Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 25
■f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 25 ANATOLÍJ Dobrynin (fyrir miðju) á góðri stund með þeim Richard Nixon (t.v.) og Henry Kissinger. Myndin var tekin í San Clemente í Kaliforníu í júlí 1972 og er tekin úr bók Dobrynins „In Confidence“. Sendiherra segir frá Nýverið komu út endurrninningar Anatolíjs Dobrynins, sem var í 24 ár sendiherra Sovétríkj- anna í Bandaríkjunum. Asgeir Sverrisson segir frá þessari bók Dobrynins ogtelur hana mikinn feng. in segja að skýra megi þremur nöfn- um en það hefur ekkert verið um það. Það er frekar tilhneiging hjá fólki að vilja skýra ættarnafni. Lög- in bönnuðu slíkar nafngiftir árið 1925 en ættarnöfn sem samþykkt voru fyrir þann tíma má áfram skíra,“ sagði Ragnar. Hann sagði það einnig verða æ algengara að fólk kenni sig við móður sína og einstaka kenni sig við móður og föður. Tískunöfn Alls fæddust 4.166 börn á tíma- bilinu jan - nóv sem hér er fjallað um og eru þar drengir í meirihluta. Ekki hafa allir fengið nöfn af þess- um fjölda eða þá að börn eru nefnd nokkru áður en þeim er formlega gefið nafn eða það tilkynnt til Hag- stofu. Ellefu af þeim nöfnum sem drengjum voru gefin í ár að fyrsta nafni er að finna meðal tuttugu al- gengustu karlmannsnafnanna árið 1982. Þróun nafngifta virðist ekki hafa orðið mjög áberandi í neina eina átt í langan tíma nema þá helst að stutt tvínefni sem hafa ákveðna hrynjandi í framburði hafi verið vinsæl. Ef hægt er að tala um tískunöfn karlmanna á síðustu árum þá eru það kannski helst nöfnin Alexander, Sindri og Aron sem öll eru á listanum. Aron er biblíunafn en svo hét bróðir Móses. Uppruni þess og merking er óljós en hefðbundin skýring er hinn sterki. I þjóðskrá árið 1989 báru það 195 þar af 55 sem síðara nafn en í þjóðskrá 1910 voru nafnberar fjórir. Alexanders- nafnið báru 170 karlmenn árið 1989 þar af 43 að síðara nafni. Sindri var dvergsheiti og viðurnefni að fornu. í þjóðskrá árið 1989 báru það 198 karlar þar af 37 sem síð- ara nafn af tveimur og hafði nafn- berum þá fjölgað um 106 frá því árið 1982. Sex stúlkunafnanna á listanum eru á lista yfir 20 algengustu nöfn- in á landinu árið 1982 og má á því merkja að um meiri breytingar sé að ræða í þeim flokki. Erfitt er að segja um tískunöfn en þó var Andrea vinsælt um tíma og er enn og eins má nefna Helenu og Karen. Andrea er kvenkyns mynd nafns- ins Andreas. Árið 1989 báru það 234 konur þar af 45 sem síðara nafn en 45 konur báru það um alda- mótin. Árið 1910 hétu sex konur Helena en vinsældirnar fóru stig- vaxandi þegar tímar liðu fram og árið 1989 báru það 316 konur og 54 að síðara nafni. Tuttugu Karen- ar voru skráðar árið 1910 en árið 1989 hafði þeim fjölgað í 291 og 161 báru það sem síðara nafn. Mikilvægasta heimild um nafn- giftir er þjóðskrá íslands en einnig eru kirkjubækur mikilvægar bæði nú á dögum og margar aldir aftur í tímann. Ekki er öllum börnum gefið nafn í kirkju nú til dags og því er sú heimild ekki lengur jafn- örugg og þjóðskráin. Þegar leitað er til presta með barn til skírnar geta þeir borið nafn- ið saman við lista sem hefur að geyma öll nöfn sem gefa má íslensk- um börnum. „Það er ágætt að hafa þennan lista til að vísa í, þá er ekki verið að atast í prestunum fyrir að vilja ekki skíra ákveðnum nöfnum. Mannanafnanefnd sér um að dæma um hvort skíra megi eitthvað nafn sem ekki er á skrá yfir leyfileg nöfn. Eg hef stundum skírt börn sem eiga t.d. annað foreldri erlent og lofað því að bera eitt erlent nafn. Það er reyndar illa séð en ég tel það rétt barnsins að fá líka erlent --------- nafn enda er aldrei að vita andi nema það eigi eftir að al- k. kenni ast UPP erlendis einhvern i móður ævinnar. Einnig ____ finnst mér þessar nafna- breytingar erlendra manna sem gerast ríkisborgarar hér vafasamar. Eg held að okkur þætti það skrýtið að þurfa að taka upp nýtt nafn ef við myndum gerast ríkisborgarar í öðru landi,“ sagði Ragnar Fjalar. jk NATOLÍJ Dobrynin var í tæp /■ 25 ár sendiherra Sovét- /-• ríkjanna í Bandaríkjunum. JL Hann var ætíð dyggur málsvari kommúnismans og þjóðar sinnar og þurfti oft að verja vafasa- man málstað á dögum kalda stríðs- ins. Dobrynin hefur nú gefið út end- urminningar sínar sem nefnast á ensku „In Confidence“ (Times Bo- oks/Random House 672 bls.) og hefur engin bók borist frá Rússlandi sem veitir viðlíka innsýn í hvernig ráðamenn þar eystra réðu ráðum sínum og mátu þróun mála á Vestur- löndum. Vafasamt er að nokkur sendiherra hafi átt svipaðan feril og Dobrynin, hann var í eldlínunni í heil 24 ár og tók þátt í að móta rás heimssögu- legra atburða. Þessu lýsir hann ítar- lega í bók sinni auk þess sem hann gerir grein fyrir persónulegum sam- skiptum sínum við ráðamenn í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og bregður ljósi á ýmsa atburði sem fræðimenn hafa velt mjög fyrir sér og jafnvel deilt um. Nægir þar að nefna Kúbu-deiluna auk þess sem hann skýrir frá mörgum sérlega for- vitnilegum atriðum á vettvangi af- vopnunarmála. Sinnaskipti Reagans Dobrynin tók við embætti sendi- herra í Bandaríkjunum árið 1962 í forsetatíð John F. Kennedy og sneri aftur til Rússlands á síðara kjörtíma- bili Ronalds Reagans árið 1986. Hann er því í einstakri aðstöðu til að bera þá menn saman sem gegnt hafa embætti forseta Bandaríkjanna og rekja þróunina í bandarískum stjórnmálum. Sérstaka athygli vekur umfjöllun hans um Ronald Reagan, sem ein- hverju sinni efaðist um að sendihe/r- ann væri kommúnisti og var öldung- is undrandi á því að hann væri í raun mannlegur. Áhugamenn um bandarísk stjórnmál og þá sérstaklega forsetaferil Reagans munu taka lýs- ingum Dobrynins á við- horfsbreytingum forset- ans fagnandi. Dobrynin leggur fram sálfræðilega skýringu á viðhorfsbreytingu Reagans sem náði kjöri m.a. í krafti loforða um aukna vígvæðingu og hörku í samskiptum við Sovétríkin en gekk síðan til sögu- legra afvopnunarsamninga við „heimsveldi hins illa“. Dobrynin er þeirrar hyggju að Reagan hafi þurft rúm þijú ár til að vinna bug á eigin hugsunarhætti og viðhorfum gagn- vart Sovétríkjunum því hann hafi bæði haft tilhneigingu til að sjá heiminn í svart/hvítu og jafnframt haft ákveðið innsæi sem fáum hafi verið gefið. Dobrynin fullyrðir því að viðhorfs- breyting hafi átt sér stað hjá Reagan sem síðan hafi skapað forsendur fyrir „umbótastefnu“ Míkhaíls S. Gorbatsjovs, sovétleiðtoga, sem komst til valda í mars 1985. Hins vegar fer ekki á milli mála að sovésk- ir ráðamenn tóku herskáar yfirlýs- ingar Reagans alvarlega og töldu ástæðu til að óttast hann. Furðuleg samtöl eru rakin í þessu viðfangi m.a. eitt þar sem sendiherrann og Reagan reyna að fullvissa hvor ann- an um að kjarnorkuárás af fyrra bragði sé ekki á dagskrá. Sovéskir ráðamenn voru á tímabili sannfærðir um að Bandaríkjamenn hefðu slíka árás á pijónunum og var það ráð- andi viðhorf um tíma í valdatíð Júrí Andropovs. Ymislegt forvitnilegt kemur fram varðandi forsetatíð Reagans og eru þær upplýsingar sóttar í trúnaðar- samtöl sem Dobrynin átti við ýmsa undirsáta forsetans. Hann bregður nýju ljósi á brottför Alexanders Haigs úr embætti utanríkisráðherra og fer sérlega lofsamlegum orðum um arftaka hans, George Shultz. „Trúnaður" er raunar lykilhugtak í endurminningum Do- brynins. I sendiherratíð hans var komið upp ákveðnu samskiptaformi trúnaðar og trausts (á ensku var þetta nefnt „The Confidential Channel“) sem gerði honum og bandarískum ráðamönn- um kleift að ræða saman á sérlega opinskáan hátt og án formlegra skuldbindinga. Af þessu er Dobrynin sýnilega mjög stoltur en þekktasti mótingi hans á þessu sviði var Henry Kissinger, þjóðaröryggisráðgjafi og síðar utanríkisráðherra í forsetatíð þeirra Richards Nixons og Geralds Fords. Hann rekur síðan hvernig þessi samskipti urðu sífellt erfiðari í forsetatíð Jimmys Carters og fer ekki á milli mála að sendiherrann fyrrverandi telur að hugsjóna- mennska Carters, einkum á sviði mannréttinda, hafi ekki verið til þess fallin að tryggja traust og stöðug- leika í anda slökunarstefnu þeirrar sem mótuð var i tíð Kissingers og Nixons. í trúnaðarsambandi við Kremlverja Dobrynin þurfti í starfi sínu oft- lega að gefa stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna skýrslu. Hann gefur því einstakar lýsingar á ákvarðanatökuferlinu í Kreml og kemur þar ýmislegt á óvart. Furðu vekja fullyrðingar hans á nokkrum stöðum þar sem því er haldið fram að áhyggjur af afstöðu almennings í Sovétríkjunum hafi leg- ið að baki tilteknum viðbrögðum og ákvörðunum. Margir munu tilbúnir til að fullyrða að slíkur þankagangur hafi ævinlega verið ráðamönnum í Kreml öldungis framandi. Þótt Dobrynin haldi einkum fram sjónarmiðum Sovétmanna og veiji þau oftlega fer hann engu að síður gagnrýnum orðum um stefnu þeirra í fjölmörgum málum. Athyglisverða greinargerð er að finna í bókinni um þá ákvörðun Sovétríkjanna að koma fyrir meðaldræg- um kjarnorkueldflaugum í Austur-Evrópu. Hún leiddi til þess að Atlantshafshafs- bandalagið ákvað að gera slíkt hið sama í álfunni vestanverðri 1979. Dobrynin segir ákvörðun Sov- étmanna hafa verið „heimskulega“ og harmar hana mjög. Hann segir einnig frá áróðursherferð þeirri sem Sovétmenn skipulögðu á Vesturlönd- um gegn ákvörðun NATO og þeir sem muna eftir málflutningi lau- naðra og ólaunaðra talsmanna Sov- étríkjanna á Vesturlöndum á þessum tíma kannast vel við þá atburðarás. Dobrynin segir einnig frá þeim hrikalegu mistökum sem Sovét- stjórnin gerðist sek um í innrásinni í Afganistan um jólin 1979. Hann líkir þeirri herför við ömurlega reynslu Bandaríkjamanna af afskipt- um í Víetnam. Ónógar skýringar Lýsing Dobrynins á afskiptum Sovétmanna af stjórnmálaþróuninni í Póllandi í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda er ekki sann- færandi og ekki í samræmi við fyrir- liggjandi upplýsingar. Hann heldur því m.a. fram að önnur ríki Varsjár- ' bandalagsins hafi þrýst mjög á Sov- étríkin um að gera innrás i Pólland er tekið var að hrikta í stoðum stjórn- ar Wojchiechs Jaruzelskis. Hann kannast sýnilega ekkert við yfirlýs- ingar Jaruzelskis í þessu efni en vit- að er að Sovétmenn gerðu honum ljóst að ráðist yrði inn í landið ef hann gæti ekkj brotið starfsemi lýð- ræðisaflanna á bak aftur. Fleiri slík „óþægileg" málefni ræðir Dobi-ynin ekki nægilega ítar- lega. Hann segir að vísu frá ýmsum ákvörðunum Sovétstjómarinnar í málefnum andófsmanna en gerir ekki nógu fyllilega grein fyrir þeim skipulögðu mannréttindabrotum sem þar voru framin í valdatíð kommúnista og þeirri hugmynda- fræði sem lá þeim til grundvallar og honum var gert að veija. Sérlega athyglisverðar eru lýsing- ar Dobrynins á ýmsum sovéskum ráðamönnum. Hann lýsir Leoníd Brezhnev sem geðslegum og þægi- legum manni, bregður upp mjög lif- andi myndum af Níkíta Khrústsjov og segir af honum skemmtilegar sögur auk þess sem hann fjallar um eftirmenn Brezhnevs, þá Andropov, Konstantín Tsjernenko og Gorbatsj- ov. Skýring hans á mistökum Gorb- atsjovs og hruni Sovétríkjanna er hvorki ný né frumleg. Hann telur að Gorbatsjov hafi flýtt sér um of og misst algjörlega stjórn á umbóta- þróuninni. Ein helsta ástæða þess hvernig fór er sú, að mati Dobrynins, að Gorbatsjov hafði ekki hundsvit á efnahagsmálum og var gjörsamlega ófær um að móta heilsteypta stefnu á þeim vettvangi. Bók Anatolíjs Dobrynbins ijallai í raun um þau tækifæri sem gengu Sovétmönnum og Bandaríkjamönn- um úr greipum til að bæta sam- skipti sín á dögum kalda stríðsins. Hún er skrifuð af nánast yfirþyrm- andi raunsæi og mikilli atvinnu- mennsku. Engin önnur bók hefur komið út sem lýsir sjónarmiðum Sovétmanna/Rússa á svo ítarlegan hátt og hún veitir einstaka innsýn i heim valdsins og samskipti ráða- manna á æðstu stöðum. Skýring á við- horfsbreyt- ingu Reagans Furðuleg samtöl eru rakin I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.