Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skurðaðgerðum fækkað o g dreg’ið úr þjónustu Yfírlæknir á Bamaspítali Hríngsins segir að búið sé að skerða þjónustu við sjúklinga og aðstandendur. Lengra verði ekki gengið öðruvísi en að hætta einhverri þjónustu. Yfírlæknir á skurðdeild segir að gert sé ráð fyrir að skurðaðgerðum á Landspítala verði fækkað um 600 á næsta ári, sem þýði að biðlistar lengist. Egill Olafsson ræddi við læknana um niðurskurð á rekstri Landspítalans. íviorgunoiaoiu/ ívnttuiui TVEIMUR deildum á handlækningasviði Landspítalans var lok- að í gær, en þær verða lokaðar í tvær vikur um jólin. Til að þetta sé framkvæmanlegt hefur verið dregið úr skurðaðgerðum á bæklunardeild. Hér aðstoðar Ingunn Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sjúkling við að færa sig milli deilda. JÓNAS Magnússon, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, seg- ir að áætlanir um rekstur deildarinnar á þessu ári geri ráð fyr- ir að gerðar verði um 600 færri skurðaðgerðir á næsta ári en í ár. Þetta muni leiða til þess að biðlistar lengist, en í dag bíða 1.266 sjúkling- ar eftir aðgerð. Hann segir nauðsyn- legt fyrir stjómmálamenn og þjóðina að gera upp við sig hvort þjóðin vilji hafa svona marga veika sjúklinga á biðlista. „Stjómamefnd spítalans hefur óskað eftir því að rekstur deildarinn- ar á næsta ári verði með sama hætti og hann var síðustu þijá mánuði þessa árs. Það hefur verið dregið úr starfsemi deildarinnar á síðari hluta ársins þannig að aðgerðir í ár verða 300 færri en í fyrra. Ef það gengur yfir allt næsta ár mun aðgerðum fækka um 600. Biðlistar hafa verið að lengjast á þessu ári og þeir koma til með að lengjast meira á næsta ári,“ sagði Jónas. 1.266 sjúklingar á biðlista Jónas sagði að í dag væru 1.266 sjúklingar á biðlista í ýmsum sér- greinum. Hann sagði að nýlega hefði verið gert sérstakt átak varðandi skráningu á biðlista þannig að þeir væru orðnir mjög áreiðanlegir. Búið væri að fara yfir þá og bera saman við þjóðskrá og taka út þá sem ekki vilja koma til aðgerðar. Eftir væri að yfirfara biðlista í einni grein og því gæti talan lækkað um nokkra sjúklinga. Jónas sagði að algengt væri að sjúklingar þyrftu að bíða eftir aðgerð í níu mánuði, en dæmi væru um tveggja ára bið eftir -aðgerð. Bráð- veikir. sjúklingar hefðu forgang. í greinum eins og gallsteinaaðgerðum væri í reynd- varla hægt að sinna öðrum en bráðasjúklingum. Af 100 sjúklingum á biðlista eftir gallsteina- aðgerð væru 60 skilgreindir bráð- veikir. Biðlistar dýrir fyrir sjúklinga og þjóðina „Ég óska eftir því að allt fólk í landinu hugleiði hvemig það vill hafa þetta. Vill fólk hafa þessa biðlista svona langa og að þeir haldi áfram að lengjast? Þjóðir í kringum okkur hafa farið út í að gefa sjúklingum tryggingu fyrir því að aðgerðin verði gerð á þeim á't.d. næstu 100 dögum. Hér höfum við engar tryggingar gefið fólki. Sjúklingar eru sifellt að hringja í okkur og spyrja hvenær þeir komist að og við -eigum erfitt með að gefa skýr svör.’ Þetta veldur þeim og ökkur miklu óhagræði. Við verðum líka að hafa y huga að það er dýrt fyrir okkur að vera með langa biðlista. Sjúklingar bíða oft óvinnufærir. Þeir þurfa dýr lyf og þeir geta veikst meðan þeir bíða. Við þurfum oft að gera aðgerðir á biðlistasjúklingum á kvöldin, á nótt- unni eða um helgar vegna þess að þeir veikjast skyndilega. Það gefur augaleið að þetta er ekki hag- kvæmt.“ í vor fékk Landspítalinn 24 millj- óna króna aukafjárveitingu til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Jónas sagði að þessir peningar hefðu allir farið í liðskiptaaðgerðir og biðlistum eftir aðgerðunum hefði verið eytt á sex vikum. „Sparnaður seinni hluta ársins hefur gert þetta átak að engu og við erum aftur komnir með bið- lista eftir liðskiptaaðgerðum." Legutími kominn niður í 7,5 daga Jónas sagði að legutími á Land- spítalnum hefði verið að styttast síð- ustu ár m.a. vegna þess að sjúkling- ar væru sendir fljótt heim til að spara. „Meðallegutími vegna skurðað- gerða er kominn niður í 7,5 daga. Það er algengt að sjúklingar liggi í einn og hálfan dag fyrir aðgerð með- an verið er að undirbúa þá undir aðgerð þannig að sjúklingar liggja í aðeins 6 daga eftir aðgerð. Hér er ég ekki að tala um aðgerðir vegna fæðingarbletta heldur aðgerðir eins og hjartaaðgerðir, brottnám líffæra, liðskipti og annað sem við gerum hér. Legutíminn er orðinn talsvert styttri en á sjúkrahúsum á Norður- löndunum." Jónas tók fram að aðstæður lækna til að koma af sér sjúklingum eftir aðgerðir hefðu batnað á seinni árurn. Heimahjúkrun hefði aukist; betur væri annast um aldraða en áður og eins hefði fólk betri aðstæður en áður til að liggja heima og vildi það auk þess oft fremur en að liggja lengi á sjúkrahúsi. „Þetta heilbrigðiskerfi okkar er búið að vera undir smásjánni síðan 1991. Þess er stöðugt krafist að hagrætt sé meira og skorið niður. Það er farið að bera á uppsögnum. Störfum á spítalanum hefur fækkað um 40 á þessu ári. Þetta hefur eðli- lega siæm áhrif á starfsandann. Fólk er hrætt um stöðu sína auk þess sem það liggur undir árásum fjármála- ráðuneytisins um óábyrga stjórn og að við virðum ekki fjárlög. Þetta hefur niðurbijótandi áhrif á fólk sem er að reyna að gera vel í sínum störf- um og er líka að leggja sig fram um að spara,“ sagði Jónas. Á Alþingi hafa komið fram raddir þar sem stjómendur Landspítalans eru gagnrýndir fyrir að fara ekki eftir fjárlögum. Bent hefur verið á að ósanngjamt sé að bæta spítalan- um upp hallarekstur undangenginna ára á sama tíma og stór sjúkrahús á landsbyggðinni hafi hagað sínum rekstri í samræmi við áætlun fjár- laga. „Það er fullkomið ábyrgðarleysi að bera saman starfsemi Borgarspít- alans og Landspítalans við starfsemi sjúkrahúsa úti á landi. Ég tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir öllu því starfsfólki sem vinnur á spít- ölunum úti á landi. Ég veit í hvaða vandræðum það er. En spítali, sem gerir aðgerðir á sjúklingum í hjarta- og lungnavél; þar sem margir sjúkl- ingar eru daglega í öndunarvélum og nýrnavélum; sinnir öllum nýbur- um jandsins og sér um hluta af kennslu læknanema er ekki sam- bærileg stofnun við lítið sjúkrahús úti á landi," sagði Jónas. 27% sparnaður á lyfjakostnaði á krabbameinsdeild Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir á krabbameinslækningadeild, sagði ekki ljóst hvaða afleiðingar niður- skurður á deildinni hefði. Hann sagði að á undanförnum árum væri búið að beita miklu aðhaldi í rekstri deild- arinnar á öllum sviðum og vandséð væri hvar hægt væri að bera niður til að mæta kröfum um enn meiri niðurskurð. „Við höfum reynt að spara með aðhaldi í lyfjameðferð á þann hátt að velja eins ódýr lyf og hægt er. Við höfum náð að minnka lyfjakostn- að á deildinni um 27% á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Spamað- urinn hefur einnig bitnað á manna- haldi. Það hefur ekki fengist að ráða í störf þeirra sem hafa hætt, en það eykur álagið á þá sem eru fyrir. Við höfum enga ráðið í mörg ár þrátt fyrir að við höfum verið að bæta á okkur verkefnum," sagði Þórarinn. Um 85% sjúklinga á krabbameins- lækningadeild eru göngudeildar- sjúklingar, þ.e. þeir koma til með- ferðar á daginn og fara heim að lok- inni meðferð. Hann sagði að eðli sjúkdómsins væri þannig að hefja yrði meðferð á öllum sjúklingum um leið og sjúkdómurinn .greindist. Hættan væri sú að sparnaður á deild- inni leiddi til þess að kostnaður við meðferð sjúklinga yrði meiri annars staðar. Þjónustan hefur verið skert „í þessari umræðu um sparnað er fyrst og fremst horft í kostnað við rekstur spltalans, en ekki er horft á hvað fæst fyrir þennan pening," sagði Ásgeir Haraldsson, yfírlæknir á Barnaspítala Hringsins. „Barnaspítali Hringsins býr við mjög kröpp kjör og sú aðstaða sem við veitum veikum börnum og að- standendum þeirra er engan veginn viðunandi. Við höfum orðið að loka mörgum deildum í langan tíma á þessii ári. Sem dæmi get ég nefnt að dagdeild Bamaspítala Hringsins hefur verið lokuð í hálft ár. Dagdeild- in er sá vaxtarbroddur sem við viljum leggja áherslu á líkt og gert er í öðrum löndum. Ef það er nauðsynlegt að skera niður núverandi starfsemi Barna- spítala Hringsins kemur það enn frekar niður á þjónustunni. Það hefur verið dregið úr þjónustunni og hún er ekki eins og við kysum að hún væri. Sem dæmi get ég nefnt að við erum að gera ýmsar rannsóknir á börnum á göngudeild þar sem okkur fmnst að það eigi að leggja börnin inn, þó ekki væri nema daglangt. Við höfum ekki fengið tækifæri til að auka og þróa hjartalækningar á börnum. Marga mánuði á ári er eng- inn bamahjartalæknir eða barna- taugalæknir við störf hér. Við höfum engan barnanýrnalækni og engan barnagigtarlækni. Starfsfólki spítalans var fækkað I sumar á þann hátt að ekki var ráðið í stað þeirra sem hættu. Við höfum fækkað starfsfólki á undanförnum ámm. Fjöldi starfsfólks miðað við fjölda sjúklinga er langt undir þeim viðmiðunum sem eru á Norðurlönd- unum. Það er búið að þrengja svo að rekstri Barnaspítala Hringsins að það er ekki hægt að skera meira niður í rekstri án þess að taka ákvörðun um að hætta einhverri ákveðinni þjónustu," sagði Ásgeir. Hjálmur bjargaði höfðinu ÖRYGGISHJÁLMUR er talinn hafa forðað manni frá lífs- hættulegum áverka þegar skófla ámoksturstækis slóst í höfuð hans þar sem hann var við jarðvegsvinnu vegna stækkunar álversins í Straumsvík síðastliðið mið- vikudagskvöld. Maðurinn, sem er 22 ára gamall, þeyttist til við höggið en hélt meðvitund. Hann var fluttur til aðhlynningar á slysadeild, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg og var hann kominn til starfa á ný í gær. Að sögn Halldórs Ingólfs- sonar, verkefnisstjóra hjá Veli hf. sem annast jarðvegsfram- kvæmdirnar í Straumsvík, þykir ljóst að hjálmurinn hafi bjargað því að maðurinn slas- aðist ekki alvarlega. Einnig hefði skipt miklu máli að lýs- ingu hefði verið komið upp á vinnusvæðin þótt ekki hafi verið kveðið á um það I verk- samningi, en stjómandi ámoksturstækisins hefði kom- ið auga á manninn og getað komið í veg fyrir að verr færi. Halldór sagði þetta góða áminningu um að gæta þyrfti fyllsta öryggis á vinnusvæðum sem þessu. Verkfall flug’um- ferðarstjóra í Lúxemborg Röskun áflugi Flugleiða VEGNA verkfalls flugumferð- arstjóra í Lúxemborg í gær þurfti vél Flugleiða að lenda í Saarbriicken I Þýskalandi og að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, var ekið með farþegana til Lúxemborgar. Vélin fór héðan á réttum tíma í gærmorgun en þetta hafði í för með sér tveggja tíma seinkun á vélinni heim og síðan tveggja tíma seinkun á flugi vélarinnar vestur um haf til New York. „Þetta var boðuð eins dags aðgerð þannig að við eigum ekki von á að það verði fram- hald á þessu. Við gerum ráð fyrir að verða búnir að hrista þetta út úr kerfinu á morgun [laugardag]," sagði Einar. Jólamatur til Svíþjóðar Senda má 3 kg af kjöti HEIMILT er að senda allt að þremur kílóum af kjöti í pósti til Svíþjóðar eftir að þar í landi var slakað á reglum sem kváðu á um að ekki mætti senda nema eitt kíló að hámarki í hverri sendingu. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins báru Svíar fýrir sig reglugerð Evr- ópusambandsins um kjötinn- flutninginn. Hundruð kvart- ana höfðu borist ráðuneytinu vegna þessa, en í gær hafði tekist að leysa málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.