Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fiske bouillon Svine 5 kodkraft 0kse kodkraft sovs Alt-i-én teming -med smag, kulör og jævning^ _____ ^ Cronsags bouillon Klar bouillon Alltaf uppl á teningnum! kraftmikið oggott | bragð! i LEIPTOGAFUIMDUR ESB Nafn nýju Evrópumyntarinnar og tímaáætlun um innleiðingu hennar ákveðin „Evró“ tekur gildi 1999 LEIÐTOGAR aðildarrikja Evrópu- sambandsins samþykktu samhljóða á fundi sínum í Madríd í gær að hin sameiginlega Evrópmynt yrði kölluð „Evró“. Jafnframt sam- þykktu leiðtogarnir tímaáætlun þá, sem Evrópska gjaldmiðilsstofnunin hefur lagt fram um innleiðingu hinnar nýju myntar. Hún verður tekin upp 1. janúar 1999 og eigi síðar en árið 2002 fær almenningur í aðildarríkjum Efnahags- og mynt- bandalagsins (EMU) Evró-mynt og -seðla í hendur. Andstætt því, sem ýmsir höfðu spáð, náðu leiðtogarnir saman að loknum stuttum fundahöldum um öll atriði áætlunar gjaldmiðilsstofn- unarinnar, sem er undanfari evr- ópsks seðlabanka, um upptöku sam- eiginlegs gjaldmiðils. Þetta ber vott um að þeir séu staðráðnir í að kveða niður efasemdir um að áformin um myntbandalag verði að veruleika. „Efnahags- og myntbandalagið tekur gildi 1. janúar 1999. Þetta er sigur fyrir Evrópusambandið," sagði Pedro Solbes, fjármálaráð- herra Spánar, eftir að leiðtogarnir tilkynntu ákvörðun sína í gær. Undir þrýstingi að hvika ekki Leiðtogarnir voru undir miklum þrýstingi að hvika hvergi frá fyrri áformum. Hefðu þeir ákveðið að Leiðtogar ríkja Evrópu- sambandsins sam- þykktu í gær að hvika hvergi frá áformum um upptöku sameiginlegrar myntar fyrir aldamót. —*------------------- Olafur Þ. Stephensen segir að þar með hafi þeir haldið fast við mik- ilvægan áfanga í sam- runaþróuninni í Evrópu. fresta gildistöku EMU hefðu þeir í fyrsta lagi verið að heykjast á afar mikilvægum áfanga í samrunaþró- uninni í Evrópu. Slíkt hefði haft óvissu í för með sér og dregið enn úr líkum á að verulegur árangur náist á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári. í öðru lagi mátti búast við öng- þveiti á fjármálamörkuðum, hefðu leiðtogarnir breytt um stefnu. Markaðirnir hafa búið sig undir upptöku sameiginlegrar myntar og treysta aukinheldur á þá stefnu Ófrumlegt en lítt umdeilt EVRÓ þykir ekki frumlegt nafn á nýju Evrópumyntina. Það er hins vegar það nafn, sem öli Evrópusambandsríkin geta sætt sig við. Stærsti kostur nafnsins er líklega sá að það hljómar mjög svipað á öllum þjóðtungum Evr- ópusambandsins. Leiðtogar ESB-ríkjanna og fjármálaráðherrar þeirra náðu samkomulagi um að „Evró“ yrði letrað á seðla og mynt, sem sett verða í umferð eigi síðar en árið 2002, bæði með latnesku og grísku letri. Leiðtogarnir höfnuðu því að bæta nafni núverandi myntar hvers aðildarríkis aftan við nafn- ið (Evró-peseti, Evró-pund) til að sýna að þeim væri alvara með áformum sínum um sameiginlega mynt. Ekki hefur ákveðið hvernig Evró skiptist í smærri einingar. Yves-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði í gær að sér virtist augljóst að Evró yrði skipt í hundrað eining- ar. De Silguy varpaði fram þeirri hugmynd að þessar einingar gætu áfram heitið því nafni, sem þær gerðu nú í hveiju ríki — til dæmis sentímur, pens, fenningar eða aurar. upúkinn ...hlífir engum óhreinindum Aukahlutasett 1.990, ef keypt meö ryksugupúkanum w Aðeins kr. 5 ■ 9 9( ).d Wr (+ póstkröfu og burðargjald kr. 395,- / innifalið ef greitt er með greiðslukorti) Sími 564 4000 Nýbýlavegi 18, Kóp. Reuter LEIÐTOGAR hinna fimmtán aðildarríkja Evrópusambandsins við fundarborðið í Madríd i gær. Fremst sitja Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Herve de Charette utanríkisráðherra. efnahagslegs stöðugleika og lágrar verðbólgu, sem skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir þátttöku í EMU neyða ríkisstjórnir aðildarríkjanna í raun til að fylgja. í þriðja lagi vildu leiðtogarnir alls ekki stefna þeim árangri, sem þegar hefur náðst í ríkisfiármálum í ýmsum Evrópuríkjum í hættu eða senda til dæmis frönskum verkfalls- mönnum þau skilaboð að hugsan- lega yrði komið til móts við kröfur þeirra. Lok sumra verkfalla í Frakk- landi er talið hafa orðið leiðtogunum nokkur hvatning að halda fast við EMU-áformin. Hvað með þá sem verða utan EMU? Það er þó langt í frá að öll vanda- mál varðandi upptöku sameigin- legrar myntar hafi verið leyst. Þar ber hæst hvernig hátta eigi sam- bandi EMU-ríkjanna við þau Evr- ópusambandsríki, sem ekki verða stofnríki Efnahags- og mynt- bandalagsins. Danmörk og Bret- land, sem ekki þurfa að taka þátt í bandálaginu, vilja láta gera ýtar- lega úttekt á þessu máli, sem liggi fyrir á síðari hluta næsta árs, þann- ig að hægt verði að ræða málið á leiðtogafundi í Dublin að ári. ítal- íu, sem tekur við formennsku i ráðherraráði ESB um áramótin, hefur verið falið að standa að slíkri úttekt. John Major, forsætisráðherra Bretlands, benti í gær á þá hættu að sameiginlega myntin öðlist fljót- lega mjög sterka stöðu og ríki utan myntbandalagsins keppist þá við að fella eigin gjaldmiðla gagnvart Evróinu og auka verndarstefnu á ýmsum sviðum. Slíkt gæti eyðilagt hinn sameiginlega markað Evrópu- sambandsins, sagði Major. Major elnangraður Major var sá eini af leiðtogunum, sem lét opinberlega í ljós efasemdir um samkomulagið, sem hann sam- þykkti þó sjálfur. Major var í erf- iðri stöðu. Talið er að hann hafi vonað að Chirac Frakklandsforseti yrði meira hikandi en raun bar vitni við að keyra EMU-áformin áfram. Chirac lét hins vegar óróann heima fyrir ekki á sig fá. Þá logar íhaldsflokkur Majors nú í deilum um þátttöku Bretlands í myntbandalaginu. John Redwood, sem keppti við Major um flokksleið- togaembættið, hefur nýlega hafið herferð gegn EMU, en áhrifamiklir íhaldsmenn hafa hins vegar svarað honum af hörku og krafizt þess að Bretland haldi þeim möguleika opn- um að taka þátt í EMU. Geoffrey Howe, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem segja má að hafi sært Margaret Thatcher fyrsta sárinu, er hún var hrakin frá völd- um, með árás á Evrópustefnu henn- ar, sagði fyrr í vikunni að setti Major sig upp á móti Evrópumynt- inni væri það dómgreindarbrestur, sem myndi leiða til falls hans. /ieute/'s-fréttastofan hafði eftir diplómötum annarra ESB-ríkja í gær að Major væri enn einangraðri en áður í hópi leiðtoganna. Litlar líkur væru á að hann gæti unnið þingkosningarnar, sem verða eftir hálft annað ár, og margir leiðtog- anna litu nú á einangrun hans sem hans einkavandpmál, fremur en vandamál Evrópusambandsins. Almenningur fær Evró- mynt í hendur árið 2002 Madríd. Heuter. HELZTU atriði samkomulagfs leiðtoga ESB-ríkjanna um upp- töku sameiginlegrar Evrópu- myntar eru eftirfarandi: • Myntin verður kölluð Evró. • Akveðið verður „eins snemma og hægt er“ á árinu 1998 hvaða ESB-ríki uppfylli skilyrði fyrir þátttöku í EMU og byggt verður á hagtölum ársins 1997. Þetta á að tryggja að ákvörðunin verði tekin á grund- velli eins áreiðanlegra upplýs- inga og mögulegt er, en ekki svo seint að það stefni takmarkinu um upptöku Evrópumyntar 1. janúar 1999 í hættu. • Frá og með 1999 verða allar ríkisskuldir gefnar út í Evróum, þar á meðal ríkisskuldabréf. Þjóðveijar féllu frá kröfu sinni um að fá að halda áfram að gefa ríkisskuldabréf út í mörk- um um einhvern tíma. • Mynt hvers ríkis fyrir sig verður áfram löglegur gjaldmið- ill í almennum viðskiptum í þrjú ár eftir upptöku Evrósins í banka- og fyrirtækjaviðskiptum. Arið 2002 fær almenningur hins vegar Evró-mynt og -seðla í hendur. Gjaldmiðill hvers ríkis fellur endanlega úr gildi að lokn- um hálfs árs aðlögunartíma, um mitt ár 2002. Nokkur atriði eru áfram óleyst eftir leiðtogafundinn, þar á meðal: • Skipting Evró í smærri eining- Nar. • Framtíð núverándi ríkis- skulda ESB-ríkja og hvort þeim þarf að breyta í Evró fyrir ein- hvern ákveðinn tíma. • Ymistæknilegúrlausnarefni. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.