Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 9 FRETTIR Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar Heildartekjur bæjarsjóðs 843,5 milljónir árið 1996 FJARHAGSÁÆTLUN Garðabæjar hefur verið lögð fram til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn. Áætlaðar heild- artekjur bæjarsjóðs eru 843,5 millj- ónir króna sem er um 5% hækkun miðað við áætlun ársins 1995. Áætl- uð rekstrargjöld fyrir árið 1996 eru um 625,2 milljónir króna og er það um 6,3% hækkun milli ára. Tekjur í máli Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra, við fyrri umræðu í bæj- arstjórn, kom fram að áætlaðar út- svarstekjur árið 1996 eru 721,5 millj., sem er um 5,5% hækkun mið- að við áætlaða álagningu árið 1995. Byggt er á álagningu, ársins 1995 og á spá Sambands íslenskra sveitar- félaga um breytingu atvinnutekna milli áranna 1994 og 1995. Áætlað- ur fasteignaskattur er 104,4 millj. og hækkar um 2% frá álagningu ársins 1995 og áætlaðar tekjur af holræsagjaldi er 17,6 millj., sem er 0,07% af fasteignamati. Rekstrargjöld Bæjarstjóri sagði að áætluð rekstrargjöd samkvæmt frumvarp- inu væru um 625,2 millj., en það er um 6,3% hækkun miðað við árið 1995. Fram kom að sem fyrr væru launagreiðslur stærsti útgjaldaiiður- inn, eða um 380 millj., sem er 61% af rekstrargjöldum bæjarsjóðs. I áætluninni er tekið mið af umsömd- um grunnkaupshækkunum og áætl- uðum launabreytingum vegna ákvæða kjarasamninga um starfs- aldurshækkanir og starfsmat. Önnur rekstrargjöld hækka misjafnlega og vakti bæjarstjóri athygli á liðnum önnur mál, en hann nemur 2,6% af hreinum rekstrargjöldum bæjar- sjóðs. Þeirri fjáiveitingu er ætlað að mæta óvissum verðlagsbreytingum. Bókasafn í nýju húsi Sagði bæjarstjóri að gert væri ráð fyrir svipuðum rekstri bæjarsjóðs og á síðastliðnu ári að öðru leyti en því að gert væri ráð fyrir fækkun nem- enda í Flataskóla og fjölgun í Hofs- staðaskóla. Auk þess er gert ráð Rekstrargjöld hækka um 6,3% milli ára fyrir auknum kostnaði vegna rekst- urs bókasafns í nýju húsnæði. Þá er vakin athygli á að niðurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar lækka og styrkir til ýmissa félaga á sviði menningar- og íþróttamála. Ekki hefur verið tekin afstaða til skipting- ar á styrkjum, en gert er ráð fyrir að bæjarráð leggi fram tillögur sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn við síðari umræðu um fjárhagsáætlun- ina. Bæjarstjöri gerði grein fyrir rekstri bæjarsjóðs og sagði að kostn- aður við stjóm bæjarins væri áætlað- ur tæpar 12,7 millj. Rekstrarkostn- aður bæjarskrifstofu væri áætlaður um 48,3 millj. og er heildarkostnað- ur því um 61 millj. við yfirstjórn bæjarins, eða um 9,8% af rekstrar- gjöldum bæjarsjóðs. Kostnaður vegna almannatrygginga og félags- hjálpar er áætlaður um 113,7 millj., eða um 18,2% af rekstrargjöldum. Kostnaður vegna reksturs leikskóla, dagheimilis og gæsluvalla er áætlað- ur 88,5 millj. Þar af er reiknað með 32,6 millj. í endurgreiðslu vegna dagvistargjalda, en reiknað er með að þau standi undir 37% af kostnaði við þjónustuna. Um 21% til fræðslumála Til heilbrigðismála er áætlað að verja 1,9 millj., en eftir að ríkið tók yfir rekstur heilsugæslunnar árið 1991 tekur bæjarsjóður þátt í kostn- aði við endurbætur og búnaðarkaup. Til fræðslumála er áætlað að veija um 131,1 millj. og er það um 21% af áætluðum rekstrargjöldum bæjar- sjóðs. Framlag bæjarsjóðs til rekst- urs grunnskóla er áætlað um 73,3 millj. Kostnaður við rekstur vinnu- skóla er áætlaður 17 millj. en megin- hluti þeirrar fjárhæðar er kostnaður við hreinsun opinna svæða og verk- efna á vegum garðyrkjustjóra. Fram kemur að vegna aukinna verkefna á vegum bæjarins sé gert ráð fyrir að vinnuskólinn veiti á næsta ári einungis elli- og örorkulífeyrisþegum garðaþjónustu, en þeir fá afslátt af gjaldskrá skólans. Loks er gert ráð ' fyrir að framlag til Tónlistarskóians verði tæpar 32,2 millj. árið 1996. 2,1% til menningarmála Til menningarmála er áætlað að veija 13,1 millj., sem er 2,1% af rekstrargjöldum bæjarsjóðs. Ekki hefur verið tekin afstaða til skipting- ar á styrkjum milli félaga sem sótt hafa um styrki og styrkt hafa verið á síðustu árum. Bæjarráð mun fjalla um styrkveitingar milli uniræðana um fjárhagsáætlun og verður tillaga lögð fram við síðari umræðu. Til íþrótta- og æskulýðsmála er gert ráð fyrir að veija 76,8 millj., en það eru um 12,3% af rekstrar- gjöldum. Fram kemur að frumvarpið geri ekki ráð fyrir öðrum framlögum til íþróttafélaga en þeim sem samið hefur verið um. Til brunamála og almannvarna er gert ráð fyrir að veija rúmum 12,7 millj., sem er 2% af rekstargjöldum. Til hreinlætis- mála verður varið tæplega 19 millj. og í sorphreinsun 27 millj., en á móti þeim kostnaði er gert ráð fyrir 15.2 millj. í endurgreiðslu í formi sorphirðugjalds, sem greitt er af hverri fasteign. 32.2 miiy. til viðhalds á götum Til skipulagsmála er gert ráð fyr- ir að veija um 13,8 millj. og til gatna-, holræsa- og umferðarmála er áætlað að veija tæplega 43,7 millj., sem er 7% af rekstrargjöldum bæjarsjóðs. Megnihluta fjárveiting- arinnar er fyrirhugað að veija til viðhalds á götum og götulýsingum, eða um 32,2 millj. Framlag til al- menningsgarða og útivistar er áætl- að 29 millj., eða um 4,6% af rekstrar- gjöldum bæjarsjóðs. Tekið er fram að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir fjárveitingu til skógræktarhóps, sem svo hefur verið nefndur, en siðastiið- in fimm ár hefur verið samþykkt aukafjárveiting í því skyni að tryggja skólafólki sumarvinnu. Kostnaði verður mætt undir liðnum gjaldfærð fjárfesting. Lífeyrisskuldbindingar - Athugasemd vegna leiðara MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Birgi Birni Sigur- jónssyni, framkvæmdastjóra BHMR: í leiðara Morgunblaðsins í dag, 29.12. 1995, Er því haldið fram að heildarsamtök opinberra starfs- manna eins og BSRB, BHM og Kennarasambandið velti lífeyris- skuldbindingum vegna starfs- manna sinna yfir á ríkissjóð. Þetta er rangt. Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa hing- að til staðið við allar lífeyrisskuld- bindingar sínar og þessar skuld- bindingar hafa alls ekki fallið á ríkissjóð. Hvað varðar skuldbindingar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna starfsmanna Bandalags há- skólamanna er staðan sú að hingað til hafa iðgjöld aðeins verið greidd til lífeyrissjóðsins en enginn hefur enn þegið lífeyri vegna þessara iðgjaldagreiðslna. Iðgjaldagreiðsl- urnar hafa í gegnum tíðina verið lánaðar ríkinu á hagkvæmum vöxtum sem síðan hafa lækkað greiðsluskyldu ríkisins vegna ríkis- starfsmanna! Ekki verður því ann- að séð en að iðgjöld vegna starfs- manna bandalagsins hafi þannig í áranna rás gagnast ríkinu, bæði með því að auka lánamöguleika þess og lækka árlega greiðslu- skyldu. Varla þarf að taka fram að bandalagið ætlar í framtíðinni að standa við allar skyldur launa- greiðanda vegna lífeyrisskuldbind- inga, enda er gert ráð fyrir því í reikningum bandalagsins. Aths. ritstj.: í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um lífeyris- skuldbindingar ríkissjóðs vegna starfsmanna launþegasamtaka segir m.a.: „Um skuldbindingar þessar og ábyrgð á þeim vegna þessara sjóð- félaga gilda sömu reglur og um sjóðfélaga almennt. Skuldbinding sjóðsins miðast við fjárhæð lífeyr- is eins og hann er þegar lífeyris- taka hefst. Hækkanir á lífeyri eft- ir það skiptast á milli sjóðsins og launagreiðanda þannig að sjóður- inn ber þann hluta hækkananna sem unnt er að greiða með 40% af vöxtum og verðbótum af heild- arútlánum sjóðsins. Lífeyrishækk- anir umfram það eru krafðar inn hjá þeim launagreiðendum sem starfsmennina tryggðu. Geti við- hn iTS Stórhöfða 17, við GulHnbrú, sími 567 4844 Kostnaður við rekstur áhaldahúss er áætlaður 38 miilj. og kostnaður við rekstur vatnsveitunnar er áætl- aður um 20,1 millj. Gert er ráð fyr- ir óbreyttum reglum um álagningu vatnsskatts, sem er áætlaður um 44,6 millj. Þá er gert ráð fyrir að vaxtatekjur verði 19 millj. og er meginhlutinn áætlaðir dráttarvextir af útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum. Fjárveiting til greiðslu fjármagns- gjalda er áætluð 75,5 millj., vextir af skammtímalánum tæpar 0,4 millj. og vextir og vísitala af langtímalán- um eru áætluð um 75,1 millj. Rekstr- arafgangur er áætlaður um 218,2 millj., sem eru um 26% af sameigin- legum tekjum og er gert ráð fyrir að veija um 158,3 millj. til eigna- breytinga. Bæjarráð mun fjalla um einstaka framkvæmdaþætti milli umræðna og leggja fram tillögur. Skuldir bæjarsjóðs lækka Samkvæmt fjármagnsyfirliti eru afborganir langtímaskulda 183 millj. og nýjar lántökur eru áætlaðar 113 millj. Skuldir bæjarsjóðs lækka því um 60 millj. á árinu 1996. Bæjar- stjóri benti á að ýmsar blikur væru á lofti um verulegar breytingar á þeim forsendum sem frumvarpið byggði á. Utlit væri fyrir umtals- verða fjárfestingu í einkageiranum og að veruleg ólga væri á vinnu- markaði. Hvort tveggja væri efnivið- ur í hækkun verðlags, ef ekki væri varlega farið. „Það er afar mikils- vert að hafa nokkurt svigrúm í fjár- hagsáætlun næsta árs til þess að takast á við hugsanlegar breytingar í kaupgjalds- og verðlagsmálum,“ sagði hann. Aðstoðar- hótelstjóri Scandic- hótelanna •MAGNEA Þórey Hjálmars- dóttir hefur verið skipuð aðstoðar- hótelstjóri beggja Flugleiðahótel- anna, Scandic Hótel Loftleiða og Scandic Hót- el Esju, frá og með 1. janúar nk._ Á skipuriti er aðstoðarhótel- stjóri næstur hótelstjóra og vinnur í fullu samráði og samvinnu við hann öll þau störf sem við koma stjómun hótelanna. Auk þess að starfa næst Einari Olgeirssyni hótelstjóra að stjórnun hótelanna mun Magnea hér eftir sem áður hafa með höndum námskeiðahald og endurþjálfun hótelstarfsmanna. Staða aðstoðarhótelstjóra á Flugleiðahótelunum er ný og mun í engu breyta ábyrgð eða störfum deildarstjóra hótelanna. Magnea Þórey lauk prófi frá IHTTI School of Hotel Manage- ment í Sviss og hefur síðan starf- að við hótelrekstur bæði hér heima og erlendis. Til Flugleiðahótelanna kom Magnea Þórey fyrr á þessu ári. komandi launagreiðandi og/eða Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins ekki staðið við þessar skuld- bindingar ber ríkissjóður ábyrgð á lífeyrisgreiðslum." Samkvæmt þessu er ljóst, að launþegasamtökin axla að miklu leyti ábyrgð vegna lífeyrisskuld- bindinga starfsmanna sinna. í raun eru meiri líkur á því en minni að framlag vinnuveitenda dugi ekki fyrir skuldbindingunum og það sem umfram er falli því á ríkis- sjóð. Ofsagt er í leiðaranum, að BHM, BSRB og KÍ velti lífeyris- skuldbindingum starfsmanna sinna yfir á ríkissjóð. Biður Morg- unblaðið hlutaðeigendur afsökunar á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.