Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Islenskar sjávarafurð- ir fengu markaðs- verðlaun ÍMARKS Morgunblaðið/Ásdís ÞORKELL Helgason, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, afhenti Benedikt Sveinssyni, framkvæmdastjóra íslenskra sjávar- afurða, markaðsverðlaun IMARKS við hátíðlega athöfn í gær. Aukin efnahagsleg umsvif koma fram í flölgun færslna hjá Reiknistofu bankanna Notkun debetkorta fjór- faldaðist á sl. ári ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hlutu í gær markaðsverðlaun íslenska markaðsklúbbsins, IMARK, fyrir að skara fram úr í markaðsmálum á sl. ári. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en áður hafa þau fallið í skaut P. Samúelssonar, Miðlunar, Olís og íslenskrar ferðaþjónustu. Auk íslenskra sjávarafurða voru Oz hf. og Sæplast hf. einnig til- nefnd. Markmiðið með vaii á mark- aðsfyrirtæki ársins er að vekja at- hygli á mikilvægi faglegra markaðs- starfa til efnahagslegrar framþróun- ar, að því er fram kemur í frétt. Þar segir jafnframt að íslenskar sjávarafurðir hafi unnið að heild- stæðri stefnumótun þar sem mark- aðssjónarmið hafí verið höfð að leið- arljósi. Fyrirtækið hafi komið á gæðakerfí sem sé að skila þvl enn Forsijóra,- skipti hjá RB STJÓRN Reiknistofu bankanna hef- ur ákveðið að auglýsa lausa til um- sóknar stöðu forstjóra fyrirtækisins, þar sem núverandi forstjóri, Þórður B. Sigurðsson, mun láta af störfum fyrir aldurs sakir þann 1. júní nk. Reiknistofa bankanna er starfrækt I sameiningu af bönkum, sparisjóðum og greiðslukortafyrirtækjum. Hún annast greiðslumiðlun, tölvuvinnslu bókhalds, beinlínuvinnslu og tengda þjónustu fyrir 200 afgreiðslustaði. Starfsmenn eru rúmlega eitt hundrað og árleg velta um 1,1 milljarður. Þórður hefur verið forstjóri Reikni- stofunnar frá árinu 1977 eða í tæp 19 ár. Hann hafði áður setið í vinnu- hópi og samráðsnefnd sem unnu að undirbúningi að stofnun fyrirtækis- ins. Þegar Þórður hóf störf hafði fyrirtækið einungis með höndum tölvuvinnslu vegna tékkareikninga. ------»■ ♦ ■■«--- Rekstur Hótel Lindar leigður út RAUÐI kross íslands hefur ákveðið að bjóða út rekstur á Hótel Lind við Rauðarárstíg, sem samtökin hafa rekið undanfarin ár. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Rauða krossins, hef- ur þegar borist töluvert af fyrir- spumum vegna þessa, en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 15. janúar næstkomandi Sigrún segir að fyrir rúmu ári hafi verið ákveðið að leigja út veit- ingasöluna í sama húsi og hafí það gefíð góða raun. Hún segir að rekst- ur hótelsins hafi gengið ágætlega á undanfömum árum og hafí nýting á gistirými verið ágæt. Hótel Lind hefur upp á 44 her- bergi að bjóða en að auki rekur Rauði krossinn sjúkrahótel á efstu hæð hússins. Sigrún reiknar með því að Rauði krossinn muni áfram stjórna sjúkrahótelinu, en leigutak- anum verði að öllum líkindum falin umsjón með daglegum rekstri þess. sterkara en það hafí verið fyrir. Miklar vonir séu bundnar við samn- ing fyrirtækisins við útgerðarfyrir- tækið UTRF á Kamsjatka þar sem verið sé að selja stjórnunar- og tækniþekkingu og geti sú reynsla opnað fleiri tækifæri. Bogi Þór Siguroddsson, formaður ÍMARKS, sagði m.a. í ræðu sinni þegar verðlaunin voru afhent að minnkandi sjávarafli hefði kallað á breyttar áherslur í úrvinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. „Þrátt fyrir minnkandi afla, og þá sérstaklega þorsks, hefur velta og tekjur fyrirtækisins vaxið jafnt og þétt og áhersla á vöruþróun og heildarlausnir fyrir viðskiptavini fé- lagsins víða um heim hafa styrkt stöðu þess á geysihörðum matvæla- markaði.“ DEBETKORTAFÆRSLUR urðu 13 milljónir talsins á sl. ári sem er lið- lega flórföldun frá árinu á undan. Á sama tíma hefur dregið verulega úr tékkanotkun því tékkafærslur í fyrra voru um 12,1 milljón en voru 21,4 milljónir árið á undan sem er um 44% fækkun milli ára. Á heildina litið varð alls tæplega 10% aukning á færslum á tékkareikningum. Færslur í runuvinnslu í Reikni- stofu bankanna urðu samtals um 88,1 milljón talsins á sl. ári og juk- ust um rösk 8% frá árinu á undan. Þá voru beinlínuaðgerðir alls 211 milljónir og jukust um rúmlega 11%. Sérstaklega var mikill vöxtur í fyrir- spumum bankastarfsmanna í tölvu- kerfi Reiknistofunnar en þær námu HÁSKÓLAYFIRVÖLD hafa lýst því yfír gagnvart Samkeppnisstofnun að stefnt sé að því að skilja fjárhagslega þann rekstur á vegum skólans sem er í samkeppni við fyrirtæki á al- mennum markaði frá öðrum deildum og stofnunum skólans. Mun Sam- keppnisstofnun leitast við að fylgjast með því að það gangi eftir en telur ekki ástæðu til frekari íhlutunar að svo komnu máli. Þetta kemur fram í svarbréfí Sam- keppnisstofnunar til Verslunarráðs sem kvartaði sl. haust yfir því að Viðskiptafræðistofnun Háskólans væri í beinni samkeppni við einkaað- ila sem störfuðu á sviði rekstrarráð- gjafar. 114,6 milljónum og jukust um 11,5%. Notkun þjónustusíma jókst um 40% í fyrra Um 40% aukning varð á innhring- ingum í þjónustusíma banka og sparisjóða því þær voru alls 4,5 millj- ónir í fyrra en 3,2 milljónir árið á undan. Þessi aukni færslufjöldi endur- speglar aukin efnahagsleg umsvif sem urðu í þjóðfélaginu á síðasta ári. Þá sýna tölur Reiknistofunnar einnig glögglega að sjálfvirkni í bankakerfínu hefur aukist hröðum skrefum og má þar nefna að færslur í greiðsluþjónustu tvöfölduðust í Samkeppni oft á tíðum ójöfn Verslunarráð tók þetta mál til athugunar sl. haust en skömmu áður hafði einn félagsmaður Verslunar- ráðs vakið athygli á því að ýmsar opinberar stofnanir og sérfræðingar á þeirra vegum væru í beinni sam- keppni við einkaaðila í ráðgjafar- þjónustu. Taldi hann þessa sam- keppni oft á tíðum afar ójafna þar sem hinar opinberu stofnanir nytu á margan hátt forskots, svo sem vegna aðstöðu, rekstrarkostnaðar, skatt- leysis og fleiri þátta. Meðal þeirra opinberu stofnana sem væru í þess- ari aðstöðu væri Viðskiptafræði- stofnun Háskólans. fyrra frá árinu á undan og voru 2,3 milljónir talsins. Ekki liggja fyrir þróun færslu- fjölda hjá einstökum innlánsstofn- unurn að íslandsbanka undanskild- um. í frétt frá bankanum kemur fram að þróun færslufjölda sé merki um aukin umsvif. Á árinu 1994 fækkaði færslum hjá bankanum en fjölgaði á nýjan leik á sl. ári. Seinni hluta ársins 1995 voru færsiur lið- lega 9% fleiri en á sama tíma árið áður. Þórður B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þrátt fyrir stóraukinn færslufjölda hefði rekstr- arkostnaður fyrirtækisins nánast staðið í stað um fímm ára skeið. Þessum umkvörtunum var komið á framfæri við Samkeppnisstofnun í október. Þar lýsti Verslunarráð því yfir að ekki léki vafi á að Viðskipta- fræðistofnun Háskóla íslands væri í beinni samkeppni við einkaaðila. Ráðið hafði undir höndum bréf frá Viðskiptafræðistofnun þar sem stofnunin býður fram þá þjónustu sem stofnunin er sögð veita fyrir- tækjum og aðilum atvinnulífsins. Þar kemur m.a. fram að hlutverk stofn- unarinnar sé annarsvegar að vera vettvangur rannsókna í viðskipta- fræðum og skyldum greinum og hins vegar að annast þjónusturannsóknir, ráðgjöf og álitsgerðir. Verslunarráð hefur lýst yfir ánægju sinni með viðbrögð háskóla- yfírvalda gagnvart Samkeppnis- stofnun. Hins vegar óskaði ráðið nú í bytjun ársins eftir nánari upplýs- ingum um hvernig fyrirhugað sé að hrinda fjárhagslegum aðskilnaði í framkvæmd hjá Viðskiptafræði- stofnun. Um leið var óskað eftir upplýsing- um um hvernig staðið hafí verið að fjárhagslegum aðskilnaði sam- keppnisrekstrar hjá Félagsvísinda- stofnun en hann átti að eiga sér stað nú um áramótin, skv. ákvörðun Samkeppnisráðs frá því í fýrra. ÓÐU EGLU STEMMI STÆRÐIN LIKA! Hringdu í sölumenn okkar í síma 562 8501 eðs 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um næl. RÖP OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Samkeppnisstofnun fylgist með Viðskiptafræðistofnun Aðskilja á samkeppnisrekstur frá annarri starfsemi Vaxtalækk- anir í Dan- mörku o g Svíþjóð Kaupmannahöfn, Stokkhólmi. Reuter. DANSKI seðlabankinn hefur lækkað vexti á banka- og ríkis- bréfum um 0,1% og kemur þessi lækkun í kjölfarið á vaxtalækk- un sænska seðlabankans fyrr í vikunni. Ástæða vaxtalækkun- ar í Danmörku er sögð vera þróunin á mörkuðum í ná- grannaríkjunum en sænski seðlabankinn segir að vísbend- ingar um minni hagvöxt hafi ráðið úrslitum. Vextir á bankabréfum og rík- isbréfum í Danmörku verða 4,50% I stað 4,60% fyrir lækk- unina. Forvextir og innláns- vextir verða hins vegar óbreytt- ir, eða 4,25%. Vaxtalækkunin í Svíþjóð fyrr í vikunni var hins vegar öllu meiri. Vextir á skuldabréfum í endursölu voru lækkaðir úr 8,91% í 8,66%. Backström, tals- maður bankans, sagði að í des- ember hefði gengi sænsku krónunnar lækkað og seðla- bankinn tekið til athugunar að lækka umrædda vexti. „Síðan urðu horfur á minni hagvexti," sagði Báckström. „Það leiddi ti) ákvörðunarinnar nú.“ Hann sagði að tímabundin niðursveifla í sænskum efna- hagsmálum, sem bankinn hefði spáð, gæti dregizt á langinn. „En I aðalatriðum gerum við enn ráð fyrir að um tímabundna lægð verði að ræða.“ Lækkun í 7% fyrir áramót? Vaxtalækkunin var senni- lega fyrsta skref nýrrar slökun- arstefnu I peningamálum, sem mun leiða til þess að lykilvextir lækki í 7% á einu ári að dómi sænskra sérfræðinga og hag- fræðinga. „Ef krónan heldur velli ger- um við ráð fyrír 0,25% lækkun fyrir marzlok. Vextir á skulda- bréfum í endursölu verða 7,5% fyrir árslok," sagði sérfræðing- ur Paine Webber. „Ég fæ ekki annað séð en að lækkanirnar haldi áfram. Viðbrögð á markaðnum hafa verið jákvæð," sagði Sven-Arne Svensson, hagfræðingur hjá United Securities. Svensson sagði að nú væri líklegt að vextir á skuldabréfum í endursölu mundu lækka í 7% fyrir árslok. Auka Rússar álfram- leiðslu? Moskvu. Kcutcr. RÚSSNESKUR embættismað- ur segir að Rússar kunni að auka nokkuð álframleiðslu sína 1996, þar sem samningur um að draga úr afköstum renni út, en að lækkandi verð á málmum og aukinn kostnaður varpi skugga á framtíðarhorfur. Vladimir Kondratyev, sem fer með utanríkismál í stjórn rússneska álfyrirtækisins Al- uminiy, sagði að „hæg og við- eigandi" aukning yrði á afköst- um flestra álvera. Hvorki Kondratyev né ein- stök álver vilja spá nokkru um framleiðslumagnið, en ef afköst verða aukin mun áhrifa þess gæta á óstöðugum málmmörk- uðum heims. Samkvæmt spá rússneska efnahagsráðuneytisins kann ál- framleiðsla Rússa að aukast um 2-5% 1996 að sögn fréttastof- unnar Interfax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.