Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 11 Ráðgjöf og efna- hagsspár hf. Spá 4,2% hagvexti 1996 HAGVÖXTUR verður heldur meiri á næsta ári en Þjóð- hagsstofnun hefur spáð, sam- kvæmt spá Gjaldeyrísmála, fréttabréfs Ráðgjafar og Efnahagsspáa. Þar er reiknað með að hagvöxtur á næsta ári verði 4,2%, eða 1% meiri en spá Þjóðhagsstofnunar frá 14. desember s.l. gerir ráð fyrir. Spá meiri útflutningi á árinu 1996 Mismunurinn felst fyrst og fremst í því að Gjaldeyrismál reikna með mun meiri aukn- ingu í útflutningi á næsta ári en Þjóðhagsstofnun. Spá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir um 0,4% aukningu í út- flutningi en í spá Gjaldeyris- mála er aftur á móti reiknað með 5,5% aukningu. Þar er m.a. gert ráð fyrir leiðrétt- ingu á þeim samdrætti sem varð í útflutningi sjávaraf- urða í ár, þrátt fyrir ágæt aflabrögð. Þá er gert ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður verði í járn- um á næsta ári, en Þjóðhags- stofnun spáir því að hann verði neikvæður um 7,3 millj- arða króna. Aukin neysla á þessu ári kemur fram í versnandi lausafjárstöðu banka hmlán niinnkn en útlán aukast ÍSLENDINGAR hafa að undanförnu gengið á innstæður sínar í bönkum á sama tíma og eftir- spurn eftir útlánum hefur aukist. Þessi þróun á að hluta rætur sínar að rækja til aukinnar neyslu og hefur leitt til versnandi lausafjárstöðu bank- anna. Samkvæmt nýju yfirliti Seðlabankans drógust innlán banka og sparisjóða saman á fyrstu 11 mánuðum ársins um 0,2% eða röskar 300 milljón- ir króna. Á sama tíma jukust almenn útlán um nær 4,4% eða nær 7,7 milljarða. Bankarnir hafa því þurft að afla sér verulegs nýs ráðstöfunar- fjár á verðbréfamarkaði og jókst verðbréfaút- gáfa þeirra á tímabilinu um tæp 18% sem jafn- gildir tæpum 4 milljörðum. Þar er eingöngu um sölu á skammtímabréfum að ræða því útgáfa bankavíxla jókst úr 1,7 milljörðum í 7,4 millj- arða á tímabilinu eða um 5,7 milljarða. „Fram að miðju ári sáum við að það hægði á eftirspurn heimila eftir lánsfé í bönkunum," sagði Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans. „Sama gilti um fyrirtækin þó það eigi sér lengri sögu. Núna sjáum við vaxandi eftirspurn eftir lánum á sama tíma og innlánamyndun er að minnka. Þetta rím- ar við innflutningstölurnar sem sýna rúmlega 10% aukningu á innflutningi á neysluvörum. „Ofmat á álversframkvæmdum“ Samdráttur innlánanna virðist eiga rætur sín- ar í heimila- og fyrirtækjageiranum, en á móti kemur að bankarnir virðast hafa fengið stofn- anafjárfesta til að kaupa bankavíxla. Þar er aðallega um að ræða lífeyrissjóði sem eru með stöðugt framboð á fé. Þessi þróun er nokkurt áhyggjuefni og er í samræmi við nýja þjóðhagsá- ætlun. Þar sést að hagvöxturinn á þessu ári er að mestu fjármagnaður með neyslu og fjárfest- ingu. Útflutningurinn leiðir ekki hagvöxtinn eins og á síðasta ári heldur neyslan. Það er ágætt að fjárfestingin aukist en hins vegar veldur áætluð 5,5% raunaukning neyslu á þessu ári áhyggjum. Launaþróunin stendur ekki undir 5,5% neysluaukningu. Hluti af henni er því fjármagnaður með lánsfé eða með því að ganga á innstæður í bönkunum. Okkur sýnist að álversframkvæmdin hafi hleypt einhverri bylgju af stað og greinilegt að um ofmat er að ræða í þjóðarsálinni á þeim áformum. Þetta er ekki eins stór framkvæmd og fólk virðist telja þar sem virkjanaframkvæmdunum er lokið.“ Yngvi Örn bendir á, að vegna vaxandi misvæg- is í þjóðarbúskapnum hafi Seðlabankinn beitt sér fyrir aðhaldi í peningamálum. „Við höfum látið 0,2-0,3% hækkun á ávöxtun ríkisvíxla koma fram á eftirmarkaðnum undanfarna daga til að draga úr fjármagnsútstreymi." • • Ossur Kristinsson valinn maður ársins í viðskiptalífinu af Frjálsri verslun og Stöð 2 ÖSSUR Kristinsson, maður ársins í viðskiptalífinu, og Magnús Hreggviðsson, formaður dómnefndar. Framúrskarandi árangur í útflutningi TÍMARITIÐ Frjáls verslun og Stöð 2 hafa valið Össur Kristins- son, stoðtækjafræðing og aðal- eiganda Össurar hf., mann ársins 1995 í íslensku viðskiptalífi. Hann hlýtur þessa viðurkenn- ingu fyrir að flytja út íslenskt hugvit með framúrskarandi ár- angri, segir í Fijálsri verslun. Fram kemur að Össur hf. er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Lúxemborg. Fyrir sex árum nam útflutningur um 5 milljónum króna en á þessu ári verður hann um 420 miHjónir. Aðalsöluvara fyrirtækisins er svokölhið sílikonhulsa sem sett er á útlimastúfa þegar festa á gervilimi við þá. Þá framleiðir fyrirtækið gerviökklalið og sér- stakt mótatæki. í tímaritinu seg- ir m.a. að gervifætur séu oftast óþægilegir fyrir notandann með tilkomu Icecross sílikonhulsunn- ar hafi það breyst mikið. Á næsta ári mun fyrirtækið enn kynna nýja vöru. Þar er um að ræða nýja tegund af harðri hulsu sem stúfurinn með sílíkon- hulsunni fer ofan i. Þessi tækni mun stytta framleiðslutímann. Skjóttu stoðum undir björgunarstarfið Með því að kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkirðu björgunarstarf sem getur skfpt sköpum á neyðarstund. Hjálparsveit skáta í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.