Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D
9. TBL. 84. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
TVÆR fjölskyldur Mitterrands sameinuðust og gengu næst kistu hans við útförina í gær. A mynd-
inni eru ekkja hans, Danielle, ásamt sonum þeirra, Gilbert (t.v.) og Jean-Christophe. Til vinstri er
21 árs dóttir forsetans, Mazarine, sem hann átti með ástkonu sinni til margra ára, Anne Pingeot.
Kvaddi að eigin forskrift
París. Reuter.
FRANCOIS Mitterrand, fyrrver-
andi Frakklandsforseti, var lagður
til hinstu hvílu í íburðarsnauðu
grafhýsi í fæðingarbæ sínum,
Jarnac, í gær. Þjóðarsorg ríkti í
Frakklandi, skólabörn lögðu frá
sér bækur í eina mínútu og minnt-
ust forsetans og neðanjarðarlestir
Parísarborgar staðnæmdust jafn-
lengi á slaginu klukkan 10 að ís-
lenskum tíma í gærmorgun er
kveðjuathöfn hófst í Frúarkirkj-
unni í París.
Kveðjuathöfnin og útförin fóru
fram samkvæmt forskrift Mitterr-
ands sem samið hafði nákvæma
áætlun um lyktir jarðvistar sinnar.
Frábað hann sér viðhafnarútför
en lét í staðinn bera sig til grafar
við látlausa og fámenna athöfn í
kirkjugarði í Jarnac. Sömuleiðis
hafði hann skipulagt kveðjuat-
höfnina út í æsar og m.a. mælt
fyrir um tónlistina, sem þar var
flutt, en hún var eftir Chopin,
Beethoven og franska 20. aldar
tónskáldið Maurice Durufle.
Viðstaddir athöfnina í Notre
Dame voru 65 þjóðhöfðingjar og
forsætisráðherrar. Var eftir því
tekið, að Helmut Kohl, kanzlari
Þýskalands, náinn samverkamaður
Mitterrands í Evrópumálum í rúm-
an áratug, grét við athöfnina.
Sömuleiðis vatnaði Fídel Kastró
Kúbuforseti músum.
Mitterrand ólst upp í kaþólskum
sið en kvaddi þennan heim sem
efasemdarmaður, er hélt því fram
að ekkert verði vitað um tilvist
guðs. Jean-Marie Lustiger kardin-
áli stjómaði kveðjustundinni í Notre
Dame og bar Mitterrand lofi. Bað
hann fýrir honum í minningarorð-
um sínum og sagði: „Megi Fran?o-
is Mitterrand finna á himnum hjálp-
ina, fyrirgefninguna og hugrekkið
til þess að ljúka upp augum sínum
gagnvart hinu yfimáttúrulega."
■ Látlaus athöfn/20.
Thatcher vill
afturhvarf
London. Daily Telegraph.
MARGARET Thatcher hvatti John
Major forsætisráðherra í gær til
þess að hverfa aftur til róttækrar
hægristefnu til þess að flokkurinn
mætti vinna fimmtu þingkosning-
arnar í röð. Sagði hún stjórnina í
vanda þar sem hún hefði valdið
stuðningsmönnum sínum meðal mið-
stéttarfólks vonbrigðum.
Thatcher flutti í gær fyrstu veiga-
miklu ræðu sína um innanríkismál
frá því hún missti tökin á íhalds-
flokknum og fór frá fyrir fimm árum.
Hún sagði að það væru engin póli-
tísk rök fyrir því að færa stefnu
flokksins nær miðju og hvatti til
afturhvarfs tii stefnu þeirrar sem
hún rak sem forsætisráðherra.
Þetta þótti jafngilda höfnun á
aðferðum sem Major hefur beitt til
þess að halda flokknum saman.’
Thatcher sagði einungis stöðuga
baráttu koma í veg fyrir að langvar-
andi ríkisstjórn missti móðinn og
líkti hún sér við „yfirkyndara" er
hún sat á stóli forsætisráðherra.
Hún kvaðst ekki skilja hvað þeir
sem teldust til vinstri í flokknum
ættu við er þeir boðuðu „íhalds-
stefnu allra stétta“. „Miðað við af-
stöðu þeirra í Evrópumálum finnst
mér trúarbrögðum þeirra miklu bet-
ur iýst sem íhaldstefnu engra
stétta,“ sagði hún.
Á flokksþinginu í.október sl. lýsti
Major stjórn sinni sem ríkisstjórn
allra stétta, einnar þjóðar, til þess
að friðmælast við vinstri öflin í
flokknum og sannfæra þau um að
hann væri ekki að „skjögra til
hægri“ í Evrópu-, efnahags- og fé-
iagsmálum. Thatcher lýsti þá stuðn-
ingi við Major þó hugur þætti vart
fylgja máli. Játaði' hún í gær, að
þau hefði greint á um hvernig ætti
að nálgast sameiginleg markmið.
Amma skellti á Pólfarann
Lundúnum. The Daily Telegraph.
BRETINN David Hempleman-
Adams átti von á öðrum viðtökum
en þeim sem hann fékk er hann
náði loks símsambandi við ömmu
sína er hann var staddur á Suður-
póinum. Gamla konan taldi sím-
talið með öllu ástæðulaust, neitaði
að greiða fyrir það og skellti á.
Hempelman-Adams vann í vik-
unni það afrek að komast fyrstur
Breta einn og óstuddur á Suður-
pólinn. Hann var þrekaður og illa
til reika er hann náði í rannsókn-
arstöð sem Bandaríkjamenn reka
þar. Hann hafði týnt hluta af far-
angri sínum og neyðst til að nota
sterkar verkjatöflur á göngunni.
Pólfarinn, sem kom til Chile
fyrr í vikunni, sagði að Banda-
ríkjamennirnir í rannsóknarstöð-
inni hefðu tekið honum fagnandi.
Þeir hefðu m.a. boðið honum að
nota sérstakt símtæki sem þar er
að finna til að hann gæti greint
umheiminum frá afreki sínu. Við-
takandinn myndi hins vegar þurfa
að samþykkja að greiða símtalið.
Hempleman-Adams ákvað
fyrst að hringja heim til sín.
Rödd hans var á símsvaranum
og tjáði honum að hann væri
ekki heima. Þá bað hann starfs-
mann talsambandsins um sam-
band við ömmu sína. „Hún spurði
hvaðan ég hringdi og var sagt
að ég væri á Suðurpólnum. Þá
heyrði ég hana segja: „Drengur-
inn er vitlaus, það hvarflar ekki
að mér að borga svona mikið
fyrir þetta símtal.“ Að svo mæltu
skellti hún á.“
Pólfarinn kvað ferðina hafa
verið afar erfiða. Oft hefði hann
verið að niðurlotum kominn.
Hann hefði hins vegar hugsað
mest um að bregðast ekki dóttur
sinni, sem fylgdist með ferðalag-
inu af meiri áhuga en amman.
Reuter
INNANRÍKISRÁÐHERRA Dagestans, Magamet Abdurazakov
(t.v.), freistaði þess í gær að fá tsjetsjenska uppreisnarmenn til
þess að slcppa gíslum sínum.
Tveir gíslar
teknir af lífi
Moskvu, Pervomajskaja. Reuter.
SJONVARPSSTOÐ í sjálfsstjórnar-
lýðveldinu Dagestan í suðurhluta
Rússlands skýrði frá því í gær, að
tveir gíslar og tsjetsjenskur upp-
reisnarmaður hefðu týnt lífi í. skot-
bardaga í þorpinu Pervomajskaja
en þar héldu skæruliðar enn rúm-
lega 200 óbreyttum borgurum í
gíslingu í gær, að sögn Interfax-
fréttastofunnar.
Útilokað var að sannreyna frétt
sjónvarpsstöðvarinnar, en að sögn
Interfax tók einn gíslanna sjálf-
virkan riffil af skæruliða og skaut
hann til bana. Félagar skæruliðans
hlupu til og skutu Danamann hans
og einn gísl til viðbótar.
Uppreisnarmennirnir sögðust
ekki hverfa heim til Tsjetsjníju í
gær nema um rútur þeirra yrði sleg-
in skjaldborg útlendinga, starfs-
manna hjálparstofnana og „heiðar-
legra“ rússneskra stjórnmála-
manna. Salman Radujev, leiðtogi
uppreisnarmannanna, sagði að
Rússar yrðu að ganga að þessu
skilyrði vildu þeir að gíslatakan
leystist friðsamlega. Annars myndu
þeir aldrei hreyfa sig úr stað.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
sagði Rússa tilbúna til þess að
hverfa á brott með heri sína frá
Tsjetsjníju til þess að leysa gíslá-
deiluna en þó því aðeins að upp-
reisnarmenn féllu frá því að beita
hervaldi.
Hins vegar héldu Rússar áfram
liðssafnaði við Pervomajskaja og
fluttu þangað brynvagna og önnur
vopn í gær. Uppreisnarmennirnir
voru stöðvaðir þar á heimleið úr
árásarferð til borgarinnar Kízljar
í Dagestan. Þeir virtust hinir róleg-
ustu í gær og sögðust reiðubúnir
að láta konur og börn í röðum gísla
sinna laus.
■ Er þriðja aflið/20
Yfirgáfu
sökkvandi
skipið
St. John’s. Reuter.
ÁHÖFN grísks flutningaskips
á leið með málmgrýtisfarm til
Fíladelfíu yfirgaf skipið í gær
450 mílur suðvestur af Ný-
fundnalandi og var selflutt
yfir í kanadíska strandgæslu-
skipið Leonard J. Cowley.
I fyrradag kom leki að skip-
inu er sprungur mynduðust í
byrðing á tveimur af fjórum
lestum. Var ölduhæðin þá
fimmtán metrar en hafði lægt
' í þtjá metra í gær. Áhöfnin
taldi samt hættu á að farmur-
inn myndi kastast til og skip-
inu hvolfa. Sykki það ekki var
öðrum flutningaskipum talin
stafa hætta af því í nátt-
myrkri sl. nótt.