Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Platína finnst í Hraundranga Harmleikur kirkjunnar í Þingvallaþjóðgarði hefur vegagerð tekist vel. Vegurinn þræðir milli hæða, þar er augnayndi mosinn ós- nortinn allt að veg- brún. Mannanna verk fara vel í landi. Vegur um Grábrókarhraun í Norðurárdal er einnig vistrænn. Þegar ekið er frá Keflavík til höfuðborg- arinnar, þá er frágang- ur með vegi þokkaleg- ur lengstaf. Við Kúa- gerði gengur hár hraunkambur fram sunnan vegar, Af- stapahraunið, og ber fimaúfna brún við himin. Þessum sérkennilega hraunkambi skulum við gæta vel að - kamburinn er tilkynning til ferðamanna um að hér séu reginöfl enn og stöðugt að verki. Þarna sér ferðamaður í fyrsta sinn hraun í nærsýn, og mætti stansa hér smá- stund. Storkinn jaðar hraunsins má víða sjá með veginum áfram, þar sem kvikan loks nam staðar. Þetta er á við kennslustund. Krossspr- ungnir hvirflar hraunsins sýna enn myndir. Og mosinn klæðir yfír hraunið. Þetta er á við fyrsta stig í listaháskóla. Brot af fegurð í verk- um skaparans. En í verkum mannanna þar er aðra sögu að segja - þegar nær dregur svæðum þar sem menn helst halda sig. Brátt verða á hægri hönd öskusvartir flákar handan ál-smiðj- unnar, flakandi sorti. Þamæst er stálbræðslan, endalausir haugar vélahræa og ryðmálms vítt um hraunið, en í miðjum haugunum klúkir bygging ein - í stíl við annað á þeim bæ. Þetta er við alfaraleið, og við erum að nálgast þéttbýlið. Svona nokkuð gera menn ekki á betri bæjum - að sturta bara úr- gangi fram í varpann. - Og samtím- is eru aðrir að reyna að ljá landinu ímynd hreinleika, afurðum okkar ímynd hollustu. Fjárfesting í ferða- þjónustu er mikil, og mætti þá allt eins huga að smekkvísi í umgengni, t.d. á leiðinni inn til höfuðborgarinn- Valgarður Egilsson ar. Fyrsta hálftímann í nýju landi eru augu ferðamannsins galopin: hvernig býr fólk í þessu landi. Endurvinnsla málma er nauðsyn, en þarf ekki að eiga sér stað heima á hlaði. Stálbræðslan er ekki visthæf þarna. Ef sveitastjórnarmönnum er ékki gefin smek- kvísin, þá spyr ég: hvað eru allir listamenn þjóðarinnar að gera, sofa þeir á vaktinni? Axla þeir ekki ábyrgð á alvöru dagsins? E_ða heimspekingar þjóðarinnar? Ég beini þessari spurningu hérmeð til Bandalags íslenskra listamanna. En gætum vel að þessari fallegu leið sunnan úr Keflavík. Það eru rúmlega tuttugu ár frá því núverandi vegur austur Hellis- heiði var lagður. Þá fóru menn öðru- vísi að við vegagerð en síðar varð. En feginn hefði ég verið ef vega- gerð um fagurrunnið Svínahraun hefði verið með öðru verklagi: að menn hefðu farið ofurlítið gætilegar að. Ólíkt því sem við sjáum í Þing- vallahrauni eða Grábrókarhrauni - þar sem allt fór vel á þeim tíma - þá hefur í Svínahrauni jarðýtan skrapað og urið langt utan úr hrauni allt sem tönn á festi - og tannaförin munu lengi sjást. Hér hefði' mosinn gróinn að vegbrún verið meira augnayndi vegfarend- um. Mosinn er að reyna, að hætti skaparans, að hyljatannförin. Rúst- aðir hafa verið allir hraunbringar með veginum. (Verði Keflavíkur- vegurinn breikkaður, þá þyrfti að flytja að efni til hans.) Það eru dyr gegnum heiðina í suðaustur, dalur Þrengslanna, eitt undur í náttúruverki. Kjarval tókst ekki til fulls sú göfuga hugsjón að kenna okkur að sjá hraunin, litina gulu. Hér _ eru graftarsár í hold lands. Við íslendingar þurfum ekki að verða ævinlega síðastir að átta okkur á verðmætum í kringum okk- ur. Erlendis þurfa menn oft að aka Lokað gamlársdag og nýársdag. Lokað 2., 3. og 4. janúar vegna viðgerða. Dregið vérður úr Ferðapotti spilarans kl. 23 I kvöld. Boðið er upp á hressingu fyrii spilara sem mæta fyrir kl. 22. Sýnikennsla í DLACK JACF tvær þtjár klukkustundir til að sjá ósnortna náttúru. Á Hellisheiði hef- ur verið nartað í flesta vikurgíga með tönn jarðýtunnar og eru nú fáir ósárir. Hérmeð er lagt til að jarðýtufræðingum verði boðið á þing Bandalags íslenskra lista- manna. Víst fylgir því kostnaður að flytja að efni til vegagerðar. Og efnistaka kostar einhver sár. Hér þarf að vega og meta. Smekkvísi kostar samt ekki alltaf fé. Það er ekki bara vegna ferðaþjónustu að þetta er rætt, ekki síður vegna sjálfra okkar, m.a. ungs fólks í landinu. * * * í höfuðborginni linnir hernaði gegn Iandslagi, enda óþarft að fýlla fleiri voga eða að landtengja eyjar. Af gervifjörum höfum vér nóg. Nokkurt menningarafrek er bensín- stöð hátt í Öskjuhlíð. Hver lífvera Nú finnst platína í Hraundranga, enda skal hann urinn niður. Val- garður Egilsson segir: Það á enginn fegurðina, það er aðeins hægt að verða vitni að henni. spyr fyrst um vatn; enda deyr þá út fuglasöngur í Vatnsmýrinni, ef hún breytist í þurrkvöll. Vel tókst borgaryfírvöldum til með Elliðaár- dal, og tijágræðsla er mikil í heiðar- löndum upp af borginni. Fuglasöng- ur í miðbæ höfuðborgar væri prýði. Færi þá tónlistarhús manna vel í nágrenni, þótt ekki komi í staðinn. En Eiliðaárvogurinn er horfinn. Þar hóf ferð sína Ketilbjörn, seinna kallaður hinn gamli. Nú er ekki eftir annað en að fjalla um slys á himinfestingunni. Hag- fræðin kynni að taka festinguna undir auglýsingar, tæknilega er það hægt. „Náttblá Esjan ofanlút er að lesa bænir“. * * * í fallegum dal norðanlands, þar lék áin í bugðum milli hiíða, við gróna bakka, eða fór vítt um eyr- ar. Hver bugða við bakka er eðlileg og þessvegna falleg. Margar eru þær horfnar. Vegurinn gerður eftir reglustiku. Mönnum er vorkunn. Skattfé fólks er annars vegar. En þetta er dalur Jónasar. Þar má þreyta próf til annars stigs í listahá- skólanum. Nú fínnst platína í Hraundranga, enda skal hann urinn þá niður, enda krefjist almennings- hagsmunir, enda fari umhverfismat fram áður. Greiddi ég þér lokka við Galtará. Því miður er Galtará ekki lengur til, því miður, því miður undir vatni. Eins og Þingnes við Elliðavatn, undanfari alþingis. Ell- iðaárvogurinn er ekki heldur til. Væru Ferðalok þýdd á þýsku, þá stæði Hraundrangi áfram. Óshólm- ar Fnjóskár undan Laufási, þar sem Þóra bjó, þeir gætu verið í hættu - á teikniborði. Með vegi yfír hólm- ana, þá yrði óhagstæður saman- burðurinn á verkum mannanna og skaparans. Vitaðsgjafi var aldrei ófrær, og eins eru Laufáshólmarn- ir. Helgi magri kveikti eld við ósa, svo helgaði hann land. Sagan er ofín í landið. Við segjum að meirihlutinn eigi að ráða. Meirihluti Islendinga er enn ófæddur. Það á enginn fegurð- ina, það er aðeins hægt að verða vitni að henni. Höfundur er læknir og rithöfundur. VEGNA furðuorða séra Flóka Kristins- . sonar í Morgunblaðinu 22. des. sl., þar sem skilja má, af orðum hans, að hann hafi hreinlega verið blekkt- ur til að sækja um Langholtssöfnuð, menn talið honum trú um, að þar væri starf með blómá, hins vegar reynst rústin ein, er eg knúinn til að bera skjöld fyrir starfsfólk- ið. Af orðum hans geta menn skilið, að í Lang- holtssöfnuði reyndist ekkert bitastætt utan tónleikahald; fundahald, sem óvið- komandi héldu, jafnvel á messutím- um, og síðan reyndist jú einhver bjór í Kvenfélaginu. Engu öðru! Þessar fullyrðingar eru ekki ætl- aðar Langholtssöfnuði, heldur ein- hveijum öðrum. Þeir sem kynntust starfi séra Árelíusar Níelssonar, - guðþjónustum hans og starfsliðs safnaðarins öðru vita betur, - og eru þeim einum til skammar er hefir slíkar ásakanir uppi. Hinum bendi eg á, að varlega skal orðum klerks taka, það gátu menn lært, þeir er hlýddu á morgunútvarp rás- ar tvö, 21. des., heyrðu hann bera fram utanaðlærðan texta, með sunnlensku viðbiti, en í slíku óráði, að eftir leiðréttingar fréttastofu í hádegi höfðu allar svívirðingar textans verið hraktar. Eg ætlaði mér líka að hrekja villur hans í Morgunblaðsviðtalinu, en þar sem þrengsli blaðsins leyfa slíkt ekki nú, þá verður það að bíða betri tíma, - aðeins stiklað á nokkrum atriðum. Eg læt því nægja að benda ykkur lesendum á, að það er af- skræming sannleikans að stilla harmleik safnaðarins upp sem deilu organista, kórs og prests. Þetta er harmleikur íslenzku kirkjunnar, sönnun þess, hversu varnarlausir söfnuðir eru, þá skerst í odda við presta landsins. Eins og bolakálfar í gróðurreit geta þeir traðkað hann í svað, engum böndum á þá kom- andi, því í skjóli æviráðningar þurfa þeir ekkert að virða, - engu taum- haldi að hlýða. Um land allt sjást þessa dæmin. Margan mætti þó temja betur, ef kirkjuyfirvöld hefðu rétt til að færa þá í haga sem bet- ur hæfðu. Harmleikurinn er því sá, að lög- gjafinn hefir ekki komið auga á, að stærsti greiði við kirkjuna nú er að afnema æviráðningu presta, draga þá að hlið annarra manna, veita próföstum og biskupi vald til að setja þá í störf, þar sem gáfur þeirra og hæfileikar nýtast bezt. Snúum nú að Langholtssöfnuði. Fyrsta starfsár séra Flóka hér var ljúft, grundin græn og himinn blár. Þetta var því fyrirheita ár, og í gleði sinni réð sóknarnefnd presti hvern hjálparmanninn eftir annan. Svari annar en eg, hversu stutt var í dvöl þeirra flestra. Fólk breytti setu í sóknarnefnd, og atvik hög- uðu því svo, að Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir varð gjaldkeri safnaðarins. Ný sóknarnefnd furðaði sig á að prestur var yfirborgaður af söfnuð- inum, og felldi greiðslur niður. Þá allt í einu varð breyting á gleði safnaðarins, skýjabólstar hrönnuð- ust á himin; sóknarnefnd, prófast- ur, ásamt formanni Prestafélags- ins, á stöðugum sáttafundum með presti og samstarfsfólki. Klerkdóm- urinn fann þá upp, að sóknarnefnd og söfnuður væru í herkvi kórsins, hann breyttist úr listafólki í skrímsli, og stjórnandi kórsins í hreina ófreskju. Mér er ekki grun- laust um, að „sanntrúaðir" hafi krossað sig, er þeir mættu þessu liði á göngum, þar sem ekki var fært að gera krók á leið. Sátt á sátt ofan var gerð, ýmist með orðum eða á blaði, ekk- ert dugði. Eftir 28 ára sam- starf við Jón og lið hans, veit eg, að klerkastéttin gæti lært hollustu við Herra kirkjunnar af þeim, og væri þá margt á annan veg en nú. Að sóknar- nefnd sé í herkví kórs- ins er rakalaus þvætt- ingur. Þeir sem þekkja Langholtssöfnuð vita, að erfitt væri að finna fólk í sóknarnefnd sem ekki veit, að Jón og liðið hans eru brautryðjendur innan íslenzku kirkjunnar, - hafa borið hróður hennar og menningu þjóðar vítt um lönd og álfur. Að þetta fólk sé svo ókristið, öldurhúsatamið, að það leiki sér að eyðileggja jólahald safn- aðarins, sé jafnvel hætt að ganga til altaris, er enn ein ranghverfa sannleikans. Spyiji klerkur sig, hvort söfnuðurinn hafí ekki gerzt tregari til altarisgöngunnar, eftir að bikurum var ýtt út í horn,- kal- eikurinn einn notaður? Sú mun skýring, - og í þessu eru heilbrigðis- yfirvöld og söfnuður samstiga. Eg harma að geta ekki haft Verður listafólkið hrak- ið úr kirkjunni, spyr Sigurður Haukur Guðjónsson, sem hér skrifar um Langsholts- kirkjumál. greinina mikið lengri, virði beiðni ritstjórnar um stuttar greinar, en mörgu vildi eg enn bæta við. Kannski er aðalatriðið komið fram, hér er ekki deila um helgi- siði, enda væri þá eggið farið að kenna hænunni, sérann var sem sé lærisveinn Jóns í guðfræðideild Háskólans. Ólöf Kolbrún breyttist ekki úr virðulegri söngkonu í kerl- inguna hans Jóns, af því hún í prímadonnuhroka krefðist að fá að syngja Ó, helga nótt, heldur hinu, að hún skildi ekki, frekar en aðrir sóknarnefndarmenn flestir, fyrir hvað ætti að yfirborga presti á höfuðborgarsvæðinu. Jón, „sem telur sig listamann“, eins og prest- ur orðar svo smekklega, er ekki að stríða presti sínum, heldur er hann persónugerður fyrir söfnuð er spyr íslenzka þjóð, hvort henni sé sama um framvindu mála þjóð- kirkjunnar. Hvort ekki sé hægt að veita yfirvöldum hennar meira vald en svo, að klerkar geti eins og kanínur grafið holur yfirvaldi sínu til að falla í, malað söfnuði, og brosandi hælzt yfir. Gleymi þjóðin ekki, að margir eru sigurðarnir og flókarnir innan raða kirkjunnar, en þar er aðeins einn Jón Stefánsson og einn Kór Langholtskirkju. Sem beturferfeta nú margir góðir organistar og kór- ar í fótspor þeirra. En þá er þeim líka hætt. Og kirkjusögulegur at- burður yrði það, ef Iistafólkið verð- ur hrakið úr kirkju sinni, og það án þess að neitt sé til varnar annað en ný og ný sátt á blaði, sátt sem ekki reynist bleksins virði. Höfundur er fyrrv. sóknnrprestur í Langholtskirkju. Sigurður Haukur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.