Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 27 AÐSENDAR GREINAR FRÉTTIR orðna fólkið að njóta frjósemi sinnar getur það verið búið að eiga þrettán börn áður en hinn hópurinn nær upphafsaldri þeirra og byrjar að auka kyn sitt og elstu börn hjónanna geta verið orðin talsvert þung. Við skulum snúa okkur aftur að þorskinum og skoða svolítið aðra hlið á máninu. Ef meðalstærð nýliða- árangs er 150 millj. nýliðar eða ca 150 þús. tonn og við ákveðum að vernda einn þriðja árgangsins á kostnað eldri árganga gætum við þurft að eýða mörgum árgöngum af eldri fiski en við förum upp aldurs- dreifingartréð svo einhveiju nemur, þ.e. ekki svo margir af árgöngunum efst í trénu ná 50 þús. tonnum. Á aldursskeiði þorsksins frá þriggja ára aldri til átta ára aldurs vex fijósemi árganganna úr u.þ.b. 5% í u.þ.b. 93%. Er það virkilega réttlátt miðað við stærð hryggninga- stofsins undanfarin ár að neita að taka tillit til fijósemi einstakling- arma þegar valið er til ásetningar? Ég tel það ekki vera og held reynd- ar að hér sé að finna eina af megin- ástæðum þess að „verndararnir" ig að staða stofnsins sem byggist á hlutfallinu fæða/óvinir verður hag- stæðari. Stofninn teygir sig hærra í skógi vistkerfisins og afraksturs- geta hans vex. Gildi þessa fyrirbæris er að sjálf- sögðu óútreiknanlegt eins og margt fleira í fiskifræðinni enda þyrftu menn þá að geta tekið tillit til gagn- verkandi þátta svo sem sjálfráns og sveiflna í náttúrunni, en það skiptir þó eflaust máli. Mín niðurstaða af þessari mynd- rænu hugleiðingu er einföld. Við skulum reyna að viðhalda eðlilegu formi trésins og nota vinnubrögð sem stuðla að því. Það eru hroka- gikkir sem telja sig hafa þekkingu til að ráðieggja annað. Það sem ég hef verið að reyna að leiða iíkur að er að með marg- bundnu kvótakerfi og annarri smá- fískavernd hafí staða þorskstofnsins í vistkerfmu verið lækkuð og að það leiði til minni afrakstursgetu hans. Þegar þessi þáttur hefur verið lagður saman við vanmat á frjósem- isgildi einstaklinganna og með út- kastið í bakhöndinni treysti ég mér 100% 90 Tími mestrar frjósemi Tillaga að náttúru- legum dánarstuðli Nýliðunarhlutfall af eigin þyngd, en hlutfallið er nokkuð breytilegt milli ára 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Ein aðgerð sem ætlað er að „vernda“ 5.000 tonn af þriggja ára nýliðum á kostnað átta ára nýliða 19þús. tonn 18 1------- 17 i —;— ‘‘ 5 þús. tonn af þriggjá ára 1® fiski + hlutdeild í nýliðun 15 í 5 ár= 14.600 tonn 13ára fiskur 3ára 8ára 13ára 3 ára/8 ára: Vöxtur/afföll er eina forsenda smáfiskafriðunar. Dæmi: 11.500 - 5.000 = 6.500 tonna gróði. Mistök, nema ailur fiskur sé geldur. Fái fiskur að njóta frjósemi sinnar í þrjú ár lítur dæmið svona út á fimm árum: 14.600 -18.800 = - 4.200 tonn (tap). Skekkja í hugsun, 10.700 tonn (munurinn á 6.500 tonnum og -4.200 tonnum). þurftu að fara niður í 150 þús. tonna kvóta áður en gólfinu var náð. Um breytilega stöðu þorskstofnsins í vistkerfinu Við skulum velta upp öðrum fleti sem ég viðurkenni að er svo flókinn að ég neyðist til að skýra hann út á myndrænan hátt vegna vanþekk- ingar minnar. Við skulum byija á því að ímynda okkur að þorskstofn- inn sé ein Iífvera sem líkist jólatré vegna aldursdreifingar sinnar. Þegar barrtré vex í skógi skiptir miklu I máli að það nái góðri hæð til að geta notið sólarbirtunnar í sam- keppni við önnur tré skógarins. Ef maðurinn ætti að nýta eins mörg kíló af jólatrénu og hann gæti með- an á vexti þess stendur og jafnframt að taka tillit til afrakstursgetu næstu ára hvernig myndi hann þá klippa tréð? Ætti hann að klippa tilskilinn kílófjölda ofan af trénu? Varla er það vænlegt til árangurs ef við vilj- um að tréð hækki og bæti stöðu sína í samkeppninni um sólarljósið. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing og koma í veg fyrir að menn fari að velta fyrir sér meðalaldri tijá- greina í þessu sambandi vil ég ítreka að samlíkingin er eingöngu mynd- ræn og til þess gerð að reyna að skýra út samkeppnisstöðu þorsk- stofnsins í vistkerfinu. Eldri og stærri fiskarnir hafa bætt mikilli fæðuflóru við fæðumöguleika stofnsins og þeir eiga sér líklega einnig færri náttúrulega óvini þann- nokkurn veginn til að fullyrða að ég skilji hvernig íslendingum tókst að koma árlegri afrakstursgetu þorskstofnsins niður úr 400 þús. tonnum í 200 þús. á einum árat.ug. Það kann þó að vera smá mögu- leiki á því að ég hafi rétt fyrir mér og vil ég því til öryggis benda á að nokkrir fræðimenn sem ekki eru í náðinni hafa komist að svipaðri nið- urstöðu eftir öðrum leiðum og með öðrum rökum. Ég tel því fulla ástæðu til að vara þjóðina við því að láta teyma sig andstöðulítið í ógöngur og vil biðja mér fróðari menn að íhuga hvernig kvótakerfinu tókst að fara með grálúðustofninn og karfastofninn án þess að trillu- karlar kæmu þar neitt nálægt. Lokaorð Sem íbúi fámenns byggðarlags sem hefur þurft að sjá á eftir veiði- heimildum sem samkvæmt fárán- legri verðlagningu kvótakerfisins leggja sig á um tvo milljarða króna og trillukarl sem hefur orðið að þola að rekstrargrundvöllur útgerðar hans væri markvisst eyðilagður, vil ég leyfa mér að gera þá kröfu að stjórnmálamennirnir og ráðgjafar þeirra komi niður úr fílabeinsturnin- um sínum og færi annaðhvort hald- bær rök fyrir athöfnum sínum und- anfarin ár eða viðurkenni villur síns vegar. Ég hef hvorki efni, ástæður né áhuga á að klífa turninn til að geta rætt við þá á jafnréttisgrund- velli þar uppi enda held ég að ferð þeirra niður verði þeim mun auðveld- ari en ferðin upp myndi reynast mér. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að átta sig á að baráttan um viðhald magnbundinna kvóta- kerfa snýst ekki lengur um verndun og hefur ef til vill aldrei gert það, heldur er hér um að ræða harða hagsmunavörslu stórútgerðarinnar sem sættir sig jafnvel við minnkaðan afrakstur fiskistofnanna meðan ver- ið er að grisja út keppinautana. Það er jafnframt ljóst að stjórn- málamenn bæði hérlendis og erlend- is hafa bundið pólitíska framtíð sína svo fast við kvótakerfin að þeir beita nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir afhjúpunina á ófullkomleika þeirra. Og ekki bætir úr skák að fjármálaheimurinn hefur tekið upp þann sið að binda veð sín í óveiddum fiski til að losna við þau óþægindi að þurfa að leggja sjálfstætt mat á getu manna og tækjabúnaðar. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar menn taka upp á þeim fjanda að leika guð í skjóli valds og þekkingar og reyna að drottna yfir bæði öðrum mönnum og villtri nátt- úru. Hvaða sköpunarverk þeirra, kvótakerfið, áhrærir þá fær það ekki hærri einkunn hjá mér en marglytt- an sem varð til þegar kölski reyndi að líka eftir ofjörlum sínum með því að hrækja í sjóinn forðum svo gripið sé einu sinni enn til myndræns sam- anburðar. Höfundur er sjómaður á Súganda■ firði. COMPUSERVE hefur ákveðið að takmarka aðgang að klámi á Alnetinu. Takmarka aðgang að klámi Columbus. Reuter. BANDARÍSKA tölvufyrirtækið CompuServe hefur ákveðið að tak- marka aðgang að klámfengnu efni sem það sér um að miðla á Alnetinu (Internet), að kröfu þýskra ríkissak- sóknara. Að aflokinni rannsókn á því efni sem til boða stóð á netinu kröfðust þýsk yfirvöld þess af af Compu- Serve, að fyrirtækið lokaði 200 svo- nefndum umræðuhópum á Alnetinu. Talsmaður fyrirtækisins sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem það tak- markaði aðgang að upplýsingum á netinu. Þó hefði ekki verið farið að kröfu þýskra yfirvalda að öllu leyti, ástæðulaust hefði verið að takmarka aðgang að 20-30 hópanna. Askrifendur að þjónustu Compu- Serve eru fjórar milljónir í 40 lönd- um. Tækni sú sem fyrirtækið ræður yfir, leyfir ekki að einungis verði takmarkaður aðgangur þýskra áskrifenda að klámi. Búnaður af því tagi mun þó verða tiltækur á miðju næsta ári. FARSÆLS KOMANDIARS Skúli Hanjen og otarfofóLk á Skólabrú HATIÐARMATSEÐILL A NYARSKVÖLD Blandadir kaldir jjóvarrettir á dkrautkáli nied kampavínj-vinaigrettevafa Le'IUtteikl andalifur í madeiravódu *. Calvaóoj -kanUkrap Rjúpur mecf lyngjóju Brullé meef hlönóufhun ferjkum berjum m •* f Veitingamús vid Austurvöll BoRÐAPANTANIR í SÍMA 5624455 • llðSID OPNAR Á NÝÁRSÐA6 KL. I9.OO ' LoKAÐ 24.-2?. 06 }\. DESIMBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.