Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Slippstöðin Oddi hefur bætt við sig sjö iðnnemum frá í vor Námsframboð í málm- iðnaði að aukast Stakkaskipti Strandgötunnar STRANDGATAN á Akureyri hefur tekið stakkaskiptum á síð- ustu misserum og hefur ásýnd hennar breyst mjög til batnaðar, en oft var yfir því kvartað fyrir fáum árum að útlendir ferða- langar af skemmtiferðaskipum þyrftu að ösla upp óhrjálega götuna áleiðis I miðbæinn. Síðasta sumar hófust fram- kvæmdir við austasta hluta göt- unnar, þar sem verið er að tengja hana hafnarsvæðinu við Oddeyr- arbryggju. Byggður var gijót- garður eftir endilangri götunni og við hann göngustígur sem tengist hafnarsvæðinu með boga- brú. Tilboð i smíði brúarinnar voru opnuð i vikunni og voru þau þijú talsins. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1,1 milljón króna. Véla- og stálsmiðjan bauð lægst, tæplega 982 þúsund krónur, Vél- smiðja Steindórs bauð rúmlega 1,6 milljónir í verkið og Slipp- stöðin-Oddi 2,1 milljón. Hægt verður að sigla smábátum undir brúna eins og sést á þessari teikningu sem sýnir hvernig þetta svæði mun líta út, væntan- lega strax næsta sumar. BRJÁNN Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnnemasambands íslands, segist ekki hafa orðið sérstaklega var við aukinn áhuga fólks á að komast á samning í málmiðnaði. Það hafi heldur ekki verið auðvelt að komast á samning en hins vegar væri ýmislegt sem gæti bent til að framboð á slíku námi færi að aukast. Bijánn sagði að 287 nemar væru á samningi í hefðbundnum málmiðn- aðargreinum og hann sagðist reikna með að svipaður fjöldi væri við nám í verknámsdeildum víðs vegar um landið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur orðið vart við aukinn áhuga á námi í málmiðnaði á Akureyri í kjölfar uppsveiflu í greininni. 27 sóttu um 6 stöður Ólafur Sverrisson, verkstjóri hjá Slippstöðinni Odda hf., segist hafa orðið var við aukinn áhuga á námi í málmiðnaði. „Við auglýstum eftir nemum á samning sl. vor og bárust 27 umsóknir. í framhaldi af því tók- um við 6 nema á samning, þijá í vélvirkjun og þijá í stálsmíði. Allir hafa þeir lokið lokið námi í grunn- og eða framhaldsdeild málmiðnaðar, eða í vélskóla. Frá þeim tírtia höfum við tekið inn einn nema til viðbótar." Ólafur sagði að stefnt væri að því að auglýsa aftur eftir nemum á vori komanda en það gæti jafnvel orðið fyrr. Hins vegar væri unnið að því að marka stefnu í þessum málum innan fyrirtækisins. Nemum á samningi fækkað nokkuð Bijánn sagði að á síðustu árum hafi nemum á samningi fækkað Morgunblaðið/Knstján SLIPPSTÖÐIN-ODDI hf. auglýsti eftir nemum á samning í málm- iðnaði á síðasta ári. Sjö nemar hafa verið teknir á samning síðan þá en alls bárust 27 umsóknir til fyrirtækisins. Stefnt er að því að auglýsa á ný eftir nokkuð og trúlega mest í bygging- ariðnaði en einnig í rafiðnaði og málmiðnaði. Fyrir um 5-10 árum voru um 2.500 nemar á samningi í iðnaði en eru í dag um 1.500. „Á móti kemur að námið er að færast meira inn í skólana og það má segja að áhugi á starfsnámi sé aðeins að aukast. Menntakerfið hef- ur ekki fylgt eftir þessum áhuga og fjölbreytnin í námi er engan veginn nægileg. Það væri hægt að búa til fullt af starfsnámsbrautum tengdum málmiðnaðargreinum, rafiðnaðar- greinum og byggingagreinum. Það er mun dýrara að bjóða upp á starfs- nemum með vorinu. nám en bóknám en það er líka arð- bærara. Þær krónur sem settar eru í starfsnám skila sér líka margfalt til baka og mun hraðar en í öðru námi.“ Bijánn sagði ýmislegt benda til þess að störfum fyrir nema sem vilja komast á samning í málmiðnaði ætti eftir að fjölga. „Hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi stóð til að segja upp öllum nemum. Það var ekki gert en þeim fjölgaði heldur ekki. Hins vegar hef ég. á tilfinningunni að þeim gæti farið að fjölga á Akra- nesi, jafnvel í Vestmannaeyjum og víðar.“ Tilboð 1 akstur starfsmanna Skjaldarvíkur Lægsta til- boði tekið SJÖ tilboð bárust í akstur starfsmanna að og frá dvalar- heimilinu Skjaldarvík norðan Akureyrar og samþykkti bæj- arráð á fundi sínum í gær að ganga til samninga við lægst- bjóðendur, Gylfa Ásmundsson og Jónstein Áðalsteinsson. Þórður Guðbjörnsson starfsmaður Akureyrarbæjar sagði að áætlaður kostnaður bæjarins af þessum akstri hefði verið um 1.620 þúsund krónur á ári. Tilboð Gylfa og Jónsteins var upp á 1.365 þús- und á ári. Önnur tilboð, sem bárust voru yfir kostnaðar- áætlun, sum all verulega, en hæsta tilboðið var upp á tæpar 4,4 milljónir króna. Þrjár ferðir á dag Miðað er við að starfsfólki verði ekið frá þremur til sjö biðstöðvum á Akureyri í vinnu á Skjaldarvík og til baka, en famar verða þijár ferðir á dag milli staðanna. í útboði var gert ráð fyrir farartæki fyrir 8-10 farþega og þá kom fram að akstur myndi hefjast 1. mars næstkomandi. Fram til þessa hafa Strætis- vagnar Akureyrar séð um þennan akstur á virkum dög- um og Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, um helgar. Hugmyndir um hlutafélag til að bæta aðstöðu fyrir knattspyrnumenn Enn eru flest- ir endar lausir ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrar ræddi vinnuáætlun vegna stofnunar hlutafélags til að bæta aðstöðu fyrir knattspyrnumenn bæjarins á fundi sínum í vikunni. Samkvæmt stefnu ÍTA sem sam- þykkt var í bæjarstjórn sl. haust mun ÍTA beita sér fyrir stofnun slíks hlutafélags. Enn eru flestir endar lausir varðandi framkvæmd- ina en stefnt er að því að setja málin í gang á næstu vikum. í vinnuáætluninni kemur fram að Akureyrarbær hefur ekki ákveð- ið hve miklum fjármunum verður varið til verkefnisins, eða hvenær það getur hafist. Því fleiri sem koma að stofnun félagsins og taka þátt í uppbyggingunni, þeim mun auð- veldara er fyrir Akureyrarbæ að koma myndarlega að málinu, segir í vinnuáætluninni, sem Þórarinn E. Sveinsson, formaður ÍTA, lagði fram. Samvinna og samstaða nauðsynleg Þórarinn bendir á að ekkert verði úr þessu fyrirtæki nema sæmileg samstaða og samvinna náist meðal knattspyrnumanna sjálfra. Sér- staklega er nauðsynlegt að Þór og KA geti fundið sér farveg til að standa saman að framkvæmd þessa fyrirtækis. Ef hægt væri að fá íþróttafélögin og eða sveitarfélögin í nágrenninu til þátttöku væri framkvæmd þessa máls enn auð- veldari. Kostnaðartölur um uppbyggingu slíks húss eru mjög á reiki, að mati Þórarins. í Kristiansand í Noregi er byggingarkostnaður á upphituðu hús í fullri stærð með sandgrasi um hálfur milljarður króna. Á Jótlandi í Danmörku er byggingarkostnaður á óupphituðu húsi í fullri stærð með sandgrasi um 170 milljónir króna. Lausleg áætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens hf. um kostnað við óeinangraða yfirbyggingu yfir hálf- an knattspyrnuvöll, hleypur á bilinu 44-59 milljónir króna eftir útfærslu og aðstæðum. Enn á eftir að ákveða staðsetningu Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig hús á að byggja eða hvar það verður staðsett. Allmörg svæði og útfærslur hafa verið í umræð- unni og bæði KA og Þór hafa t.d. boðið aðstöðu á sínum svæðum. Þá hefur svokallað Kotárborgar- svæði komið upp í umræðunni og einnig hefur verið rætt um samnýt- ingu við Skautafélag Akureyrar annars vegar og Hestamannafélag- ið Létti hins vegar. Þórarinn bendir á að eitt fyrsta verkefnið sé að ákveða hvar og hvernig hús eigi að byggja og hef- ur skipulagsstjóri bæjarins verið búinn undir að benda á hugsanlega valkosti varðandi staðsetningu. Þá hefur bæjarlögmaður tekið saman fyrstu drög að samþykktum hluta- félagsins, sem eftir á að útfæra betur. Safna þarf hlutafjárloforðum frá fyrirtækjum, sjóðum, einstakl- ingum og hinu opinbera, þannig að sjáist fyrir endann á uppbygg- ingunni og rekstri. Allar lyftur í Hlíðarfjalli opnar ALLAR lyftur í Hlíðarfjalli verða opnar um helgina, eða frá kl. 10 til 17 báða dagana. ívar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða sagði að fremur lít- ill snjór væri í fjallinu og vildi því hvetja skíðamenn til að fara var- lega þessa fyrstu daga. Göngubrautir hafa verið lagðar, en þó er enn ekki nægilegur snjór til að hægt sé að troða eina helstu brautina þar. „Við gætum alveg þegið af fá svona eins metra þykkt snjólag í viðbót í fjallið, en það er ekki útilokað að snjói eitthvað hér um helgina," sagði ívar. Veitingasalur lokaður Veitingasalan verður ekki opin þar sem unnið er að viðamiklum breytingum á eldhúsi Skíðastaða, en áætlað er að þeim verði lokið um aðra heigi eða í kringum 20. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.