Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 43
42 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 43
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
SÍÐASTLIÐINN vetur
birtist hér í Morgunblað-
inu greinaflokkur eftir einn
af blaðamönnum blaðsins,
þar sem fjallað var um enda-
lok Sambands ísl. samvinnu-
félaga og uppgjör á skuld-
bindingum þess við Lands-
banka íslands, sem var aðal
viðskiptabanki Sambands-
ins, meðan það var umsvifa-
mesta viðskiptasamsteypa,
sem rekin hefur verið á ís-
landi. Greinaflokkur þessi
átti sér langan aðdraganda.
Fyrir um það bil tveimur og
hálfu ári hófust umræður á
ritstjórn Morgunblaðsins um
nauðsyn þess að gera enda-
lokum þessa mikla við-
skiptaveldis einhver skil.
Niðurstaða þeirra umræðna
og þeirrar vinnu, sem fór
fram nokkru síðar birtist í
fyrrnefndum greinaflokki.
Greinar þessar voru -að sjálf-
sögðu skrifaðar að frum-
kvæði ritstjóra Morgun-
blaðsins og á þeirra ábyrgð,
þótt einn af blaðamönnum
blaðsins, Agnes Bragadótt-
ir, skrifaði þær undir nafni.
Fullt og náið samráð var á
milli blaðamanns og rit-
stjóra Morgunblaðsins um
skrif greinanna og endan-
legan frágang þeirra til birt-
ingar.
Markmiðið með greinum
þessum var tvíþætt. í fyrsta
lagi að gera einhverja grein
fyrir því, hvernig mesta við-
skiptaveldi íslandssögunnar
gat hrunið með þeim hætti,
sem Sambandið gerði og
hins vegar á hvern veg, þjóð-
bankanum, Landsbanka ís-
lands, tókst að lágmarka tap
sitt og þar með viðskipta-
manna bankans vegna þessa
hruns. Hér voru miklir al-
manna hagsmunir í húfi og
eðlileg krafa, að almenning-
ur hefði aðgang að einhverj-
um upplýsingum um þetta
mál. Þegar greinarnar birt-
ust var viðskiptum Sam-
bandsins að langmestu leyti
lokið. Hér var því um að
ræða að safna saman upp-
lýsingum um sögulegar
staðreyndir, sem engan gátu
skaðað en ekki upplýsingum
um viðskipti fyrirtækis í
fullum rekstri við viðskipta-
banka sinn. Slíkar sögulegar
upplýsingar um viðskipti
fyrirtækja við banka hafa
áður komið fram m.a. um
viðskipti Landsbankans við
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Kveldúlf hf. án þess, að
ríkissaksóknari og Rann-
sóknarlögregla ríkisins hafi
komið til sögunnar.
Þegar fréttir birtust í öðr-
um fjölmiðlum um, að
bankastjórn Seðlabankans
hefði sent erindi til ríkissak-
sóknara vegna birtingar
þessara greina og meints
brots á bankaleynd höfðu
ritstjórar Morgunblaðsins
samband við formann
bankastjórnar Seðlabank-
ans og óskuðu eftir að fá í
hendur þær upplýsingar,
sem bankinn hefði sent til
ríkissaksóknara. Þeirri ósk
var hafnað á þeirri forsendu,
að öðrum fjölmiðlum hefði
verið neitað um slíkar upp-
lýsingar og eitt yrði yfir alla
að ganga. Þegar á það var
bent, að krafa Seðlabankans
um rannsókn beindist að
Morgunblaðinu en ekki öðr-
um fjölmiðlum var því svar-
að til, að hún beindist ekki
að blaðinu heldur meintum
brotum bankastarfsmanna.
Eins og öllum er nú Ijóst
hefur þetta mál frá upphafi
snúizt um þann grundvallar-
rétt blaðamanna að vernda
heimildir sínar, rétt, sem er
virtur í lýðræðisríkjum um
heim allan.
Þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins var kvaddur til
yfirheyrslu hjá Rannsóknar-
lögreglu ríksins neitaði hann
að svara spurningum rann-
sóknarlögreglumanna um
heimildarmenn sína. Rann-
sóknarlögreglan krafðist
þess þá, að Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurðaði, að
blaðamaðurinn væri skyldur
til að gefa slíkar upplýs-
ingar.
í greinargerð, sem Rann-
sóknarlögregla ríkisins lagði
fram í Héraðsdómi Reykja-
víkur hinn 5. desember sl.
ef vegið alvarlega að heiðri
Morgunblaðsins og starfs-
heiðri þess blaðamanns, sem
greinarnar skrifaði. Þar eru
birtar stuttar tilvitnanir í
umræddar greinar og síðan
segir:„Þessar glefsur bera
meginmarkmiði blaðagrein-
anna vitni; að varpa ljóma á
tiltekna starfsmenn Lands-
banka íslands á kostnað við-
skiptamanns Landsbanka
Islands og fyrirsvarsmanna
hans, Sambands íslenzkra
samvinnufélaga. A birting
trúnaðarupplýsinga af þessu
tagi og með hætti sem gert
var tæpast nokkuð skylt við
lýðræðislegt hlutverk fjöl-
miðla.“
Það er með ólíkindum, að
slík orð skuli látin falla af
hálfu Rannsóknarlögreglu
ríkisins í umræddri greinar-
gerð. Meginmarkmið blaða-
greinanna var að upplýsa
almenning á íslandi um
málefni, sem vörðuðu al-
manna hagsmuni. Þeir al-
manna hagsmunir liggja í
augum uppi, þar sem spurn-
ing var um hvort miklir fjár-
munir töpuðust eða hvort
þeim yrði hægt að bjarga
að hluta til.
í greinargerð Rannsókn-
arlögreglu ríkisins eru einn-
ig hafðar uppi dylgjur í garð
fyrirsvarsmanna Lands-
banka íslands. Þar segir:
„Ætla má að í því tilviki,
sem hér er fjallað um, hafi
fyrirsvarsmaður ríkisbanka,
bankastjóri eða bankaráðs-
maður, brugðizt trúnaði við-
skiptamanns hrapallega og
um leið bankanum, sem
hann starfar við.“ Væri ekki
við hæfi að Rannsóknarlög-
regla ríkisins sannaði slíkar
fullyrðingar í stað þess að
hafa uppi dylgjur sem þess-
ar? Þeir sem starfa við fjöl-
miðla vita hins vegar, að
upplýsingar berast oft til
þeirra með margvíslegum
hætti og ekki alltaf á þann
veg, sem þeir sem utan við
standa telja að liggi beinast
við.
Héraðsdómur Reykjavík-
ur komst að þeirri niður-
stöðu í gær, að blaðamanni
Morgunblaðsins væri skylt
að koma fyrir dóm, sem vitni
til skýrslugjafar. Rök hér-
aðsdómsins eru þau, að svo
ríkir hagsmunir séu í húfi
að komast að niðurstöðu um
það, hvort bankamenn hafi
rofið bankaleynd og að skil-
virkni bankaeftirlits verði
ekki rýrð, að þeir séu ríkari
en þeir hagsmunir, sem lúta
að frjálsri blaðamennsku og
rétti blaðamanna á íslandi
til að vernda heimildir sínar,
rétti, sem er viðurkenndur í
lýðræðisríkjum um allan
heim.
Af hálfu Morgunblaðsins
hefur þessi úrskurður þegar
verið kærður til Hæstaréttar
íslands. Þetta mál snýst nú
um grundvallaratriði frjálsr-
ar blaðamennsku fyrst og
síðast en ekki hagsmuni
Sambandsins, sem hefur
ekki skaðazt á nokkurn hátt,
eins og raunar kemur fram
í forsendum úrskurðarins.
Þeir hagsmunir, sem í húfi
eru snúast um starfsskilyrði
og aðstöðu fjölmiðla og
starfsmanna þeirra til þess
að halda uppi upplýsinga-
miðlun um mikilsverð mál-
efni, sem varða almannahag.
Slíkt mál hefur ekki fyrr
komið upp á tímum lýðræðis
á íslandi. Engir hagsmunir
geta verið ríkari en þeir, sem
snúa að lýðræði, tjáningar-
frelsi og rétti almennings til
upplýsinga, sem varða hags-
muni hans. Þessa hagsmuni
er Morgunblaðið að verja.
RETTUR BLAÐA-
MANNA - RÉTTUR
FÓLKSINS
Friðargæsla NATO í fyrrum Júgóslavíu
FRIÐARSAMNINGAR hafa
verið undirritaðir og senn
taka hersveitir Atlants-
hafsbandalagsins (NATO)
að flykkjast til Bosníu til að sinna
þar friðargæslu, sem verður viða-
mesta verkefni í sögu bandalagsins.
Líkt og ævinlega þegar lagt er út í
herfarir hefur sú ákvörðun Bills
Clintons Bandaríkjaforseta að leggja
til 20.000 manna lið í þessu skyni
mætt verulegri andstöðu í Banda-
ríkjunum þar sem almenningur er
minnugur þess er ungir hermenn
sneru í tugþúsunda tali heim aftur
frá Víetnam liðin lík. Aðrir hafa líkt
Bosníu-herförinni við afskipti
Bandaríkjamanna af borgarastyij-
öldinni í Líbanon í byrjun síðasta
áratugar, sem lauk með háðuglegri
niðurlægingu. Enn aðrir hafa aftur
á móti vísað tii herfararinnar til
Sómalíu, sem George Bush forseti
fyrirskipaði í mannúðarskyni
skömmu áður en hann lét af emb-
ætti og snerist upp í allsheijarmar-
tröð fyrir bandarísku þjóðina með
tilheyrandi sjónvarpsmyndum af
villimönnum dragandi lík banda-
rískra hermanna um götur og torg.
Forseti Bandaríkjanna tekur
ávallt mikla áhættu er hann ákveður
að beita herafla landsins og svo er
einnig nú. Forsetakosningar fara
fram í Bandaríkjunum næsta haust
og Bill Clinton mun ekki ná endur-
kjöri mistakist herförin til Bosníu.
Fréttaskýrendur vitna oftlega til
reynslunnar frá Víetnam þegar slík-
ar herfarir eru í undirbúningi og
almenningur fyllist að öllu jöfnu
skelfingu yfir því að enn standi til
að úthelia blóði bestu sona þjóðar-
innar á erlendri grundu.
Skýr markmið
Reynslan frá Libanon hræðir
einnig og hún varð m.a. til þess að
menn, einkum í varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna, tóku að krefj-
ast þess að skýr pólitísk markmið
lægju ávallt fyrir áður en heraflan-
um væri beitt. Enda er það svo að
ráðamenn í varnarmálaráðuneytinu
hafa lagst gegn velflestum friðar-
gæsluverkefnum sem upp hafa kom-
ið frá því að Kalda stríðinu lauk.
Nú veltir almenningur í Banda-
ríkjunum því fyrir sér hvort Clinton
forseti sé að leggja út í svipað
mýrarfen og forverar hans gerðust
sekir um í Víetnam. Andstæðingar
forsetans á þingi hafa margir hverj-
ir haldið því á lofti að hér sé um
stórhættulega aðgerð að ræða og
að verið sé að krefjast fórna sem
þjóðin sé engan veginn tilbúin að
færa.
Af pólitískum ástæðum er hyggi-
legt fyrir fjendur forsetans að vara
við þessari herför því fari hún illa
munu þeir standa uppi sem sigur-
vegarar. Þá er þess að geta að ein-
angrunarhyggja hefur farið vaxandi
í Bandaríkjunum á síðustu árum og
í röðum almennings er sú skoðun
nokkuð viðtekin að ekki sé rétt-
lætanlegt að beita hernum í Bosníu
í því skyni að þröngva stríðandi fylk-
ingum þar til að virða gerða samn-
inga. Þær raddir munu að sjálfsögðu
gerast háværari endi þessi herför
illa og pólitískar afleiðing- _____
ar þess yrðu án nokkurs
vafa mjög alvarlegar.
En er Bill Clinton
Bandaríkjaforseti að end-
urtaka mistökin frá Víet-
nam, Líbanon og Sómalíu?
Færa má rök fyrir því að svo sé ekki.
Sennilega er ekki hyggilegt að spá
fyrir um þróun mála á svæði þar
sem gerst hafa svo skelfilegir at-
burðir sem í lýðveldum fyrrum Júgó-
slavíu. Hér skulu engu að síður færð
rök fyrir því að þessi herför verði
ekki borin saman við afskipti Banda-
ríkjamanna af málefnum Víetnam
og aðstæður í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu séu allt aðrar en þær sem
ríktu þegar rúmlega 50.000 Banda-
ríkjamenn féllu í bardögum við
skæruliða Viet Cong.
Clinton forseti hefur í ræðum sín-
um lagt á það áherslu að mikil
áhætta sé samfara friðargæsluverk-
efninu í fyrrum Júgóslavíu. Hann
hefur varað þjóð sína við að herför-
Reuter
BRESKIR hermenn í brynvögnum á ferð nærri Gorníj Vakúf í Bosníu.
Ekki
annað
i
Víetnam
Friðarsamningar stríðandi fylkinga í Bosníu
voru undirritaðir í París á fimmtudag. Asgeir
Sverrísson segir frá því verkefni sem bíður
friðargæslusveita NATO og telur að því verði
ekki líkt við mislukkuð hemaðarafskipti
Bandaríkjamanna í Víetnam og Líbanon.
Aðgerðirnar í
Bosníu verða
ekki landvinn-
ingastríð
in komi til með að kosta mannslíf
og fyrir liggur að réttnefndir öfga-
menn í lýðveldum þessum hafa hót-
að því að skapa sams konar ástand
í Bosníu og forðum ríkti í Líbanon.
Hvers vegna verður verkefnið í
Bosníu ekki borið saman við herför-
ina til Víetnam?
Þess er fyrst að geta að
ákvörðunin um að senda friðar-
________ gæslulið til Bosníu full-
nægir flestum þeim skil-
yrðum sem bandarískir
herforingjar hafa komið
sér saman um á síðustu
árum að séu forsendur
—” þess að vænta megi
árangurs. Markmiðin eru skýr,
styrkur heraflans gífurlegur, liðs-
aflinn mun lúta stjórn NATO, regl-
ur þær sem skilgreindar hafa verið
um beitingu vopnavalds eru af-
dráttarlausar og vera sveitanna í
fyrrum Júgóslavíu verður bundin
við eitt ár. Talsmenn Bandaríkja-
hers hafa ítrekað lagt á það áherslu
að sérhverri ógnun við gæsluliðið
verði svarað af fullum þunga og
víst er að leiðtogum Serba, Króata
og múslima er fullkunnugt um að
slagkraftur liðsaflans verður nýttur
til fullnustu ógni sveitir þeirra frið-
argæsluliðinu.
NATO-herinn mun m.a. ráða yfir
sérlega öflugum skriðdrekum af
gerðinni Ml-Al og árásarþyrlum af
Apache-gerð sem sönnuðu eftir-
minnilega gildi sitt í Persaflóastríð-
inu. Sveitirnar munu hafa til taks
nýjan búnað sem ætti að auðvelda
þeim verkefnið. Þannig verða Ap-
ache-þyrlurnar búnar myndavélum
sem geta sent myndir til stjórnstöðv-
ar á innan við 90 sekúndum auk
þess sem notast verður óspart við
loftmyndir frá gervihnöttum og munu
njósnavélum. __________________
í öðru lagi liggur fyrir |\/larkmið og
skrifleg yfírlýsing frá
hendi leiðtoga Serba,
múslima og Króata þár
sem þeir, í anda
friðarsamninganna sem ——
þeir staðfestu í Dayton í Ohio-ríki í
Bandaríkjunum, heita því að tryggja
öryggi hermanna Bandaríkjanna og
annarra þeirra þjóða sem leggja
munu fram liðsafla í þessu skyni.
Ábyrgð þeirra liggur því fyrir og
um hana verður ekki efast.
Markmið og verkefni NATO-
sveitanna eru skýr. Þeim er ætlað
að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu
og eðlilegu þjóðlífí með því að
tryggja friðinn. Hermennirnir munu
taka sér stöðu á svæði rnilli hinna
stríðandi fylkinga og munu tryggja
öryggi hjálparstarfsmanna og sér-
fræðinga sem ætlað er að vinna að
endurreisn landsins. Liðsaflinn mun
ekki aðstoða við að dreifa hjálpar-
gögnum, mun ekki tryggja öryggi*
flóttamanna og mun sem minnst
afskipti hafa af pólitískri framvindu
mála. Þetta sýnir að bandarískir
ráðamenn hafa dregið rökréttar
ályktanir af reynslunni frá Sómalíu
og Haítí.
En það eru fleiri ástæður fyrir
því að vafasamt er að bera friðar-
gæsluna í Bosníu saman við stríðið
í Víetnam. Sveitir Viet Cong nutu
öflugs stuðnings Norður-Víetnam,
Sovétríkjanna og Kína. Baráttuþrek
stjórnarhersins í Suður-Víetnam var
ekkert og hamslaus spilling ríkjandi;
algengt var að hermenn seldu and-
stæðingunum vopn sín. Norður-
Víetnam var fullbúið til bardaga,
hafði raunar verið það frá 1955 er
sigur vannst á gömlu nýlenduherr-
unum Frökkum, og ráðamenn i
norðrinu voru öldungis ákveðnir í
að sameina landið.
Þrautþjálfaðir
atvinnumenn
Bandarísku hersveitirnar sem
sendar voru til Víetnam verða ekki
bornar saman við þær £em fara til
Bosníu. í Víetnam var að finna unga
menn sem gert var að sinna her-
skyldu og þeim var einungis ætlað
að vera eitt ár í landinu. Af þessum
sökum var liðsafli þessi upp til hópa
setur saman af reynslulausum
mönnum og skilgreind tímamörk
urðu ekki til að hvetja þá til dáða,
sérstaklega þegar líða tók að því
að menn ættu rétt á að hverfa burt
úr því víti sem Víetnam var. Þessum
liðsafla var og ætlað að vinna fulln-
aðarsigur í stríði við óvin sem bjó
yfir miklu baráttuþreki og þekkti
ekki hugtakið uppgjöf.
Ekkert af þessu á við um Bosníu.
Vopnaflutningur erlendis frá til
landins hafa að visu farið fram eink-
um frá Mið-Austurlöndum en þeir
hafa verið óstöðugir. Ekkert utanað-
komandi ríki er fullbúið til bardaga,
líkt og Norður-Víetnam var og sam-
einingarkrafan fer ekki lengur hátt,
þótt Serbar hafi mjög haldið henni
á lofti á fyrstu árum blóðsúthelling-
anna í fyrrum Júgóslavíu. Liðsaflinn
sem fer frá Bandaríkjunum er at-
vinnumannaher, mun betur þjálfað-
ur og betur búinn en sá sem hélt
til Víetnam. Þá munu NATO-sveit-
irnar ekki mæta fullbúnum herafla
óvina sem er ákveðinn í að halda
stríðinu áfram. Stríðandi fylkingar
í Júgóslavíu eru í raun minnihluta-
hópar sem þjakaðir eru af gífurlegri
stríðsþreytu eftir hamslaus mann-
dráp og grimmdarverk síðustu fjög-
urra ára. Loks munu Bandaríkja-
menn ekki einir bera ábyrgð á her-
förinni þótt þeir leggi fram 20.000
af þeim 60.000 hermönnum sem
sendir verða til fyrrum Júgóslavíu.
Fjölmörg ríki munu taka þátt þ.á
m. hinir fornu fjendur Rússar.
Aðgerðirnar í Bosníu verða ekki
landvinningastríð. Eins og fram kom
nýverið í úttekt blaðamanns
Morgunblaðsins sem fór'til Bosníu
eru samgöngur allar í landinu sér-
lega erfiðar vegna þess hve mann-
virki, vegir og brýr, hafa orðið illa
úti í átökunum. NATO-sveitirnar
munu leggja höfuðáherslu á að
__________ stjórna öllu vegakerfinu.
Þegar við bætist síðan
öflugt eftirlit úr lofti má
heita útilokað að einhveij-
ar hinna stríðandi fylk-
inga geti hleypt af stað
meiriháttar hemaðarað-
verkefni
NATO-sveit-
anna eru skýr
gerðum án þess að tilhlýðileg viðvör-
un berist til stjórnstöðva. Þá verður
unnt að halda uppi óskoruðum
birgðaflutningum í lofti til NATO-
sveitanna.
Valið er íbúa Bosníu
Það endurreisnarstarf sem við
blasir i Bosníu er aftur annað mál
Ástæða er til að efast um að Serb-
ar, múslimir og Króatar reynist til-
búnir til að vinna saman að uppbygg-
ingu heilbrigðs þjóðfélags eftir þá
skelfingaratburði sem gerst hafa á
þessum slóðum og þau myrkraverk
sem allir stríðsaðilar hafa gerst sekir
um. Það starf er aftur á móti ekki
undir NATO og friðargæsluliðinu
komið;»heldur sjálfum íbúum Bosníu.
RUSSLAND
Öllum brögðum beitt
í landi óánægiunnar
Þingkosningar fara
fram í Rússlandi á
morgun. Rússneskir
stjómmálamenn láta
sér í léttu rúmi liggja
þótt málflutningur
þeirra einkennist af
mótsögnum, segir Jón
Olafsson, og greinir
frá því hvemig fylgið
skiptist eftir búsetu og
stöðu í Rússlandi.
Reuter
BARÁTTAN um atkvæðin í
Rússlandi tekur á sig ein-
kennilegar myndir. Þótt
engum komi á óvart að
stjórnmálamenn í kosningahug
freistist til að segja það við fólk sem
það vill heyra, þá reyna menn nú
yfirleitt að Iáta í það minnsta líta
svo út, að málflutningur þeirra sé
ekki allur í þversögnum. En um slíkt
skeyta rússneskir stjórnmálamenn
ekkert frekar. Að minnsta kosti sum-
ir þeirra, og því rniður einmitt þeir
sem líkur eru á að sópi til sín atkvæð-
unum í kosningunum sem haldnar
verða í Rússlandi á sunnudaginn.
Jafnaðarstefna eða gamaldags
kommúnismi?
Fremstur í flokki er Gennadíj Zjúg-
anov, leiðtogi hins endurreista
Kommúnistaflokks, en skoðanakann-
anir benda til að Kommúnistaflokkur-
inn fái langflest atkvæði af þeim 43
flokkum sem í framboði eru. Zjúg-
anov hefur að undanförnu reynt að
gefa þá mynd af sjálfum sér og
Kommúnistaflokki sínum að þar séu
á ferðinni skynsamir vinstri kratar.
Menn sem líti einkavæðingu stjórn-
valda afar gagnrýnum augum og vilji
fara hægar í að umbylta rússnesku
þjóðfélagi og efnahagslífi í átt til
kapítalisma, en séu þó stuðningsmenn
einkaframtaks að svo miklu leyti sem
það geti verið þjóðfélaginu til góðs,
stuðlað að auknum jöfnuði og hag-
vexti. Allt lítur þetta ágætlega út.
En þegar Zjúganov talar við það fólk
sem telja má líklegustu kjósendur
flokks hans, en það eru ellilífeyrisþeg-
ar i stórborgunum og sveitafólk, eink-
um í suður-Rússlandi, breytist ræðan
dálítið. Nú er það mikilvægt mark-
mið að endurreisa Sovétríkin, og snúa
við einkavæðingunni sem hafi gjör-
samlega farið úr böndunum, og draga
Jeltsín og hans lið til ábyrgðar og svo
framvegis og svo framvegis.
En kosningabarátta Zjúganovs
segir þó bara sína sögu um þróunina
i rússneskri pólitík. Þegar kosið var
fyrir tveimur árum voru rússneskir
kjósendur ennþá engan veginn búnir
að gera sér grein fyrir eðli fulltrúa-
lýðræðisins. Þá réð persónufylgi ein-
stakra manna og kannski fáein
grundvallarviðhorf mestu um hvern-
ig kosið var. Fylgi Zhirinovskíjs er
sennilega besta dæmið um það. Það
var ekki að menn deildu með honum
hugmyndum um rússneska útþenslu-
stefnu, eða stjórnkerfið í landinu.
Hann var bara eini maðurinn sem
var hress og hafði eitthvað að segja
sem ekki hafði heyrst þúsund sinnum
áður.
En nú er öldin önnur. Það er ekki
lengur hægt að tryggja sér atkvæði
með sprelli, gamanmálum eða slags-
málum. Leikurinn er miklu flóknari
bæði fyrir lýðskrumara og fyrir al-
VLADIMÍR Zhirinovskíj, Ieiðtogi þeirra þjóðernissinna sem lengst
vilja ganga, ávarpar kosningafund á Púshkín-torgi í miðborg
Moskvu. Floltkur hans vann stóran sigur í síðustu kosningum en
flest bendir til að hann eigi mjög undir högg að sækja nú.
varlega stjórnmálamenn. Hvernig er
hægt að höfða til hinna mismunandi
þjóðfélagshópa? Hvaða sögu þarf að
segja ellilífeyrisþegum, hver dugar á
unga fólkið, sveitafólkið, verkafólkið,
menntafólkið og svo framvegis. I
þessu er enginn vafi á að Kommún-
istaflokkurinn hefur forskot á hina
flokkana.
Erfitt í
einmenningskjördæmum
Niðurstöður kosninganna 1993
sýndu hvernig pólitískar hneigðir
almennings skiptust eftir búsetu og
þjóðfélagsstöðu. Þannig virtust
íhaldssöm öfl (Kommúnistaflokkur-
inn, Bændaflokkurinn) eiga mest
fylgi í Suður- og Vestur-Rússlandi
og í Síberíu. Lýðræðisflokkarnir
(Flokkur Gaidars, Flokkur Javl-
inskíjs, Flokkur Shakhrais og Flokk-
ur Popovs og Sobtsjaks) áttu mest
í Moskvu og Pétursborg, í norðurhér-
uðum Rússlands, í vestur-Síberíu og
í Kyrrahafshéruðunum. Fylgi Zhir-
inovskíjs var mikið um allt landið,
og ekkert minna i héruðum þar sem
lýðræðisflokkarnir höfðu betur
gagnvart kommúnistum.
Þetta munstur virðist ætla að
styrkjast í kosningunum núna. Lýð-
ræðisflokkarnir hafa langmest fylgi
í Moskvu og Pétursborg, miðað við
skoðanakannanir, og kommúnistar
sækja sitt fylgi suður á bóginn. Zhir-
inovskij á undir högg að sækja alls
staðar. Það er meira að segja hugs-
anlegt að hann hafí það ekki yfír 5
prósenta markið, en til þess að flokk-
ur sem býður fram lista á landsvísu
geti komið mönnum á þing þarf hann
að fá að minnsta kosti 5 prósent
atkvæðanna. ________
En landslistarnir, þótt
þeir skipti mestu máli um
styrk einstakra flokka á
þingi, eru ekki allt sem
kosið er um, því helmingur
þingmanna er kosinn í ein- “““
menningskjördæmum. Þar er líklegt
að skipting atkvæðanna verði dálítið
öðruvísi en skiptingin á landsvísu. í
fyrsta íagi er fjöldi óháðra frambjóð-
enda í einmenningskjördæmunum. í
öðru lagi eiga frambjóðendur flokka
sem bjóða fram á landsvísu víða afar
erfitt uppdráttar í einmenningskjör-
dæmunum. Flestir stjórnmálaflokk-
anna eru með afbrigðum illa skipu-
lagðir. Fé skortir og mannafla og
fæstir stóru flokkanna hafa skotið
rótum utan Moskvu, Pétursborgar
og fáeinna kjördæma í evrópska
hluta Rússlands. Undantekningin frá
þessu eru kommúnistar, en grasrót-
arskipulag þeirra er til fyrirmyndar
og þess vegna verða þeir sennilega
eini flokkurinn sem nær umtalsverð-
um árangri í einmenningskjör-
dæmunum. Ekki einu sinni kosninga-
samtök Tsjérnomyrdins forsætisráð-
herra, Heimili vort Rússland, hefur
getað komið sér upp sómasamlegum
héraðaskrifstofum. Þó eru samtök
Tsjernomyrdins sá flokkur sem lang-
mestu fé hefur eytt í kosningabarátt-
una. Lýðræðisflokkarnir líða fyrir
sundurlyndi sitt í einmenningskjör-
dæmunum, þvi þótt nokkrir þeirra
hafi samið um að láta frambjóðendur
sína ekki keppa, er raunin því miður
oftar en ekki sú að tveir eða þrír
frambjóðendur þeirra flokka sem
kenndir eru við lýðræði slást um eitt
og sama þingsætið, sem í flestum
tilfellum á eftir að enda með að eng-
inn þeirra fær það.
Arftaki Zhirinovskíjs?
En ef einhver flokkur á eftir að
safna til sín nokkuð jöfnu fylgi um
allt landið líkt og flokkur Zhir-
inovskíjs á sínum tíma og hugsan-
lega vinna sigra í einmenningskjör-
dæmunum sem mark verður á tak-
andi, þá er það flokkur þeirra Alex-
andr Lebeds, Júríj Skokovs og Ser-
gei Glazevs, Kongress Rússkíkh
Obshíjn. Nafnið er þvi miður illþýð-
anlegt, Samtök rússneskra samfé-
laga kemst nálægt merkingunni.
Þessi flokkur hefur á fáeinum mán-
uðum orðið eitt af sterkustu stjórn-
málaöflum í Rússlandi. Galdurinn á
bak við þá velgengni virðist vera sá
að leiðtogum flokksins hefur tekist
að sjóða saman blöndu af þjóðernis-
stefnu, efnahagslegri varkárni, og
loforðum um að taka stjórn landsins
miklu fastari tökum en núverandi
stjórnvöld hafa gert og útrýma spill-
ingu, glæpum og öðrum
meinum rússnesks samfé-
lags.
En líkt og Zjúganov,
leiðtogi Kommúnista-
flokksins, hafa Lebed,
” Skokov og Glazev lika til-
hneigingu til þess að tala á hveijum
fundi eins og andrúmsloftið býður.
Gallinn við þá eins og svo marga
rússneska stjórnmálamenn er að
hvað sem þeir kunna að segja nú
eða hafa haldið fram í gegnum tíð-
ina, þá eru þeir í raun óskrifað blað.
Þess vegna eru þingkosningarnar nú
kannski einkum mikilvægar i því að
neyða menn til að skerpa stefnumál
sín. Eftir kosningarnar gæti hið rétta
andlit sumra komið í ljós, og þá fara
línur líka að skýrast um væntanlega
forsetaframbjóðendur næsta sumar.
Því þrátt fyrir allt eru það forseta-
kosningarnar í júní á næsta ári sem
gætu markað tímamót í sögu Rúss-
lands frekar en þingkosningarnar nú.
Kommúnistar
sækja sitt
fylgi suður á
bóginn