Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 33 Frábær árangur upp- rennandi skákmanna Jón Viktor Gunnarsson SKAK íþróttahúsiö viö Strandgötu í Ilafnarfiröi GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ Þröstur Þórhallsson sigraði ásamt Hollendingnum Albert Blees. Ungir íslenskir skákmenn hækkuðu næst- um allir á stigum. ALÞJÓÐAMÓTIÐ í Hafnarfírði, sem kennt var við Guðmund Ara- son, fyrrum forseta Skáksambands- ins, heppnaðist vonum framar að flestu leyti. Þröstur Þórhallsson sigraði á mótinu ásamt Hollend- ingnum Albert Blees og færðist talsvert nær stórmeistaratitli. Eftir mótið ætti Þröstur að vera kominn með 2.460 Elo-stig, en hann þarf að ná 2.500 stigum til að hreppa stórmeistaratitil. Ennþá er því tölu- vert í land, en þrátt fyrir sigurinn var Þröstur frekar óheppinn á mót- inu og ætti að eiga góða möguleika á því að ná titlinum á árinu. Ungir og upprennandi íslenskir skákmenn notuðu tækifærið vel. Þeir öfluðu sér ekki aðeins dýrmætr- ar reynslu, heldur hækkuðu margir verulega í stigum. Jón Viktor Gunn- arsson og Einar Hjalti Jensson náðu báðir mikilvægum áfanga, en þeir eru báðir 15 ára liðsmenn sigursveit- ar íslands á Ólympíumóti í þeim aldursflokki á Kanaríeyjum síðasta vor. Félagar þeirra úr sveitinni, þeir bræður, Bragi og Bjöm Þorfinnssyn- ir, ollu nokkrum vonbrigðum, en tapa samt ekki stigum á mótinu. Þátttakan kemur þeim örugglega til góða á Reykjavíkurmótinu í mars. Jón Garðar Viðarsson var aðeins hálfum vinningi frá áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli, en hækkar verulega á stigum. Ólafur B. Þórs- son átti sitt besta mót, en árangur hans hefur hingað til ekki verið í samræmi við kunnáttu. Skákáhuga- menn voru óánægðir með að Magn- ús Örn Úlfarsson og Arnar E. Gunnarsson skyldu ekki komast í færi við titiláfanga, en þrátt fyrir þau vonbrigði hækka þeir samt mjög verulega á stigum. íslendingarnir byijuðu mjög illa, virtust eitthvað óstyrkir og má nefna að í fyrstu umferð töpuðu þeir átta skákum í röð fyrir útlend- ingum! En sjálfstraustið jókst held- ur betur og á endanum voru það titillausu erlendu keppendurnir sem lentu í botnbaráttunni. Þar sem mótið heppnaðist jafn vel og raun bar vitni eru allar líkur á að það verði endurtekið næsta ár. Úrslit mótsins: Við skulum líta á úrslit mótsins. Á eftir nafni keppanda 1coma titill hans og alþjóðleg stig, ef einhver eru, síðan vinningatala og loks árangurinn mældur í stigum í sviga fyrir aftan. Á opnu móti segir það stundum meira en vinningatalan sjálf. Tekið skal fram að ekki er um stig keppandans eftir mótið að ræða. Sem dæmi má nefna að hefði Þröstur verið með 2.584 stig fyrir mótið hefði hann haldið stigum sín- um. Stigalausir koma inn á listann með árangurinn. Einar Hjalti fær því 2.295 stig á listanum 1. júlí nema hann tefli meira. 1. Þröstur Þórhallsson AM 2420 7 v. (2584) 2. Blees, Hollandi AM 2420 7 v. (2547) 3. Borge, Danmörku AM 2425 6 v. (2451) 4. Martin, Englandi AM 2420 6 v. (2394) 5. Jón Garðar Viðarsson 2325 5 Vt v. (2407) 6. Jón Viktor Gunnarsson 2145 5 ‘A v. 2370 7. Riemersma, Hollandi AM 2415-5 'k v. ( 2348) 8. Christensen, Danm. AM 2405 5 'h v. (2329) 9. Bem, Noregi AM 2360 5 'k v. (2327) 10. Magnús Öm Úlfarsson 2230 5 v. (2375) 11. Einar Hjalti Jensson 5 v. (2295) 12. Ágúst S. Karlsson 2315 5 v. (2279) 13. Ólafur B. Þórsson 2160 4‘/z v. (2371) 14. Björgvin Jónsson AM 2390 4'A v. (2277) 15. Arnar Gunnarsson 2135 4 v. (2300) 16. Torfi Leósson 2160 4 v. (2239) 17. Guðmundur Halldórsson 2285 4 v. (2225) 18. Kristján Eðvarðsson 2210 4 v. (2195) 19. Sævar Bjamason AM 2295 4 v. (2074) 20. Nilssen, Færeyjum 2275 3 'k v. (2180) 21. Gullaksen, Noregi 2355 3 ‘/z v. (2160) 22. Nolsoe, Færeyjum 3 v. (2170) 23. Bragi Þorfinnsson 2185 3 v. (2160) 24. Bjöm Þorfmnsson 2060 2 'k v. (2064) 25. Sigurbjöm Bjömsson 2210 2 ‘/z v. (2000) 26. Burden, Bandaríkjunum 2185 2 v. (2002) Við skulum að lokum líta á skemmtiiega vinningsskák frá ein- um úr unglingalandsliðinu: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6 8. 0-0-0 - h6 9. Be3 - Rxd4 10. Bxd4 - b5 11. f4 - Bb7 12. Bxf6 - gxf6 13. Bd3 - h5 Upp er komin skörp útgáfa af Rauzer afbrigði Sikileyjarvarnar. í stað þessa leiks Björgvins er venju- lega leikið strax 13. - b4 14. Re2 - Db6 14. Kbl - b4 15. Re2 - Db6 16. Hhfl - Be7 17. Rcl - a5 18. De2 a4!? 19. f5 - e5 Svartur hefur teflt býsna djarft og gefur nú eftir d5 reitinn. Annar möguleiki var 19. - Bc6 20 Bc4 - Bd7 20. Bb5+ - Kf8 21. Bc4 - Hb8 22. g4! - hxg4? Hvítur fær nú afar hættuleg sóknarfæri. Öruggara var 22. - h4 23. Dxg4 - De3 24. Hgl - Dg5 25. De2 - Dh4 26. Dg2 - Ke8 27. Hgel - Dxh2 28. Dg7 - Hf8 29. Hhl - Df2 30. Hh8?! -Kd7! 31. Rd3 - Dd4 32. Hxf8 - Hxf8 33. Bxf7 - Bxe4 34. Be6+ - Kd8? Tapar þvingað. Nauðsynlegt var 34. - Ke8! 35. Rf2! - Bxc2+ 36. Kxc2 - Dxf2+ 37. Kbl - He8 38. Hcl - Dc5 39. Hxc5 - dxc5 og svartur gaf skömmu síðar. Margeir Pétursson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FIMMTUDAGINN 14. des. spiluðu 15 pör. Helstu úrslit urðu þéssi: ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 250 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 244 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 238 Þórhildur Magnúsdóttir - Halla Ólafsdóttir 227 Meðalskor ' 210 Og þar með lauk þessu stigamóti með sigri Þórarins Ámasonar. Sunnudaginn 17. des. spiluðu tveir tiu para riðlar. Úrslit urðu eftirfarandi: A-riðill: Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 138 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 136 Sigurleifur Guðjónss. - Bergsveinn Breiðfjörð 121 B-riðill: Böðvar Guðmundsson - Sæmundur Bjömsson 137 Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 133 Elín Jónadóttir — Soffía Theodórsdóttir 132 Meðalskoríbáðumriðlumvar 108 Og hér með lukum við spiiamennsku á þessu ári. Og hefjum við spila- mennsku aftur 4. jan. 1996. Bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér heiður á 70 ára afmœli mínu þann 6. desem- ber sl, með hlýjum handtökum, blómum, gjöf- um, skeytum og símtölum. Sérstakar þakkir sendi ég til barnanna minna, tengdabarna, barnabarna og fjölskyldna þeirra fyrir ógleymanlega afmœlisveislu sem þau héldu mér í Sóknarhúsinu, Skipholti 50A. GuÖ blessi ykkur öll og gefi ykkur farsœlt kom- andi ár. SvanfríðurK. Benediktsdóttir, Espigerði 20. JR.AWÞAUGL YSINGAR f Námsstyrkir í Bretlandi Breska sendiráðið býður námsmönnum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um nokkra styrki til náms við breska háskóla skólaárið 1996/97. Umsækjendur þurfa að hafa tryggt sér skóla- vist við breska háskóla og þeir einir koma venjulega til greina sem eru í framhalds- námi. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöld- um, annar kostnaðurerekki innifalinn íþeim. Sendiráðið býður einnig í samvinnu við Glaxo Wellcome hf., útibú fyrirtækisins Glaxo Wellcome plc., einn styrk til framhaldsnáms á sviði heilbrigðismála, til dæmis læknis- fræði, lyfjafræði, hagfræði heilbrigðismála, svo eitthvað sé nefnt. Að auki býður sendiráðið, í samvinnu við ÍSTAK hf., einn styrk til framhaldsnáms á sviði stjórnunar byggingaframkvæmda (construction management). Umsóknareyðublöð fást aðeins í Breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík (sími 551 5883), alla virka daga frá kl. 9-12. Einnig er hægt að fá þau send. Umsóknum skal skila fyrir 31. janúar 1996, fullfrágegnum. Umsóknir, sem berast eftir það, koma ekki til greina. Bollasmári 3 - breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Bollasmára auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4.1 í skipulagsgerð nr. 318/1985. í breytingunni felst að efri hæð hússins er stækkuð um 30 m2, vesturveggur þess er færður 0.9 m út fyrir ytri byggingar- reit og útskot úr honum allt að 2.5 m. Einn- ig ná svalir, bæði á norðvestur- og norðaust- urhorni hússins, út fyrir ytri byggingarreit, auk þess sem rúmur þriðjungur norðurhliðar hússins nær út fyrir innri byggingarlínu. Uppdráttur, ásamt skýringarmyndum, verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 2. janúar til 30. janúar 1996. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér seglr: Stekkjarholt 1, Snæfellsbae, þingl. eig. Þorgeir G. Þorvaldsson og Lovísa Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 5. janúar 1996 kl. 14.30. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi, 29. desember 1995. ouglýsingar Jólahátíð fjölskyldunnar er i dag, laugardag, kl. 16.00 í Aðal- stræti 4b. Takið með kaffibrauð. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 • Laugardagur 30. des. kl. 16.30 Blysför um Elliðaárdalinn og flugeldasýning Ferðafélag islands efnir í dag, laugardag 30. desember, kl. 16.30 til árlegrar blysfarar og áramótagöngu um Elliðaárdal- inn. Þetta er stutt og skemmti- leg fjölskylduganga til að kveðja gott ferðaár. Það er ekkert þátt- tökugjald, en biys (á 200 og 300 kr.) verða seld fyrir brottför. Mæting hjá skrifstofu og fé- lagsheimili Ferðafélagsins f Mörkinni 6 (v. Suðurlands- braut, austan Skeiðarvogs). Áætlaður göngutími 1,5 klst. Gengið um Sogamýri inn í Elliða- árdal og til baka. Allir eru hvatt- ir til að mæta, jafnt höfuðborg- arbúar sem aðrir. Hjálparsveit skáta verður með sérstaka flugeldasýningu á Geirsnefi fyrir Ferðaféiaglð undir lok göngunnar. Ferðafélag islands óskar öllum gleðilegs nýs ferðaárs og þakk- ar fyrir það liðna. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.