Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 31 I INGIGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR + Ingigerður Jó- hannsdóttir fæddist á bænum Hvammi við Fá- skrúðsfjörð 2. júlí árið 1900. Hún lést I á Elli- og hjúkr- | unarheimilinu Grund miðvikudag- inn 13. desember sl. Foreldrar hennar voru Kristín Jóns- dóttir, f. 17. sept. 1858, d. 23. des. 1944, og Jóhann Erlendsson, f. 27. júlí 1864, d. 15. mai 1948. Systkini Ingigerðar: Er- I lendur, f. 12. mars 1886, dó h barn. Guðfinna, f. 16. apríl 1887. Þórey Erlendína, f. 6. nóv. 1888. Jón, f. 15. nóv. 1890. Guðný Signý, f. 21. ágúst 1892. Krist- ján, f. 1. nóv. 1893. Þórlindur, f. 10. júní 1896. Þórunn Sigur- borg, f. 18. apríl 1898. 19. nóvember 1938 giftist Ingi- gerður Einari Magnússyni, f. 23. apríl 1898. Foreldr- ar Einars voru Magnús Magnússon og Snjófríður Ólafs- dóttir, sem bjuggu á bænum Stapakoti í Njarðvíkum, þar sem Einar fæddist. Ingigerður var jarðsett þriðj- udaginn 19. desember í Foss- vogskirkjugarði við hlið manns síns Einars Magnússonar. LENGST af búskaparárum sínum bjuggu Einar og Inga, eins og þau voru kölluð í Hafnarfírði, á Strand- götu 58, í litlu húsi þar sem Gráni gamli stóð fyrir utan, en það var :■ vörubíll með tréhúsi af Ford-gerð. Hef ég grun um að hann skipi hlut- P verk í fornbílaflota landsins enn. ^ Árið 1958 fluttust Einar og Inga suður í Njarðvík, og hófu að byggja sér þar hús, en örlögin höguðu því svo til að þau misstu mest allt dótið sitt í eldsvoða. Fannst mörgum eins og eftir þetta hafi orðið þáttaskil í lífí Einars og Ingu. Haustið 1964 fluttust þau austur á Fáskrúðsfjörð þar sem þau fengu inni í Ásbrún hjá Áma Stefánssyni frænda okkar, en fluttu síðar að Búðarvegi 6. Árið 1982 lést Einar og fluttist þá Ingigerður á Elli- og hjúkranar- heimilið Grand, sem hún dvaldi á til dauðadags. Einari og Ingu varð ekki bama auðið, en samrýnd vora ALFREÐ » HAFSTEINN » AÐALBJARNARSON + AIfreð Hafsteinn Aðal- bjarnarson fæddist 12. júní 1920. Hann lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað 11. desember síðastliðinn og fór útförin fram 18. desember. ÞEGAR fréttir berast um andlát J góðs vinar leitar hugurinn gjaman ■ til baka og minningar um gengin spor og unnin störf rifjast upp. Þannig fór mér þegar Olla hringdi til mín að morgni 11. desember og sagði mér andlát Alla mágs míns. Ekki ætla ég að rekja það sem upp í hugann kom, en allt var það mjög á betri veginn og hygg ég að svo hafí orðið um langflesta er til hans þekktu. Enda kom það berlega í ljós við útför Alfreðs hversu vin- :,J sæll hann var og hve margir áttu ■ Ósheimilinu ýmislegt að þakka frá liðnum árum. Heimilið á Unaósi var að ýmsu leyti sérstakt. Þótt mikið og kapp- samlega væri unnið var alltaf næg- ur tími til að taka vel og rausnar- lega á móti þeim sem að garði bar og ekki einungis það heldur var allt viðmót heimafólks þannig að « þar vildu menn dvelja sem lengst. Sönnun þessa er hve börn og ungl- ingar úr þéttbýli sóttu eftir að fá 0 að vera á Ósi, oft mörg sumur, og höfðu gott af. Veit ég varla dæmi um það að nokkurt barn af þeim um það bil 30, sem þar hafa verið, hafí.ekki kunnað vel við sig og haldið þaðan með gott veganesti. Árið 1951 kom Ólöf í Unaós og þá hófu þau Alfreð búskap sinn þar. Með Ollu kom Helga móðir hennar og ekki má gleyma þætti hennar í uppbyggingu þessa far- sæla heimilis. Hún studdi dyggilega við bakið á ungu hjónunum á allan hátt, enda mesta dugnaðar- og greindarkona. Auðskiljanlega var það nokkuð átak fyrir Helgu að flytja frá Meðalnesi, þar sem hún hafði búið og lifað öll sín bestu ár, en þá komu mannkostir þennar vel í ljós og hygg ég að hún hafí ekki séð eftir þeim breytingum. Var samkomulag á heimilinu á Ósi allt- af mjög gott og skapaði þann góða anda sem öllum er kunnugt um sem til þekkja. Æviferill Alla verður ekki rakinn hér, enda þekkja hann vafalítið flestir sem koma til með að lesa þessar línur. Allir geta ímyndað sér hversu þungbært það hafí verið fyrir þrett- án ára dreng að missa föður sinn af slysförum. Una Þóra, ekkjan unga, móðir systkinanna sex, var einstök atorku- og bjartsýniskona og allt bjargaðist með góðra manna hjálp. Alli, sem var elstur systkin- anna, hefur vafalítið talið sig bera nokkra ábyrgð á systkinahópnum og sérstaklega yngstu systurnar litu á hann sem sinn annan föður þar sem Sólveig var aðeins tveggja ára og Aðalbjörg þriggja mánaða er hann lést. Má nærri geta að vinnudagur við heimilisstörfin hefur « « 4 ÞÓRIR JÓN GUÐLA UGSSON + Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur 27. desember 1966 á Selfossi. Hann lést 14. desem- ber sl. á heimili sínu á Voð- múlastöðum í Austur-Landeyj- um og fór útförin fram 21. desember. Og þvi varð allt svo hljótt við heifregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Elsku Amí, okkar dýpstu samúð- arkveðjur til þín og litlu dóttur þinn- ar, Þóreyjar Lísu. Megi Guð gefa ykkur styrk í framtíðinni. Kveðja frá skólafélögum við íþróttakennaraskóla íslands 1986-1988. þau. Einar var smiður góður, en við þá iðn vann hann alla tíð. Á búskap- aráram þeirra í Hafnarfírði var oft gestkvæmt, einkum kom frændfólk- ið austan af landi. Minnist ég að hafa sem krakki komið með föður mínum til Einars og Ingu á Strand- götuna, þar var allt glansandi og pússað. Inga frænka mín var smekkmanneskja alla tíð, hvort sem var í klæðaburði eða umhverfi. Það vakti athygli í herberginu hennar á elliheimilinu, að ekki var neitt annað en inniskórnir hennar og vasaklútur brotinn saman á borð- inu. Þetta segir sína sögu. Áður en Inga giftist vann hún á Landspít- alanum við matargerð og fram- reiðslu matar í nokkur ár, þeirra ára_ minntist hún oft. Ég vil minnast Ingigerðar frænku minnar sem konu er fór leiðar sinnar alla tíð, hún var létt á fæti og fáir dagar liðu svo hún færi ekki út, það var þá helst Kári konungur sem hefti för hennar þessi 13 ár sem hún dvaldi á Grand. Sinn háa aldur bar Inga vel en 95 ár er löng ævi. Hún var ekki allra og e.t.v. hafa sumir móðgast við svör hennar, en sómakona var hún. Sjónin var orðin lítil síðustu árin og háði það henni veralega. Um leið og ég kveð síðasta systk- ini foreldra minna verður mér hugs- að til þess tómarúms sem það skilur eftir, en foreldrasystkini mín vora 17. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Grandar fyrir umönnun frænku minnar þessi 13 ár. Hjörleifur Þórlindsson. oft verið langur og má með ólíkind- um telja að ofan á þau bætti hann umsjón með símalínunni allt frá Hjaltastað út á Gönguskarð og jafn- vel alla leið til Njarðvíkur. Þessi símavinna var með afbrigðum erfíð eins og þá var. Bera þurfti staura- skó, símavír og annað til viðgerða og ekki spurt um hvemig veðrið var. Ósérhlífni og dugnaður Alla varð til þess að hann vann þessi störf oft í mjög vondum veðram sem honum var att út í af yfírmönnum símans sem virtust ekki skilja að nánast ófært veður gat verið úti á Gönguskarði þótt sæmilegt veður væri inn um Egilsstaði. Ekki bætti það úr að þetta starf var smánar- lega illa borgað, enda Alli ekki mik- ill kröfugerðarmaður um það né annað. Einu kröfumar sem hann gerði vora til sjálfs síns og voru þær oft allt of miklar og engum þýddi að reyna að halda aftur af honum með það sem hann ætlaði sér. Síðastliðið sumar þegar við hjón- in fórum í veglega veislu á Ósi sem var í tilefni af 75 ára afmæli Alla færði ég honum þessa vísu í tilefni dagsins: Á ungan var þig ábyrgð lögð þú ætíð leystir sérhvem vanda. Þótt aldrei verði sagan sögð sjást hér merki þinna handa. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum vil ég þakka þér ótal ánægju- legar samverastundir sem aldrei bar skugga á. Ef til vill eigum við eftir að hittast á öðru tilverustigi. Ég sendi þér, Olla, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Söknuður minnkar og sárin gróa er tímar líða. Lífíð heldur áfram þrátt fyrir allt. Megi þér famast vel á ókomnum áram. Steinþór Magnússon. Séiiræðiiigar í bl«Miiaskreytiiigiiin iió öil Lrkifæri blómaverkstæði INNAfe Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 HILMAR FENGER + Hilmar Fenger fæddist í Reykjavík 29. september 1919. Hann lést á Landspitalan- um 23. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. desember. HILMAR Fenger, heiðursfélagi Félags íslenskra stórkaupmanna og fyrrum formaður þess, var mik- ill félagsmálamaður og trúnaðar- störf sem hann gegndi fyrir stétt sína og ýmis þau félagasamtök er vora honum hugleikin eru ótrúlega mörg, ekki síst þegar haft er í huga, að jafnframt stýrði hann í þijá áratugi einni stærstu heild- verslun landsins. Hilmar Fenger var kjörinn vara- formaður Félags íslenskra stór- kaupmanna árið 1962 og ári síðar var hann einróma kjörinn formaður félagsins, er þáverandi formaður gaf ekki lengur kost á sér til starf- ans. Hann stýrði síðan félaginu næstu fjögur árin, en það er sá tími sem lög félagsins heimila að sami maður gegni því starfi. Þessi ár, sem Hilmar Fenger var formaður félagsins, voru nokkurs konar vor í íslenskri verslun. Klaka- bönd hafta eftirstríðsáranna vora að þiðna hér, nýir straumar léku um Evrópu. EFTA var komið á laggirnar og umræða um aðild okk- ar var að heíjast. í fundargerðar- bókum félagsins má sjá að menn fetuðu sig ákveðið en varlega í átt til nýrra tíma. Strax er ráðist gegn einokum ríkisins á ýmsum sviðum. Sumt bar árangur fljótlega, annað hefur smám saman verið að nást í höfn, sumu er enn ólokið, þijátíu árum síðar. En þannig er það í fé- lagsmálum. Dropinn holar steininn og þrotlaust starf hugsjónamanna ber að lokum ávöxt. Hilmar var mjög farsæll formað- ur. í formannstíð hans ríkti mikil eindrægni og samstarfs var leitað við önnur samtök viðskipta- og at- vinnulífs til að ýta fram hagsmuna- málum, án þess að sjálfstæði neins væri skert. Félag íslenskra stórkaupmanna kaus hann heiðursfélaga sinn árið 1988 í þakklætisskyni fyrir hans miklu störf fyrir félagið. Að leiðarlokum vil ég þakka hon- um fyrir hönd Félags íslenskra stór- kaupmanna. Starfa hans sér þar lengi stað. Ástvinum hans sendir félagið samuðarkveðjur. Jón Ásbjörnsson, formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNIBÖÐVARSSON, Skarðshíð 29d, Akureyri, sem lést 23. desember, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, er vildu minnast hans, er bent á Krist- nesspítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hólmfríður Stefánsdóttir, Kristján Árnason, Anna Lillý Daníelsdóttir, Böðvar Árnason, Stefán Árnason, Hólmfríður Davíðsdóttir, Elínborg Árnadóttir, Þormóður J. Einarsson, Bjarki Arnason, Bergljót Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför GÍSLA ÓLAFSSONAR ritstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega aðstoö. Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ólafur Gíslason, Una Sigurðardóttir, Jóhannes Gfslason, Elfn M. Ólafsdóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Björn Rúnar Guðmundsson og barnabörn. - t Vegna andláts HULDU ASTRID BJARNADÓTTUR, þá sendum við ykkur, elsku vinir, okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og styrk í sorg og erfiðleikum okkar. Kristján Óskarsson, Bjarni I. Kristjánsson, Örn Ó. Kristjánsson, Karen Andrósson, Bjarni Andrésson, Alda Bjarnadóttir, Kári Æ. Jóhannesson, Óskar Þórðarson, Ingunn Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.