Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjöruferð LEIKSKÓLABÖRNIN sem ljós- myndari Morg-unbladsins rakst á í fjöruferð fyrir skömmu sýndu þessum undraheimi við sjávarsíð- una óskiptan áhuga, enda lífríkið og umhverfið til þess fallið að heilla auðugt ímyndunarafl ung- viðsins. ---.....— Sigmund í fríi SIGMUND er ekki á sínum stað í Morgunblaðinu í dag og var reynd- ar líka í fríi í gær. Hann mun hins vegar mæta tví- efldur til leiks á morgun, gamlárs- dag, bæði á sínum stað á þessari blaðsíðu og svo á forsíðu B-blaðsins. Morgunblaðið/Ásdís SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995. 20.-24. DESEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁ VENUS (4) Dr. John Gary. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 2MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA (2) Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3EKKERT AD ÞAKKAI (3) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 4SEX AUGNABLIK (5) Þorgrímur Þráinsson. Útg. Fróði 5PAULA ( ) Isabei Allende. Útg. Mál og menning 6 7 8 9 10 ÁFRAM LATIBÆR! (7) Magnús Scheving. Útg. Æskan HIN HUÓÐU TÁR (6) Sigurbjörg Árnadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. AFREK BERTS (1) A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg hf. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR (8) William R. Hunt. Útg. Hans Kristján Árnason HRAUNFÓLKIÐ (9) Björn Th. Björnsson. Útg. Mál og menning Einstakir flokkar: Skáldverk 1 HRAUNFÓLKIÐ (1) Björn Th. Bjömsson. Útg. Mál og menning 2 HJARTASTAÐUR (2) Steinunn Sigurðardóttir. Útg. Mál og menning 3 ÖRLÖG (3) Stephen King. Útg. Fróði 4 MYRKRANNA Á MILLI (4) Sidney Sheldon. Útg. Slcjaldborg hf. 5 VETRARELDUR (S) Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 0 KONAN SEM MAN (6) Linda Lay Shuler. Útg. Vaka—Heigafell hf. 7 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ( ) Susanna Tamaro. Ötg. Setberg 8 SÆKJANDINN (10) John Grisham. Útg. Iðunn 9 DYRVÍTIS (8) Alastair MacNeill. Útg. Iðunn 10 VERÖLD SOFFÍU ( ) Josten Gaarder. Útg. Mál og menning Almennt efni 1 KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁ VENUS (2) Dr. John Gary. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 2 MARÍA, KONAN BAK VID GODSÖGNINA (1) Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 PAULA (6) Isabel Allende. Útg. Mál og menning 4 HINHUÓÐUTÁR (3) Sigurbjörg Amadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 5 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR (4) William R. Hunt. Útg. Hans Kristján Árnason. 6 ÚTKALL - ÍSLENSKA NEYÐARLÍNAN (7) Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 7 MILLIVONAR OG ÓTTA (5) Þór Whitehead. Útg. Vaka-Helgafell hf. 8 ÞEIR BREYTTU ÍSLANDSSÖGUNNI (8) Vilhjálmur Hjálmarsson. Útg. Æskan 9 STÓRA DRAUMA- RÁÐNINGABÓKIN ( ) Símon Jón Jóhannsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 1 0 NBA ’95 - STJÖRNUR DAGSINS í DAG ( ) Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Utg. Fróði Börn og unglingar 1 EKKERTAÐ ÞAKKAI Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. (2) 2 SEX AUGNABLIK Þorgrímur Þráinsson. Útg. Fróði (3) 3 ÁFRAM LATIBÆR! Magnús Scheving. Útg. Æskan <4) 4 AFREK BERTS A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg 0) 5 UFSILON Smári Freyr og Tómas i Útg. Skjaldborg hf. (5) Gunnar. 6 POCAHONTAS Ævintýrabækur Disneys. Útg. Vaka-Helgafell hf. (8) 7 EPLASNEPLAR Þórey Friðbjörnsdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. (9) 8 RÖNDÓTTIR SPÓAR FUÚGAAFTUR Guðrún H. Eiriksdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. < ) 9 GOGGI OG GRJÓNI VEL í SVEIT SETTIR Gunnar Helgason. Útg. Mál og menning ( ) 10 SKORDÝRAÞJÓNUSTA MÁLFRÍÐAR Sigrún Eldjám. Útg. Forlagið (6) r Flugleiðir fjölga áætlunarstöðum Verðlækkanir fyrir sj áanlegar FLUGLEIÐIR hafa verið að fjölga áætlunarstöðum sínum í Evrópu að undan- förnu. Nú síðast tilkynnti félagið að það hyggðist taka upp beint flug til Berlínar. Þá hefur það einnig gert samstarfs- samning við þýska flugfé- lagið LTU, þannig að flug- númer beggja flugfélaga verða skráð á flug þeirra frá Munchen og Berlín. Þetta hefur í för með sér um 12-13% aukningu á sætaframboði frá Þýska- landi til íslands næsta sumar. Pétur J. Eiríksson segir að þessi aukning hafi fjölmörg tækifæri í för með sér fyrir Flugleið- ir. Pétur J. Eiríksson - Hvaða markaðsmöguleika sjáið þið í Berlínarfluginu? Þýski markaðurinn hefur verið sterkur nokkuð lengi og þetta er orðinn okkar stærsti markaður utan íslands. Þá reiknum við með því að markaðurinn komi til með að vaxa enn frekar. Við höfum líka orðið varir við það að farþeg- arnir vilja fara þaðan sem þeir búa og þó að margir noti Frank- furt sem skiptistöð þá þurfum við í vaxandi mæli að sækja farþeg- ana þangað sem þeir eru búsett- ir. Þess vegna höfum við verið að dreifa okkur heldur meira um Þýskaland að undanförnu. Áður flugum við til Frankfurt, Hamborgar og Kölnar, en nú bætum við Múnchen og Berlín við. Við sáum reyndar fram á að það gæti orðið talsvert offramboð á þessum markaði. Atlanta var eini aðilinn sem flaug á milli Múnchen og Keflavíkur síðasta sumar, en söluaðilar okkar úti hafa þrýst talsvert á okkur að hefja flug þangað og jafnframt ákvað LTU að hefja flug á milli Múnchen og íslands. Niðurstaðan varð sú að við sömdum við LTU þannig að við kaupum af þeim sæti frá Múnchen og þeir kaupa af okkur sæti frá Berlín. Tæknilega séð verða þannig þrjú flugfélög sem fljúga frá báðum þessum stöðum, en sætaframboðið eykst ekki eins mikið og ella hefði orðið. - Sjáið þið fyrir ykkur eitt- hvert frekara samstarf við LTU? Nei, það hefur nú ekki verið rætt í neinni alvöru. Þó hefur það nú komið til tals að LTU fljúgi til Alaska í gegnum Keflavíkur- flugyöll og að við seljum þá far- miðá í það flug t.d. í Skandinavíu og Bretlandi. Þeir ----------- kæmu þá inn í skipti- bankann okkar í Kefla- EvrÓpuflug- vík. Það verður þó ekki inu |engist ►Pétur J. Eiríksson er fæddur í Reykjavík árið 1950. Hann lauk hagfræðiprófi frá Edin- borgarháskóla árið 1975 og framhaldsnámi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla árið 1976. Hann starfaði um tíma sem blaðamaður á Morgunblaðinu en hefur unnið hjá Flugleiðum sl. 15 ár, nú siðast sem fram- kvæmdastjóri markaðssviðs félagsins frá árinu 1988. Pétur er kvæntur Erlu Sveinsdóttur, flugfreyju, og eiga þau tvær dætur. af neinu slíku næsta sumar. Við erum tiltölulega ólík flug- félög. LTU er fyrst og fremst leiguflugfélag sem hefur haslað sér völl í áætlunarflugi á meðan að við erum áætlunarflugfélag. Þjónustustig og hugmyndafræðin á bak við reksturinn eru því nokk- uð ólík. Bæði félögin eru hins vegar að vinna mjög mikið á ferðamannamarkaði, sérstaklega á sumrin, og þá eru mjög góðir snertifletir á milli þeirra. Nú er hins vegar fyrst og fremst verið að horfa á Þýskalandsmarkað með það fyrir augum að reyna að fjölga þeim borgum sem hægt er að fljúga á. - Sj&ið þið fyrir ykkur að far- gjöld lækki vegna aukins sæta- framboðs? Já, verðið hefur verið að síga heldur niður á við undanfarið og LTU þurfti að lækka verð sitt talsvert fyrri hluta s.l. sumars. Við eigum ekki von á því að verð- ið muni hækka á Þýskalands- markaði heldur reiknum við frek- ar með því að þrýstingurinn verði niður á við. Með innkomu LTU eykst sætaframboðið talsvert og þá sérstaklega í mai og júní. Samstarf þessara tveggja félaga nær eingöngu til þess að við selj- um hvorir öðrum sæti. Það nær ekki til sölu eða verðlagningar og við getum því verið að keppa í fargjöldum þó svo að við séum að selja í sömu vélina. - Sjáið þið fyrir ykkur að auk- ið sætaframboð frá Evrópu hafi áhrif á Norður-Atlantshafsflugið hjá ykkur? Við höfum verið að auka tals- vert við okkur á þeim leiðum. Bæði með því að taka upp flug á Boston og Halifax og einnig ------------------ með því að bæta við Sölutímabflið í aukaferðum á New York þannig að suma daga verðum við með tvær vélar á dag þang- að. Við leggjum tals- vert mikla áherslu á Þýskaland þar með því t.d. að selja beint frá Frankfurt í Ameríkuflugið. Þann- ig erum við að vonast eftir miklu meira flæði frá Mið-Evrópu inn á Ameríkuflugið, frá þeim stöðum þaðan sem hingað til hefur ein- göngu verið um ferðamenn til Islands að ræða. Kosturinn við að geta aukið þessa sölu er sá að við getum lengt sölutímabilið. Ferðamenn sem hafa komið frá þessum lönd- um til íslands hafa verið fyrst og fremst í júlí og águst, en með því að vera með Ameríkutenging- una þá getum við selt þessar ferð- ir frá því í apríl og fram í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.