Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA JAKOBSDÓTTIR, Þingholtsbraut 54, andaðist 23. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Páll Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og systir. t Elskuleg systir okkar, GUNNLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR BALDWIN, lést í Winnipeg 19. desember sl. Bálför hefur farið fram. Bergljót Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Björn Guðmundsson. Elskuleg systir okkar og frænka, ÞORBJÖRG JÓNÍNA GESTSDÓTTIR frá Þórshöfn, lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn miðvikudaginn 27. des- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Bræður og systkinabörn hinnar látnu. + Elskuleg eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Hringbraut 37, Hafnarfirði, andaðist aðfaranótt 29. desember. Þórður Þórðarson, Vilfriður Þórðardóttir, Guðrnundur Pálsson, Þórður Þórðarson, Guðrún Friðjónsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þorgerður Jónsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ingibjörg Ólafsdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI FINNSSON frá Ytri-Gunnólfsá, Ólafsfirði, til heimilis á Austurbraut 4, Keflavík, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigri'ður H. Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, HÖRÐUR HEIÐAR JÓNSSON, Tómasarhaga 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Neskirkju þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.30. Ermelinda Fjóla Jónsson, Anna Björg, Elín Snædfs, Bjarki Heiðar, Sveinbjörg Ágústdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móðursystur og frænku, HELGU FINNBOGADÓTTUR, Birkimel 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Hrönn Rasmussen og fjölskylda, Jóhanna Jensdóttir og fjölskylda. GUÐJÓN KRISTMUNDSSON GUÐJÓN Krist- mundsson var fæddur á Hjalla- landi í Vatnsdal 31. mars árið 1907. Hann lést á sjúkra- húsinu á Blönduósi 22. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Krist- mundur Líndal Jónsson, Auðólfs- stöðum í Langadai, f. 11.6.1867, d. 16.2. 1910, og Ólafía María Guðmunds- dóttir, f. 9.9. 1877, d. 23.7. 1954. Systkini Guðjóns eru Kristín, f. 13.10. 1908, d. 25.11. 1992, Elínborg Margrét, f. 10.10. 1909, vistmaður á hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi. Útför Guðjóns fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og at- höfnin hefst klukkan 14. ÁRIN líða eitt af öðru, engin stöðv- ar tímans endalausa nið. Gamlir vinir kveðja einn af öðrum eftir jarð- lífsgöngu sína. Nú rétt fyrir jólahátíðina var mér tilkynnt um andlát gamals vinar. Guðjóns Kristmundssonar sem oft var kenndur við jörðina Másstaði í Vatnsdal. Við brottför þessa gamla vinar, koma fram í huga minn margar minningar frá löngu liðnum árum. En það er ekki ætlun mín að rekja þær í smáatriðum. Guðjón fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal sem er næsti bær við æskuheimili mitt. Þaðan fluttist hann fljótlega til frændfólks síns á Másstöðum þar sem hann dvaldi og átti lögheimili allt til ársins 1953. Þá flutti Guðjón til okkar hjónanna að Hvammi í Vatnsdal en þar átti hann heimili sitt í 21 ár eða til árs- ins 1974. Guðjón varð að þola veik- indi á unga aldri, sem leiddu til þess að annar fótur hans varð styttri. Hann gekk því allmikið halt- ur mestallt sitt líf. Þetta háði honum mik- ið við ýmsa vinnu og setti mark sitt á hann og hefur eflaust oft valdið honum miklum sársauka. Um þetta talaði hann aldrei og kvartaði ekki og þótti jafnvel sjálfsagt að ganga í verstu og erfið- ustu verkin. Hann var þrátt fyrir fötlun sína mikill vinnuþjarkur, - svo að einstakt má telja. Þegar ég hugsa um líf Guðjóns og margra fleiri af hans kynslóð, finnst mér hann vera dæ- migerður fulltrúi þess fólks sem kallaðist vinnuhjú. Þessi hópur fólks er nú ekki lengur til í þessu landi og verður sjálfsagt aldrei aftur. Orðið „vinnuhjú" heyrist varla nefnt núorðið nema þá helst í einhveijum þáttum sem eiga að vera til fræðslu eða skemmtunar og er þá oftast notað í neikvæðri merkingu. En sannleikurinn er sá að íslenska þjóð- in á þessu fólki margt og mikið að þakka. Þá á ég ekki við þann þátt sem það átti í fjárhagslegri afkomu heimilanna í sveitum landsins. Það var oft ekki síður menningarlegi þátturinn. Ég tel það mikla gæfu fyrir mig að hafa notið góðra vinnu- hjúa á heimili foreldra minna þegar ég var barn að aldri. Hjá þeim var ár eftir ár vinnumaður sem kenndi okkur börnunum að lesa, skrifa og undirstöðuatriði í reikningi svo við vorum allvel á vegi stödd þegar við komum í skóla tíu ára gömul eins og þá var skylda. Þá tel ég það ekki síður hluta af gæfu minni að Guðjón var heimilisfastur á heimili okkar hjónanna jafn lengi og raun ber vitni, einmitt þegar börnin okk- ar voru að komast til manns. Það var föst venja á veturna þegar Guðjón kom inn frá gegningum og hafði þvegið sér og haft fataskipti, GUÐRUN JÓNASDÓTTIR + Guðrún Jónas- dóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 13. desember síðastlið- inn óg fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alia. Svo djúp er þögnin við þina sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sum- arnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Við systur viljum nota tækifærið til að þakka öllu stapfsfólki á Hvítabandinu fyrir frá- bæra hjúkrun og að- hlynningu móður okk- ar. Guð blessi ykkur. Sigríður og Ásta Tryggvadætur. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ADAM JÓHANNSSON, Álftamýri 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. janúar kl. 15.00. Sigurlfna Björnsdóttir, Þorsteinn Adamsson, Atli Adamsson, Ester Adamsdóttir, Guðmundur Hannesson, Sólveig Adamsdóttir, Hafsteinn Margeirsson, Jóhann Adamsson, Björg Sólheim og barnabörn. þá var hann ævinlega með bók í hendi sem hann leit í við og við en börnin komu til hans hvert af öðru með lestrarkverið, forskriftarbæk- urnar og reikningsbækurnar. Allt gekk þetta hávaðalaust og við for- eldrarnir vissum varla af því. Þetta eru minningar sem gleymast ekki og verða aldrei fullþakkaðar. Guðjón keypti á hveiju ári eitt- hvað af bókum, einnig var hann áskrifandi að tímaritum, þannig eignaðist hann dálítið bókasafn. En bækur og bókalestur var stór þáttur í lífi hans. Hann las allar bækur og blöð sem tiltæk voru á heimil- inu, það var sama hvort lesefnið var ljóð eða laust mál, einnig not- færði hann sér bækur í lestrarfélagi sveitarinnar á meðan það var og hét. Þessum mikla lestri mun Guð- jón hafa haldið áfram fram undir það síðasta, en ég hef ekki kynnst slíkum lestrarhesti um mína daga. Síðastliðinn jóladag þegar fjöl- skylda okkar hjónanna kom saman á heimili okkar, meðal annars til að borða hangikjöt og laufabrauð að norðlenskum sið, varð okkur venju fremur hugsað til Guðjóns þar sem hann var þá nýlátinn. Við sáum hann fyrir okkur koma inn í stofuna heima nákvæmlega klukk- an sex á aðfangadagskvöld með fangið fullt af jólagjöfum sem við vissum fyrirfram að voru eingöngu bækur. Hann hafði valið þessar bækur af mikilli kostgæfni í sinni venjubundnu jólaferð til Blönduóss, eftir smekk hvers og eins, sem hon- um var vel kunnugt um. Við gáfum honum bækur eftir Halldór Lax- ness, en Guðjón var mikill aðdáandi hans. Ég gæti haldið lengi áfram að riija upp minningar frá kynnum okkar Guðjóns en hér er aðeins stiklað á því sem mér er efst í huga. Hann var að mörgu leyti eftirminni- legur maður, góðum gáfum gædd- ur, vel hagmæltur, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hélt þeim ótrauður fram við hvern sem var. En hann var umfram allt strangheiðarlegur maður sem alltaf var málsvari þeirra sem minna máttu sín, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Tryggð og trúmennska voru hans aðalsmerki. Guðjón var lengi nokk- uð róttækur í stjórnmálum en þar fóru skoðanir okkar ekki saman, það urðu því stundum dálítið snörp orðaskipti á milli okkar en það var sem betur fer fljótt að gleymast. Guðjón var mikið náttúrubam, hann fylgdist vel með öllum gróðri og dýralífí og var sérstakur aðdá- andi sauðkindarinnar. Þessi rúmlega 20 ár sem hann var hjá okkur í Hvammi hafði hann oftast nálægt 70-80 kindur á vetrarfóðri sem hann hafði í íjárhúsum út af fyrir sig. Einnig gat hann verið með þær sér um sauðburðinn. Handa þessum kindum aflaði hann sjálfur heyja með gömlu handverkfærunum og byijaði alltaf að slá fyrir sig, mánu- daginn eftir fjórtándu sumarhelgina, út af því var ekki brugðið. Guðjón naut þess í ríkum mæli að hafa þessa aðstöðu með kindur sínar. Þegar leið að hausti og umræður á heimilinu beindust að göngum og réttum kom gleðisvipur á andlit Guðjóns. Þegar gangnaboðið ' kom nokkru fyrir göngur, en það var látið ganga bæ frá bæ rétta boðleið um sveitina, las Guðjón það vand- lega, enda kunni hann það utan að á hveiju hausti. Hann hlakkaði til réttardagsins ekki síður en börnin. Guðjón var bindindismaður bæði á tóbak og áfengi, það var aðeins á réttardaginn að hann sást reka tunguna í áfengi þegar vinir og kunningjar réttu honum fleyg, hon- um fannst það tilheyra deginum. Samt sem áður gat Guðjón skemmt sér vel án áfengis sjálfur með þeim sem notuðu áfengi í hófi. Ég læt þessum minningarbrotum hér með lokið þó margt sé enn ósagt sem ég hefði gjarnan viljað nefna, en einhvers staðar verður að setja punktinn. Við hjónin og börnin okk- ar kveðjum Guðjón hinstu kveðju með þakklæti og virðingu. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.