Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 81
 morgunblaðið LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 81 IMYJAR HUOMPLOTUR Besta og helsta útgáfan TONLIST Gcisladiskur GLEÐIFÓLKIÐ Gleðifóikið, breiðskífa Kristjáns Kristjánssonar, KK. Lög ogtextar eftir Kristján, utan tveir textai- sem hann semur með öðrum, og einn texti sem er eftir Hafþór Ólafsson. Krist- ján syngur og leikur á gítara, en með honum leika Eyþór Gunnarsson píanó- og hljómborðsleikari, sem einnig stýrði upptökum, Gumilaugur Briem trommuleikari, Tómas M. Tómasson og Þorleifur Guðjónsson bassaleikarar. Sigfús Óttarsson leik- ur á trommur í einu lagi. Ellen Krist- jánsdóttir syngur eitt lag á plötunni og Hafþór Ólafsson eitt. Japís gefur út. 38,13 mín., 1.999 kr. KRISTJÁN Kristjánsson hefur markað sér sérstaka braut í ís- lensku tónlistarlífi; með honum bár- ust ferskir straumar þegar hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Lucky One, og síðan hefur hann sótt í sig veðrið með hverri breið- skífunni. Síðasta plata, Hótel Fær- eyjar, sem kom út fyrir tveimur árum, var reyndar ekki fullgerð, þó þar hafi margir frábærir sprett- ir verið, sérstaklega þegar hann söng á lágum nótum og tregaskotn- um. Á nýútkominni plötu, Gleðifólk- inu, sýnir Kristján frekar þá hlið, GLEÐIFÓLK Kristjáns Krist- jánssonar er gleðileg útgáfa. því þó nafnið á plötunni bendi til annars ræður ekki uppskrúfuð gleði sölumennskunnar ríkjum, heldur íhugul innhverf gleði, víða trega- skotin. Þó á plötunni sé að fínna líflegar stemmur, til að mynda Rigningu og súld og Á 4. hæð og upphafslagið Um siðgæði, eru text- arnir ekki innihaldlaust spaug held- ur athugun á því sem miður fer í þjóðfélaginu, í bland við beitt háð, sérstaklega í síðamefnda laginu. Fáir standa Kristjáni á sporði þegar ballöður eru annars vegar og Grand Hotel er afbragðs dæmi um hvernig best má gera á því sviði, sérstaklega seinni útgáfan, sem er opnari og um leið tærari en sú fyrri. Lagið sem hann orti til systur sinnar, I Think of Angels, er einnig ballaða í sérflokki og Ellen Krist- jánsdóttir syngur hana afbragsðvel. Fleiri framúrskarandi tónlistar- menn koma við sögu á plötunni, þeirra fremstur Eyþór Gunnarsson sem stýrir upptökum og. útsetning- um eins og herforingi; allt frá sveitakeim í rytmablús. Hljóðfæra- leikur er til fyrirmyndar og líklega eiga margir eftir að sperra eyrun þegar þeir heyra hvað Kristján er snjall gítarleikari, því of lítið hefur borið á því á plötum hans. Umslag plötunnar er prýðilegt, en textablað hefði mátt prófarka- lesa betur, alltaf er kjánalegt að sjá týna þar sem standa á tína, enskar gæsalappir eiga illa við ís- lenskan texta og fleira mætti til tína. Gleðifólk Kristjáns Kristjánsson- ar er gleðileg útgáfa, ekki síst fyr- ir það að þetta er ein besta og helsta útgáfa ársins; á meðan aðrir tónlist- armenn gerast endurskoðunarsinn- ar heldur Kristján Kristjánsson uppi merki íslenskrar plötuútgáfu. Árni Matthíasson Hissa á hamaganginum SÆLGÆTISGERÐIN hefur haft í nógu að snúast síðan fyrsta breið- skífa hennar, Acid jazz & funk, kom út fyrir skemmstu. Bæði er að skíf- an selst afskaplega vel og svo hitt að hljómsveitin hefur haft yfrið nóg að gera við ballspilirí og tónleika- hald. Á téðri breiðskífu Sælgætisgerð- arinnar er að finna ýmis fönklög og sýrujass, þar á meðal „Mo’ Bett- er Blues", sem hefur orðið geysivin- sælt. Liðsmenn sveitarinnar segjast hálf hissa á hamaganginum, þó að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þeir væru með gott efni í höndun- um. „Við áttum eins von á því að það myndu engir kaupa plötuna nema vinir og kunningjar," segja þeir og kíma, en bæta við að þeir hafi ver- ið handvissir að „Mo’ Better Blues“ ætti eftir að gera það gott. „Það er engin furða að fólk kunni að meta fönktónlist, því hún er svo grípandi og skemmtileg.“ Eins og fram kemur hefur Sæl- Sælgætisgerðin hefur hafið sýrujass og fönk til vegs með nýútkom- inni tónleikaskífu sinni. Annað kvöld heldur hljómsveitin útgáfutón- leika í Astro. gætisgerðin leikið víða og er meira að segja farin að leika á skólaböll- um, sem þeir félagar segjast síst af öllu hafa átt von á. „Það er gam- an að þessi músík sé að lifna við,“ segja þeir, en bæta við að skemmti- legast sé að leika á tónleikum. „Á böllum er mem hamagangur og allt á fullri ferð. Á tónleikum getum við aftur á móti leyft okkur að teygja á lögum og leika okkur með útsetningar og einleikskafla." Þeir félagar segjast stefna að því að taka sér frí til lagasmíða bráð- lega, en það hefur lítill tími verið til slíks, enda er sveitin að spila á hveiju kvöldi og verður í því fram til áramóta. Þeir segjast treysta á að minna verði að gera eftir áramót, svo þeir nái að hvílast, enda sé stefnan að hafa gaman af og þreyta hvorki sig né áheyrendur. Útgáfutónleikar Sælgætisgerð- arinnar verða á Astro annað kvöld, en þeir verða myndaðir í bak og fyrir og sjónvarpað bráðlega. Skátahúsið, Snorrabraut Sýningarsalur Heklu, Laugavegi alltaf logn og blíða M; Skemmtiatriði í dag, laugardag, kl. 13, byrjum við með fallegri listdanssýningu eldri og yngri hópa frá Listdansskólanum í Mjódd. Þrír yngstu flokkarnir sýna. Barnakór Breiðholtskirkju syngur jólalög. Borgardætur syngja og árita geislaplötu sína. Hljómsveitin Cigarette kemur fram. Félagar frá Eldri borgurum Gerðubergi, koma og spila og syngja. Jólasveinar skemmta börnunum o.fl. o.fl. fram aðjölum Laugardagur 16. des. kl. 10-22 Sunnudagur 17. des. kl. 13-17 Mánudagur 18. des. kl. 10-19 Þriðjudagur 19. des. kl. 10-19 Miðvikudagur 20. des. kl. 10-22 Fimmtudagur 21. des. kl. 10-22 Föstudagur 22. des. kl. 10-22 Laugardagur 23. des. kl. 10-23 Sunnudagur 24. des. kl. 09-13 Apótek, blómabúðir og veitingastaðir hafa annan lokunartíma. Lukkupottur Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. f* 10 ára ábyrgö 8 stœröir, 90 - 305 cm f* Stálfótur fylgir «=» Eldtraust f» íslenskar leiðbeiningar Jólatré meö skrauti - 3 gerðir Þú verslar fyrir 1.000,- í einhiverri verslun Mjóddarinnar og fyllir út lukkumiðann og ert þar með kominn í lukkupott Mjóddarinnar. Dregið verður á Þorláksmessu kl. 15.00 og verða nöfn vinningshafa auglýst í verslunum Mjóddarinnar. Vinningar eru 15 gjafabréf að upphæð kr. 4.000,- og matarkarfa að verðgildi 10.000,- frá Kaupgarði. Nafn: ................_________.._______ Heimili: _______ Sími: ................................
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.