Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Athugasemdir við skrif Olínu Þor- varðardóttur Frá Andrési Guðnasyni: ÉG HLÝT að þakka Ólínu Þorvarð- ardóttur fyrir umsögn í Morgun- blaðinu 12. þ.m., um bækur mínar tvær: Hugarflug og Myndir í sandinn, þótt ég sé henni í flestum tilfellum ósammála. Um dóm Ólínu á ljóðunum finnst mér eiga við það sem ég hef áður sagt á öðrum stað: „Margir fræðingar, sem skrifa og tala um bækur, halda því fram að ljóð sé og eigi að vera mynd í huga skálds, helst svo knöpp og óljós, að lesandinn þurfi að beita öllu sínu ímyndunarafli til að skilja, eða öllu heldur að ímynda sér að hann skilji, hvað skáldið er að fara. Og ef skáldið er svo ekkert að fara með ljóði sínu, þá er myndin fullkomin, að mati fræðinganna, því þá hefur skáldinu tekist að fá lesandann til að finna tilgang í ljóðinu, sem ekki átti að vera hægt.“ Svona fræðimennska er sjálfsagt ekkert verri en hver önnur. Stundum get- ur það fáránlegasta verið skemmtilegast. Hvað varðar umsögn um smá- sögurnar, þá er það algjör mis- skilningur hjá Ólínu að mér sé umfram allt illa við konur. Ég met konur alveg til jafns við karlmenn, en ég neita að taka þær í dýrðlin- gatölu eins og stanslaus áróður þeirra ætlast til. Á Indlandi eru kýr svo heilagar að ekki má snerta þær, þótt konur þar séu lítils metn- ar. Hér eru konur að verða eins og kýr á Indlandi, það má ekki snerta þær hvorki í orði né verki. Hinsvegar minnist Ólína ekki einu orði á lengstu og bestu sögu bók- arinnar: „Maður frá Suður-Amer- íku“, sem er, eftir mínum skiln- ingi, hetjusaga konu, sem sýnir hvað í henni býr þegar á reynir. Þannig verða konur miklar, en ekki fyrir eitthvert rauðsokku- kjaftæði. Því miður get ég ekki bætt úr því þótt .Ólína skilji ekki sumar sögurnar, en ég held að þær séu allar skiljanlegar meðal- greindu grunnskólabami, enda eru börn ekki með feminiska komplexa. Það er laukrétt að villur í texta eru óþolandi. Og ég hélt satt að segja að leiðréttingarfor- rit, sem notað var gerði eitthvert gagn. Ég er þakklátur. Ólínu Þor- varðardóttur fyrir að gefa sér tíma til að vekja athygli á þessum tveim bókum mínum. I rauninni skiptir það ekki máli hvaða álit hún eða aðrir hafa á þeim. Það sem mér kemur við er þetta: Hef ég skilað af mér verki sem ég þurfti að vinna? Ég held það. Hversu gott það er fer eftir því hver dæmir. ANDRÉSGUÐNASON, Langholtsvegi 23, Reykjavík. Að horfast í augii við sorgina Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: JÓLIN eru tími samveru og sam- einingar á meðal okkar. Það fer því ekki hjá því að þeir er hafa séð á bak ástvinum sínum yfir móðuna miklu á árinu, þurfi að upplifa tómleikatímabil. Þessi tilfinning er sterk um þeetta leyti, það er því 'styrkur hveijum og einum að finna kærleik í einni eða annarri mynd um hátíðarn- ar. Eitt símtal, til dæmis getur veitt styrk, þeim er syrgir. Kær- leikur og hlýja býr nefnilega með okkur öllum, aðeins er það spurning um að hyggja að því hversu vel það getur komið þeim, er eiga um sárt að binda. Fyrir þá getur það verið sem vatn, þyrstum manni. Sorgin er langur gangur í skógi tilfinning- anna, en yfirleitt er hver ríkari af reynslunni, reynslu um sjálfan sig og lífið í heild. Hvort sem er á hátíð fæðingar Jesú Krists, jólunum, ellegar öðrum hátíðum kristinnar trúar, munu þeir er syrgja hugleiða ögn meira lífið og tilveruna út frá sinni reynslu. Hugurinn leitar minninga, sem gleðja, minninga um þá sem voru okkur kærir. Þessi tími er því einn stígur í skógi tilfinning- anna. Einu sinni er allt fyrst, það á einnig við um sorgina, hún getur hitt okkur fýrir snemma eða seint, ung eða gömul. Reynsla mín er sú að taka fyrir einn dag í einu og horfast í augu við hann, allt það er fyr- ir ber reyni ég að gera upp að kveldi. Þegar hugurinn leitar, kannski oft á kvöldin er ágætt að sitja við kertaljós og horfa á logann, og finna hvernig flöktið hefur ákveðinn samhljóm við hugsanir manns. Styrkur í því fólginn að lesa sálma, og biðjar sínar bænir er mikill. Ég vil að lokum senda öllum þeim er upplifa tómleika í ein- hverri mynd þessi jól, kærleik- ans kveðju, og munið að vonina er að finna í trú. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, starfar á leikskóla og er einn höf- unda bæklingsins Hjálp í sorg. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Líf 03 list fjölbreytileg listaverk myndir - keramik Opið kl. 12-18 virkg daga, sími 567 5577. Stangarhyl 7. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 37 HHB aðinu 31. desember nk. og verður hún arnagetraun, unglingagetraun, fullorðinsgetraun og fornsagnagetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk BARNAQETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára) 1. Leikföng að eigin vali frá verslunum Leikbæjar að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. UNGLINGAGETRAUH (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára) £ 1. Fataúttekt að eigin vali frá versluninni Sautján að andvirði 20.000 2. Bækur að eigiri vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. .v -. ■ r1 * mmmm FULLORÐINSGETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 18 ára og eldri) 1. Vöruúttekt að eigin vali frá versluninni Útilífi að andvirði 20.00 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. FORNSAQNAQETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 18 ára og eldri) 1. íslandssaga a-ö eftir Einar Laxness frá Vöku-Helgafelli. 2. Vídalínspostilla frá Máli og menriingu. 3. Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur frá Hörpuútgáfunni. Auk þess fá allir vinningshafar vekjaraklukku merkta Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaglnn 15. janúar. - kjarni málslns!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.