Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 20
VIKU m MORGUNBLAÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 Sælkerinn Freyðandi vín njóta mikilla vinsælda sem móttökuvín. Yfir þeim er hátíðlegur blær og kolsýran gerir að verkum að áfengið fer fyrr út í blóðið. Líklega voru það munkar í klaustrinu í St. Hilaire í Limoux sem þróuðu fyrstu freyðivínsframleiðsl- una Kampavín tengja flestir gleðistundum, brúðkaupum og áramótum. Kampavín er hins vegar gætt þeim töfrum, segir Steingrímur Sigurgeirsson, að vera alhliða drykkur. Hvort sem er til að gleðja vini þegar ástæða er til að fagna eða styrkja á erfiðum stundum. Og þó að mikið sé framleitt af freyðivíni í heiminum jafnast ekkert á við hið eina sanna kampavín. ARSNEYSLA á freyðivíni í heiminum nemur um 1,4 milljörðum flaskna og er megnið - eða um 80% - evrópsk framleiðsla. Það samsvarar því að 44 korkar fljúga að meðaltali úr flöskunum á hverri sekúndu alla daga ársins. Freyðandi vín njóta mikilla vinsælda sem móttökuvín. Yfír þeim er hátíðlegur blær og kol- sýran gerir að verkum að áfengið fer fyrr út í blóðið en ef venjulegs víns væri neytt. Kampavín léttir því gestina undir eins en áhrif þess virðast sjaldan sem aldrei hafa neikvæð áhrif líkt og raunin getur verið með sterkari drykki. Það er ekki fyllilega ljóst hvenær markviss framleiðsla á freyðivíni hófst og nokkur héruð í Frakklandi sem vilja eiga heiðurinn af því að hafa búið til fyrsta freyðivínið. Vín RANNÍS UPPLÝSINGATÆKNI - HUGBÚNAÐARIÐNAÐUR Fagráð um iðnaðar- og tæknirannsóknir boðar til fundar 4. janúar kl. 10.00—12.00 í Borgartúni 6. Fundarefni: Aukin áhersla á rannsóknir og nýsköpun á sviði hugbúnaðar. Umsóknir um rannsókna- og þróunarstyrki 1996. Viðhorf atvinnulífsins, stutt innlegg (5—10 mín): Heiðar Jón Hannesson, SKÝRR Friðrik Skúlason, Tölvumyndir Gunnar Ingimundarson, Hugur hf. Upplýsingatækniáætlun ESB Ebba Þóra Hvannberg, Verkfræðistofnun HÍ Umsóknir og umsóknarferli RANNÍS: Snæbjörn Kristjánsson Umræður Fundarstjóri: Þorsteinn I. Sigfússon, formaður fagráðsins Fyrirtæki og stofnanir í hugbúnaðariðnaði eru hvött til að taka þátt í fundinum, sem er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. RANNSÓKNARRÁÐ ÍSLANDS. kampavínhéraðsins áttu það þó til allt frá því vín- framleiðsla hófst þar á tímum Rómverja að freyða af náttúrulegum ástæðum. Vegna hins svala loftslags varð að tína þrúgurnar seint og vínið náði ekki að gerj- ast að fullu áður en vetrarkuldinn stöðvaði gerjunina. Að vori vakn- aði víngerið að nýju til 44 korktappar fljúga úr freyðivíns- flöskum á hverri sekúndu flöskur. Hann hafði því mikil áhrif á þróun kampavínsins, þó svo að hann sé ekki endilega sá er fann það upp. Á fyrri hluta aldar- innar ákvað fyrirtækið Moét & Chandon að setja á markaðinn eitt fyrsta lúxuskampavínið og nefndi það í höfuðið á munkinum (áður hafði fyrirtækið raunar orðið lífsins og kolsýra myndaðist. Þetta þótti þó ekki eftirsóknarvert af víngerðarmönnum þess tíma. að kaupa nafnið af öðrum fram- leiðanda sem hafði framleitt lítt þekkt kampavín undir þessu nafni). Þáttur munhsins Kvikmundavínið Líklega voru það munkar í klaustrinu í St. Hilaire i Limoux sem þróuðu fyrstu freyðivínsfram- leiðsluna en faðir kampavíns- iðnaðarins er samt engu að síður munkurinn Dom Pérignon í Haut- villiers-klaustrinu. Hann hefur að öllum líkindum reynt að hemja hina náttúrulegu kolsýrumyndun í víninu sem endaði með því að hann bjó til fyrsta „kampavínið“ um árið 1690. Pérignon þróaði þá aðferð að búa til ljóst vín úr svörtum þrúgum og lét að auki cnskan flöskuframleiðanda sinn hanna sérstaklega sterka flösku sem þyldi hinn mikla þrýsting, svo hægt væri að setja freyðivínið á Dom Pérignon er með þekktari lúxuskampavinum, líklega það þekktasta í Bandaríkjunum, og óspart notað í kvikmyndum þegar bera á fram verulega fínt og dýrt kampavín. I Evrópu eru þó kampa- vínin frá Krug, Louis Roederer eða Bollinger ekki síður í hávegum höfð. Kampavín er eina franska gæða- vínið þar sem orðin „appelation con- trolée“ er ekki að fínna á flösku- miðanum. Frönsk lög vernda hins vegar nafnið „Champagne", sem er fyrst og fremst landfræðileg skil- greining, og önnur freyðivin mega ekki nota það nafn. Nokkur brögð hafa verið að því að freyðivínsfram- leiðendur í öðrum ríkjum hafí viljað kalla vín sín Champagne en að mestu hefur nú verið tekið fyrir það. Þekktustu freyðivínin utan Champagne-héraðsins eru Crémant frá Elsass og Bourgogne, Sekt frá Þýskalandi, Cava frá Pénedes á Spáni, Asti Spnmanti frá Ítalíu og ýmis Sparkling Wine frá til dæmis Ástralíu og Kaliforníu. Vín þessi eru ávallt mun ódýrari en kampavm. Oft er um ómerkileg vín að ræða, þar sem kolsýrunni hefur verið dælt út í vínið í tönkum, en inn á milli leynast hin þokkalegustu vín sem framleidd hafa verið með áþekkum aðferðum og jafnvel sömu þrúgum og kampa- vín. Stuna í hveiis stað Kampavin ber að bera fram vel kælt. Auðvitað er hægt að kæla það í nokkrar klukkustundir í ísskáp en langbesta aðferðin er að setja flöskuna í þar til gerða fötu með klaka og vatni í svipuðum hlutföll- um. Gæta ber þess að opna flöskuna varlega. Gífurlegur þrýstingur er í henni og það getur komið fyrir að korkurinn þeytist út um leið og vírarnir, er halda honúm niðri, eru losaðir. Því er gott að hvíla putta ofan á korkinum meðan vírarnir eru losaðir. Það er ósiður að skjóta korkinum út með miklum látum að ekki sé nú talað um að hrista flösk- una áður. I staðinn ber að halda örugglega um korkinn og snúa sjálfri flöskunni varlega þannig að korkurinn komi upp ekki með hvelli heldur lostafullri stunu. Elösin mikih/æg Glösin skipta miklu máli. Þau eiga að vera há og mjó - svokölluð iiute- glös - eða túlípanalöguð og helst úr kristal (ekki síst vegna þess að kristalglös hljóma betur þegar skálað er). Fátt er verra en að bera fram kampavín í kampavínsskálum, eða coupe, það er lágum og breiðum glösum. Það er hluti nautnarinnar að fylgjast með víninu er það freyðir. Gott kampavín á freyða jafnt og þétt og bólurnar ekki að vera of stórar og^groddalegar. Það á að endast lengi. I kampavínsskálum er ekki hægt að dást að víninu, snertiflöturinn er að auki of stór og kolsýran hverfur hratt. Við erum að borga fýrir bólurnar og því eins gott að njóta þeirra. Uppþvottalögur hefur mjög slæm áhrif á kampavín og getur drepið bólur jafnvel dýrustu drykkja. Því er best að handþvo glösin, skola fyrir notkun með heitu vatni og þurrka með hreinum, þurr- um klút.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.