Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 35 FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gerðist nýlega SOS- barnaþorpsforeldri. Með henni á myndinni eru Ingibjörg Bjarnar- dóttir hdl. og Ulla Magnusson formaður SOS á íslandi. SOS barnaþorpin Vigdís Finnbogadóttir 2.000. styrktarforeldrið FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, varð nýlega tvöþúsund- asti íslendingurinn til að styrkja SOS barnaþorpin með föstu, mán- aðarlegu framlagi. Styrkur hennar mun fyrst um sinn renna til barna- þorpsins Keila í Eistlandi. SOS barnaþorpin eru alþjóðleg samtök, sem Austurríkismaðurinn Hermann G. Meiner stofnaði fyrir síðari heimsstyijöld, og reka nú 333 barnaþorp um allan heim. íslandsdeild samtakanna var formlega stofnuð fyrir þremur árum. Barnaþorpið Keila í Eistlandi er samstarfsverkefni milli Norður- landanna og eiga íslendingar að standa straum af einum hundraðs- hluta kostnaðarins, enda teljast þeir 1% af íbúum Norðurlanda. Heildarkostnaður íslendinga á að nema um 2,7 milljónum króna, en að sögn Ullu Magnusson, for- manns SOS á íslandi, vantar u.þ.b. 500.000 kr. til að ná þeirri tölu. Nú hafa 35 íslenskir aðilar tekið 'að sér börn í Keila og aðrir hafa tekið þann kost að styrkja þorpið með beinu framlagi. Um 50 börn hafa þegar flutt þangað og-alls fá 80 börn þar framtíðarheimili. HLJÓMSVEITIN Hálft í hvoru. Nýársgleði á Kaffi Reykjavík Á NÝÁRSKVÖLD mun hljóm- Húsið verður opnað kl. 18.00 og sveitin Hálft í hvoru halda uppi er matur framreiddur frá kl. 19.00. Jjöri á Kaffi Reykjavík til kl. 03.00. Venjulegt verð á öllum veitingum. Morgunblaðið/Halldór Sniglar gefa leikföng SNIGLARNIR, Bifhjólasam- tök lýðveldisins, færðu Barna- spítala Hringsins leikföng að gjöf á Þorláksmessu en það er orðin hefð þar á bæ að gefa ágóðann af árlegu jólaballi þeirra til góðgerðar- mála. FRÉTTIR Flugmálastjóri mótmælir gagnrýni formanns FÍ A „Vísa aðdróttunum og ásökunum á bug“ ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri hefur sent frá sér yfírlýsingu þar sem hann „vísar aðdóttunum og ásökunum formanns“ Félags ís- lenskra atvinnuflugmana á bug, sem fram komu í frétt Morgun- blaðsins í gær. í yfirlýsingu flugmálastjóra segir meðal annars að í gagnrýni formanns FIA, sem jafnframt er varamaður í Flugráði, komi fram það álit að skoðanir flugmálastjóra á viðbúnaðaráætlun stefni öryggi flugmanna og farþega í hættu. Þessu mótmælir flugmálastjóri og segir m.a. að sá ábyrgð sem flug- stjóri á að bera á öryggi loftfars, lýsi sér í að að flugstjóra beri að grannskoða öll skjöl, heimildir og upplýsingar er lúta að fluginu. Ekki hafi hins vegar verið reynt á nokkurn hátt að draga úr ábyrgð annarra aðila sem starfa að flugör- yggismálum, t.d. flugumferðar- þjónustunnar. Ábyrgð getur fallið á flugstjóra „Verði hann [flugstjóri] þess vís, eða eigi að hann að verða vís einhvers sem bæta þarf, getur ábyrgð fallið á flugstjórann ef eigi er úr bætt,“ segir Þorgeir. „Til frekari skýringar má nefna að blindflugsheimild við sjónflugs- skilyrði leysir flugstjóra ekki und- an þeirri skyldu að fylgjast með flugumferð í umhverfi loftfarsins sem hann stjórnar. í vinnuhandbók IACO fyrir flugumferðarþjónustu segir: „Flugheimildir, sem flugum- ferðarstjóri gefur, varða flugum- ferðina eða ástand flugvalla en leysa flugstjóra á engan hátt und- an þeirri ábyrgð sem tengist mögulegum brotum á viðeigandi flugreglum og reglugerðum.“ í handbókinni er einmitt skýrt tekið fram að þénnan kafla þurfi flug- menn að kynna sér. Samkvæmt ákvæðum íslenskra loftferðalaga skal flugstjóri annast um að loftfar sé lofthæft og til- hlýðilega búið, það sé skipað áhöfn og rétt hlaðið og ennfremur að flugið sé annars undirbúið og framkvæmt samkvæmt gildandi ákvæðum. Lendi loftfarið í hættu ber flugstjóra að gera allt sem honum er unnt til bjargar. Sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar um flutningaflug ber flugstjóri ábyrgð á starfrækslu og öryggi loftfars síns og öryggi allra um borð með- an á fartíma stendur. Þessi ákvæði í loftferðalögum byggja á alþjóðlegum stöðlum sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) gefur út,“ segir flugmálastjóri. Hann kveðst ekki hafa tíundað ábyrgð flugstjóra í smáatriðum, enda talið það óþarfi, og „varla tilefni til gífuryrða af hálfu for- manns FÍA og varamanns í Flug- ráði.“ Mótmæla hugmyndum um að „fiytja inn útlendinga“ Félagsmálaráðherra segir ályktun skiljanlega VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur gefið út ályktun þar sem „hugmyndum um að flytja inn útlendinga til starfa í fiskvinnslu á íslandi" er mótmælt. í ályktun- inni, sem sprottin er af fréttum um að fyrirtækið íslensk ígulker á Suðurnesjum hyggist ráða erlent starfsfólk í störf, sem íslendingar fáist ekki til að vinna, segir að atvinnurekendur hafi „markvisst stuðlað að því undanfarin ár að gera störf í fiskvinnslu óeftir- sóknawrverð með því að halda niðri launum og réttindamálum fiskvinnslufólks" og það sé „engin lausn að flýja vandann" með því að ráða útlendinga í stað íslend- inga. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra sagði í gær að sér þætti þetta „skiljanleg ályktun“ og bætti við að það væri „mikil hríð að fá útlendinga núna“. Ellert_ Vigfús- son, framkvæmdastjóri íslenskra ígulkeija, sagði í gærkvöldi að ályktunin væri ekki „í samræmi við raunveruleikann". Ellert sagði að lögð hefði verið inn fyrirspurn til félagsmálaráðu- neytis um ráðningu allt að 60 útlendinga vegna þess að illa hefði gengið að manna störf hjá íslenskum ígulkerum allt frá því að vinnsla hófst í haust. Hann bjóst við að fá fund með félags- málaráðherra um málið eftir ára- mót. Undirbúningur vinnslu fyrir Japansmarkað Að sögn Ellerts stendur nú yfir undirbúningur á „frekari vinnslu á sjávarafurðum fyrir Japans- markað eftir einhverja mánuði“ og starfa nú þegar einn Japani og fimm Tælendingar hjá fyrir- tækinu til að undirbúa vöruna undir markaðssetningu. Ellert vildi ekki segja hvaða tegundir sjávarafurða fyrirtækið hygðist flytja út, en nú fer eingöngu fram ígulkeravinnsla á vegum þess. „Hættuleg þróun“ Aðalsteinn Á Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður Deildar fiskvinnslu- fólks innan VMSÍ, sagði í gær að útlendingar hefðu undanfarið ver- ið „fluttir inn“ og það væri „mjög hættuleg þróun“. Á fundi verka- lýðsfélagsins á fimmtudagskvöld hefði verið ákveðið að gefa út þessa ályktun vegna frétta af fyr- irspum íslenskra ígulkera. Hann sagði fjarstæðu að íslendingar vildu ekki vinna í fiski. Hins vegar væru laun í fiskvinnslu léleg og sömuleðs starfskjör. „Á sama tíma og verið er að tala um að flytja inn fólk hér era íslendingar að flytja til Danmerk- ur,“ sagði Aðalsteinn. „Það þarf hugarfarsbreytingu hjá atvinnu- rekendum.“ Aðalsteinn kvaðst hafa orðið var við mikinn stuðning við álykt- unina og hvergi hefðu komið fram ásakanir um fordóma. Ellert Vigfússon sagði að Aðal- steinn myndi ekki gefa út yfirlýs- ingar af þessu tagi ef han settist niður og bæri saman afgreiðslu- fólk og fískvinnslufólk af sann- girni. Hann sagði einnig staðreynd að atvinnuleysi væri ekki jafn mik- ið og sagt væri. Áður en sótt yrði um starfsleyfi fyrir útlendinga yrði hins vegar auglýst eftir fólki og haft samband við vinnumiðlan- ir jafnt á Suðurnesjum sem utan þeirra. „Mótmæli að við borgum lúsarlaun" „Nú er svo komið að við fáum ekki fólk til að vinna við þetta og það er að hluta til vegna þess að fólk vill það ekki,“ sagði Ellert. „En ég mótmæli því að við borgum lúsarlaun." Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að það hefði verið „mikil pressa í sumar og haust að fá útlendinga til starfa". í sumar hefði verið ákveðið að reyna aðrar leiðir og auglýsa laus _ störf og hvar þau væri að finna. í kjölfarið hefðu tvö hundruð manns verið ráðnir og færu þeir ekki inn á atvinnuleysistryggingar fyrir ára- mót myndu 134 milljónir króna sparast í atvinnuleysissjóði. „Það er illa komið fyrir íslend- ingum ef við viljum ekki vinna í fiski,“ sagði Páll. „Við þurfum að athuga okkar gang ef flutt er inn nýtt fólk í hundraðatali án þess að atvinnuleysisskráin stytt- ist.“ Tæplega 1.200 atvinnuleyfi Að sögn Páls voru tæplega tólf hundruð atvinnuleyfí fyrir útlend- inga gefin út á árinu, en ný at- vinnuleyfi væru ekki nema brot af því. Töluvert fleiri atvinnuleyfi hefðu verið gefin út nú en í fyrra. 60-70 blindfiug GUÐMUNDUR Haraldsson flug- flugmálastjóra, að aðeins séu 6-7 umferðarstjóri og varðstjóri í blindflug að jafnaði á sólarhring flugturninum á Reykjavíkurflug- í innanlandsflugi yfir íslandi. Hið velli, segir það alrangt sem fram rétta sé að blindflug séu yfirleitt kom í Morgunblaðinu á fimmtudag 60-70 yfir veturinn. og haft var eftir Þorgeiri Pálssyni Vinningstölur 29. des. 1995 4*14«18* 20 *28 *29 «30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.