Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C tt0uuSMbih STOFNAÐ 1913 298. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter LAMBERTO Dini, forsætis- ráðherra ítalíu. Dini boðar afsögn Róm. Reuter. RÍKISSTJÓRN Lambertos Dinis á ítalíu lagði í gær síðustu hönd á fjárlögin og áttu þau að 'verða að lögum á miðnætti. Dini hyggst segja af sér í dag og verða þá stjórn- málaleiðtogar að ákveða fljótlega hvort boðað verður til kosninga. Kveðið er á um skattahækkanir og niðurskurð útgjalda en ríkisfjár- mál landsins hafa lengi verið í slæmu ásigkomulagi. Upplausnin í stjórnmálum landsins og spillingar- mál fjölmargra ráðamanna ollu því að skipa varð sérfræðingastjórn Dinis. Hann hafði áður heitið því að segja af sér strax og búið væri að koma fjárlögum í gegn. Forseta- slagsmál Accra. Reuter. VARAFORSETI Ghana, Nkensen Arkaah, sakaði í gær forsetann, Jerry Rawl- ings, um að hafa sparkað í magann á sér og slegið sig í andlitið á ríkisstjórnar- fundi. Arkaah mun hafa neit- að að verða við skipun Rawl- ings um að víkja af fundi. „Hann barði mig ægilega fast í öxlina og ég datt á gólfið," sagði Arkaah á blaðamannafundi. „Síðan reyndi hann að toga mig á fætur með því að þrífa í öxlina á mér, ætlaði að berja mig meira en reif þá jakk- ann. í örvæntingu sinni sparkaði hann nokkrum sinnum í kviðinn á mér áður en nokkrum ráðherrum tókst að hemja hann." Arka- ah er 68 ára gamall. Niðrandi ummæli Rawlings er 49 ára gam- all, fyrrverandi flugliðsfor- ingi. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli mannanna tveggja. Forset- anum munu hafa mislíkað niðrandi ummæli sem höfð voru eftir Arkaah á lands- fundi sl.jóiimiálaUokks varaforsetans í liðinni viku en flokkurinn hefur myndað stjórnarandstöðuhóp ásamt öðrum flokki. Rawlings er leiðtogi stjórnarflokksins. Jeltsín Rússlandsforseti tekur til starfa á ný í Kreml Vill skera upp her- ör gegn spillingu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tók í gær til starfa í Kreml, í fyrsta sinn frá því hann var fluttur á sjúkrahús fyrir rúmum tveimur mánuðum vegna hjartasjúkdóms. Jeltsín sagði að skera þyrfti upp herör gegn spill- ingu embættismanna og áréttaði að hvergi yrði hvikað frá umbótastefn- unni þrátt fyrir sigur kommúnista í þingkosningunum 17. desembér. Hann kvaðst ekki hafa ákveðið hvort hann gæfí kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum 16. júní. „Ég er kominn út á fyrsta starfs- degi mínum hér í Kreml," sagði Jeltsín þegar hann ræddi við ferða- menn og Moskvubúa á Dómkirkju- torginu í Kreml. „Ég er enn að hugsa um það," svaraði hann þegar spurt var hvort hann hygði á framboð í forsetakosningunum. Hann kvaðst tilkynna ákvörðun sína í febrúar. Varað við „skemmdarverkum" Fréttastofan ínterfax sagði að Jeltsín hefði ítrekað við Moskvubúa sem hann ræddi við á göngu sinni um torgið að ekki yrði fallið frá markaðsumbótum. „Hafið ekki áhyggjur af því," sagði hann. „Allt verður í stakasta lagi. Við leyfum engum að snúa þróuninni við. Við höfum fengið nóg af tilraunum." Forsetinn varaði þó við efnahags- legum „skemmdarverkum" og sagði að bæta þyrfti starfslið efnahags- og fjármálaráðuneytanna og koma á umbótum í nokkrum öðrum stofn- unum. „Enn eru til menn sem mis- nota aðstöðu sína. Við verðum að berjast gegn þeim af fullri hörku. Til eru skriffinnar sem stela á ósvíf- inn hátt og þeir eru ekki fáir." Interfax hafði eftir Jeltsín að hann væri ekki enn fær um að vinna 18 tíma á dag eins og áður. „Ég má ekki leggja of hart að mér eins og síðast," sagði Jeltsín. Síðar um dag- inn var tekið upp nýársávarp forset- ans sem verður sjónvarpað á morg- un, gamlársdag. Forsetinn ræddi einnig við ráð- gjafa sína í Kreml. Hann á nú anna- saman tíma fyrir höndum, fer meðal annars í opinberar heimsóknir til Kína og Noregs í mars og apríl. Stakktíu manns London. Reuter. STARFSMAÐUR í stórmark- aði í Birmingham stakk tíu manns með hnífi í gær áður en hann var yfirbugaður. Tveir særðust alvarlega.. Lögreglan fann þrjá hnífa á árásarmanninum. Ekki er vitað hvað olli þessari hegðan. „Ég sá hann stinga mann í bakið og þá hljóp ég á brott," sagði sjónarvottur. „Hann virtist einfaldlega vera í öðr- um heimi, sagði ekki orð en gekk um milli borðanna með hnífana í höndunum." Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ræðir við gamla konu áður en hann hóf störf að nýju í Kreml gær eftir tveggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi og heilsuhæli vegna hjartasjúkdóms. Hræódýrir farsímar í Noregi Ríkiðkrefst virðisaukaskatts Reuter Ósló. Reuter. HUGSANLEGT er, að seljendur farsíma í Noregi fái tugmilljóna króna reikning frá stjórnvöldum vegna vangoldins virðisaukaskatts. Er ástæðan sú, að þeir hafa allt að því gefið símana gegn því, að fólk skipti við ákveðin símafyrir- tæki, að sögn Aftenposten. Það eru raunar símafyrirtækin, til dæmis NetCom og Telenor Skautað í Rotterdam MIKLIR kuldar eru nú víða í Evrópu og er spáð illyiðri í Bret- landi og viðar í dag. Á mynd- inni sést einn af íbúum Rotter- dam í HoIIandi notfæra sér skautasvell á fljóti við borgina í gær. ¦ GadduríGlasgow/17 Mobil, sem hafa staðið straum af símagjöfunum og greitt þá niður til kaupenda með nokkrum millj- örðum króna, en ríkið hefur aftur á móti farið á mis við miklar tekj- ur. Virðisaukaskattur á farsímum er 23% og ef síminn er ekki seldur á 30.000, heldur á 10 krónur, þá fer virðisaukaskatturinn úr 6.900 kr. í 2,30 kr. 500.000 farsímar áárinu Farsímanotkun er líklega hvergi meiri en í Noregi og á þessu ári hafa verið seldir eða gefnir um 500.000 símar. Ríkið og skattayfirvöld sjá of- sjónum yfir öllum þeim tekjum, sem þau segjast hafa orðið af, og vilja reyna að nálgast þær með einhverjum hætti en seljendur far- símanna halda því fram, að ríkið hafi beinlínis grætt á símagjöfun- um. Greiðslur fyrir farsímanotkun séu mjög háar og þar með virðis- aukaskatturinn af þeim líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.