Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hjálparsveit skáta i Reykjavík og Bílabúð Benna halda hái á Hnlða í dag klukkan 15.00 IDAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson Hvitur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Groningen í Hol- landi, sem nú er að ljúka. Gata Kamsky (2.735), Bandaríkjunum, var með hvitt og átti leik gegn Curt Hansen (2.615), Danmörku. Það hafði staðið í miklu þófí, en eftir að svartur opnaði taflið óvarlega með g7-g5 fann Kamsky snjalla leið til að komast í gegn: 45. Rxe6! - Kxe6 46. Hh6+ - Rg6 47. gxf5+ - Hxf5 48. Bg4 (Línurnar eru að skýrast, hvítur fær tvö samstæð frípeð og hrók fyrir tvo létta menn) 48. - Kd7 49. Hlh5 - Kc7 50. Bxf5 - Dxf5 51. Hxg5 - De4 52. Ddl! - b4 53. axb4 — axb4 54. cxb4 (Onnur vinningsleið var 54. Hhxg6! — Hxg6 55. f3 og svarta drottn- ingin fellur) 54. — Dxd4 55. Hg4 - Rc3 56. Hxd4 - Rxdl 57. b5! - Bxb5 58. Ba5+ - Kb7 59. Hxd5 - Ba6 60. Hd7+ - Kb8 61. Hd6 og Hans- en gafst upp. Staðan í Groningen þegar tefldar höfðu verið átta umferðir af ellefu: 1. Karpov 5'A v. 2. Kam- sky 5 v. 3-6. Leko, Ivan Sokolov, Svidler og Van Wely 4 'A v. 7-10. Almasi, Hansen, Lautier og Tivj- akov 3‘A v. 11. Adams 3 v. 12. Piket 2 ‘/2 v. BBIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson SUÐUR spilar fjögur hjörtu og fær fyrsta slaginn á tíg- uldrottningu blinds. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KG43 V KG107 ♦ DG6 ♦ Á2 Vestur Austur ♦ ♦ Suður ♦ 105 V ÁD864 ♦ Á109 ♦ D103 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 grönd* Pass 3 lauf** Pass 4 hjörtu Allir pass • Sterk hækkun í hjarta ** Lágmarksopnun Útspil: Tígulfjarki (3. eða 5. hæsta). Trompin falla þægilega 2-2, en hvemig á suður svo að gulltryggja samninginn? í slæmri legu er hugsan- legt að gefa fjóra slagi: Einn á tígul, tvo á spaða, og einn á lauf. Vestur virðist eiga tígulkónginn (úr því drottn- ingin hélt velli), og ef austur er með ÁD í spaða má alls ekki spila spaðatíunni að heiman og svína: Norður ♦ KG43 V KG107 ♦ DG6 ♦ Á2 Vestur Austur ♦ 876 ♦ ÁD92 ♦ 32 IIIIH ♦ 95 ♦ K843 111111 ♦ 752 ♦ KG94 ♦ 8765 Suður ♦ 105 ♦ ÁD864 ♦ Á109 ♦ D103 Austur drepur á spaða- drottningu og spilar tígli. Og vörnin fær alltaf fjóra slagi. Örugg vinningsleið felst í því að spila spaðanum fyrst úr borði - spila smáum spaða að tíunni!! Það gerir ekkert tii þótt vestur fái ódýran slag á spaðadrottn- ingu, því hann getur ekki spilað tígli. Sagnhafa vinnst þá tími til að fría slag á spaða sem niðurkast fyrir tígul. Eins og spilað er drepur aust- ur slaginn á spaðadrottningu og spilar tígli. En það er í lagi. Suður fer upp með ásinn og spilar spaðatíu. Nú eru tveir spaðar fríir, svo enginn slagur tapast á lauf. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Óska eftir Guru ÉG óska eftir að komast í samband við einhvern íslenskan múslima eða einhvem með þekkingu á islam til að aðstoða mig við að komast af stað í iðkun þess hér á landi. Þ.e.a.s. einhvem sem kann skil á bæna- stundum miðað við hnattstöðu íslands og hefur reynslu af að þjóna islam á íslandi. „Bism- illah", að einhver megi taka þessari bón minni, sem „wadjib", að styðja við trú mína. Upplýs- ingar í síma 551-9513. Andrés. Týndur köttur ÞESSI hálfstálpaða læða fór að heiman frá sér fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Hún átti heima rétt við Suðurlandsbraut á svæði 108. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að láta vita í síma 588-1817. Með morgunkaffinu Ást er ... svolítið happdrætti. TM ReQ. U.S. PH Otf. — all lights resorved (c) 1995 Lob Angetos Time« Syndicale GÓÐAR fréttir! Það þarf ekki að skipta um nema eina litla skrúfu í tækinu. ÞETTA er besta leiðin til að fá aura frá börnunum. ípollaukin fjallabíla- og björgunarsýning Bílar frá slökkviliðinu verfia til sýnis Víkverji skrifar... FARSVELTI Háskóla Islands er alvarlegt vandamál, eins og fram hefur komið í fréttum að undanfömu. Víkverji efast ekki um að skólinn er vönduð menntastofn- un. Hins vegar er ekki hægt að halda flárveitingum óbreyttum en leyfa nemendafjöldanum stöðugt að aukast, eins og gerzt hefur á síðustu árum, án þess að það leiði menn í ógöngur. Auðvitað er nú þegar farið að bera á vandamálum; fé skortir til tækjakaupa, minna úrval er af námskeiðum í sumum greinum og erfitt er að fá hæfa kennara til starfa. xxx IKUNNINGJAHÓPI Víkverja er margt fólk á þrítugs- eða fer- tugsaldri, sem lauk námi við Há- skólann fyrir hálfum til einum ára- tug. Algengt viðkvæði hjá þessu fólki þessa dagana, þegar fjárhags- vandi Háskólans er í sviðsljósinu, er að það hafi verið heppið að ljúka námi áður en „þeir“ eyðilögðu Há- skólann, og er þá yfirleitt átt við stjómmálamennina, sem skammta skólanum peninga. í þessu er nokk- ur sannleikur — og um leið má spyija hvers það unga fólk, sem nú er að hefja háskólanám, á að gjalda. I þeirri hörðu samkeppni, sem nú ríkir á vinnumarkaði, sem verður æ alþjóðlegri, skiptir ekki aðeins máli að hafa háskólapróf til að koma til greina í ýmis störf. Það þarf að vera gott háskólapróf, frá góðum skóla. Háskóli íslands verð- ur einfaldlega að geta staðið undir alþjóðlegum kröfum. Ef hann gerir það ekki, á fólk, sem vill afla sér haldgóðrar menntunar, varla ann- ars kost en að sækja menntun til útlanda. Það er mönnum gert erf- itt, vegna þess að Lánasjóðurinn lánar eingöngu til þess náms, sem ekki er hægt að stunda við HÍ. Sú regla tekur ekki tillit til gæða náms- ins. Ef þau minnka í Háskóla ís- lands er ungt menntafólk þess vegna komið í vonda stöðu. XXX VÍKVERJI dagsins lauk sjálfur prófi frá Háskóla íslands og stundaði síðar nám við háskóla er- lendis. Þar fann hann að HÍ hafði veitt honum góðan undirbúning og jafnframt að af viðkomandi deild fór gott orðspor í hinum erlenda skóla, sem hafði góða reynslu af stúdentum frá íslandi. Aðgangur að virtum erlendum skólum, sem bjóða upp á framhaldsnám og nám í greinum, sem ekki eru kenndar við Háskóla íslands, er íslendingum afar mikilvægur. Sá aðgangur er jafnframt í hættu ef gæði menntun- ar við Háskólann dvína. xxx AÐ BREYTA Háskólanum í sjálfseignarstofnun, eins og nú hefur verið lagt til, gæti senni- lega styrkt stöðu hans, ekki sízt hvað það varðar að skólinn gæti greitt hæfum vísindamönnum mannsæmandi laun. Eftir sem áður verður skólinn þó háður fjárveiting- um frá Alþingi. Víkveiji er einn af fylgismönnum niðurskurðar ríkisút- gjalda. Þann niðurskurð vildi hann þó miklu frekar sjá í „velferðarkerf- inu“ svokallaða en í menntakerfinu. Góð menntun er ein forsenda þess að hægt sé að tryggja svo góð lífs- kjör í landinu að sem fæstir þurfi á velferðarkerfi að halda, en að það gagnist þeim, sem raunverulega þurfa aðstoðar með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.