Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ______FRÉTTIR: EVRÓPA Anægja með frammistöðu Spánar Brussel. Reuter. SPÆNSKA ríkisstjómin hefur hlotið almennt lof meðal annarra aðildar- ríkja Evrópusambandsins fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum það hálfa ár, sem hún hefur veitt ráðherraráði sambandsins for- mennsku. Spánveijar hafa náð flest- um þeim markmiðum, sem þeir settu sér áður en þeir tóku við formennsk- unni. Er Spánn tók við formennsku í ráðherraráðinu í júlí lýsti ríkisstjóm- in því meðal annars yfir að hún myndi stefna að nánari tengslum við Rómönsku Ameríku, móta skýra stefnu í málefnum Miðjarðarhafs- svæðisins og gera samkomulag um að blása nýju líf í samskipti ESB við Bandaríkin. Tvö fyrmefndu atriðin eru augljós hagsmunamál Spánveija sjálfra, en skipta Evrópusambandið í heild auðvitað mjög miklu máli. Spánveijar hétu því jafnframt að undirbúa ESB fyrir 21.. öldina, meðal annars með því að hefja undirbúning fyrir ríkjaráðstefnuna, sem hefst í marz á nýja árinu, og koma undir- búningi að upptöku sameiginlegrar Evrópumyntar á skrið. Raunhæf markmið „Það mikilvægasta við forystu Spánveija er sú staðreynd, að þeir settu sér markmið, sem vom raun- hæf, og náðu þeim,“ segir embættis- maður Evrópusambandsins í Brussei. Embættismaðurinn telur að skipan Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, sem bar hitann og þungann af formennskutíð Spánar, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins sé til vitnis um að'hin ESB-ríkin hafi kunnað að meta verk hans. Árangur í utanríkismálum Á sex mánuðum hefur ESB, undir forystu Spánar, náð mikiivægum árangri í utanríkismálum ESB, með- al annars gert nýjan viðskiptasamn- ing við Mercosur-ríkin, Brazilíu, Arg- entínu, Uruguay og Paraguay, og auk þess styrkt tengslin við Kúbu. í nóvember stóðu Spánveijar fyrir ráðstefnu ESB-ríkja og Miðjarðar- hafsríkja, sem samþykkti nýjan sátt- mála sem meðal annars kveður á um að stefnt skuli að sameiginlegu frí- verzlunarsvæði árið 2010. Þá ákváðu ríkin að beijast gegn hryðjuverka- starfsemi og stuðla að vernd lýðræð- is og mannréttinda. Fyrir tilverknað Spánveija var skrifað undir nýtt samkomulag Bandaríkjanna og ESB, sem kveður á um afnám viðskiptahindrana og víðtækt samstarf á flestum sviðum. Myntbandalagið og ríkjaráðstefnan undirbúin Spænsku stjóminni tókst ekki að koma öllum stefnumálum sínum í framkvæmd hvað varðar innri mál Evrópusambandsins. Þannig gekk áætlun hennar um aukið fijálsræði á rafmagnsmarkaði ekki eftir. Hins vegar þykir það mikill áfangi að hafa fengið áætlunina um upptöku sameiginlegrar myntar, Evró, sam- þykkta á leiðtogafundinum í Madríd nú í desember. Auk þess hefur Carlos Westen- dorp, sem nú hefur tekið við af Sol- ana sem utanríkisráðherra, fengið mikið lof fyrir störf sín sem formað- ur hugleiðingarhópsins svokallaða, sem hefur undirbúið ríkjaráðstefnu ESB. Ráðstefnan hefst í marz og á að búa sambandið undir íjölgun að- ildarríkja. Áhyggjur af Ítalíu Stjómvöldum í öðrum ESB-ríkjum er ef til vill efst í huga að Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar hefur tekizt að halda sjálfur um stjómartaumana þetta hálfa ár og ekki neyðst til að boða kosningar þrátt fyrir stanzlausan þrýsting heima fyrir. í ríkjunum tveimur, sem höfðu formennskuna á hendi árið áður, Þýzkalandi og Frakklandi, voru kosningar á miðju formennskutíma- bili, sem hafði í för með sér að stjórn- völd sinntu málefnum ESB lítið mán- uðum saman. Embættismenn óttast að það sama verði nú uppi á teningnum þegar Ítalía tekur við formennskunni um áramótin. Dini forsætisráðherra er valtur 1 sessi og segir líkast til af sér nú um áramótin. Hvað tekur við er óvíst, en margir óttast nýjar kosn- ingar og þann glundroða, sem þeim fylgir. Reuter FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, hefur haldið um stjórnartaumana í ráðherraráðinu undanfarið hálft ár, en Jacqu- es Santer stýrir framkvæmdastjórn ESB. Tietmeyer vongóður fyrir hönd Frakka Frankfurt. Reuter. HANS Tietmeyer, forseti banka- stjómar þýzka seðlabankans, Bun- desbank, segist telja að Frakklandi muni takast að uppfylla skilyrðin fyrir þátttöku í Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópuríkja (EMU) fyrir árið 1999, er sameiginleg Evrópu- mynt verður tekin upp. „Ég sé ekki fyrir mér myntbanda- lag án Frakklands eða án Þýzka- lands,“ sagði Tietmeyer í viðtali við Siiddeutsche Zeitung. Hann bætti við að myntbandalag, sem aðeins inni- héldi Þýzkaland og nokkur smærri ríki, gæti orðið til þess að kijúfa Evrópu. „Við verðum að gera ráð fyrir að Frakkland hafi bæði raunverulegan vilja og getu til að skapa skilyrði fyrir þátttöku," sagði Tietmeyer er hann var spurður hvort hann teldi að fresta ætti gildistöku EMU ef Frakkland uppfyllti ekki skilyrðin í tíma. ERLENT Reuter Hátækniskúta fyrst í mark BANDARÍSKA stórskútan Sayonara siglir yfir marklínuna í hinni árlegu kappsiglingu frá Sydney til Hobart í Ástralíu, sem nú fór fram í 51. sinn. Skútunni var nýlega hleypt af stokk- um í Japan þar sem hún var smíðuð fyrir banda- ríska eigendur. Kostaði hún fullbúin 20 milljón- ir dollara eða 1,2 milljarð króna. í áhöfninni voru einkum menn sem mikla reynslu hafa að baki, m.a. í Ameríkubikarnum og Whitbread- hnattsiglingunni. Skútan lagði leiðina frá Sydn- ey til Hobart að baki á þremur dögum og var 10 stundir frá brautarmetinu sem búist var að hún myndi slá auðveldlega en byr reyndist óhag- stæður. Vaxandi áhyggjur af lýðræðinu í Slóvakíu VÍÐA á Vesturlöndum hafa menn nú vaxandi áhyggjur af framþróun lýðræðisins í Slóvakíu. Einræðistilburðir þykja einkenna stjórn Vladimirs Meciars, forsætisráðherra landsins, sem bregst við með því að væna erlend ríki um yfir- gang og ógnanir. Þegar Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, flutti ræðu fyrr í þess- um mánuði um framtíð Evrópusambandsins (ESB) og stækkun þess nefndi hann þijú ríki, Tékkland, Pólland og Ungveijaland. Kanslar- inn nefndi ekki Sló- vakíu, sem áður var jafnan talin í hópi næstu aðildarríkja sambands- ins. Vestrænir sendimenn í Bratislava fullyrða að Meciar beiti öllum brögðum til að tryggja yfirráð sín og að stjórnarhættir hans geti ekki tal- ist lýðræðislegir. Hreinsanir Hreinsanir hafa farið fram í röðum opinberra starfsmanna og þeir hraktir á braut sem ekki þykja sýna stjómvöldum tilhlýði- lega hollustu. Hið sama hefur gerst hjá fjölmiðlum í ríkiseigu. Fjárveitingar til dómstóla eru í vaxandi mæli háðar því að úr- skurðir þeirra séu vaidhöfum þóknanlegir. Haft hefur verið í hótunum við þingmenn stjórnar- andstöðunnar og gefið til kynna að þeir kunni að verða sviptir sætum sínum. Niðurgreiðslur stjórnvalda fara og eftir hollustu ráðamanna í bæjar- og sveitarstjórnum. Þannig ríkir myrkur oftlega að kveldi í Bratislava og er fullyrt að með því móti vilji Meciar refsa borgarbúum fyrir að hafa valið borgarstjóra úr röðum stjórnar- andstæðinga. Vafasöm lagafrumvörp Á Vesturlöndum hefur athygli manna einnig beinst að nokkrum lagafrumvörpum sem nú bíða afgreiðslu á þingi. Þau þykja mörg hver eiga það sameiginlegt að fela í sér aukna miðstýringu og aukin völd forsætisráðherr- ans. Meðal frumvarpa þessara er eitt sem gera mun refsivert að fara niðrandi orðum um þjóð- ina, geti viðkomandi ekki fært sönnur á mál sitt. Annað kveður á um takmarkað athafnafrelsi einkafyrirtækja. Eitt til hefði í för með sér takmarkanir á rétti Stjórnarskrárdómstóls Slóvakíu til að úrskurða að tiltekin lög bijóti í bága við stjórnarskrána. Ný tungumálaiöggjöf í SIó- vakíu hefur einnig vakið athygli og ugg á Vesturlöndum. Deilt er um túlkun þessara laga en talsmenn ungverska minnihlut- ans, sem telur um 11% þjóðarinnar, telja þau vega mjög að rétti Ung- veija til að nota móður- málið. Valdagræðgi og þjóðernishyggja Ríkisstjómir fjöl- margra ríkja hafa á und- anförnum mánuðum sent orðsendingar til stjórnvalda í Slóvakíu þar sem lýst er yfir áhyggjum af þróun þessari. Evrópusam- bandið hefur kvartað undan mannréttinda- brotum, Bandaríkja- stjórn hefur hvatt til „aukins umburðarlynd- is“ í stjórnkerfinu og Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem segir m.a. að rík- isstjóm Slóvakíu fylgi stefnu sem „virðir hvorki leikreglur lýð- ræðisins né réttindi minnihluta- hópa.“ Meciar og undirsátar hans hafa brugðist við þessu með því að vara við þeirri „spennu og óánægju" sem athugasemdir þessar geti af sér í Slóvakíu. „Ég er ekki viss um að ráða- menn geri sér grein fyrir að ver- ið er að ýta Slóvakíu til hliðar,“ segir Frantisek Sebej, sem var formaður utanríkismálanefndar þings Tékkóslóvakíu frá 1990 og þar til landinu var skipt í árslok 1992. „Hér er að koma fram valdstjórn, sem styðst ekki við neins konar hugmyndafræði og nærist aðeins af valdagræðgi þeirra sem ráða. Orðið „fasismi“ er ekki við hæfi til að lýsa ástandinu en Slóvakía er að verða land sem einkennist af miðstýringu, þjóðernishyggju og skorti á umburðarlyndi.“ Ileimild: The International Her- ald Tribune.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.