Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 15 Skinna- iðnaður greiðir jólabónus FORS V ARSMENN Skinna- iðnaðar hf. á Akureyri hafa ákveðið að greiðastarfsfólki sínu sérstakan jólabónus til viðbótar við umsamda desem- beruppbót og er það gert í ljósi góðrar afkomu fyrirtæk- isins á árinu. Launaauki var einnig greiddur starfsfólki fyrir síðustu jól. Bjarni Jónasson, fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar vildi ekki gefa upp hversu háa upphæð væri um að ræða en sagði að þetta væru peningar sem starfsfólki munaði um. „Það hafa allir lagt sig fram til að ná sem bestum árangri á árinu og þetta er smá um- bun fyrir það,“ sagði Bjarni, Alls eru um 130 ársverk hjá Skinnaiðnaði og þar starfa um 140-150 manns. Jólasöngvar í Akur- eyrarkirkju JÓLASÖNGVAR Kórs Akur- eyrarkirkju verða annað kvöld, sunnudagskvöldið 17. desember í Akureyrarkirkju og heijast þeir kl. 20.30. A efnisskránni eru mótett- ur og aðventu og jólalög frá ýmsum tímum. Antonia He- vesi leikur með á orgel. Stjórnandi kórsins er Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður al- mennur safnaðarsöngur. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Leikhússljóri LA Trausti Olafsson ráðinn TRAUSTI Ólafsson leiklistar- fræðingur hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann er fæddur árið 1949 og lauk á þessu ári námi í leiklistarfræðum frá Osló- arháskóla. Hann er einnig lærður kennari og hefur B.A.próf í norsku frá Háskóla íslands. Hann var á árunum 1985-1989 skólasstjóri Hvammshlíðarskóla á Akur- eyri. Þá hefur hann fengist við blaðamennsku og ritstörf og var kynningarfulltrúi ís- lensku óperunnar 1992-1993. Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ UM helgina lýkur sýn- ingu Lárusar Hinrikssonar í Deiglunni, en hún var fram- lengd fram yfir helgi vegna góðrar aðsóknar. A sýning- unni eru 24 olíumálverk, myndir málaðar eftir ljóum sem komu nýlega út í bók hans, Bergmál tímans, brotið gler. Ungir drengir kveiktu óvart í sinu við áramótabálköst Litlu munaði að eldtungurnar næðu að Bárufelli „ÉG VAR heppin að vera ekki búin með jólahreingerninguna,“ sagði Alda Kristjánsdóttir í Báru- felli II, en ekki mátti miklu muna að eldur sem kom upp í sinu í fyrra- kvöld næði að heimili hennar. Ung- ir drengir höfðu verið að fikta með eld við áramótabálköst sem verið er að safna í á Bárufellsklöppum og vildi ekki betur til en svo að eldur varð laus og breiddist hann hratt út. Alda hefur búið í Bárufelli í 48 ár, hún er ekkja, en mágur hennar býr að Bárufelli I. „Ég er róleg að eðlisfari, en mér leist ekkert á blikuna, eldtungurnar náðu hér yfir allt því það var mjög hvasst,“ sagði Alda. Áramótabrenna hefur verið á Bárufellsklöppum í ára- tugi, „það hefur verið brenna þarna í um 30 ár held ég, og þá leggur reykinn oft hér yfir bæinn. Ég er með slæman asma og ég man að í eitt skiptið fannst mér ég nærri vera að kafna hérna inni í húsinu, stundum finnst mér ég ekki geta dregið andann," sagði Alda. „Ég myndi bara vilja láta banna brenn- una á þessum stað.“ Sót og reykur barst inn í bæinn og var Alda önnum kafin við að hreinsa til í gær. Fyrsta sinubrunaútkallið Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl. 21.40 í fyrrakvöld og fór tveir slökkvibílar þegar af stað með átta mönnum. „Við reyndum að puðra yfir þetta vatni, það var mikill eldur á staðnum og ég held við megum teljast heppnir að hafa ekki misst hann norður fyrir klöpp- ina en þá hefði húsið að Bárufellið verið í stórhættu," sagði Gunn- laugur Búi Sveinsson hjá Slökkvi- liði_ Akureyrar. Útkall slökkviliðsins í fýrrakvöld var það fyrsta á árinu þar sem um sinubruna er að ræða, en engin slík útköll voru í vor, snjór var yfir öllu fram eftir maímánuði og jörð kom græn undan honum. „Þetta var fyrsta sinuútkallið á árinu, það er auðvitað heldur óvanalegt," sagði Gunnlaugur Búi. Síðar sama kvöld, eða kl. 23.30, var slökkviliðið aftur kallað út, glóð hafði kraumað í gamalli síld- arnót sem var á svæðinu og stóð Morgunblaðið/Kristján JOHANN Ingi Gunnarsson og Garðar Þór Garðarsson voru að skoða sig um við áramótabrennuna í gærdag. Jóhann var í brennunefnd í fyrra, „en það hefur ekkert verið talað við mig núna,“ sagði hann. ALDA Kristjánsdóttir í úti- dyrunum í Bárufelli. hún í Ijósum logum þegar að var komið. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði að lögreglan veitti brennuleyfi, en slökkvilið hefði lokaorðið varðandi staðsetningu. Leyfi eru veitt með fyrirvara um breytingu ef vindátt þykir óhag- stæð. Ekki byija of snemma „Við kjósum heldur að fólk byrji ekki of snemma að draga saman rusl í brennurnar, það þarf ekki nema eitt rok og þá er það fokið út um allt,“ sagði Tómas Búi. Hann nefndi einnig að slökkviliðs- menn óskuðu eftir því að brennur væru ekki of stórar og þess gætt að setja ekkert í þær sem tekur langan tíma að brenna. Yfirlýsing Árna Bjarnasonar vegna ummæla Óla G. Jóhannssonar um Smuguveiðar Ohróður sem ekki er hægt að láta ósvarað ÁRNI Bjarnason, stýrimaður á Akureyrinni EA, hefur sent Morg- unblaðinu yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Óla G. Jóhannssonar í Akureyrarblaðinu í vikunni. Þar ræðir Oli um um- gengni íslenskra sjómanna í Smug- unni og segir m.a. að þar hafi fiski verið hent í sjóinn alveg mis- kunnarlaust. „Ég get ekki orða bundist vegna ummæla Óla G. Jóhannssonar í Akureyrarblaðinu þann 14. þessa mánaðar. Þar slær hann sig til riddara á kostnað sjómannastétt- arinnar með ömurlegum lýsingum á vanþroska okkar í umgengni um hafið, þar sem okkur er líkt við engisprettufaraldur - níðir hann okkur niður í skítinn. Óli hefur greinilega lært þrílið- una sína þegar hann var í skóla og virðist hafa notað þá reiknings- kúnst við þessar fráleitu lygar, sem hann síðan ber á borð fyrir alþjóð. M.ö.o. hefur hann reiknað út hversu mikið hans skip veiddi, þ.e.a.s. 100 tonn x 40 dagar eða 4.000 tonn. Síðan hversu mikið var unnið úr aflanum, þ.e.a.s. 30 tonn x 40 eða 1.200 tonn. Því hefur verið 2.800 tonnum á þessu eina skipi. Þessi útkoma x 50 togarar gefur okkur 140.000 tonn. Dálaglegur bingur það. Þess má geta að mesti afli ís- lensks togara í Smugunni í ár var rúm 2.000 tonn. Sérhveijum manni hlýtur að vera ljóst hvílíkur maka- laus þvættingur er hér á ferðinni. Mér dettur ekki í hug að láta óhróðri sem þessum um mig og mína skipsfélaga ósvarað. Þorri þeirra sem Smuguna sækja, fiska þar, sem annars staðar á þann eina hátt sem rökréttur er. Þ.e.a.s. fiska ekki meira en vinnslugeta skip- anna leyfir. Þó er það svo að í öll- um stéttum eru misjafnir sauðir og jafnvel geta leynst þar innan um algerir bjöllusauðir. Það á jafnt við um sjómenn og listamenn. Upp á vegg í stofunni minni hanga tvær ágætar myndir eftir Óla G. Þær heita „á fiskislóð" og „fagur fiskur úr sjó“. Bera þær höfundi fagurt vitni og gefa til kynna ótvíræða hæfileika til list- sköpunar. Því óska ég Óla velfarn- aðar á listabrautinni og vona að hann verði heppnari þar heldur en hann virðist hafa verið sem sjómaður," segir í yfirlýsingu Árna. Morjfunblaðið/Kristján Dönsuðu kringum jólatréð á Torginu NEMENDUR Barnaskóla Akureyrar hafa safnað leik- föngum sem þeir ætla að senda börnum í fyrrum Júgóslavíu. I gær gengu nemendur og kenn- arar fylktu liði frá skólanum niður á Ráðhústorg með pakk- ana, settu þá undir stóra jóla- tréð frá Randers, dönsuðu kringum tréð og sungu nokkur lög. Eftir það héldu þau aftur upp í skóla en pakkarnir voru sendir af stað til barnanna úti í heimi. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11.00, jólatré. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 17.00. Sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur setur sr. Svavar Alferð Jónsson inn í emb- ætti aðstoðarprests í Akureyrar- prestakalli, Áth. tímann. Jóla- söngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 20.00, Syngjum jólin inn. GLERÁRKRIKJA: Barnasam- koma verður kl. 11.00, síðasta samveran fyrir jól. Helgistund og jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 13.00. Blásarahópur frá Tónlist- arskólanum á Ákureyri leikur jólalög. Jólafundur æskulýðsfé- lagsins kl. 17.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: „Við syngjum jólin í garð“ á sun .udag kl. 17.00. Börn og unglingar sýna leikþætti. Kveikt á jólatrénu. H VÍT ASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks, Mike og Sheila Fitzgerald tala. Safnarðarsamkoma, brauðs- brotning kl. 11.00 á sunnudag. Vakningasamkoma kl. 15.30, Mike og Sheila tala á báðum samkomunum. Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudag, bænasam- koma kl. 20.30 á föstudag. HÚ SAVÍKURKIRKJA: Að- ventuhátíð bamanna kl. 11.00, börn sýna jólahelgileik, lesin verður jólasaga. Kyrrðar- og bænastund á jólaföstu kl. 21.00, aðventusálmar, hugvekja, tón- list, fyrirbænir. Verslunarhúsnæði til leigu Verslunarhúsnæði er til leigu í miðbæ Akureyrar. Húsnæðið, sem er ca 800 fm að grunnflatarmáli, er til leigu allt eða í minni einingum. Um langtímaleigu getur verið að ræða. Ahugasamir eru beðnir að senda nöfn sín, ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi og rýmisþörf, til afgreiðslu Mbl., merkt: V- 1193”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.