Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON + Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. des- ember sl. Foreldrar hans voru Kristófer Kristjánsson frá Köldukinn, f. 6.6. 1885, d. 7.7. 1964, og kona hans, Dóm- hildur Jóhannsdótt- ir, f. á Skúfsstöðum 28.6. 1967. Systkini Sverris eru: 1) Skafti, f. 4.3. 1913, fyrrv. bóndi í Hnjúkahlíð. 2) Jóna, f. 20.4. 1918, iðjuþjálfi í Reykjavík. 3) Þórhallur S.D. Traustason (hálfbróðir), f. 9.5. 1908, bóndi að Tumabrekku I Oslandshlíð. Eftirlifandi kona Sverris er Elísabet Þórunn Sig- urgeirsdóttir, f. á ísafirði 23.9. 1926. Börn Elísabetar og Sverris: 1) Kristófer Sverrir, kvæntur Önnu Guðrúnu Vig- fúsdóttur. Þau eiga einn son. 2) Hildur Björg, gift Birni Búa Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. 3) d. 6.9. 1995. Hann lét eftir sig fjögur börn. 4) Jón, sambýliskona Jóhanna Harðar- dóttir. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 5) Sverrir Sumarliði, _ sambýlis- kona Júlía Björk Arnadóttir. Þau eiga eina dóttur. Barnaböm eru 12. Langafaböra eru fimm. Útför Sverris fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. GÓÐUR drengur, sem lengi setti svip sinn á Blönduósbæ, er geng- inn, Jóhann Sverrir Kristófersson, fyrrverandi flugvallarvörður og hreppstjóri. Sverrir, en svo hét hann í huga okkar, vina hans, unni heimahögum sínum mjög. Hann var fæddur á Blönduósi, bjó þar allan sinn aldur og þar verður hann bor- inn til grafar í dag, umvafinn hlý- hug og virðingu samborgara sinna. Sverrir lauk barna- og unglinga- prófum, sem tíðkuðust á uppeldis- árum hans, en var í raun íjölmennt- aður, víðsýnn og umfram allt skemmtilegur einstaklingur, sem gaman var að kynnast og eiga orða- stað við. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Húnvetninga árið 1942. Vann lengst af við bifreiðarakstur, bæði innanhéraðs og við vöruflutninga milli Blönduóss og Reykjavíkur, eða allt tjl ársins 1956, en síðan við verzlunarstörf til ársins 1969. Hreppstjóri Blönduósinga var Sverrir í rúm 20 ár, 1965 til 1986, og umboðsmaður skattstjóra á sama tíma. Sverrir starfaði sem umsjónarmaður flugvallarins á Blönduósi í u.þ.b. aldarfjórðung, frá 1965 talið, og var umboðsmaður Flugsýnar hf. og Vængja hf. um árabil. Hann var einnig lengi um- boðsmaður Happdrættis Háskóla íslands á Blönduósi. Sverrir tók virkan þátt í félags- málum Blönduósinga meðan honum entust starfskraftar. Hann sat um árabil í stjórn Slysavamafélagsins Blöndu á Blönduósi. Hann var einn af stofnendum Húnaflugs hf. 1965 og formaður þess um sinn. Sverrir Kristófersson var hvers manns hugljúfi. Hann var góðviljað- ur og greiðvikinn og lét hvarvetna gott af sér leiða. Aldrei heyrði ég hann hallmæla einum eða neinum. Þvert á móti tók hann gjaman málstað þeirra, sem áttu undir högg að sækja. Hann sló gjaman á hinar léttari nótur og erfitt var að verjast brosi þegar honum tókst vel upp, sem oft var. Og sól var í sinni þeg- ar harmoníkan lék í höndum hans. Margur Norðlendingurinn hefur stigið í vænginn við hið ljósa man við tónaflóð frá nikkunni hans. Maður af gerð Sverris svila míns þarf ekki að kvíða uppskeru, sem ræðst af því, hvemig til var sáð. Hann á örugglega góða heimkomu. Og einhvem veginn verður það ferðalag, sem okkar allra bíður, auðveldara í huga okkar, þegar handan landamæranna bíða vinir í varpa með persónuleika Sverris Kristóferssonar. Við Gerða sendum öllum að- standendum Sverris samúðar- og vinarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Elsku afi, það er svo tómlegt að hafa þig ekki lengur héma hjá okk- ur. En við vitum að nú líður þér vel og að þú ert kominn til hans Silla frænda. Eftir sitjum við með tár í augum og sorg í hjarta og hugsum um allt það sem við gerðum saman. Þú varst alltaf svo góður + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ALFREÐS BÚASONAR, Kleppsvegi 2. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarfólki á gjör- gæsludeild Borgarspítala. Hrefna Jónsdóttir, Agnar Búi Alfreðsson, Elsa H. Alfreðsdóttir, Erlingur Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, KRISTÍNAR SIGTRYGGSDÓTTUR. Sigtryggur Guðmundsson, Jórunn Thorlacius, HólmfrfðurGuðmundsdóttir, Gylfi Hinriksson, Hanna Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Björn Jóhannesson, Guðmundur Ólafsson, barnabörn, barnabarnabörn, Guðrún Sigtryggsdóttir. við okkur, elsku afi, og alltaf vorum við velkomnar til þín og ömmu.. Minningarnar eru margar og þær munum við alltaf varðveita í hjarta okkar. Takk fyrir allt, elsku afi, við munum aldrei gleyma þér. Guð geymi þig, elsku afi. Þínar afastelpur, Rakel Ýr og Rebekka Ýr Jónsdætur. Elsku afi, nú ert þú líka fallinn frá. Þú varst búinn að vera veikur svo þú vissir ekki af því þegar pabbi dó. Ég var því fegin, en nú verður þú sá fyrsti sem fær að hitta hann aftur, og ég gleðst yfir því. Ömmu, Kristófer, Hildi, Jóni og Sverri samhryggist ég innilega á þessu erfíða ári. En það koma önn- ur ár og vonandi verður þetta ár bara til þess að minna okkur á allt sem vel fer. Elsku afí, ég vona að þér líði nú vel í ljósinu hjá Guði vini mínum. Njóttu heill. Olöf Ragna Sigurgeirsdóttir. Kveðja frá dótturbörnum Seljahverfið í Reykjavík, upp úr miðjum áttunda áratugnum, með sínum nýbyggðu og hálfbyggðu húsum, húsagrunnum, byggingar- tækjum og móum og mýrum allt í kring, var sannkallað ævintýraland fyrir þá sem þar slitu barnsskónum. Við systkinin vorum í þeim hópi og það var því ekki auðsótt að fá okk- ur í heimsóknir sem kostuðu hlé frá könnun ævintýralandsins. En væri minnst á að til stæði að fara norður á Blönduós var annað viðkvæði. Þar voru nefnilega amma og afí sem átti að sækja heim. Tíminn er oft lengi að líða þegar börn eiga von á einhveiju góðu og okkur þótti leiðin norður yfir heiðar því í lengra lagi. Þegar komið var yfír Holtavörðuheiði var það mikið metnaðarmál að vera fyrstur til að eygja rauðan Moskovitch og seinna rauða Lödu sem kom á móti okkur með afa undir stýri. Ekki var það minni upphefð að fá að sitja í hjá afa heim á Húnabrautina. Afí þekkti þessa leið eins og lóf- ann á sér enda ók hann flutninga- bíl milli Reykjavíkur og Blönduóss um árabil. Það var alltaf jafn for- vitnilegt og spennandi að koma inn á hreppstjóraskrifstofuna í húsi afa og ömmu, þar sem pípu- og vindla- reykurinn liðaðist um loftið og happ- drættismiðar voru seldir og málverk og útsaumur úr sveitinni í kring fékk viðeigandi innrömmun. Ekki voru síðri ferðimar á flugvöllinn við Blönduós sem afí hafði umsjón með. Þar fengum við systkinin okkar fyrstu tilsögn í bifreiðaakstri hjá einum reyndasta bílstjóra landsins. En fyrst og og fremst voru sam- verustundirnar með afa trygging fyrir endalausum hlátri. Sumir hafa nefnilega þá náðargáfu að geta skemmt sjálfum sér með því að skemmta öðrum. Þessu kynntust einnig makar og vinir okkar eldri systkinanna þegar við áttum leið um Blönduós hin síðari ár. Afi hef- ur nú kvatt okkur eftir erfið veik- indi og lagt í síðustu ferðina. Við systkinin höfum þar með farið okk- ar síðustu ferð norður í land með þá sérstöku eftirvæntingu sem fylgdi því að hitta þennan kæra vin. Glúmur Jón, Ellisif Katrín og Soffía Hlín. Bernskuárin sitja lengi í minni, líklega hvað lengst allra æviskeiða. Bezti leikbróðir minn frá þeim árum var að kveðja jarðlífið. Fullu nafni hét hann Jóhann Sverrir Kristófersson, fæddur á Blönduósi, ólst þar upp, starfaði þar og dó. Á þeim stað þekkti hann hver maður um áratuga skeið og þá undir síðara skírnarnafni og hvern mann þekkti hann í plássinu. Hann var hreppstjóri Blönduósinga árum saman og hann var líka flug- vallarstjóri Húnvetninga langa hríð. KRISTJAN G. HÁKONARSON Kristján G. Há- konarson var fæddur á Rauð- kollsstöðum, Snæ- fellsnesi, 6. maí 1921. Hann lést á heimili sínu, Þorra- götu 5, Reykjavík, 5. desember síðast- liðinn. Foreldrar Kristjáns voru Há- kon Kristjánsson, bóndi að Rauðkolls- stöðum, og Elisabet Jónsdóttir, hús- freyja. Systkini Kristjáns: Jóhann, f. 1919, d. 1980; Valtýr, f. 1923; Guðbjörg, f. 1925. Árið 1950 kvæntist Kristján eftirlifandi eiginkonu sinni, Snjáfríði Sigurjóns- dóttur, f. 1922, hús- móður, frá Dýra- firði. Dætur þeirra tvær eru: Sigrún hjúkrunarfræðing- ur, f. 1953, hennar maður Sveinbjörn Jónsson, verkfræð- ingur, og eiga þau þijár dætur; Erna, sjúkraþjálfari, f. 1956, eiginmaður hennar Isleifur ÓI- afsson, Iæknir, og eiga þau þrjú börn. Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 13. desember. KRISTJÁN Hákonarson útvarps- virki er dáinn. Hann lést skyndilega á heimili sínu að morgni 5. desem- ber síðastliðins og var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Kristján fæddist að Rauðkolls- stöðum í Hnappadalssýslu árið 1921 og var næstelstur 4 systkina. Hann ólst upp á Rauðkollsstöðum til 15 ára aldurs, en fór þá til náms til Reykjavíkur og bjó hjá ættmenn- um sínum. Foreldrar Kristjáns brugðu búi 1946 og fluttu til Reykjavíkur. Við þann fiutning sameinaðist fjölskyldan á nýjan Ieik. Eftir gagnfræðapróf fór Krist- ján í Samvinnuskólann og nam síð- an útvarpsvirkjun. Að loknu því námi vann hann á viðgerðarstofu Ríkisútvarpsins. 1950 kvæntist Kristján Snjáfríði Siguijónsdóttur og stofnuðu þau sitt heimili í Reykjavík. Á komandi árum sótti hann fjölda námskeiða sem veittu honum ýmis starfsréttindi á tækni- sviði. 1953 tók hann við starfi sem stöðvarstjóri við endurvarpsstöðina í Hornafirði og fluttu þau hjónin til Hafnar með nýfædda dóttur sína, Sigrúnu. Kristján og Fríða bjuggu á Höfn í alls 5 ár. Þar eignuðust þau yngri dóttur sína, Ernu, 1956. Árið 1958 bauðst Kristjáni starf við útvarpsstöðina á Vatnsenda. Fjöl- skyldan flutti þá aftur til Reykjavík- ur í nýja íbúð á Hjarðarhaga. Krist- ján vann sem tæknimaður í vakta- vinnu við útvarpsstöðina allt til starfsloka 1992. Fyrir tæpu ári fluttu Kristján og Fríða í fallega íbúð við Þorragötu með góðu útsýni yfír Skerjafjörðinn og vel staðsetta með tilliti til gönguferða um Ægi- síðuna og Skeijafjörð. Ég kynntist Kristjáni, tengdapabba, fyrst fyrir 19 árum. Hann og Fríða tengdamamma tóku mér strax vel. Með árunum kynnt- ist ég betur og betur þeim mörgu kostum sem Kristján var gæddur. Hann var hæglátur, en virtist manni alltaf vera vel fyrirkallaður og í góðu skapi. Jafnvel í erfiðum veik- indum hélt hann sínu jafnaðargeði. Við mótlæti virtist hann byrgja mestu reiði sína með sér í stað þess Hann hafði mikinn áhuga á flug- samgöngum og vann ötullega á þeim vettvangi til hagsbóta fyrir sýslunga sína. Utan við þessi störf fékkst hann við innrömmun mynda, því að hann var hagleiksmaður. Kippti í kynið, því að faðir hans var útskurðarmeistari og kenndi drengjum handavinnu í barnaskól- anum, t.d. á mínum námsárum þar. Og tveir af sonum Sverris fást við trésmíðar. Sverrir kvæntist afbragðskonu frá ísafirði, Elísabetu Sigurgeirs- dóttur. Þau hjónin reistu sér mynd- arlegt hús á Ósnum í samvinnu við foreldra Sverris, eignuðust fimm börn, eina dóttur og fjóra syni. Einn sonanna andaðist í haust á miðjum aldri. Ég veit að frændi minn góður leyfði ekki af sér í lífsbaráttunni. Samt átti hann lengi óhægt um vik af heilsufarsástæðum. En ég fylgd- ist reyndar ekki rétt vel með ferli hans. Síðast hittumst við fyrir hálfu sjötta ári á niðjamóti afa okkar og ömmu, Kristófers Jónssonar og Önnu Árnadóttur, sem lengi bjuggu í Köldukinn á Ásum. Þar var fjöl- menni og dagurinn eftirminnilegur. En bernskan var samverutími okkar Sverris. Hús foreldra hans var mér sem annað heimili og þang- að sótti ég margan daginn. Þar undum við frændurnir við ýmiskon- ar leiki bæði innan húss og utan og komu fótboltinn og sleðinn mik- ið við sögu. Sverrir var léttur í lund og gam- ansamur, enda átti hann ekki langt að sækja þær lyndiseinkunnir. Fað- ir hans var. t.d. hvað mesta ljúf- menni, sem fyrirfannst, skipti naumast skapi. — Sverrir var yngst- ur þriggja systkina og hverfur þeirra fyrstur á braut. Ég votta Elísabetu og börnum þeirra Sverris innilega hluttekn- ingu, svo og tengdabörnum og barnabörnum, ennfremur Skafta og Jónu Sigríði. Baldur Pálmason. að gefa henni óhefta útrás. Hann fylgdist vel með dægurmálum og var vel heima í flestu sem varðaði land og þjóð, ekki síst á sviði stjórn- málanna hérlendis og erlendis. Auk þess að geta gert við flest tól og tæki þá hirti Kristján einstaklega vel um alla hluti og hélt röð og reglu á öllu. Til dæmis voru bílar hans alltaf í toppstandi þrátt fyrir að jafngamlir bílar sömu tegundar væru löngu komnir á haugana. Þá daga sem Kristján var ekki á vakt yfir fjarskiptabúnaði landsmanna uppi á Vatnsenda, mátti sjá hann ýmist á göngu um vesturbæinn, spilandi golf úti á Seltjarnarnesi, í sundi í Vesturbæjarlauginni eða á gönguskíðum innanbæjar eða upp til heiða. Á kvöldin var horft á sjón- varpsfréttirnar og síðan setið með dagblöðin og þau lesin í þaula yfir kaffibolla. Fyrir 10 mánuðum slasaðist Kristján í alvarlegu umferðarslysi og lá lengi á Borgarspítalanum og á Grensásdeild. Honum tókst með harðri þjálfun og viljastyrk að ná allgóðri heilsu eftir slysið. En því miður dugði sú heilsa honum ekki til að stunda eftirlætisíþróttina, golf, síðastliðið sumar. Andlegri heilsu hélt hann vel og sama dag og hann féll frá átti hann að mæta í spurningakeppni í útvarpinu. Megi minningin um Kristján lifa. Fríðu sendi ég dýpstu samúðar- kveðju. ísleifur Ólafsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur. Hvíl í friði. Helga, Hjördís og Hildur; Atli, Drífa og Ásrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.