Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ísafjarðarbréf i. Árin 1876-9 gegndi langafi minn, séra Sigurður Gunnarsson (1848-1936), skólastjórastarfi við Barnaskóla Isaijarðar. Gáfu ísfirð- ingar honum forkunnarfagra borð- klukku við starfslok, er hann hélt austur í Fljótsdal að taka við prests- embætti að Ási í Fellum. Sr. Sigurður gaf foreldrum mín- utn klukku þessa í brúðargjöf 1923. Við andiát móður minnar 1962 féll klukka þessi í hlut greinarhöfundar (sjá mynd). II. Þann 30. júní 1915 voru háðar prestkosningar á ísafirði, þar sem sr. Þorvaldur Jónsson hafði látið af störfum. Sjö umsækjendur voru um embættið. Stuðningsmenn sr. Magnúsar Jónssonar, er þá gegndi prestsembætti í Görðum í Norður- Dakota, leituðu til afa míns, séra Haraldar Níeissonar, og báðu hann um álit sitt á sr. Magnúsi. Afí minn svaraði þeim með bréfi dags. 19. júní 1915. Hældi hann sr. Magnúsi mjög, en lauk bréfi sínu þannig: „Þessi ummæli er mér ljúft að gefa kærum lærisveini, þótt þér, en eigi hann, hafið æskt þeirra. En ég tek það fram að lokum, að lof um hann er eigi last um neinn hinna umsækj- endanna." Langafi minn, sr. Sigurður Gunn- arsson, sendi einnig stuðningsbréf með séra Magnúsi til |safjarðar, en þar segir hann m.a.: „Ég kysi ísfirð- ingum sem bestan prestinn, svo vel fóru þeir með mig forðum. En ef þér hafið fest hugann við annan nær þetta ekki lengra." Þótt sr. Magnús tæki ekki þátt í kosningabaráttunni á staðnum, þar sem hann dvaldi vestra, þá sigr- aði hann með yfirburðum, hlaut 468 atkvæði, en sr. Páll Sigurðsson, sem næstur varð, fékk 198 atkvæði. Sr. Magnúsi Jónssyni var veittur ísa- fjörður 15. júlí 1915. m. Enn rifjast upp dvöl ættmenna minna á ísafirði. Þann 9. mars 1895 ganga þau í hjónaband afasystir mín, Þuríður Níelsdóttir, og Páll Halldórsson síðar skólastjóri Stýri- rr\annaskólans í Reykjavík. Lang- amma mín, móðir Þuríðar, Sigríður Sveinsdóttir Níelssonar á Staða- stað, dvaldi hjá dóttur sinni á ísafirði, er hún átti von á sínu fyrsta barni. Átti Þuríður sveinbam þann 14. júní 1897, er hlaut nafnið Níels og varð hinn þjóðkunni læknir og vísindamaður Níels Dungal. Ólafía Kristín Ólafsdóttir frá Ósi í Bolung- arvík sagði mér frá kynnum sínum af Sigríði langömmu. Hafði lang- amma kastað fram vísu, er hún bragðaði í fyrsta sinn niðursoðna ávexti. Því miður nam ég ekki vís- una, en fróðlegt væri, ef einhver kynni hana fyrir vestan. Það er júníbyijun. árið 1937. Öxnadalsheiði er ófær bílum og ekki talin fær, fyrr en um miðjan júní, svo okkur Haraldi bróður halda engin bönd, norður í Mývatnssveit skyldum við komast sem allra fyrst, því þar beið okkar ævintýraheimur, sem engan átti sinn líkan. Því tókum við okkur far með Dronning Alexandrine, skipi Sam- einaða gufuskipafélagsins, D.F.D.S., á 2. farrými til Akur- eyrar. Viðkomustaðir voru m.a. ísa- fjfirður, Siglufjörður og Akureyri. Drottningin valt mikið og man ég eftir því, að fyrsta morguninn ætl- aði ég að þvo mér, en handlaugin var ýmist upp undir lofti eða niður við gólf. Því var ég óvanur, en tókst að lokum að þvo úr mér stírurnar. Eigi man ég gerla eftir ísafjarðar- dyölinni, sem líklegast hefur verið í'styttra lagi. Hornstrandir í tungls- ljósi eru ógleymanleg sjón, segir Leifur Sveinsson, sem rifjar hér upp ferðir sínar vestur á firði. v. í maí 1938 held ég einn norður til Akureyrar og að þessu sinni með Goðafossi á 1. farrými. Káetufélagi minn var Ólafur Th. Sveinsson eftir- litsmaður skipa. Báðu foreldrar mínir Ólaf að líta til með mér, þar sem ég var aðeins 10 ára. Goðafoss kom við á Patreksfirði, Þingeyri og Flateyri. Er til ísafjarðar kom, bauð Ólafur mér heim til bróður síns, Matthíasar, og er mér það heimili afar minnisstætt. Árni Matthíasson, þá ungur maður, sagði mér frá heimsókn 'sinni til Reykjavíkur, þar sem hann hafði farið í útsýnisflug með Flugfélagi íslands- fyrir 15 krónur. í þessari ferð heimsótti ég einnig frænku mína, Sigríði Hallgríms- dóttur Níelssonar, en maður henn- ar, Ludvig Guðmundsson skólastjóri Gagnfræðaskólans, var ekki heima. Nú kveðjum við ísafjörð, Goða- foss stefnir út Djúpið. Tígulega klæddur farþegi tekur þá um axlir mér, snýr mér í átt að Kaldalóni og segir: „Þarna starfaði Sigvaldi Stefánsson læknir, sat í Ármúla og kenndi sig síðan við Kaldalón.“ Maður þessi var Richard Thors (1888-1970) forstjóri Kveldúlfs. Hann fór af skipinu á Hjalteyri, en þar hafði einmitt verið reist hin mikla síldarverksmiðja árið áður, 1937. Nokkuð löng viðdvöl var höfð á Siglufirði og þurftu margir að hitta Ólaf káetufélaga minn, og voru ekki allir allsgáðir. Eftir við- dvölina á Hjalteyri var haldið inn Eyjafjörð og lagst við bryggju á Akureyri. Stilltu menn sér upp í biðröð hjá brytanum að greiða fyrir fæðið. Á 1. farrými á Goðafossi kostaði fæðið kr. 8.00 á dag fyrir fullorðna, en ellefu ára og yngri greiddu kr. 4.00. Fjórréttað var um hádegi, en fimmréttað að kveldi. Ég var fremstur í biðröðinni og þegar þeir fullorðnu, sem aftar voru, heyrðu hvað ég borgaði, æpti einn þeirra: „Á strákhelvítið að borga fjórar krónur fyrir að éta á við tvo fullorðna, þegar við ælum fyrir átta.“ Matarlyst hefur alltaf verið ein af mínum sterkustu hliðum. VI. Þann 4. júní 1939 er þess getið í dagbók Morgunblaðsins, að meðal farþega til ísafjarðar og Akureyrar hafi verið Haraldur og Leifur Sveins- synir. Höfðum við káetu 1-2, svo ekki væsti um okkur, m.a. postulíns- koppar í mahoganyskápum. Stutt viðstaða var nú á Isafirði, en þeim mun lengri viðstaða á Siglufirði. Komumst við bræður þar í fótbolta með jafnöldrum okkar og varð vel til vina. Skipstjóri á Goðafossi í þess- um ferðum var Pétur Bjömsson, en 1. vélstjóri'Hafliði Jónsson. VII. Nú verður tuttugu ára hlé á ísa- ljarðarheimsóknum mínum. En í júlímánuði 1959 kem ég á Goða- fossi III. til ísafjarðar, skipstjóri Sigurður Jóhannsson, en 1. vélstjóri Gestur Óskar Friðbergsson. Móðir mín Soffía Haraldsdóttir (1902-1962) hafði lengi átt þá ósk heitasta að kynnast töfmm Vest- íjarða. Nú rættist sú ósk hennar, Goðafoss kom við á ellefu höfnum á átta dögum allt frá Kópaskeri til Vestmannaeyja. Nokkuð löng við- staða var á Isafirði, þannig að við gátum heimsótt frænda okkar, Kjartan Jóhannsson lækni og þing- mann, og hans hressu eiginkonu, Jónu Ingvarsdóttur. Buðu þau hjón okkur í sumarbústað sinn í Tungu- dal. Áttum við þar yndislega stund í glampandi sól. VIII. Enn komum við móðir mín með Dettifossi til Ísaíjarðar árið 1961, skipstjóri Eyjólfur Þorvaldsson. Lík- legast var það í þeirri ferð, að ég stóð upp frá matborði síðla kvelds, til að sjá Hornbjarg í tunglsljósi (fullu tungli). Þeirri sjón gleymi ég aldrei. IX. í júlí 1964 verða þær breytingar á högum mínum, að ég geng að eiga vestfirská konu, Halldóru Árnadóttur frá Bolungarvík, dóttur Árna Elíasar Árnasonar og Guð- rúnar Kristjánsdóttur. Árni (1888- 1975), _sem var ekkjumaður, var sonur Árna Árnasonar, sem um skeið var verkstjóri í Ásgeirsversl- un. Tengdafaðir minn hafði mjög gaman af sjóferðum og fórum við fjölskyldan margar ferðir með Eimskipafélagsskipunum með ströndum fram og höfðum mikla ánægju af. Ekki vildi Árni þiggja boð um sjóferð til útlanda. Sagðist hafa farið eina slíka með Ásgeiri stóra árið 1913 og léti það duga. Sú ferð var til Skotlands að sækja kol. Skipstjóri var Árni Riis, en undirstýrimaður Einar Stefánsson, sem síðar starfaði fyrir Eimskipa- félag íslands hf. Þegar komið var til ísafjarðar fór Ámi tengdafaðir minn gjarnan til Jóns Grímssonar málaflutningsmanns og hafði þá skoska brjóstbirtu að færa Jóni. Urðu þeir fornvinirnir þá kátir og minntust gömlu daganna á ísafirði. X. Gullfoss fór nokkrar skíðaferðir um páska til ísafjarðar. Árið 1972 GREINARHÖFUNDUR í Skálavík í ágúst 1994. BORÐKLUKKAN, en á henni stendur: Til Sigurðar prests Gunnarssonar fyrir starf hans við skól- ann á Isafirði 1876-79. Fráísfirð- ingum. SÉRA Sigurður Gunnarsson á hesti sínum, Sporði. BARNASKÓLAHÚSIÐ. fórum við hjónin og dóttir okkar, Bergljót, þá 7 ára, í slíka ferð. Vegna Skíðamóts Islands, sem þá var haldið á ísafirði, var einnig haldið til Akureyrar. Þetta var bráðskemmtileg ferð, þótt Gullfoss léti illa við Hornbjarg á norðurleið- innj. Árið áður, 1971, höfðum við íjöl- skyldan farið hringferð með Gull- fossi, þá einu sem hann fór. Þá var að sjálfsögðu komið við á ísafirði og heimsóttum við þá hinn aldna húsbónda Árna, Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, og varð þar fagnað- arfundur, er þeir fornvinirnir hitt- ust. XI. Vegna áskriftar konu minnar að Ársriti Sögufélags ísfirðinga, þá barst okkur boð um gistingu í Sól- túnunij orlofshúsi ísfirðingafélags- ins á Isafirði, hinu gamla húsi, er Guðmundur Mosdal reisti. í ágúst- mánuði 1994 þáðum við slíkt boð, en frá þeirri heimsókn segir í „Vest- fjarðabréfi" mínu, er birtist í Morg- unblaðinu 28. ág. 1994. Heimildir: Saga Ísaíjarðar, IL heftí, bls. 147, 222, 252, 253, Jón Þ. Þór 1986; Læknatal, Reykjavík 1984; Vélstjóratal, Rcykjavík 1974; Guðfræðingatal, Reykjavík 1976, eftir Björn Magnússon; ísl. æviskrár, Páll E. Ólason, Reykjavík 1948-1952; Morgunblaðið, 4. júní 1939.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.