Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jólaljósin tendruð Púsundlr manna og tama sötnuðust saman i Austurvrtll siðdegl. i g»rþegar kveiWvar í Óslóarjólatrénumeð viðhötn..................... JÉ aGtIAUkIO Samningur Ríkisspítala og ráðherra 6. desember 1994 Ráðherra vísar þvingun á bug SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, vísar því á bug að hann hafi skipað stjómendum Ríkisspítala að skrifa undir samning þann sem hann og fjármálaráðherra gerðu við stjómendur Ríkisspítala hinn 6'. desember 1994 án þess að þeim hafi verið kunnar forsendur samningsins eða hafi tekið þátt í samningsgerðinni. Sighvatur segist hafa rætt við Guðmund Karl Jónsson, þáverandi formann stjómamefndarinnar, fyrir fundinn þar sem samningurinn var undirritaður og hann hafí vitað hvað til stóð. „Honum var vel kunnugt um hvað ég var að reyna að fá fjármálaráð- herra til að fallast á í aukafjárlögum. Samningurinn átti að hafa því hlut- verki að gegna að fjármálaráðhera féllist á að veita auknum fjármunum til spítalans og þá féllist spítaiinn á móti á að gera ráðstafanir til að draga úr kostnaði,“ sagði Sighvatur. Hann sagði hugsanlegt að Guðmund- ur Karl og Davíð A. Gunnarsson, þáverandi forstjóri Ríkisspítala, hafi ekki vitað fyrir fundinn 6. desember hvaða Qárhæðir yrðu í samningnum, „en þeir vissu hvað ég var að reyna að gera“. Þá sagði Sighvatur ljóst að stjóm- endum Ríkisspítalanna hefði á sl. ári verið vel kunnugt um þennan samn- ing, sem hann vissi að hefði verið lagður fram og ræddur á fundi stjómamefndarinnar. Hann sagði að útgjaldavandi spít- alans í fyrra og aftur nú væri til kominn þrátt fyrir að fáein ár væm síðan hann sem formaður íjárveit- inganefndar hefði staðið að því að yfirfara rekstrargmnn stofnunarinn- ar og aðlaga gmnninn að rekstrinum í samræmi við þáverandi tillögur stjómenda spítalans. Því væri rangt að fjárþörf spítalans hefði verið van- metin í mörg ár. Á síðastliðnu kjörtímabili hefði náðst sá árangur að tekist hefði að spara 800 m. kr. í rekstri Ríkisspítala þrátt fyrir að á sama tíma hefði verið tekin upp ný þjónusta á sviði hjartaaaðgerða, bæklunaraðgerða, aðgerða vegna nýmasteina o.fl auk Qárfestinga í nýju kóbalttæki. Ljóst væri að enn væm uppi árviss vandamál í rekstrin- um og lausnar á vandanum væri að leita í breyttu rekstrarformi þar sem í stað fastra fjárveitinga á fjárlögum yrði samið um greiðslu ákveðins kostnaðar við hveija aðgerð. m<g A máMÆm wi Sími m/tali og hljóði, rafhlöður fylgja, 496 kr. Baðbækur m/hljóði, 395 kr. Verkfærasett m/bor, 550 kr. 50 vaxIVtir 64 vJaX'1Wloir 275 kr. yddari fy'9'5 l74kr. júmbovaxht'f 74kr. jólalitabækur Lögreglubíll, sjálftrektur, 745 kr. Torfærubíll, sjálftrektur, 995 kr. Jeppi og kappakstursbíll, sjálftrektir, 1.130 kr. TeíkFangaúrvali. Þetta cr aóeins sýnishorn af okkar gíæsile íga _ Komdu við hjá okkur áður cn þú ferð annað. ÓTRÚLEGT ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ. ÞJÓNARÞÉR Grétar Kristjánsson ►GRÉTAR Kristjánsson er fæddur árið 1945. Hann er skip- stjóri á togaranum Stefni ÍS-28, áður Gylli, Flateyri, sem íshús- félag Isfirðinga hf. gerir út. Grétar lauk námi í Stýrimanna- skólanum árið 1967. Hann á heimili í Reykjavík og eigin- kona hans heitir Ingibjörg Þor- steinsdóttir og eiga þau fimm börn. Vestfjarðamiðin gefa góðan þorsk Þorskurinn leikur oft á fiskimanninn FRÉTTIR hafa borist um mikla þorskgengd fyrir Vestljörðum og að togarar séu að fá upp í tvö tonn á mínútu í trollið. Vandamálið er hinsvegar að þorskkvótinn er lítill. Fiski- fræðingar hafa sagt að fréttirnar af þorskinum væru góðar og að miðin væru ef til vill á réttri leið. Morgunblaðið hafði sam- band við Grétar Kristjáns- son skipstjóra á Stefni vegna þessa, en hann var á veiðum á 46200 eða stað sem nefndur er „Norður af Patró“ í daglegu tali sjó- manna. - Hvað er langt síðan þið uppgötvuðuð þessa miklu þorskgengd? „Frá því í október hefur þorsk- ur verið að fást á stóru stæði. Menn hafa verið að reka í fisk á svona 70-100 mílum, frá Víkurál og meira að segja á Jökultung- unni.“ - En hafíð þið eitthvað verið að stunda þorskveiðar? „Það er enginn á þorskveiðum í dag. Það er misjafnt hversu vel kvótasettir menn eru, sumir mega veiða um 50 tonn í túr og þeir geta náð þeim á einum sólarhring ef þeir vilja, en þeir kæra sig bara ekki um það. Ástæðan er sú að menn verða að eiga þorskkvóta til að fá að veiða annan fisk eins og ýsu, karfa og grálúðu. Sá sem er kominn í þrot með þorskkvóta stundar ekkert annað á meðan því þorskurinn kemur alltaf með.“ - Hvernig er með veiðar úr öðrum stofnum en þorskstofnin- um? „Karfa- og grálúðuveiði á hefð- bundnum slóðum heyrir sögunni til. Það er óhætt að segja að veið- in sé engin hjá þeim sem eru með venjuleg veiðarfæri. Þarna er ná- kvæmlega ekki neitt nema þorsk- ur. - Hvað hafa menn verið að fá af þorski síðustu daga? „Það var til dæmis eitt skip í gær sem fékk 25 tonn eftir 25 mínútur á Halanum. Það er hægt að ganga að þorskinum vísum upp á Hala, torfan er búin að hanga þarna lengi. Það eru óvenjustór höl og hlýtur að teljast einhver vísbending, því það er ekki eðlilegt að menn séu að fá tonn á mínútu. Meðan þorskurinn var mestur hér, taldist gott að fá 15-18 tonn eftir þijá tíma og kallaðist það dúndr- andi veiði. Núna er maður að tippa á 20 tonn á 20 mínútum. Þetta hlýtur að segja eitthvað. Hér er nefnilega um mjög þétt- ar torfur að ræða, og er vísbend- ing um að töluvert mikið sé af fiski. Menn eru að moka upp fiski dag eftir dag alls staðar á þessu svæði. En það er gert í neyð, þegar allt annað þrýtur. Það eru allir að reyna að spara sinn kvóta, því þorskurinn sem kemur með veiðum á öðrum tegundum fyllir þorskkvótann hjá flestum.“ - Er þetta þá ekki góð gjöf? „Menn kalla það hefndargjöf að fá 20 tonn. Þegar kvótinn kom fyrst var þetta skip sem ég er á með tæp 2.000 tonn af þorski, en núna fylgir þessu skipi kvóti upp á rúm 200 tonn af þorski. Það eru nú öll ósköpin. Það er alveg rosalegt hvernig sum skip hafa tapað og áhöfnin er algerlega varnarlaus og hefur ekkert að segja um hvort kvótinn sé tekinn og seldur eitthvað ann- Þorskurinn þvælist fyrir, vænn og stór. að. Sjómaðurinn hefur engin rétt- indi gagnvart kvótanum.“ - En geta þorsktorfurnar ekki hjálpað til með að leysa vandann? „Ég held því fram að vandamál- in leysist ekki þótt að þorskurinn aukist. Vandamálið er nefnilega að aðrir stofnar eru horfnir vegna þess að þorskurinn var friðaður. Það verður hundrað sinnum erfið- ara að byggja upp karfa- og grá- lúðustofninn heldur en þorskstofn- inn. Fiskifræðingar eiga eftir að segja okkur hvernig byggja eigi þá upp, því það er nánast búið að utrýma þeim. Ég held því fram að þorskurinn hefði náð sér nánast alveg jafnvel upp þótt við hefðum verið með veiðina meiri á síðustu árum. Þorskurinn hefur nefnilega þá eig- inleika að hafa miklu fleiri undan- komuleiðir en annar fiskur. Hann bjargar sér sjálfur ef hann vil! það. Þegar það var nógur fiskur á Vestfjarðamiðum lék þorskurinn alltaf á okkur og lét sig hverfa einhvern djöfulinn. Þorskurinn leikur oft á fiskimanninn, en ýsu, karfa og grálúðu er auðvelt að elta uppi og útrýma.“ Eruð þið þá uggandi um aðra fiskistofna? „Menn eru svartsýnir, því að vitað er að karfa-, ýsu- og grá- lúðustofninn er svo miklu minni en þorskstofninn. Það hefur verið veitt miklu meira úr þessum stofn- -------- um en vit er í. Sóknin hefur verið minnkuð en stjórnmálamennirnir hafa talið þorskinn vera númer eitt, tvö og þrjú, og allt í lagi að drepa mikið af hinu. Þetta er staðreynd sem þeir vita sjálfir af.“ -Svona að lokum, hvernig er. veiðin í dag? „Veiðin í dag er eins og vana- lega, menn lenda í hefndargjöfum. Ég lenti í því í gær. Ég fékk tonn á mínútu og verð núna að keyra og reyna hist og her við eitthvað sem ekki er til. En það er maður að gera sí og æ. Maður dregur þorskinn og reynir svo í nokkra sólarhringa við hinar tegundirnar sem hvergi eru. Við fengum til dæmis 2 tonn af þorski á stað sem við gerðum okkur von um nokkur tonn af ýsu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.