldunni sem látin eru. Og þegar Jói spurði hann hvað hann dreymdi á næturnar þá svar- aði hann alltaf: „Mömmu og pabba.“ Það er eins og hann hafi verið undir- búinn undir för sína úr þessum heimi. Hann hné niður við morgunverð- arborðið á Hrafnistu þar sem hann dvaldist síðustu árin við frábæra umönnun. Á fólkið þar heiður skilið fyrir að búa honum heimili þar sem honum leið vel og átti góðar stund- ir. Alla ævi hafði hann verið umvaf- inn ást og kærleika. Hann dó einnig í skjóli kærleiksríks fólks og Nonni vissi að foreldrar hans biðu með opinn faðminn og víst er að þar verða fagnaðarfundir. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fapa englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Ásdis Óskarsdóttir. Á þessari kveðjustundu bijótast margar hálfgleymdar minningar fram úr hugskotinu, allar eru þær bjartar og góðar og fylla hugann þakklæti fyrir að hafa fengið að al- ast upp með þeim ljúfa dreng sem nú er farinn heim. Flestar æsku- minningarnar eru tengdar honum og nú þegar við kveðjum hann, er eins og síðustu tengslin við æskuár- in á Gaukstaðatorfunni séu að rofna. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp með honum Nonna, því hann var sterkur per- sónuleiki sem kenndi okkur svo ótal margt og skilur eftir sig ómetanleg- an arf. Þegar Nonni var á þriðja ári fékk hann spönsku veikina og heila- himnubólgu og eftir það varð hann ekki samur. Þroski hans varð annar en jafnaldra hans og_ hann átti ekki samleið með öllum. Á þessum árum var þjóðlífsmunstrið annað en nú er og ráðgjöf, sérkennsla og þroska- hjálp óþekkt fyrirbæri. Nonni ólst JÓN JÓHANNESSON því upp heima með fjölskyldu sinni og lærði þar það sem geta hans leyfði, án utanaðkomandi aðstoðar, en einhverntíma á yngri árum var hann um tíma í Málleysingjaskólan- um og þar lærði hann töluvert í fingramáli, sem hann nýtti sér síðar á ævinni. Hann naut þess að eiga góða og umhyggjusama foreldra og stóran systkinahóp, sem öll hjálpuð- ust að við að gera líf hans eins gott og auðið var. Sérstaklega var móðir hans styrkasta stoðin og við fráfall hennar missti Nonni mikið. Hann Nonni var alveg einstakur og það verður aldrei til neinn eins og hann. Hann var yndislegur og hlýr drengur sem gaf svo mikið, öll- um sem voru honum samferða. Hann átti líka sterkan vilja og skap sem honum tókst ekki alltaf að hemja, en hann var aldrei lengi reiður og alltaf var faðmlagið hlýtt á eftir og tárin hans voru ekta. Hann var að flestu leyti lítið barn í þroskuðum líkama, en greind hans og kímnigáfa gerðu honum lífíð auðveidara þegar á reyndi. Nonni átti auðvelt með að eignast vini, honum þótti vænt um fólk og allir voru honum góðir. Fjölskyldan umvafði hann líka ástúð og kærleika og hann kunni vel að meta heim- sóknirnar, bíltúrana og hundraðkall- ana sem vinirnir veittu honum svo fúslega. Síðustu árin voru Nonna erfíð. Heilsu hans hrakaði og hann missti kæra ástvini og bar sáran harm í hjarta sínu þeirra vegna, nú síðast tvo bræður sína á þessu ári. Hann trúði því að hjá Guði væri gott að sofa, þá myndi hann hætta að finna til og þar myndi hann líka hitta pabba og mömmu, öll systkinin og vinina sem voru farin. Við gleðjumst yfir því að hann hefur nú fengið hvíld og frið og þökkum af hjarta samfylgdina. Guð blessi góða drenginn okkar og minningu hans. Mæðgurnar á Reynistað. Jón Jóhannesson lést að morgni sunnudagsins 10. desember síðast- liðinn. Hann var 79 ára að aldri og þó hann hafí verið sjúklingur alla sína ævi þá kom fregnin um lát hans okkur öllum að óvörum. Jón, eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður, var þriðja barn Jóhannesar og Helgu á Gauksstöðum en alls voru systkinin 14.' Nonni veiktist þegar hann var um tveggja ára aldur og varð upp frá því mikill sjúklingur, þannig að hann hætti að þroskast andlega og var alla ævi sína eins og lítið barn í hugsun. Hann bjó mestalla sína tíð á Gauksstöðum en síðustu árin dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnar- firði. Meðan hann var ungur og hafði líkamlega heilsu vann hann í físki hjá föður sínum og síðar bræðrum sínum. Það er erfitt að lýsa Nonna fyrir þeim sem ekki þekktu hann, hann var um rnargt alveg sérstakur persónuleiki. Nonni var einstaklega barngóður og lét í Ijós skoðanir sín- ar og tilfínningar umbúðalaust. Vegna veikinda sinna gat Nonni aldrei talað eins og annað fólk en þeir sem umgengust hann lærðu fljótt að skilja hann. Nonni kom oft í heimsókn og sýndi hann okkur þá alltaf nýjustu ljósmyndirnar sínar sem hann safnaði og bar alltaf á sér. Hann sendi gjarnan einhvern krakkann út í sjoppu að kaupa súkk- ulaði og gaf hann síðan öllum af miklu örlæti. Þegar foreldrar Nonna voru látin tók fjölskyldan á Reynisstað við umsjá hans og eiga þau öll bestu þakkir skildar fyrir þá ást og um- hyggju sem þau sýndu Nonna alla tíð. Einnig viljum við þakka starfs- fólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir sérstaklega góða umönnun en Nonna leið alltaf vel þar. Nú þegar Nonni er farinn í sína hinstu ferð að hitta mömmu og pabba og systk- inin, sem hann saknaði svo mikið, þá viljum við þakka Nonna fyrir allt það sem hann kenndi okkur, að vera þakklát fyrir það sem við höfum, að vera hreinskilin og síðast en ekki síst að rækta fjölskylduböndin. Öllum aðstandendum viljum við færa okkar innilegustu samúðarósk- ir. Guð veri með þér elsku Nonni. Fjölskyldan Austurbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.