Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORG UNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
Fagnaðarfundir
„Móttökumar
voru óblíðar“
Annar frönsku flugmannanna segir þá
hafa sætt harðræði af hálfu Bosníu-Serba
París. Reuter.
Kwasni-
ewski biðst
afsökunar
Varsjá. Reuter.
ALEKSANDER Kwasniewski,
sem tekur við embætti forseta
Póllands í næstu viku, baðst í gær
í fyrsta skipti opinberlega afsökun-
ar á því að hafa villt um fyrir kjós-
endum með því að halda því fram
að hann hefði meistaragráðu í hag-
fræði.
„Eg vil taka fram að ég sé eftir
þessu, ég vil segja að mér þykir
þetta mjög miður - að öllum líkind-
um hefði mátt komast hjá þessu,“
sagði Kwasniewski á fundi sem
sjónvarpað var í Póllandi.
Kwasniewski hefur einnig sætt
gagnrýni fyrir að láta hjá líða að
skýra frá arðvænlegum fjárfest-
ingum eiginkonu sinnar í trygging-
arfélagi í yfirlýsingu sem hann
varð að leggja fram sem þingmað-
ur um hagsmuni hans utan þings-
ins.
Walesa mætir ekki
Kwasniewski, sem er fyrrver-
andi kommúnisti, sver embættiseið
forseta 23. desember og Lech
Walesa, fráfarandi forseti og erkió-
vinur kommúnista, ætlar ekki að
vera viðstaddur athöfnina. „Af
formlegum og siðferðilegum
ástæðum, og vegna virðingar fyrir
okkar dýrlega lýðveldi, get ég ekki
tekið þátt í þessari athöfn,“ sagði
Samstöðuleiðtoginn fyrrverandi.
NORODOM Sihanouk, konungur
Kambódíu, faðmar víetnamska
hershöfðingjann Vo Nguyen Giap
að sér í upphafi fundar sem þeir
áttu í Hanoi í gær. Shianouk er
í opinberri heimsókn í Víetnam
en tveir áratugir eru frá því að
hann sótti Víetnama síðast heim,
ANNAR frönsku flugmannanna
sem Bosníu-Serbar skutu niður
nærri Pale í Bosníu í ágúst sl., seg-
ir að Serbar hafi farið ómjúkum
höndum um þá. Báðir flugmennirn-
ir fótbrotnuðu er þeir lentu eftir
að hafa skotið sér út úr flugvél
,sinni, og biðu örlaga sinna á jörðu
niðri, ófærir um að hreyfa sig. Lágu
flugmennirnir með hendur á höfði
er bóndi vopnáður veiðibyssu tók
þá höndum. Bosníu-Serbar létu þá
lausa á þriðjudag eftir að hafa hald-
ið þeim í 104 daga.
Flugmaðurinn, Jose Souvignet,
og félagi hans, Frederic Chiffot,
voru fljótlega fluttir frá bóndanum
af vopnuðum mönnum sem hringdu
til yfirmanna sinna til að fá fyrir-
skipun um hvað skyldi gera, að
sögn Souvignets.
Þegar hann var spurður hvort
að þeir hefðu verið beittir ofbeldi,
sagði hann: „Ég get lítið talað um
það en það má segja. . . að móttök-
urnar hafí verið óblíðar."
Þrátt fyrir að flugmennimir væru
báðir fótbrotnir, fengu þeir aðeins
lágmarksaðhlynningu áður en Ratko
Mladic, yfirmaður herafla Bosníu-
Serba, yfirheyrði þá. „Meiðsli okkar
voru svo alvarleg að nauðsynlegt var
að flytja okkur á sjúkrahús sem var
betur búið tækjum og þar gengumst
við undir skurðaðgerð,“ segir Sou-
vignet. „Þar sáum við Mladic aftur.
Hann var viðstaddur báðar skurðað-
gerðirnar."
Skildir að
Er flugmennirnir höfðu jafnað
sig að einhveiju leyti, voru þeir
fluttir í fangelsi og svo á annan þar
sem læknar vitjuðu þeirra reglulega
og skiptu um umbúðir. Síðar voru
flugmennirnir skildir að og segir
Souvignet það hafa verið erfiðasta
tímann.
Nokkrum spurningum blaða-
manns Est Republique, sem tók við-
talið við Souvignet, kvaðst hann
ekki geta svarað. Blaðamaðurinn
hafði greinilega fengið einhveijar
upplýsingar um fangavist flug-
mannanna, m.a. þá að bundið hefði
verið fyrir augu þeirra í lengri tíma.
Souvignet sagði að þeir hefðu
verið klæddir í náttföt af sjúkrahús-
inu allan tímann. Þegar hann var
spurður hvort að þeim hefði orðið
mjög kalt, svaraði hann: „Þetta var
ekki alltaf auðvelt."
LEIKl'R FYRIR ELSKENDUR
OG ÁSTFAXGIÐ FÓLK
Leikur og Iosti er nýr og spennandi leikur fyrir 18 ára og
eldri. Hvor leikandi fyrir sig fær bók sem hefur að geyma
leyndardóinsfullar upplýsingar um hlutverk hans eða
hennar, svo og spil sem leiðir þau um óvæntar og
forvitnilegar lendur ástar og unaðssemda.
Dreifing: Sími 565 4444
Stríðsástandi ekki
Pale, Sar^jvo, Belgrad. Reuter.
aflýst í Sarajevo
RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosn-
íu-Serba lýsti því yfir í gærmorgun
að stríðsástand ríkti ekki lengur í
Bosníu, að Sarajevo undanskilinni.
Áður höfðu leiðtogar Serba keppst
við að fullvissa Bosníu-Serba um að
öryggis þeirra verði gætt í hvívetna
í borginni. Slobodan Milosevic sagði
„ekkert rúm fyrir kvíða eða áhyggj-
ur“ og einn leiðtoga Bosníu-Serba,
Nikola Koljevic, „varaforseti" Bosn-
íu-Serba, tók í sama streng, sagðist
hafa fengið tryggingar fyrir því að
þeir Serbar sem vildu búa áfram í
Sarajevo myndu njóta verndar.
SRATA-fréttastofa Bosníu-Serba
sagði í gær að ákvörðun yrði tekin
síðar um hvort stríðsástand yrði
áfram í hverfum sem Serbar byggja
í Sarajevo. Á öðrum svæðum skil-
greindi Karadzic ástandið nú sem
„stríðshættuástand". Herir Bosníu-
Serba hafa þegar tekið til við að
flytja vopn sín á brott og það að
stríðsástandi skuii vera aflétt gerir
stjórn Bosníu-Serba mögulegt að fá
fjárveitingar til uppbyggingar.
Vilja sjálfstjórn í Sarajevo
Hverfin sem Serbar byggja í
Sarajevo og eiga að láta af hendi
stjórn á í ársbyijun 1996 eru Ilidza,
Vogosca, Ilijas og Grbavica. Um
40.000 Serbar búa í þessum hverfum
og óttast þeir um líf sitt vegna þess
að múslimar kunni að vilja hefna
dauða um 10.500 manna sem létu
lífið í umsátri Bosníu-Serba um
borgina.
Bosníu-Serbar hafa óskað eftir
tryggingum, allt frá hervernd til
sjálfsstjórnar til að tryggja að Serb-
ar í Sarajevo geti búið áfram í hverf-
um sínum. Leiðtogar ríkjanna sem
undirrituðu samninginn hafa þver-
tekið fyrir það að gerðar verði á
honum breytingar, t.d. hvað varðar
sjálfstjórn.
Momcilo Krajisnik, forseti þings
Bosníu-Serba í Pale, sagði að „loforð
og tryggingar alþjóðlegra sáttasemj-
ara væru fyrir hendi, sérstaklega frá
Carl Bildt," en Sameinuðu þjóðirnar
hafa skipað Bildt sérlegan eftirlits-
mann með uppbyggingunni í Bosníu.
Embættismenn fimmveldanna vör-
uðu í gær við því að leiðtogar Bosn-
íu-Serba hefðu ítrekað mistúlkað eða
ýkt stórlega orð alþjóðlegra sátta-
semjara. Bildt sendi fulltrúa sína til
Sarajevo í gær til að eiga viðræður
við fulltrúa íbúa þar.
Staða Sarajevo verður rædd á
þingi Bosníu-Serba í Pale í dag og
er talið að andstæðingar Karadzic
muni reyna að grafa enn frekar
undan völdum hans. Búist er við að
stuðningsmenn hans í stjórninni í
Pale kunni að hrekjast úr embættum
sínum og láta þau eftir stjórnmála-
mönnum sem fylgja Milosevic Serb-
íuforseta að málum.
Zhírínovskíj lýkur kosningabaráttunni
Vesturlöndum kennt
um öll vandamálin
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj
lauk kosningabaráttu sinni í gær með skammaræðu
yfir Vesturlöndum þar sem hann kenndi þeim um öll
vandamá! Rússlands.
„Meðan þið voruð að japla tyggigúmmí og éta Snick-
ers vorum við að leggja undir okkur geiminn," sagði
Zhírínovskíj í 45 mínútna einræðu á blaðamannafundi
í Moskvu. Mestur tíminn fór í að gagnrýna Vesturlönd,
einkum Bandaríkin sem hann lýsti sem „landi flótta-
manna og ræningja" sem hefði staðið á bak við sam-
særi um að leysa Sovétríkin upp árið 1991.
Zhírínovskíj seildist langt aftur í aldir eftir dæmum
um yfirgang Vesturlanda gagnvart Rússum. Hann
sagði Veslurlönd hafa hvað eftir annað ráðist inn í
Rússland, hneppt Rússa í ánauð, rænt þá og sölsað
undir sig rússneskar auðlindir. Hann kenndi jafnvel
Vesturlöndum um landvinninga mongóla í Rússlandi á
13. öld.
Zhírínovskíj fór einnig hörðum orðum um helstu and-
stæðinga sína. Hann lýsti Borís Jeltsín sem „hálfgild-
ings líki“ sem læknar væru að drepa, eins og læknar
hefðu orðið Jósef Stalín að bana með eitri að fyrirmæl-
um ráðamanna á Vesturlöndum árið 1953.
Flokkur Zhírínovskíjs, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni og
örvæntingar hefur gætt í tilraunum hans til að snúa
vörn í sókn. Árið 1993 fékk flokkurinn tæp 23% í þeim
hluta kosninganna þar sem kosið var um landslista flokk-
anna, en talið er að hann geti vel við unað fái hann
helming þess fylgis nú.