Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 21 Q UNGI fiðluleikarinn einbeitir sér að fiðluleiknum. Q ARON Dalin œfir sig heima ásamt föður sínum Jónasi Póri og litlu systur, ísold Ötlu. n ÞEIR feðgar Jónas eidri og yngri “ hafa undanfarin ár spilað saman á Hótel Sögu á aðventunni. Þetta ár spilaði Aron Dalin með þeim, þrátt fyrir ungan aldur. „ ísold Atla á vonandi eftir að bætast í hópinn, þótt það velti algjörlega á henni og áhuga hennar.“ Þeir langfeðgar Jónas Þ. Dagbjartsson, Jónas Þórir og Aron Dalin Jónasson fást allir við tónlist. Ivar Páll Jónsson heim- sótti þá og spurði hvort tónlistarhæfí- leikar og -áhugi gangi í erfðir. AÐ ER ekkert vafa- mál að erfðir eiga sinn þátt í tón- lístáráhuga og tónlistarhæfileikum manna. Einnig tel ég að uppeldið skipti miklu máli. Hér á landi er tón- list áhugamál fjölda fólks, sem sýnir sig í fjölda tónlistarnemenda og þeirra sem starfa á einhvern hátt við tónlist, svo sem í kórum,“ segir Jónas Þórir. Jónas Þ. Dagbjartsson fiðlu- leikai’i er eini hljóðfæraleikarinn sem spilað hefur með Sinfoníu- hljómsveitinni frá upphafi. Sonur hans, Jónas Þórir, hefur spilað á píanó síðan hann var sjö eða átta ára. Sonur Jónasar Þóris, Aron Dalin, er sjö ára gamall og hefur lært á fiðlu í tvö ár. Hvernig hófst tónlistai’nám fyrsta tónlistarættliðarins? Voru foreldrar hans á einhvern hátt viðriðnir tónlist? „Nei, foreldrar mínir stunduðu sjóinn í Vestmannaeyjum. Það var aðeins einstakur áhugi minn sem olli því að ég fór út í tónlist. Það var ekki um margt að velja í litlum sjávarþorpum í þá daga, en ég sótti fundi hjá KFUM. Þar heyrði ég spilað á fiðlu árið 1935, þegar ég var 9 ára. Það vakti hjá mér óbil- andi áhuga á þvi hljóðfæri og tón- list yfir höfuð. Árið eftir, 1936, hóf ég fiðlunám og er enn að,“ segir Jónas eldri. skólunum hafa breyst mikið á þes- sum sextíu árum. A árum áður þurfti að byrja á að læra nóturnar og spila eftir þeim. Enginn mátti fara út fyrir þær. „Þú spilar þetta lag á þennan máta. Það er hin eina sanna aðferð,“ var viðkvæðið. Þetta viðhorf, sem er að mínu mati rangt, á síminnkandi fylgi að fagna. Núna er fai’ið að tengja saman tónlistina og tónsköpunina. Aron er í Suzuki- skólanum, þar sem er sagt: „Að læra að spila er eins og að læra að tala“. Maður byrjar ekki á stafset- ningunni eins árs. Maður byrjar á að læra eitt og eitt orð. Þannig á það líka að vera í tónlistinni. Það er byr- jað á að kenna eftir heyrn, en samt eru nóturnar hafðar við höndina. Krakkarnir fara síðan smám saman að átta sig á samhenginu milli nótn- anna og tónanna. Höfundur þessarar aðferðar er Japani, Suzuki að nafni. Hann þróaði hana fyrir einum fimmtíu til sextíu árum. Hann er enn á lífí, rúmlega níræður. Hann byrjaði að læra á fiðlu um tvítugsaldur, þegar hann flutti til Þýskalands og þurfti að læra þýsku. Hann sá þá að best væri að læra á hljóðfæri eins og tungumál," segir Jónas Þórir. Kennslan vekur áhuga hjá nemenöum Lagði ehhi hart at1 sgni sínum_________________ Lagði Jónas eldri hart að syni sínum að fara í tónlistarnám? Aron er ekki eini fjölskyldu- meðlimurinn í Suzuki-skólanum. Ingrid Karlsson, frænka hans sem er ellefu ára, lærir einnig á fiðlu og hefur náð mikilli leikni. Aron er í „Nei, alls ekki. Þegar ég var í átta ára bekk í Melaskóla æddi ég á þáverandi tónmenntakennara, Daníel Jónasson og bað hann vin- samlegast um að gerast sérlegur tónlistarkennari minn. Hann tók mér mjög vel og ég lærði hjá honum í eitt ár. Eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Jónas Þórir. Aron Dalin lærir hjá Suzuki-tónlistar- skólanum. Jónasi Þóri er tíðrætt um þær breytingar sem orðið hafa á tón- listarkennslu frá því þegar faðir hans hóf nám fyrir sextíu árum. „Mér finnst kennslan í tónlistar- Kennsluaðferði r hafa breyst mikíð á þeim BO árum sem liðin eru síðan Jónas eldri hóf tónlistarnám sitt hóptimum hálfsmánaðarlega og einkatíma vikulega. Þá þarf Jónas Þórir að vera með honum. „Ég þarf síðan að vita örlítið um tónlist og spila með honum heima til að halda honum við efnið,“ segir Jónas Þórir. Hann segir kennsluna vekja áhuga hjá nemendum til að læra meira. Núna sé Aron farinn að hafa áhuga á að lesa nótur. Hann sé farinn að fikra sig áfram, án þess að vera beinlínis ýtt út í það. „Að vísu fer hann að læra nótur í skólanum næsta haust, en hann er farinn að skilja Morgunblaðið/Ásdís svolítið um hvað málið snýst," segir, Jónas Þórir. Þeir feðgar, Jónas eldri og yngri, hafa spilað saman í fjölda ára og segja það engum vafa undirorpið að nokkrir tveir tónlistarmenn geti náð betur saman en þeir. Nú hefur Ai’on, þrátt fyrir ungan aldur, slegist í hópinn. Fyrir einu ári, á Þorláksmessu 1994, voru feðgarnir einu sinni sem oftar að spila á Skrúð á Hótel Sögu. Aron Dalin fékk að koma með í það skiptið og þá spiluðu þeir þrír saman í fyrsta skipti. Má búast við að þeir stofni tríó í framtíðinni og troði upp? „Ég held það verði kvartett á endanum. Isold Atla á vonandi eftir að bætast í hópinn, þótt það velti al- gjörlega á henni og áhuga hennar," segir Jónas eldri að lokum. | Ékta teppiá LÆGRA verði en gervímotturi Austurlenska teppasalan hf. Kæru viðskiptavinir! Afgangurinn afódýru austurlensku teppunum verður seldur með 2ð)0/o afslætti - all't á að seljast. T.d. nokkur gömul persnesk Afshará verði frá kr. 20.925. og afgönsk daiutch frá kr. 5.175. A-fch: Síðus-fcu dagar- föstudaginn 29. og iaugardaginn 50. desember kl. 12-19áGKAND HÓTEL KEYKJAVÍK íöigtúni. Vísa - Euro raðgreiðslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.