Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Neyðarlínan Slökkviliðsmenn vilja samstarf við lögreglu Á FUNDI sem deild Landssambands slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Reykjavíkur hélt á fimmtudag, var samþykkt tillaga um að tekið verði upp samstaf við lögreglu vegna áformaðrar framkvæmdar við upp- töku samræmdrar neyðarsímsvörun- ar í landinu. Fundurinn átaldi vinnu- brögð stjórnvalda við að koma henni á fót. í ályktun slökkviliðsmanna segir að eignaraðild að Neyðarlínunni hf., sem annast á samræmda neyðarsím- svörun, sæti vaxandi gagnrýni og sömuleiðis lúti hún að fyrirkomulagi rekstursins öryggissjónarmiðum og hinni faglegu hlið málsins. Undirbúningi áfátt Slökkviliðsmenn segja undirbúning málsins vera verulega áfátt og minna af þeim sökum á að gömlu neyðarsímanúmerin verði áfram í fullu gildi. Reynt verði að rísa undir þeirri ábyrgð sem ónógur undirbúningur varpar á herðar manna, en traust lagt á þær viðræður sem ákveðnar hafí verið á milli borgaryfírvalda og Lands- sambands slökkviliðsmanna um fram- tíðarskipan þessara mála. * Rússafiskur til Islands Jafnvægi milli fram- boðs og eftirspumar „ÞAU umskipti hafa orðið, að í stað þess að verða að draga fískinn út úr Rússum, þá er nú gott jafnvægi á milli framboðs þeirra og eftirpumar hér á landi,“ sagði Jón Sigurðarson hjá Fiskafurðum hf. í samtali við Morgunblaðið í gær um ,,meiri þíðu í samskiptum" Rússa og Islendinga“ Jón sagði að greinilega væri nú miklu meiri áhugi hjá Rússum á fisk- sölu til íslands. Sagðist hann telja til þessa tvær meginástæður; annars vegar væri víða jólastopp og þröngur markaður annars staðar, en svo væri líka ljóst, að rússneskir útgerðar- menn tækju ekki lengur mark á til- mælum um viðskiptabann á ísland í þorski. Það sagðist Jón þakka starfí utanríkisþjónustunnar og sérstaklega sendiráðsins í Moskvu. Þegar utanríkisráðherra gekk í málið kom í ljós að þessi tilmæli voru óformleg og frá rússneska sjávarút- vegsráðinu komin. Utanríkisþjónust- an íslenzka hefði komið þessu á hreint og tekist að koma þessum skilningi til útgerðarmannanna. Jón sagði að benda mætti á þetta sem dæmi um góð afskipti utanrík- isþjónustunnar af viðskiptum, þegar afskipti þess leiddu til umskipta sem þessara. MorgunDiaoio/övemr HELGÍ Hjörvar (t.v.) sést hér taka í höndina á Ólafi Tómassyni póst- og símamálastjóra. Á milli þeirra stendur Halldór Blöndal. Brynja Arthúrsdóttir, varaformaður Blindrafélagsins, og Guðmund- ur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri standa álengdar. Blindir hringja ókeypis í símaskrá BLINDIR munu á nýju ári geta hringt ókeypis heiman frá sér í 118, númer símaskrárinnar. Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins segir það mikinn áfanga að þetta gamla baráttumál skuli verða orðið að veruleika. Hann segir að um áratugaskeið hafi rík áhersla verið lögð á að gera bækur aðgengilegar, með blindraletursútgáfum og útgáfu hjjóðbóka. Nú fyrst gætu blindir hins vegar fagnað aðgengi að mest lesnu bók landsins, Síma- skránni. Þjónusta þessi nær til lögblindra og munu 150 manns njóta hennar. Óhefðbundin baráttuaðferð Segja má að baráttuaðferð Blindrafélagsins við að ná þessu máli fram hafi verið nokkuð óvenjuleg. Sendi félagið Halldóri Blöndal samgönguráðherra eft- irfarandi vísu: Heiti ég á Halldór minn til heilla að glíma. Blessaður þig legðu í líma, leyfðu afnot frí af síma. Aðeins þó við ætlumst til þú öldur lægir. Eitt hundrað og átján nægir, áfram verða mönnum þægir. Halldór svaraði fyrir sig á blaða- mannafundi i gær, þar sem fyrir- komulagið var kynnt: Símaskráin nýtist nú á nýju ári svo að fá þeir orð í eyra sem ekki sjá, en bara heyra. Verðlaunafé vegna bankaránsins í Búnaðarbanka Vísbendingar en óvíst um gagn NOKKUR viðbrögð urðu við heiti bankastjómar Búnaðarbanka um að veita einnar milljónar krónu verð- laun fyrir upplýsingar, sem leiddu til handtöku þeirra, sem rændu útibú bankans við Vesturgötu í Reykjavík 18. desember. „Það er of snemmt að segja til um hvort gagn er af þessum vísbend- ingum,“ sagði Hörður Jóhannesson yfírlögregluþjónn. Hörður vildi ekki segja hve marg- ir hefðu brugðist við heitinu um fé til höfuðs bankaræningjunum, en kvað næsta víst að Búnaðarbankinn yrði ekki verðlaunafénu fátækari fyrir áramót. Stjórn bankans ákvað að veita peninga fyrir upplýsingar um ránið að höfðu samráði við Rannsóknar- lögreglu ríkisins og skal vísbending- um komið til hennar. Búnaðarbankinn hefur ekki látið upp hve mikið fé ræningjarnir höfðu upp úr krafsinu, en leitt hefur verið getum að því að ránsfengurinn hafí numið einni og hálfri milljón króna. I Samkomulag náðist í deilu flugumfer ðar stj óra og ríkisins eftir að sáttasemjari lagði fram tillögu „Held að þjóðfé- lagið verði sátt“ Morgunblaðið/Ásdls KARL Alvarsson í samnínganefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Gunnar Björnsson, varaformaður samninganefnd- ar ríkisins, að lokinni undirritun samkomulagsins i gærkvöldi. SAMKOMULAG náðist í deilu flugumferðar- stjóra og ríkis laust fyrir klukkan 20 í gær- kvöldi eftir að sátt tókst um innanhússtillögu Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara sem hann lagði fram til lausnar deilunni. Flugum- ferðarstjórar boðuðu síðan almennan félags- fund klukkan 20 í gærkvöldi þar sem samn- ingurinn var borinn undir atkvæði. „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna, held að báðir aðilar verði sáttir við hana og held að þjóðfélagið verði sátt við hana. Þetta er farsæl lausn," segir Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari. Voru að falla á tíma Þórir kveðst telja báða aðila hafa náð fram helstu meginmarkmiðum sípum. Ekki hafi þó verið auðvelt að fínna sameiginlegan snertiflöt. „Það eru þó ýmis atriði sem hægt er að hnika til, viðurkenni menn grundvallar- reglur hvors annars og reyni að fínna ásætt- anlega úrlausn, þótt ekki sé um að ræða beina prósentuhækkun,“ segir Þórir. Formlegur sáttafundur deiluaðila hófst klukkan 14 í gær í húsakynnum Ríkissátta- semjara, en i fyrrinótt var haldinn óformleg- ur fundur þar sem drög að sáttatillögu ríkis- sáttasemjara voru borin upp og rædd, að sögn Þóris. „Því má ekki gleyma að menn voru gjörsamlega að tapa á tíma og mitt mat var að það væru síðustu forvöð að ná samningum nú. Þess vegna bað ég um þenn- an óformlega fund, því að ég þurfti að fá eitthvað til að halda málinu áfram. Þetta var tilraun til að finna nýja fleti,“ segir Þórir. Ríflega 10% launahækkun Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fel- ur samningurinn í sér um 10,3% launahækk- un á samningstímanum sem er til ársloka 1996. Innan þessarar hækkunar felst hag- ræðing, að sögn Gunnars Björnssonar vara- formanns samninganefndar ríkisins. „Við fengum hagræðingu inn sem við töldum þurfa til að hægt væri að fara þetta langt,“ segir Gunnar. Karl Alvarsson, sem á sæti í samninga- nefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að flugumferðarstjórar séu sáttir við samninginn að því leyti, að þeir hafí ekki talið sig komast lengra í samningum. Samn- ingurinn taki á mikilvægum þáttum að hans mati og í honum sé horft til framtíðar hvað varðar t.d. réttarstöðu og yfirvinnumál. „Við börðumst gegn yfirvinnunni af þessum ástæðum, því að við teljum hana óhagkvæma til langs tíma, burtséð frá öryggisþættinum,“ segir hann. Yfirvinna minnkuð og mönnum fjölgað Aðilar deildu lengi um yfirvinnu og var lausnin sú samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins að gefín verði út stefnumarkandi yfirlýsing flugmálastjórnar um að dregið verði úr yfírvinnu. Gunnar kvaðst ekki telja | yfirvinnu vera samningamál, þ.e. hvort menn vinna 10 eða 100 tíma fari eftir vinnufyrir- komulagi á vinnustað en ekki kjarasamning- ) um. Einnig verður samkvæmt heimildum blaðsins fjölgað i stétt flugumferðarstjóra og stefnt að ákveðnu þaki hvað varðar yfir- vinnu. Annan tímabundinn vanda verður reynt að leysa með öðrum hætti. Gunnar Bjömsson segir innanhússtillögu ríkissáttasemjara taka á þeim atriðum sem þurfti til að lausn fyndist. Hann kveðst telja samninginn á mjög svipuðum slóðum og þeir I samningar sem gerðir voru í vor eftir saihn- j inga VSÍ og ASI, en það sem sé umfram sé l það sem þurfi að greiða vegna hagræðingar. Ábati eftir hagræðingu „Við getum kallað þetta ábataskipti,“ seg- ir Gunnar. Hann segir erfítt að meta hvort samningurinn sé góður frá sjónarhóli ríkis- ins, ekki síst svo skömmu eftir langa og stranga samningalotu. „Ég er ánægður með að samningar náðust áður en deilan fór í verri hnút,“ segir hann. Gunnar kvaðst ekki vilja giska á hvað samningurinn felur í sér 1 í krónum talið. „Við vitum ekki nákvæmlega \ hvað hagræðingin felur í sér eða hvenær hún kemur til framkvæmda, og hluti af þessum samningi er þannig hugsaður að þeir fá ekki ábatann fyrr en hún er orðin að veruleika." Þórir Einarsson segir að deiluaðilar hafí verið búnir að ná sátt um mörg atriði, sum hver mjög snemma á samningaferlinu, en ákveðin „prinsipp“ hafi staðið í vegi fyrir að samkomulag náðist fyrr. Þar á meðal hafi j verið afstaða ríkisins til launastefnu þess, þ.e. að hún raskaðist ekki. Útgjaldahlið samn- f inganna velti að einhverju leyti á hagræðingu j samningsaðila, en takist það sem að er stefnt verði hún ekki umtalsverð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.