Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ * 28 . LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR Svar Snorra H. Jóhannes- sonar á Augastöðum TILEFNI þessara skrifa minna er út- varpsviðtal sem tekið var við Snorra 12. nóv- ember, þar sem Snorri lét móðan mása um ijúpnaveiðar í Borgar- firði. Það skal tekið ) fram strax í upphafi að Snorri á Augastöðum er þekktur skotveiði- maður og þeir eru eflaust ekki margir rjúpnaveiðimennimir á Islandi sem veiða fleiri ijúpur en hann. Þeir sem til þekkja segja að hann sé duglegur við veiðamar og byiji oft snemma, mjög snemma, og hætti seint, mjög seint. Borgarbörn í sveitum Snorri lýsir í þessu viðtali sem tekið var á RÚV áhyggjum sínum yfir því að borgarböm séu þarna æðandi um afrétti og almenninga skjótandi ijúpur, og um helgar sé jafnvel fjölmenni á ferð. Veiðimenn þessir drepi síðan ijúpur og hætta sé á að þeim fari fækkandi fyrir vik- ið, og nú sé jafnvel svo komið að þessir hræðilegu borg- arbúar séu búnir með allar ijúpumar. Hvað gengur nú Snorra til? Er hann hættur að vilja veiða ijúpu? Eða vill hann kannski bara fá að drepa þær allar sjálfur? Er það rétt að það sé búið að veiða allar ijúpumar frá Snorra? Við skulum aðeins velta þessum spumingum fyrir okk- ur og þá sérstaklega spurningunni um hvað Snorra gangi til. Bændur og afréttir - Sumir bændur brjóta Iög Tilgangur Snorra í þessu viðtali er augljós. Hann vill að borgarbörn- unum verði bannað að veiða ijúpur á afréttum og almenningum. Þama ráða hrein viðskiptasjónarmið ríkj- um. Snorri vill geta veitt allar ijúp- urnar sjálfur og selt þær eða taka hátt gjald fyrir að leyfa mönnum að veiða í eignalöndum. Inn í þetta blandast svo deilurnar um afréttina. Bændur vilja ekki skilja það að upp- Stöndum saman skot- veiðimenn, segir Guð- mundur Guðlaugsson, sem hér skrifar um rjúpnaveiði. rekstrarréttur á afrétt veitir ekki eignarrétt t.d. yfir fuglaveiðum. Frægt er orðið dæmið um Geitlands- afréttinn þar sem fulltrúi bændanna sagði í útvarpsviðtali, (gott ef það var ekki títtnefndur Snorri) eftir að hæstaréttardómur var fallinn skot- veiðimönnum í hag að þeir tækju ekki mark á hæstarétti, þeir ætluðu samt að banna veiðarnar. Þeir hafa svo sumir á þessu svæði tekið upp á því að bijóta lög með því að loka fyrir akstursleiðir inn á afrétti með læstum keðjum. Það er ólöglegt. í byrjun október á þessu ári fóru nokkrar fjölskyldur í ferð og ætluðu að fara fram hjá Kal- mannstungu og upp að Surtshelli, þá komu þau þar að keðju með lás sem lokaði akstursleiðinni. Þetta er víðar gert. Þið getið rétt ímyndað ykkur ef allir bændur landsins lok- Guðmundur Guðlaugsson x ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 829. þáttur ÞÁ ER komið að þriðja og vandasamasta efnisatriði í bréfi Valgeirs Sigurðssonar. Sjálfur nefnir hann það „röddunar- leysi“. Verður að hafa að þessu nokkurn draganda. Fyrst er frá að segja, að við V.S. virðum báðir íslenskan mállýskumun og viljum að hver og einn varðveiti sinn framburð, að minnsta kosti að því leyti sem ætla má að geymi hluta þess sem einu sinni var almennur fram- burður á landi hér. Dæmi: vest- firskur einhljóðaframburður á undan ng, norðlensk röddun, og harður framburður lokhljóða (p,t,k) milli og eftir sérhljóða, suðaustlenskur einhljóðafram- burður á undan gi og raddað r á undan n og 1 - og sunnlensk- ur hv-framburður, rétt eins og við segjum í lagt og sagt. Því miður er hér óhægt um hljóðrit- un. Við Valgeir höfum báðir radd- aðan framburð samhljóða í orð- um eins og banki og stúlka. Málið flækist úr hófi, þegar kém- ur að lt, en um það fjallaði próf. Baldur Jónsson svo vel og ræki- lega í 4. árg. íslenskrar tungu, að naumast verður um bætt. Þá koma spumingar: Að hve miklu leyti eiga fréttamenn varpanna að bera fram erlend nöfn svo sem gert er erlendis? Að hve miklu leyti eiga þeir að fara eftir eigin mállýskuvenju? Eg veit þetta ekki, en mundi þó hafa raddað n í Clinton og radd- að 1 í Bildt, til dæmis. En til að skýra sjónarmið V.S. er best að gefa honum alveg orðið um sinn: „Svo er það nú „röddunarleys- ið“, sem hijáir orðið flesta ís- lendinga. Hörmulegt er að heyra ýmsa beztu útvarpsmenn þjóðar- innar þrástagast á „Klitton" for- seta, næstum eins og bókstafur- inn „n“ fyrirfinnist ekki í nafn- inu mannsins. Eg man í svipinn ekki eftir nema þrem útvarps- mönnum, sem bera nafn forset- ans fram eitthvað í líkingu við það sem gert er á móðurmáli hans. Enda er kannski ekki ætl- azt til þess. Þó veit ég, að sum- um útlendingum hefur þótt skrýtið að heyra okkur bera ?ram nöfn erlendra stórmenna á okkar „sunnlenzku" íslenzku. - Hver man ekki tímana, þegar útvarpið okkar var að tuggast á þeim kumpánum Ú „Þatt“ og Willy „Bratt“, eða þegar frændi vor, „Akker“ Jörgensen hinn danski var í sviðsljósinu?" Þá langar Valgeir í limru Þor- steins Valdimarssonar Háblást- ur, og birtist hún með ánægju: Prettarar flykktust á frott, gerðu fattastræk upp á mott. Engin ráð komu’ að haldi - svo að hlandlæknir taldi, að þeim heCtaði bezt eitthvað vott. V.S. minnist á að íslending- um, sem ekki er tamur raddaður framburður, reynist erfitt að kenna þýsku, og er nokkuð til í því. Svo mikið er víst að margur Islendingur hefur flaskað á Alt Heidelberg (Gamla H.) og borið fyrra orðið fram eins og fornafn- ið eða lýsingarorðið allt í ís- lensku, en nú er rétt að vísa á fyrmefnda ritgerð próf. Baldurs. Verður svo umsjónarmaður að láta þetta duga, og sýnist honum engin leið ótvírætt hin eina rétta. Að lokum spurði V.S. um rit- hátt á Rás eitt. Það skrifar umsjónarmaður svo, og málfars- ráðunautur Ríkisútvarpsins. Umsjónarmaður notar svo tækifæri til þess að þakka merkilegt og árangursríkt starf málfarsráðunautanna Ara Páls Kristinssonar á Ríkisútvarpinu og Margrétar Guðmundsdóttur á Stöð tvö. » ★ Lýs villta Ijós í gepum þetta geim, mig giepur vín. Komin er nótt, ég nenni ekki heim í náttföt mín. Styð þú minn fót, ég fékk of stóran skammt, en feginn vildi drekka meira samt. (Magnús Óskarsson). ★ Lýsingarorðið gengur kemur af sögninni að ganga. Oftast er það í samsetningum, t.d. hæg- gengur, klárgengur og brokk- gengur. í hvorugkyni verður þetta gengt, einnig tíðast í sam- setningum: fá einhverju fram- gengt, eiga ekki heimangengt. Hið síðara merkir að komast ekki heimanað frá sér. Sjaldnar segjum við heimgengt. Stúlka frá Rúmeníu, sem hér er, mun þó ekki eiga heimgengt, en ekki er hægt að segja að hún eigi ekki heimangengt um að hún komist ekki héðan. Stundum grípum við til sagn- arinnar að koma, þegar svipað stendur á. Maður, sem kemst ekki út, á ekki útkvæmt. Orð- myndin kvæmt er þannig til komin, að þriðja kennimynd sagnarinnar var kvámum í forn- öld. ★ Vilfríður vestan kvað: Þó margur sé skálkur og skækja, það skal vora samvisku ei flækja, því að bónda í Víti ekki blöskra smálýti og er höfðingi heim að sækja. ★ Vísan Sumir eiga sorgir og sumir eiga gull, sjá 827. þátt, gæti verið eftir Björn Dúason úr Fljótum eða Harald frá Kambi (heimildarmenn Birkir í Amaro og Sigurður H. Sigurðsson sama staðar). Um hina vísuna, sem birtist í sama þætti, verður ræki- lega fjallað síðar. ★ Um leið og ég óska ykkur gleðilegs árs og friðar, og þakka liðið, spyr ég ykkur: Hvað merkir „föðrun“ og „föðr- unarmeistari" sem heyra mátti í útvarpsauglýsingum ekki fyrir löngu? Auk þess fær Gísli Sigur- geirsson stig fyrir að segja ekki fyrir löngu: „um það bil fjórð- ung yfír átta“, og Broddi Broddason annað stig ekki lægra fyrir að slá Fróðársel í útvarpsfréttum. Fleiri voru þeir reyndar sem mæltu af prýði í útvarpið sama kvöld. uðu aksturleiðum inn á afrétti með keðjum. Þá kæmist enginn inn á hálendið nema upp á náð og mis- kunn bænda. Allar rjúpur dauðar! Snorri segir í viðtalinu að ijúpna- veiðin fari ávallt minnkandi, ár frá ári. Undirritaður stundar ijúpnaveiðar og hefur haldið til veiða m.a. í Borgar- flörð, á sama stað og í fyrra. Þar brá nú við að ijúpumar voru þar mun fleiri í ár en í fyrra, samt eru menn að halda því fram að það sé að verða búið að drepa þær allar. Af hveiju fjölgaði þeim þá? Af hveiju sýndu talningar í ár (sem kostaðar eru með veiðileyfagjaldi sem lagt hefur verið á skotveiðimenn), að ijúpum hafi fjölgað verulega milli ára. Ég hef grun um að eftir því sem árin færast yfir Snorra á Augastöð- um, þá sjái hann nú kannski færri ijúpur og fari minna um. Einnig hefur maður tekið eftir því að eftir því sem fólk eldist og því þverr kraft- ur þá breytast oft viðhorfin og mað- ur sem er hættur að veiða ijúpur í miklu magni sjálfur, vill kannski að aðrir hægi þá á sér líka. Þetta er eins og með Frakkana og kjamorkut- ilraunimar. Þegar þeir eru búnir með allar sínar tilraunir em þeir alveg til í að banna öllum öðram, bara ekki fyrr. lyúpur eru víða friðaðar Rjúpur njóta víða friðunar. Tökum t.d. svæði eins og Þingvallasvæðið, víða í Borgarfirði s.s 5 Skorradal, í ýmsum skóglendum s.s. í Vagla- skógi, og í Aðaldalshrauni. Einnig ráða aðstæður því víða að aldrei er veitt. Útrýming af völdum skotveiði- manna er því afar fjarstæðukennd, enda hafa engir vísindamenn haldið því fram. Skotveiðimenn taki höndum saman Ég skora nú á skotveiðimenn að taka höndum saman, segja frá því ef þeir verða fyrir átroðningi bænda á afréttum og alls ekki gefa eftir. Einnig skora ég á skotveiðifélögin að hafa frumkvæðið að því á næsta ári að fjölmennt verði á þá staði þar sem bændur era að hindra aðgang að af- réttum og almenningum. Taka verður á þessum málum af mikilli festu því að það gengur ekki að fámenn stétt í landinu sé að reyna kúga landsmenn og búa sér til einkarétt sem hún á ekki. Þó verður að taka það fram að auðvitað á þetta ekki við um alla bændur, margir þeirra era öðlings- menn og góðir viðskiptis. Taki þeir bara til sín sem eiga. Með kveðju. Höfundur er skotveiðimaður. Hugvitsmaðurinn Hjörtur Þórðarson HJÖRTUR Þórðarson. Myndin var AÐ kvöldi nýársdags sýnir Sjónvarpið mynd Tages heitins Ammendrup um Hjört Þórðar- son, raffræðing og hugvitsmann í Chicago. En hver var hann? Hann fæddist á Stað í Hrúta- fírði 1867. Foreldrar hans voru Þórður Ámason, bóndi á Bjama- stöðum í Hvítársíðu og síðar á nokkram stöðum í Hrútafírði, og kona hans Guðrún Grímsdóttir frá Grímsstöðum í Réykholtsdai. Þau Þórður og Guðrún fluttust til Vesturheims sumarið 1873 með fímm bama sinna, og þar lést Þórður um haustið. Guðrún stóð því uppi með bamahópinn, tvö þau elstu uppkomin, Guðrúnu yngri 22 ára og Grím 19, en Ingibjörg var 13 ára, Hjörtur 6 og Ámi fjögurra. Má því nærri geta, að þröngt hefur verið í búi hjá Guð- rúnu og bömum hennar fyrstu árin, í ókunnu landi, ókunnug tungu lands- manna og lifnaðarháttum og ókunnug öllu nema íslenskum búskaparháttum á síðari hluta 19. aldar. Eiginleg skólaganga Hjartar var lítil. Hann lauk gagnfræðaprófí eftir tveggja ára nám og stóð þá á tví- tugu. Frá þeim tíma er þó nafnið, sem Hjörtur Þórðarson, seg- ir Jón Steingrímsson, á heima meðal fremstu hugvitsmanna á sviði útvarpstækni. hann notaði síðar á ævinni, Chester H. Thordarson. Kennslukona hans réð ekki við Hjartamafnið og kallaði hann því Chester. Hjörtur starfaði í fyrstu hjá öðram um nokkurra ára skeið, þar á meðal hjá Edison, en 1895 hóf hann rekstur eigin verkstæðis í Chieago, 27 ára gamall. Starfsemin óx hægt í byijun, en örugglega. Vettvangur starfsins var á sviði rafmagnshluta hverskyns, frá símaþjöllum til stórra spenna, og var Hjörtur fyrstur til að smíða og sýna milljón volta spenni á heimssýn- ingunni í St. Louis 1904. Umtalsverð búbót var smíði háspennukefla í bíla fyrir Ford og smíði smáspenna. Hjörtur sótti í fyrsta sinn um einka- leyfi árið 1900 á spunavél til þess að veíja rafmagnsvíra. Fleiri einkaleyfí fylgdu á eftir, og munu umsóknir í Bandaríkjunum hafa orðið nálægt 100 talsins, en um 150 alls, þegar litið er til annarra landa. Öll þessi einkaleyfi era nú löngu útrannin og flest úrelt, en þó virðist sem a.m.k. tekm í Chicago árið 1932. ein uppfinning lifí enn í dag, en það er hugmyndin um kælirásir í spenn- um. Bókasöfnun Hjartar var einstæð. Hann byijaði ungur og af litlum efn- um að safna bókum um undirstöðu- atriði rafmagns- og eðlisfræði, en tók síðar að safna bókum á öðrum svið- um. Þegar Hjörtur lést 1945 var safn- ið metið á 450 þús. dali. I því voru 25.000 bindi, sum afar fágæt. Var safnið talið eitt hið merkasta í einka- eign vestan hafs. Það er nú varðveitt í háskólabókasafninu í Madison, Wisc- onsin. Klettey, Rock Island, í Michigan- vatni kemur við sögu Hjartar. Hann eignaðist þessa eyju og reisti þar nokkur hús, en að honum látnum var eyjan seld Wisconsin-ríki, sem gerði hana að þjóðgarði. Mörg húsanna, sem Hjörtur Iét reisa, hafa nú verið jöfnuð við jörðu, en bátanaustið fékk að standa, stór bygging með bátalægi og stórum samkomusal fyrir ofan. I lítilli bók, sem Zenith útvarpsfé- lagið í Bandaríkjunum gaf út 1943, er að fínna í stuttu máli æviatriði allra helstu afreksmanna á svið tækni og visinda á liðnum öldum. Þar er að fínna nöfn eins og Leonardo da Vinci, Albert Einstein, Galileo Galilei, Isaac Newton og Pyþagoras, auk „stóru“ nafnanna á sviði rafmagns- fræðinnar: Ampére, Coulomb, Curie, Edison, Faraday, Benjamin Franklin, Henry, Hertz, Joule, Kirchhoff, Marc- oni, Maxwell, Ohm, Röntgen, Volta, Watt og Örsted, svo nokkrir séu nefndir, og í þeim hópi er Hjörtur Þórðarson. Hann kunni að spyija móður náttúra, og þessvegna á hann heima á meðal fremstu hugvitsmanna á sviði útvarpstækni. Það eru ekki margir, sem komast í þann félags- skap. Höfundur cr vcrkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.