Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4- Inga Eiríksdótt- ir Kúld var fædd á Ökrum í Hraunhreppi í Mý- rasýslu 10. júní 1904. Hún andaðist á heimili sínu í Seljahlíð í Reykja- vík að morgni laug- ardagsins 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin á Ökrum, þau Sigríður, (f. 27. apríl 1876, d. 24. júní 1921) dóttir Jóhanns Jónasson- ar b. í Öxney og konu hans, Ingveldar Ólafsdóttur, og Ei- ríkur Kúld smiður og bóndi, (f. 8. apríl 1854, d. 15. desember 1916) sonur Jóns Eyjólfssonar silfursmiðs og bónda á Ökrum og konu hans, Elínar Helgadótt- ur frá Vogi. Systkini Ingu talin í aldursröð eru Elín: (f. 26. októ- ber 1900), Jóhann Jón rithöf- undur (f. 31. desember 1902), Helgi Eyjólfur stýrimaður (f. 26. apríl 1906), Óskar Jens (f. 22. júlí 1907). Þau eru öll Iátin. Arinbjörn Sigurður verkstjóri (f. 23. maí 1911) er nú einn eft- ir á lífi af þeim Akrasystkinum. ELSKU amma mín. Það er á stundum sem þessari, þegar ég sest niður og rifja upp liðn- ar samverustundir, sem orðin verða svo óumræðilega fátækleg. Engin orð virðast nægilega sterk eða falleg til þess að tjá þakklæti mitt fyrir það sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Nýfædd kom ég til ykkar afa í Míklaholt og hjá ykkur var ég þang- að til ég var fimmtán ára. Það hefur eflaust ekki alltaf verið auðvelt fyrir fólk komið á sextugsaldur að annast lítið barn en fyrir mig var það frá- Hinn 10. septem- ber 1927 giftist Inga Davíð Sigurðs- syni. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Davíðs- dóttir og Sigurður Jósepsson. Inga og Davíð bjuggu í Miklaholti í Hraun- hreppi í 30 ár en fluttu síðar til Reykjavíkur og áttu heimili í Meðal- holti 8 þar til þau fóru í Seljahlíð, dvalarheimili aldr- aðra. Börn Ingu eru: Erla Hulda Valdimarsdóttir, maki Guðjón Magnússon; Sesselja Davíðs- dóttir; Eiríkur Kúld Davíðsson, maki Eyrún Jóhannsdóttir. Fósturbörn Ingu og Davíðs eru: Elín Guðmundsdóttir, maki Árni Guðmundsson sem er lát- inn; Finnbogi Jón Jónsson, sam- býliskona Hlíf Kjartansdóttir; Inga D. Karlsdóttir, maki Gunn- ar Jónasson. Afkomendur Ingu eru 66 talsins. Inga verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bært. Ég fékk alla ykkar umhyggju og tíma og þolinmæði ykkar var óþrjótandi. Það var gott að koma inn í hlýj- una, skríða upp í fangið þitt og fá sögu um leið og þú rerir með mig og þær voru ófár sögurnar sem þú sagðir mér um börnin sem alltaf sögðu satt frá og voru heiðarleg og góð. Þannig útskýrðir þú á þinn já- kvæða hátt hvað var rétt. „Mundu svo, Inga mín, að gera eins og þessi börn,“ endaðir þú gjarnan sögurnar. „Þau sögðu alltaf frá því ef þau gerðu eitthvað sem ekki var fallegt og þess vegna fengu þau ekki skammir." Mér fannst þetta öruggt í sögunum en seinna þegar ég í óhemjuskap braut gler á mynd sem þér var sérlega kær togaðist á í huganum sektarkennd og hræðsla við að fá skammir og það að fara °g segja frá eins og góðu börnin hefðu gert. Eftir umhugsun valdi ég seinni kostinn og man ennþá skýrt þegar þú sagðir: „Nú veit ég að þú gerðir þetta ekki með vilja og þess vegna er ég ekkert reið.“ Á sama jákvæða háttinn kenndir þú mér bænirnar. Þegar við fluttum til Reykjavíkur og skólaganga mín hófst fyrir alvöru fann ég líka áhuga þinn fyrir námsframvindu minni. Alltaf hvattir þú mig til dáða og ef ekki gekk sem skyldi sagðir þú aðeins: ,,Og þú sem getur svo miklu meira. Ég er alveg viss um að þetta kemur hjá þér.“ Það er ómetanlegt að hafa alla tíð verið umvafín þessari hlýju og ástúð og fyrir það þakka ég nú. Áhugi þinn á lífinu og tilverunni og hvað þú varst jákvæð hefur ábyggilega orðið til þess að lengja lífaldur þinn um mörg ár. Þótt þú værir stundum lasin og þyrftir að gangast undir erfiðar aðgerðir var það alltaf um aðra sem þú hugsaðir fyrst. „Það er allt í lagi með mig, ég er miklu betri,“ sagðir þú skömmu eftir að þú vaknaðir upp eftir uppskurð og hélst svo áfram . . en mikið held ég að þið séuð orðin þreytt, búin að vinna allan daginn.“ Tíminn leið og ég kynnti Gunnar fyrir þér. „Þetta er góður drengur," sagðir þú og umfaðmaðir hann líka. Þegar þörnin mín voru lítil voru þau svona heppin eins og ég að fá að heyra sögurnar þínar. Aldrei stóð illa á ef ég þurfti pössun og auðvit- að voru þau velkomin. Seinna fylgd- ist þú með af jöfnum áhuga hvernig verkefnunum mínum miðaði, hvern- ig fótboltaleikirnir hans Jónasar og handboltaleikirnir hennar Sesselju fóru og alltaf varst þú fyrst til að samgleðjast ef vel gekk og stappa stálinu í mannskapinn ef miður fór. Okkur fannst öllum jafngott að koma til þín, fá uppörvun og finna alla elskuna og hlýhuginn sem þú barst til svo margra. Þrátt fyrir háan aldur virtist minni þitt ekkert gefa sig. Níutíu og eins árs fylgdist þú til dæmis af áhuga með fréttum af árangri mágs míns í borðtennis, sumarbústaðabyggingum vina minna og þroska litla frænda míns. Ég veit líka að þú vissir alveg hversu langt barnabörnin og barnabarna- börnin þín voru komin í námi því menntamál voru þér ofarlega í huga. Það var alltaf mikið spjallað í návist þinni, nú síðustu árin í Selja- hlíðinni og gaman að koma í heim- sókn tii ykkar afa og ég veit að ég er ekki ein um að hafa velt því fyr- ir mér hvemig í ósköpunum þú fórst að því að sjá alltaf eitthvað jákvætt við alla hluti og geta ætíð sam- glaðst öðrum þrátt fyrir að heilsan gæfi sig meira og meira. Elsku amma mín. Þakka þér allt. Guð blessi minningu þína og styrki afa minn. Inga D. Þú gafst mér lífið varst mér ljós og líf mín líkn og hlíf. Mig studdir þú í stormum varst minn styrkur. Og aldrei var það myrkur að þar ei lýstir þú. Mér gafstu ást og trú og allt sem er kærast best og blíðast það ert þú. (María Skagan) Elsku besta mamma mín, nú ertu farin frá okkur, farin í þá ferð sem við öll eigum eftir að fara. Á síð- asta degi jóla, þrettándanum, kvaddir þú þetta líf og hélst á vit skapara þíns, sátt við guð og menn. Eftir stóðum við með tár í augum og sorg í hjarta, þó við gleddumst yfir að nú varstu laus við kvöl og þjáningar ólæknandi sjúkdóms. Já, þú varst sátt við að kveðja, en hafð- ir áhyggjur af pabba, enda samvera ykkar í gengnum lífið orðin rúm 68 ár, en elsku mamma, við munum hugsa um pabba eins vel og við getum. Þú veist líka að hann er í góðum höndum starfsfólksins í Seljahlíð. Þú naust sjálf kærleika þess og hlýju. Það getum við ástvin- ir þínir seint fullþakkað. Nú er leið- ir skilja um sinn vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst barni mínu bæði móðir og amma, ást þín og umhyggja var ótakmörkuð, mildi þín og þolinmæði mikil. Elsku mamma mín, góða nótt og guð geymi þig. Þin dóttir Sesselja. ' Á þrettándanum kom kallið til Ingu Eiríkdóttur að kveðja þennan heim og halda á vit forfeðra sinna og ástvina. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ingu og Davíð Sigurðs- syni manni hennar þegar ég, full- orðinn unglingur, fór að slá mér upp með konu minni, henni Ingu, fyrir um það bil tuttugu árum en þá bjuggu þau hjónin í Meðalholti hér í Reykjavík. Mér var tekið með mikilli hlýju og elskulegheitum og hélst það alla tíð. Það er ekki svo gott að tala um Ingu án þess að nefna Davíð í sömu andrá vegna þess að samrýndari hjón var vart hægt að hugsa sér. Þau voru að vísu svolítið ólík í fari, hann þessi rólegi og yfirvegaði maður sem vildi hafa alla hluti á hreinu en hún fljót- huga og sívökul yfir því sem var að gerast á hveijum tíma. Atvikin höguðu því svo, að í einni af okkar mörgu heimsóknum í Meðalholtið tók ég eftir því að verslunarpláss í Stórholti 16 var autt en þar hafði verið rekin matvöruverslun í um það bil fjörutíu ár. Ég kynnti mér málið og fyrr en varði höfðum við hjónin opnað þarna nýja verslun árið 1979. Við nutum vel viðskipta við Ingu og Davíð og ýmissar greiðvikni bæði á síðkvöldum eða eftirmiðdög- um þegar okkur og starfsfólki okk- ar var ýmist boðið í mat eða sent heitt súkkulaði út í búð, því alltaf hafði Inga áhyggjur af velferð okk- INGA EIRIKSDOTTIR KÚLD + Haraldur Tómasson fæddlst á Akur- eyri 28. maí 1950. Hann lést í Reykjavík 2. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Tómas Krist- jánsson, f. 1902, d. 1959, og Sóley Kristjánsdóttir, f. 1904. Systkini Haralds eru Guð- rún, f. 1926, Sig- ursveinn, f. 1927, Inga, f. 1930, d. 1994, Gunnhildur Anna, f. 1933, d. 1935, Sigríður, f. 1934, ELSKULEGUR móðurbróðir minn er látinn langt fyrir aldur fram eft- ir stutta en erfiða baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Margt kemur upp í hugann. Ég á góðar minningar um frænda minn og þær stundir er ég naut samverunnar við hann bæði á barndómsárum mínum og síðar, en hann og móðir mín höfðu alla tíð mjög gott samband sín á milli. Hún sér nú ekki einungis á eftir góðum bróður heldur einnig traustum vini. Ég man vel að á mínum yngri árum fannst mér Halli frændi minn alltaf eitthvað svo sérstakur og skemmtilegur, og oft heyrði ég móður mína tala fallega um Halla, hve heiðarlegur og velviljaður hann væri. Þessum eiginleikum hans kynntist ég síðar vel þegar ég var unglingur og við eiginmaður minn leigðum herbergi sem þeir Kristján áttu og var við hlið íbúðar þeirra á Seltjarnarnesi,_ en þar bjuggum við í rúm þijú ár. Á þessum tíma kynnt- ist ég hvern mann frændi minn og Anna f. 1941. Eftirlifandi sam- býlismaður Haralds er Krislján Ingi Jónsson, f. 1957. Haraldur starfaði hjá Landsbanka fs- lands á Akureyri og í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Flug- leiðum 1975 og starfaði þar til dauðadags. Útför Haralds fer fram frá Lágafells- kirkju í Mosfells- sveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hafði að geyma, hve heiðarlegur hann var og hjálplegur. Halli var einstakt ljúfmenni, og ég rninnist hans fyrir svo margt gott. Ég man vel þegar hann reyndi að kenna mér gítargrip á lítinn gítar sem mér áskotnaðist í æsku, en Halli hafði alla tíð mikinn áhuga á tón- list og spilaði á gítar í danshljóm- sveit á yngri árum, en hann átti einnig hreint ævintýralegt plötu- og geisladiskasafn sem hann nýtti óspart. Ferðalög voru hans líf og yndi, en hann hafði ferðast mjög víða og var vel að sér í tungumál- um. Manni fannst hann alltaf vera á ferðalagi eða að koma úr ferða- lagi, og það var alltaf einhvernveg- inn eins og lítið ævintýri að koma til þeirra Kristjáns, nú síðast í litla húsið þar sem þeir höfðu búið sér fallegt heimili enda báðir miklir fagurkerar. Heimsóknirnar til Halla frænda míns urðu of fáar. Ég heim- sótti hann síðast á jóladagskvöld. Hann var þá fársjúkur og séð var hvert stefndi. Þrátt fyrir það var viðmót hans það sama og áður og hlýjan streymdi frá honum. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. ■'Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Elsku Kristján, missir þinn er mikill því samband ykkar var ein- stakt. Megir þú og aðrir aðstand- endur öðlast styrk í sorginni. Hvíli hann í friði. Eva Sóley. í dag fylgjum við þér síðasta spölinn þinn í jarðnesku lífi okkar. Við biðjum almáttugan föður að umvefja þig örmum sínum og varð- veita um alla eilífð. Með kæru þakk- læti fyrir allt sem þú gafst okkur, segjum við: Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér eins og tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fýlgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. (H. Laxness.) Góðan guð biðjum við að blessa og styrkja í sorginni þungu fjöl- skyldu og vini hins látna, okkar kæra Kristján Inga og elskulegu langömmu okkar Sóleyju sem hefur misst litla drenginn sinn. Kveðja, Sigrún og Ágústa Harpa. Góður samstarfsmaður og vinur er horfinn yfir móðuna miklu. Halli lést að heimili sinu í byijun nýs árs eftir langvinn og erfið veik- indi. Halli hóf störf hjá Flugleiðum fyrir rúmum 20 árum, fyrst í tekju- bókhaldsdeild félagsins en flutti sig bráðlega um set til Flugleiðahótel- anna, fyrst Esju og síðan Loftleiða fyrir rúmum áratug. Þar vann hann í bókunardeild hótelanna þar til hann veiktist alvarlega fyrir ári síðan og átti ekki afturkvæmt til vinnu. Halli var afar fær í sínu starfi. Hjálpaðist þar að löng og mikil starfsreynsla, vandvirkni hans og samviskusemi. Hann kunni öðrum betur að feta hinn vandrataða meðalveg í hótelbókunum til að ná sem bestri nýtingu hótelanna. Hann naut líka virðingar og vin- sælda starfsfélaga sinna og einnig viðskiptavina hóteisins, sem við hann höfðu samskipti. Sambýlismanni sínum, Kristjáni Inga, var Halli stoð og stytta í atvinnurekstri hans. Sá hann um bókhald blómaverslunar hans á meðan heilsan leyfði og tók þátt í öllum störfum hans af lifandi áhuga. Kom þar fram eins og ann- ars staðar hversu samrýndir og samhentir þeir Kristján Ingi voru. Þeir áttu vistlegt og skemmtilegt heimili, nú síðast í Hvammsgerði, þar sem þeir kunnu einstaklega vel við sig. Minnumst við, starfsfé- lagar Halla, margra góðra stunda á heimili þeirra, enda voru þeir mjög gestrisnir og höfðingjar heim að sækja. Að leiðarlokum þakka ég ánægjulega samveru síðastliðinn áratug. Það er tómlegt í vinnunni án Halla og söknum við hans öll. Kristjáni Inga og öðrum aðstand- endum votta ég innilega samúð. Geirlaug H. Magnúsdóttir. Traustur starfsfélagi okkar á Flugleiðahótelunum, Haraldur Tómasson, er fallinn frá langt um aldur fram. Það var fyrir ári sem hann kenndi veikinda þeirra sem urðu honum að aldurtila, ekkert okkar grunaði þá að hveiju stefndi, ekk- ert okkar grunaði þá að hann ætti ekki afturkvæmt í stólinn sinn, þar sem hann sat löngum og innritaði gesti Flugleiðahótelanna. Haraldur eða Halli eins og við kölluðum hann, var einkar hógvær og dagfarsprúður maður enda vann hann sér hylli okkar sam- starfsmanna, sem og þeirra við- skiptavina hótelanna er hann hafði samskipti við. Mannauður er máttur fyrir- tækja, svo sannarlega misstu Flug- leiðahótelin mannauð í Haraldi, en tilveran er tæki æðri máttarvalda, mannauður glatast, og endurnýjast í öðru holdi, aldrei eins, um það ráðum við mannanna börn engu, hver og einn á sinn vitjunartíma, starfsfélagi okkar Haraldur Tóm- asson er nú genginn á vit feðra sinna, við á Flugleiðahótelunum geymum í huga okkar minningu um góðan dreng og traustan starfsmann. Guð styrki eftirlifandi ættingja hans og ástvini. F.h. Flugleiðahótelanna, Einar Olgeirsson hótelstjóri. Nú er stríðinu hans Halla okkar lokið og hann farinn í sína síðustu ferð. Fyrir nákvæmlega einu árí greindist Halli með hvítblæði á það háu stigi að ekki varð við neitt ráðið. HARALDUR TÓMASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.