Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 36

Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 36
36 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska yOU THINK l’M CRAB0T N0W..UJAIT UNTIL l’M FORTY OR FIFTY.. ANP WHEN l'M 51KTV, l'LL 8E EVEN MORE CRABBV! BUT JU5T WAIT 'TIL l'M EI6HTV.. THEN VOO'LL 5EE CRAB8V LIKE N0THIN6 EVER BEFORE! LVHAT ABOIIT NINETV? ÞÉR finnst að ég sé geð- Og þegar ég verð En bíddu bara þang- vond núna... Bíddu þang- sextug verð ég að til ég verð átta- að til ég verð fertug eða jafnvel ennþá tíu ... Þá færðu sko fimmtug. geðverri! að kynnast alvöru geðvonsku! En hvað þegar þú verður níutíu ára? Þá verð ég voða góð ... BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Svar til sóknarbarna, Sjafnar Friðriksdóttur og Skúla Jóns Signrðssonar Frá Flóka Kristinssyni: MARGT hefur verið um mig rætt í fjölmiðlum síðustu daga og persóna mín lögð fyrir dóm þjóðarinnar. Þessa athygli hef ég ekki kosið mér sjálfur og harma hana. Margt af því sem sagt hefur verið um mig dæmir sig sjálft, ég hef ekki viljað elta ólar við köpuryrði og reiðilestur ákveð- inna einstaklinga. Nú bregður hins vegar svo við, að í Morgunblaðinu í dag birtist lesenda- bréf sem valdið hefur mér mikilli hryggð og ama. Þar er því haldið fram, að ég hafi gerst sekur um að meina sóknarbömum mínum aðgang að kirkju þeirri sem ég þjóna, Lang- holtskirkju. Hér er á þann hátt vegið að heiðri mínum og sóma að ég fæ ekki orða bundist. Bið ég því vinsam- legast um, að eftirfarandi greinar- stúfur fái að birtast í blaði ykkar hið fyrsta, helst á morgun. Kópavogi, 29. desember 1995. Virðingarfyllst, Flóki Kristinsson. í bréfi sem þið ritið til Morgun- blaðsins og birtist í dag, 29. desem- ber, greinið þið frá sárum vonbrigð- um ykkar með það, að undirbúningur að brúðkaupi sonar ykkar sem fram átti að fara hinn 15. júlí sl. hafi rask- ast af mínum völdum. Af bréfi ykkar má ráða, að ég hafi ekki viljað lána fyrrverandi sóknarpresti sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni afnot af kirkj- unni, en hann mun hafa átt að fram- kvæma hjónavígsluna. Mér þykja þessi skrif ykkar sár og harma að þau hefur nú borið fyr- ir almenningssjónir ásamt öðru því sem í bréfi ykkar stendur. Skemmst er frá því að segja, að ég varð furðu lostinn er ég las þessi skrif. Ég hafði aldrei heyrt á þetta minnst fyrr og var ókunnugur málinu með öllu. Nú háttar svo til hér við Lang- holtskirkju, að haldin er dagbók þar sem skráð eru fyrirhuguð afnot af kirkjunni. Mitt fyrsta verk í morgun var að líta í dagbók kirkjunnar til þess að kanna þetta mál. Þar kemur fram, að kirkjuvörður hafi tekið kirkjuna frá vegna hjónavígslu á vegum sr. Sigurðar Hauks hinn 15. júlí sl. kl. 16. Hins vegar hafði verið strikað yfir þessa pöntun eins og hún hefði verið afturkölluð. Ég hafði því samband við kirkjuvörð og innti hann eftir því, hvernig þetta hefði borið að. Kirkjuvörður tjáði mér að sr. Sig- urður Haukur hefði haft samband við sig og afturkallað pöntun á kirkj- unni. Um ástæður var ekki rætt, að því er mér skilst. Þetta er hið eina sem ég veit um málið. Ég vil aðeins fá að geta þess, að stundum kemur fyrir að pöntun á kirkjunni vegna athafna er dregin til baka og þykir ekki tiltökumál, enda geta ýmsar ástæður legið að baki. Ég sé mig knúinn til að taka fram, að sr. Sigurður Haukur hefur fengið öll þau afnot af kirkjunni sem hann hefur óskað eftir. Hann hefur skírt, gefið saman hjón og jarðsungið frá Langholtskirlq'u eins og hann hefur sjálfur viljað frá því að hann lét af störfum við kirkjuna á miðju sumri 1991. Hann hefur að vísu ekki, að því er ég minnist, haft samband við mig persónulega vegna þessara prest- verka, pantanir hans á kirkjunni hafa farið um hendur kirkjuvarðar. Þetta hefur verið mér að meinalausu og á ég erfitt með að trúa að hann beri öðru vitni en því, að kirkjan hafi stað- ið honum til boða vegna prestsverka. Um þau ummæli, að ég hafí „sent sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni fyrr- verandi sóknarpresti tóninn” sem og sr. Árelíusi Níelssyni og öðrum frum- heijum safnaðrins, þá vil ég taka fram: Þegar ég tók við embætti í Lang- holtskirkju nefndi ég það við sr. Sig- urð Hauk að ég vildi gjaman gera honum einhvem sóma með því að bjóða honum að taka að sér verkefni eða þjónustu á vegum safnaðarins, fannst það eðlilegt þar sem hann bjó í söfnuðinum og átti langt starf að baki við kirkjuna. Liður í þessu var að hann tók að sér að starfa í nefnd til söfnunar fyrir orgeli í kirkjuna. Einnig bauð ég honum að taka að sér aftansöng á jóium fyrstu tvö árin eftir að hann settist í helgan stein. Þetta þáði hann með þökkum og ég býst við að glöggt fólk hafi veitt þessu eftirtekt. Þetta var ekkert miskunnarverk af minni hálfu heldur leit ég á þetta sem sjálfsagða kurt- eisi og heiður við mann sem á sínum tíma Iaðaði mig að kirkjunni og er- indi hennar. Staðhæfmjgar um napran hug minn til sr. Arelíusar eru vart svara- verðar, svo fáránlegar sem þær eru. Hann er mér minnisstæður frá upp- vaxtarárum mínum í Langholtssókn. Ég á fjölmargar ógleymanlegar end- urminningar frá messugjörð hans í safnaðarheimilinu. Einlægni hans, málsnilld og eldmóður hafði djúp áhrif á mig sem bam og ungling. Virðing mín fyrir honum hefur auk- ist með árunum. Þess vegna var það mér gleðiefni, að ég gat komið því til leiðar ásamt niðjum hans að við kirkjuna var stofnaður líknarsjóður til að rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín. Mér er vel kunnugt um það, að hinir minnimáttar í sam- félaginu voru honum afar hjartfólgn- ir og þeim var hann ávallt fús til að leggja hjálparhönd. Þessi líknarsjóð- ur tengist nú nafni hans og konu hans og mun í framtíðinni halda minningu þeirra merku hjóna á lofti. Um aðra frumheija safnaðarins hef ég_ aldrei sagt æðruorð, þvert á móti. Ég hef í ræðu og riti vitnað í orð þeirra til að minna á þá heitu hugsjón sem bjó í hjarta þeirra og okkur ber að hafa að leiðarljósi. Að lokum þetta. í hvert sinn sem sóknarbarn leitar eftir þjónustu ann- ars prests en sóknarprests er verið að leysa sóknarbönd. Þetta er dag- legur viðburður í höfuðborginni og þykir engin nýlunda. Menn hafa litið svo á, að sóknarvitund í borgarsam- félaginu sé að mestu horfin og verði varla vakin upp að nýju. Þetta hafa prestar viðurkennt með því, að þeir vinna prestsverk fyrir hvem sem til þeirra leitar án tillits til búsetu. Þetta hefur ekki, svo mér sé kunnugt um, verið átalið af biskupi eða kirkjuyfir- völdum öðrum. Svona eru nú tímarn- ir sem við lifum. Hitt er nýlunda, að fólk finni sér tilefni til þess, að gera grein fyrir því í blöðum að þeir hafi rofið sóknarbönd og vitni til úreltra laga frá 1882 um leysingu sóknarbanda. Ég óska brúðhjónunum ungu allra heilla í sambúð þeirra og harma að nafn mitt hefur verið nefnt til hneykslis í tengslum við þá hátlðlegu athöfn er þau bundust heitum um að leiðast saman um lífið sem hjón. Ég bið þeim gæfu og gengis og hefði aldrei komið til hugar að hryggja þau með svo ósmekklegum hætti, að ég meinaði þeim að fá blessun yfir sam- búð þeirra í helgidóminum Lang- holtskirkju. FLÓKI KRISTINSSON, sóknarprestur í Langholtskirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.