Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mótmæli vegna fyrirkomulags við hirðingu jólatrjáa 40 borgarstarfsmenn lögðu niður vinnu í gær í KRINGUM fjörutíu starfsmenn í hverfisbækistöðvum Gatnamála- stjórans í Reykjavík lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla því að íþróttafélögum hafi verið falin hirðing jólatrjáa. Björgvin Þor- varðarson, trúnaðarmaður starfs- manna, segir þá líta svo á að með þessu fyrirkomulagi sé verið að svipta þá vinnu. Gatnamálastjóri kveðst telja þessi viðbrögð harð- ari en hann átti von á. „Við viljum ekki sitja lengur undir því að yfirmenn okkar séu að deila út vinnunni til annarra aðila á borð við íþróttafélög og bijóta þannig á okkur kjarasamn- inga, því að í þeim eru ákvæði sem krefja þá um að félagsmenn Dagsbrúnar vinni þessi störf. Við viljum ekki sætta okkur við launa- skerðingu sem þessu fylgir og teljum rétt að borgin styrki íþróttafélögin með beinum fjár- framlögum í stað þess að gera það með þessum hætti,“ segir Björgvin. Fyrir jól sendu starfsmennirnir gatnamálastjóra undirskriftar- lista til að andmæla því að íþrótta- félög safni tijám eins og verið hefur undanfarin ár. Embættið var ekki reiðubúið að breyta þessu fyrirkomulagi og var því mótmælt á miðvikudag af forsvarsmönnum Dagsbrúnar, sem lýstu því yfir að þeir teldu að starfsmennimir hefðu að öðrum kosti fengið vinnu á sunnudeginum. Sigurður Skarp- héðinsson gatnamálastjóri segir þetta rangt, þar sem ekki hefði verið gripið til þess ráðs að kalla út starfsmennina á sunnudegi. Um tvær milljónir greiddar „Núna í ár var þrettándinn á laugardagi og 7. janúar á sunnu- degi, sem hentaði þá vel fyrir al- menning að henda út tijánum og fyrir félögin að safna þeim sam- an, þannig að þeim var falin þessi vinna. Ef við hefðum hins vegar látið starfsmenn okkar annast þessa söfnun, hefðum við einfald- lega auglýst að söfnunin byijaði á mánudagsmorgni, þannig að ég held að ekki sé um neitt vinnutap að ræða,“ segir Sigurður. Hann segir hreinsunina ganga vel fyrir sig, um leið og verið sér að styrkja félögin. íþróttafélögin hafí nú safnað um 11-12 þúsund tijám og fái um tvær milljónir króna greitt fyrir vikið. Sigurður segir ekki ljóst hver kostnaðurinn væri ef starfsmenn sinntu þessir sjálfur. „Öðrum þræði er þetta fyrirkomulag hugsað sem stuðn- ingur borgarinnar við íþróttafé- lögin, þannig að það liggur ekki fyrir nákvæmur samanburður," segir hann. Starfsmenn hafa óskað eftir fundi á mánudag á milli fulltrúa gatnamálastjóra, starfsmanna og Dagsbrúnar og jafnframt fundi með borgarverkfræðingi, sem verður haldinn á næstu tveimur vikum. „Starfsmennirnir hafa komið mótmælum kröftuglega á fram- færi. Eðli málsins samkvæmt þarf þó ekki að taka ákvörðun strax því að hirðing jólatijáa ber ekki upp fyrr en að ári,“ segir Sigurður. Deiliskipulag Hveravalla auglýst MAT á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðra framkvæmda á Hveravöllum í Svínavatnshreppi hefur verið lagt fram og var deiliskipulag auglýst í gær. Það mun liggja frammi til kynningar til 15. febrúar til þess að gera megi við það athugasemdir. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til frumathugunar hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins. I frummatsskýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að „enginn vafí sé á að þær framkvæmdir sem deili- skipulagið [fyrir Hveravelli 1995] gerir ráð fyrir . . . séu jákvæðar fyrir Hveravelli og nauðsynlegar til að hægt sé að taka á móti þeim ferðaínönnum sem heimsækja Hveravelli án þess að staðurinn láti á sjá“. Fyrirhuguð ferðamannamiðstöð Deiliskipulagið var unnið „í fram- haldi af staðfestingu ráðherra á aðal-skipulagi fyrir Svínavatns- hrepp,“ að því er segir í skýrslunni. Þar kemur fram að markmið fram- kvæmdanna sé að „vernda svæðið sem látið hefur á sjá á síðustu árum,“ ná „stjórn á og skipuleggja vaxandi umferð ágang og gera svæðið þannig úr garði að það geti tekið við þessari umferð án þess að gróður og náttúruminjar skemmist". Fyrirhugaðar framkvæmdir eru Bilun í reyk- hreinsibúnaði VEGNA bilunar í reykhreinsibúnaði járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga í gær hefur reykur borist úr einum skorsteini hennar og iagst yfír nágrennið í stilltu veðri. Maður sem býr í grenndinni sagði að ná- grannar hefðu ama af. Guðlaugur Hjörleifsson, verk- fræðingur og viðhaldsstjóri íslenska járnblendifélagsins, segir að lega í blásara sem tilheyri reykhreinsivirki hafí bilað. Bilunin hafi engin áhrif á framleiðsluna en óhreinsaður reyk- ur berist úr einum af sex skorstein- um þar til búið sé að kippa þessu í liðinn. „Fjórir þúsund hestafla blás- arar draga reyk frá ofnunum í gegn- um tvö síuhús og einn af þessum fjórum bilaði í gær. Blásarinn getur ekki gengið eins er, en við höfum áður lent í svipuðum hremmingum á 16 starfsárum verksmiðjunnar og yfírleitt tekur um þijá daga að lag- færa bilunina," segir hann. Deiliskipulag Hveravalla í Svínavatnshreppi Mýr uvheMeyrsla af Kjalyegj | Fyrirhuguð Lóðterða- /i ferðamanna manna- ... - miðstöðvar // miOStOO rafstöð / Vebur- athugunar- stöö ■ r' ,/ vegur „ . Hús sauðfjár- hverfi | g^irymj^ veikivarna verður fjarlægt p Stækkað svæði /seðis Idstæði ^kjarbakkar Cengib rtiöur *.p Lœkjarbakka *..-zT.....ý ■ íy- Tilrauna- .y I reitur R.Lj ... Aðstaða\ -r~ yands'391Nýrskáli F.Í., salerni og / Hvera- bílastasði verða fjarlægð I skáliFÍ. \ • - \sæluhús Cafigibí ‘A mfadali '• Gengib í Strytur J_____________________________ý og Eyvindarhelli \ KJALHRAUN ’• Cengibí ý Eyvindarrétt 200 m y Cengib • austur / Kjalhraun fjölþættar (sjá kort). Þar ber fyrst að nefna fyrirætlun um að reisa ferðamannamiðstöð, sem verði milli 600 og 900 fermetrar og í verði meðal annars móttökusalir og gisti- rými með 70 til 80 rúmum. Húsið á að vera á einni hæð. í samantekt skýrslunnar segir að staðsetning miðstöðvarinnar hafi verið valin eft- ir rækilega úttekt þriggja kosta og markmiðið hafi verið tvíþætt. ,;Forsendur valsins eru þær að þessi staðsetning er lítt áberandi frá hverasvæðinu, en þó nægjanlega nálægt því til að þungamiðja um- ferðarinnar flytjist frá hverasvæð- inu í átt að ferðamannamiðstöð- inni,“ segir enn fremur í skýrsl- unni, sem unnin var á verkfræðistof- unni Fjölhönnun hf. af Bjarna Við- arssyni verkfræðingi í samvinnu við fulltrúa landeigenda, Jóhann Guð- mundsson, oddvita Svínavatns- hrepps, og Pál Hjaltason, arkitekt á Nýju Teiknistofunni og aðaihöf- und deiliskipulagsins, að höfðu sam- ráði við Náttúruverndarráð. Leggja á göngustíga um efri hverabungu, að ferðamannamiðstöð og niður lækjarbakka. Við skálann á að leggja bíla- stæði. Svokölluð „létt rafmagns- girðing“ verður umhverfis hvera- svæðið og grætt upp svæði fyrir nýtt tjaldstæði. Þá á að reisá raf- stöð, birgðageymslu fyrir olíur og bensín og sameiginlega hitaveitu, grafa ferskvatnsbrunn eða grunna borholu utan hverasvæðis og leggja rotþró, siturlögn og fráveitulagnir frá ferðamannamiðstöð. Skáli FÍ fjarlægður í skipulaginu er einnig kveðið á um að fjarlægja eigi nýjan skála Ferðamannafélags Islands (FÍ) og núverandi salernisaðstöðu, skút' Sauðfjárveikivarna og núverandi bílastæði. Ferðafélag íslands mótmælti því í haust að rífa ætti skálann og sagði Páll Sigurðsson, forseti þess, að all- ar horfur væru á að starfsemi fé- lagsins á svæðinu legðist niður vegna þessa. Stefnt er að því að hefjast handa við að reisa ferðamannamiðstöðina og aðrar framkvæmdir innan þriggja ára. Miðstöðin á að vera opin allt árið, að undanskildum þeim tíma á vorin þegar vegir að Hvera- völlum eru lokaðir. Að framkvæmdunum standa landeigendur, sem eru Svínavatns- hreppur og Torfalækjarhreppur í Austur-Húnavatnssýslu. Kostnaður við rannsókn með segulómsjá sagður lægri hjá einkaaðila en hjá Landspítala „Hægt að sinna fleir- um fyrir sama fé“ KOSTNAÐUR við rannsókn með segulómsjá hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu hf. er mun lægri en hjá Landspítala að sögn Þor- kels Bjarnasonar, læknis og einn forsvars- manna LM. Hann segir þetta ekki hafa kom- ið nægjanlega skýrt fram í umræðum um tækið, en Tryggingastofnun ríkisins hefur tilkynnt að hún telji sér ekki skylt að greiða lyrir rannsóknir gerðar með segulómsjánni. „í grein Asmundar Brekkan sem birtist í Morgunblaðinu 15. september segir hann að kostnaðurinn sé að minnsta kosti 40 þúsund á hveija rannsókn, að viðbættum fjármagns- kostnaði sem ekki er reiknaður með. Trygg- ingastofnun ríkisins greiðir spítalanum 24 þúsund krónur fyrir hveija ómsjáskoðun, sem þýðir að á föstum fjárlögum sjúkrahússins er það að greiða niður að minnsta kosti 16 þúsund krónur með hverri rannsókn. Við bjóðum hins vegar þessa þjónustu á 22 þús- und krónur að meðtöldum fjármagnskostn- aði,“ segir Þorkell. „Það er sagt að ákveðið fjármagn sé veitt til þessara rannsókna sem takmarki aðgang sjúklinga, en með því að láta okkur annast þær væri hægt að sinna helmingi fleiri rann- sóknum en á Landspítala fyrir sömu fjár- hæð.“ TR fylgir ekki markmiðum Þorkell segir að ef LM myndi gera seg- ulómsjárannsókn á sjúklingi sem lægi á Land- spítala fengi sjúkrahúsið reikning upp á 22 þúsund krónur, en TR myndi ekki taka þátt í þeim kostnaði þar sem um væri að ræða inniliggjandi sjúkling. Væri sjúklingurinn hins vegar utan sjúkrahússins myndi hann borga LM 900 krónur fyrir rannsóknina og TR mismuninn, sem næmi um 23 þúsund krónum. „Hlutverk TR er að sjá landsmönn- um fyrir eins góðri og ódýrri þjónustu og hægt er, og mér finnst stofnunin ekki vera að fara eftir þessum markmiðum í dag.“ Aðspurður um skýringar á þessum kostn- aðarmun, sem Þorkell fullyrðir að sé til stað- ar, segir hann þær margvíslegar en nefnir m.a. launakostnað, minni umsvif í eftirliti og viðhaldi, lægri lækniskostnað o.fl. Biðlisti sagður lengjast Þorkell segir nokkurra mánaða bið eftir rannsókn í segulómsjá hjá Landspítalanum, en talið sé að þörfin nemi 5-6.000 þúsund rannsóknum á ári. „Asmundur Brekkan segir í Morgunblað- inu á miðvikudag að tæki Landspítala anni þessari þörf en svo hefur ekki verið til þessa, því rannsóknir sjúkrahússins séu um 2.000 á ári. Miðað við það eykst biðlistinn um 2-3.000 manns á ári og ég mundi halda að þessi tala sé rétt. Við teljum að þörf sé á fleiri en tveimur tækjum á íslandi, en með tækinu okkar gætum við stytt biðlistann verulega. Þegar biðlisti myndast hjá okkur bætum við einfaldlega við okkur vinnu til að eyða honum. Við gætum þess vegna unn- ið allan sólarhringinn. Það væri t.d. hægt að gera 20 aðgerðir á dag, eða 100 á viku sem myndi þýða um 4.000 rannsóknir á ári. Ég er ekki að segja að þetta markmið sé raunhæft, en vil benda á að aðalatriðið virðist vera að láta sjúklinga bíða til að takmarka aðgerðir. Það sýnir ekki mikla tillitssemi TR við alla landsmenn sem eru búnir eru borga sínar tryggingar og eiga rétt á fullri þjónustu fyrir vikið,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.