Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ plnrgmjiMalii STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hailgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALMANNAHAGUR OG VÍSITÖLUR VEIGAMESTA breytingin, sem Alþingi gerði á tekju- skattslögunum fyrir jólin, var afnám ákvæða þess efnis, að persónuafsláttur og ýmsar bótagreiðslur hækki um mitt árið í hlutfalli við hækkun lánskjaravísitölu. Persónuafslátturinn og bótagreiðslurnar voru síðan ákveðnar með lögum nú fyrir jólin og haldast óbreyttar út næsta ár. Áætlað er að þessar breytingar spari rík- inu um 1 milljarð króna. Þessi búbót ríkissjóðs á að mæta^hluta þess tekjutaps sem ríkið verður fyrir vegna þess að um mitt næsta ár verða lífeyrisgjöld, sem laun- þegar greiða [4% af launum] að fullu undanþegin skatti. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins svarar það til þess að tekjuskattshlutfallið lækki í raun um 1,5%. Á tímum óðaverðbólgunnar á áttunda og níunda áratugnum, voru vísitölur og vísitölutengingar viðbrögð löggjafans og samningsaðila til að tryggja kjaralega stöðu fólks gagnvart nánast viðvarandi verðhækkunum vöru og þjónustu. Þessi varnarviðbrögð voru þó tví- bent. Þau ýttu undir víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags, verðbólguna, veiktu rekstrarstöðu fyrirtækjanna og atvinnuöryggi fólksins. Á tímum stöðugleika i efna- hagslífi og verðlagi, eins og við höfum búið við hin síðustu árin, eru vísitölutengingar af þessu tagi nánast tímaskekkja. Vísitölutenging launa var afnumin fyrir tólf árum. Það þótti nauðsynlegt skref í átt að þeim stöðugleika í efnahagsbúskap okkar, sem nú hefur náðst og mikil- vægt er að varðveita, m.a. til að tryggja samkeppnis- stöðu atvinnuvega okkar gagnvart umheiminum og þar með atvinnuöryggi landsmanna. Eðlilegt er að aðrar vísitölutengingar fylgi í kjölfarið - heyri sögunni til, þótt sjálfsagt sé að taka þau skref í áföngum varðandi peningalegar skuldbindingar. VINNA EÐA BÆTUR? ÆFLEIRI dæmi skjóta upp kollinum um að ekki sé hægt að fá fólk til vinnu í fiskvinnsluhúsum, jafnvel þótt atvinnuleysi sé töluvert í landinu. Atvinnu- rekendur, sem hafa auglýst eftir fólki án árangurs, hafa gripið til þess ráðs að ráða erlenda ríkisborgara, ekki sízt frá Austur-Evrópu og ríkjum þriðja heimsins, til vinnu í staðinn. Nýjasta dæmið af þessu tagi er af íslenzkum ígulkerum í Reykjanesbæ, sem vill ráða 40-60 Filippseyinga í störf, sem íslendingar fást ekki í. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem því, sem kallað er „að flytja inn útlendinga“ til starfa er mótmælt. Félagið telur að atvinnurekendur hafi stuðlað að því að gera störf í fiskvinnslu lítt eftir- sóknarverð með því að halda niðri launum og réttinda- málum fiskvinnslufólks. Verkalýðsfélagið bendir á að það borgi sig ekki fyr- ir atvinnulaust fólk að flytja milli byggðarlaga til að fá vinnu og dæmin sanni slíkt. Hér stendur hnífurinn í kúnni. Munurinn á atvinnuleysisbótum og lægstu laun- um er líkast til orðinn svo lítill, að hann nægir ekki fyrir þeim beina og óbeina kostnaði, sem fylgir flutning- um milli byggðarlaga, húsnæðisleit, leit að dagheimilis- plássum fyrir börn og annarri röskun á högum einstak- linga og fjölskyldna. Atvinnuöryggi í fiskvinnslu er aukinheldur lítið. Að þiggja fremur atvinnuleysisbætur en að vinna er afstaða sem er ósamrýmanleg viðhorfum flestra til vinnusiðferðis, en fram hefur komið að lágmarkslaun nægi tæplega fyrir grunnframfærslu og dæmi eru þess að fólk í fullri vinnu njóti aðstoðar félagsmálastofn- ana. Hin lágu laun eru því vandamál, sem taka verður á. Því vandamáli má aftur á móti ekki rugla saman við þá staðreynd, að heimurinn er í vaxandi mæli einn vinnumarkaður og fólki af erlendu bergi brotnu fjölgar stöðugt hér á landi. Slíkt er aðeins eðlileg þróun og í raun ekkert vandamál. Þess vegna á heldur ekki að hindra fyrirtæki í að ráða útlendinga til vinnu, fáist íslendingar ekki til starfa, sama hver ástæðan er. MANNANOFN Algengustu nöfn drengja sem fæddust í jan.-nóv. 1995 Fyrsta nafn Fjöldi Annað nafn Jón | Daníell Arnarí Aronl Sigurðurl Bjarki I Guðmundurl Stefán I Gunnarl Magnúsl Ólafurl Alexanderl Halldór E Björn I Brynjari Einarl Andrii Helgii Sindril Tómasi Fjöldi Þórl~ FreyrtZZ ingi L-.Z Örn MárC Snært______ GeirCZZZl PálHZZSii ArnarB^ Bjarki I í:1 SmárilZZj HelgiQS AndriCZl FannarCZZl LogilZS AtliCH ÓliCZ AronCS ÁgústC3 PéturCS Alls læddust 4.166 börn á tímabilinu, 52% drengir en 48% stúlkur Algengustu nöfn stúlkna sem fæddust í jan.-nóv. 1995 Annað nafn Fjöldi Fyrsta nafn Anna Kristín Margrét Rakel Guðrún Andrea María Karen Katrín Berglind IHÍfí StefaníaCMEl Sigrún30 HildurSQ UnnurHíl ÁsdísKS BryndfsKS HelenaKS HelgaKS BrynjaBH EvaE óiöfia Osk Björk Rún María Rut Sif Ýr Lind Rós Björg Lilja Kristín Margrét Helga Líf . Anna DöggHH BirnaHS ' DísH3 KareniEl ÖsplB Jón Þór og Anna Osk vinsælustu nafngiftir árið 1995 Jón ervinsælasta nafngift á drengjum fyrstu ellefu mánuði þessa árs en Anna er vinsælasta stúlkunafn- ið. Sem annað nafn er Þór langsamlega vin- sælast í karlaflokki og Ósk í kvennaflokki. Þóroddur Bjarnason kynnti sér nöfn Islend- inga fyrr og nú, bak- grunn þeirra og sögu og naut fulltingis Hag- stofu íslands, og bókar- innar Nöfn íslendinga. EKKI kemur á óvart að Jón sé í fyrsta sæti yfír vin- sælasta nafnið á árinu enda hefur það lengi verið meðal alvinsælustu nafna á Islandi. Árið 1989 báru 6.694 karlar nafnið og þar af 841 sem síðara nafn af tveimur. Talið er að Jón biskup Ögmundsson hafi fyrstur borið nafnið en hann fæddist árið 1052. Nafnið er stytting á nafninu Jó- hannes og er tilkomið úr biblíunni. Annað bíblíunafn, Daníel, er í öðru sætinu þótt Jón hafi talsvert for- skot. Líkt og Jón er Anna meðal algengustu íslensku nafna sem rekja má til kristni en Bíblían hefur verið uppspretta nýrra nafn- gjafa allt til dagsins í dag. Onnunafnið báru, árið 1989, 4.100 konur auk 670 sem báru það að síðara nafni. Nafnið er komið úr hebresku og margir telja að móðir Maríu meyjar hafi heitið Anna. Vinsælasta seinna nafn á karlmönnum, nafnið Þór, kemur afturámóti úr norrænni goðafræði og hefur lengi verið það nafn sem mest er notað hér á landi hvort sem er sem seinna nafn af tveimur, fyrra nafn, eða sem fyrri liður í samsetn- ingum. Ósk hefur á síðustu áratug- um verið sérstaklega vinsælt sem annað nafn af tveimur. Nafnið kem- ur fyrir í Landnámu og íslendinga- sögunum og að baki þess liggur nafnorðið ósk; beiðni um eitthvað; löngun. Áhrif skáldsagna I gegnum aldirnar hafa straumar erlendis frá borið ný nöfn og hefðir inn í landið. Einnig hafði sjálfstæðis- barátta íslendinga og skáldsögur þónokkur áhrif. Viktoría og Kapi- tóla urðu vinsæl nöfn í kjölfar út- gáfu samnefndra bóka eftir Knud Hamsun og Emmu Southworth sem nutu vinsældp, fyrr á þessari öld. Persónur í bókum Halldórs Laxness hafa einnig eignast nöfnur og nafna í gegnum tíðina. Einnig hafa skáld- sögur haft fráhrindandi áhrif á nafngiftir samanber Gróa á Leiti sem er persóna í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Söguburður hennar í sögunni hafði þau áhrif að vinsældir nafnsins minnkuðu enda var sagan víðlesin og vinsæl. Líkt er með Mörð í Njálu' sem spillti ýmsu fyrir mönnum og olli því að fáir vildu gefa barni sínu það nafn eftir að hafa kynnst honum í sög- unni. 1.223 börnum hafa verið gefin tvö nöfn í ár. Tvínefnum fer ekki að fjölga að ráði fyrr en --------- komið er fram á 19. öld. yax Þá var það tekið upp að að fóll dönskum sið frekar en að sj_ um aðgreiningar á fólki 3 hafi verið að ræða. Að sögn Ragnars Fjalars Lárussonar dómprófasts hefur borið mikið á tvínefnum í ár. „Það hefur verið mikið um að fólk' skýri tveimur stuttum nöfnum. Ég hef ekki orðið var við nein ákveðin tískunöfn. Lög- Mikið um tvínefni á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.